Morgunblaðið - 07.05.1977, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 7. MAÍ 1977
Um víkinga-
aldarmynt
Þetta er fjórða og síðasta greinin í greinaflokki um Víkingaaldar-
mynt.
(1) hcfur verið f eif'u kaupmanns f Birka. Hún er með mörgum
hentuf;um hóffum, þar sem hæjít var að halda silfurpeningum af
mismunandi verógildi aðskildum. Voru nokkrir peningar f
henni, þegar hún fannst, og auk þess fáein lítil lóð. Lítil vog, sem
auðvelt var að flytja með sér (2) var og nauðsvnjahlutur
kaupmanni á víkingaöld — ekki til þess að vega vörur, heldur til
að vega gjaldmiðilinn, silfrið. Kn slfk vog var viðkvæm og varð
að fara gætilega með hana. Mvndirnar sýna, hvernig hún var
lögð saman (3), önnur skálin sett niður f hina (4), vogin síðan
lögð niður f málmskál með loki (5) og þetta sfðan látið f
skinnpoka (6, 7).
auk þess mjög takmarkaðan
tima. Það má sjá vott af þróun i
þessa átt í Danmörku og Noregi
ea. á árunum 1070 — 80. í þeim
löndum, sem fluttu inn mynt,
var gildi peninga ákvarðað af
silfurinnihaldi þeirra. Væru
gæði silfursins viðunandi, gat
það dugað, sem gjaldmiðill, alls
staðar þar sem mynt var inn-
flutt. Það hefir einnig verið svo
um þýzka silfurpeninga, sem
finnast í víkingaaldarfjársjóð-
um, að menn hafa keypt vörur
af víkingum fyrir silfrið sitt, í
stað þess að afhenda það léns-
herranum, og fá svo verri pen-
inga í staðinn.
Víkingarnir voru efasemdar-
innar menn gagnvart gæðum
peninga. Var silfrið i peningun-
um gott? Allir vfkingaaldarpen-
ingar voru upphaflega flatir,
eins og peningarnir eru hjá
okkur í dag. Samt er mjög sjald-
gæft að finna flata peninga frá
víkingaöld. Þeir eru allir meira
og minna bögglaðir, skörð eru í
röndinni eftir hnífseggjar eða
potað hefir verið i gegnum þá
með hnífsoddi. Þannig fóru
menn að því að sannreyna,
hvort silfrið væri ekki mjúkt og
gott. Flestir voru þessir pening-
ar mjög þunnir og yfirleitt illa
slegnir. Á sama hátt var auðvit-
að silfrið, sem var í stöngum,
armböndum, skrauti o.s.frv.
meðhöndlað og skekkt og skælt.
Menn höfðu ekki marga silfur-
flokka t.d. eins og 925s, 830s,
o.s.frv. og mynt hafði einungis
verðgildi sem málmur, eins og
fram kemur hér að framan.
Skiptimyntin löguð til og vegin
Vöruskiptaverzlun var ekki lengur eina verzlunaraðferðin, held-
ur var gjaldmiðillinn hreinn málmur, veginn, eins og sést á
myndinni til hægri. Var þetta f rauninni eina greiðslan, sem hægt
var að treysta að fullu. Hjá skinnasalanum f Birka eða Kaupangi
hafði silfurpeningurinn nákvæmlega sama verðgildi og jafnþyngd
hans f ómótuðu silfri — gagnstætt þvf sem nú tfðkast, þegar silfrið
er allmiklu dýrara ómótað en mótað. Vfkingar hikuðu þvf ekki við
að höggva peningana f smáhluta, þegar skipta þurfti. Gormlaga
armbönd úr óunnum silfurlengjum, sem borin voru um úlnliðinn
— vasar þekktust ekki — voru önnur tegund gjaldmiðils. Þegar á
þurfti að halda, var brotinn af þeim moli og hann veginn. Græna
dósin neðst á myndinni var notuð til að geyma f henni slfkt silfur.
Er hún þægileg og glæsileg og ekki öllu stærri en vasaúr. Merkt
járn- eða bronslóð, sem kaupmenn hafa átt og komin eru úr
Miðjarðarhafslöndum, hafa oft fundizt f gröfunum f Birka.
Mynd og teikning af mynt sem
slegin var f Heiðabæ f Dan-
mörku um 900 — 950.
— hinir allir úr silfri. Gull kom
á víkingaöld aðallega frá Núbiu
og Súdan. Bæði stórveldin við
Miðjarðarhafið, þ.e. austróm-
verska keisaradæmið og
Kalífarikið höfðu silfur og
gullmyntmót. Auk þess var þar
líka koparmynt. í Vestur- og
Mið-Evrópu var eingöngu notuð
silfurmynt.
Af arabiskum skjölum má
ráða, að gengið hefir verið mis-
jafnt á gulli og silfri og fer það
eftir landshlutum og timabil-
um. Um árið 830 var gengið á
dinar (gullmynt) á móti dir-
hem (silfurmynt) i Mesópóta-
miu 1 á móti 12. Um 960
greiddu menn í Cordova 17
silfurpeninga fyrir hvern gull-
pening og um árið 1000 ekki
minna en 26 silfurpeninga fyrir
einn gullpening á Egyptalandi.
1’ við nú athug-
um betur lönd-
in sitt hvor-
um megin lín-
unnar, sem
við hugsuöum
dregna úr Norðursjó um Sax-
elfi í Svartahaf, kemur i ljós, að
i löndunum vestan línunnar
voru peningarnir verðeining
eða reiknieining. Vara kostaði
ákveðinn fjölda peninga. í
löndum Norður- og Austur-
Evrópu var hagkerfið, eða
verzlunin, ekki komin svo langt
i þróuninni. Hér var ekki reikn-
að í peningúm, heldur var silfr-
ið vegið, og var þá blandað sam-
an mynt, skartgripum og ómót-
uðu silfri. Menn gátu, hvort
þeir heldur vildu, borgað með
silfurskartgrip eða silfurmynt.
Þungi silfursins réði.
A Þýzkalandi og Frakklandi
hafði komist á sá siður, að
myntslátta, sem hafði fram á
níundu öldina verið einkamál
konungs eða keisara, var leyfð
einkaaðilum. Það varð hags-
munamál þeirra, sem mynt-
sláttuleyfi höfðu, að græða sem
mest á sinni eigin myntsláttu.
Þetta gátu þeir gert á nokkuð
marga vegu og meðal annars
þann að banna notkun annarr-
ar myntar en sinnar sláttu. Auk
þess voru peningar oft innkall-
aóir og þá ekki lengur gildir.
Nýju peningarnir, sem menn
fengu í staðinn, innihéldu þá
einatt minna silfur en þeir, sem
innkallaðir voru og bræddir
upp.
Peningar í þessum rikjum
töpuðu því gildi sinu, sem verð-
mæti, t.d. silfurgildi, og giltu
4.
GREIN
Víkingaöldin er silfuröld
Norðurlanda. Gull var ekki not-
að svo neitt geti heitið. í nokkr-
um silfursjóðum finnst einn og
einn hlutur úr gulli. Af um
60.000 arabiskum peningum,
sem fundist hafa eru 6 úr gulli
eftir RAGNAR
BORG
Svona leit Vfkingaaldarsilfrið út. Peningarnir bognir og skældir, klipptir, gegnumstungnir og skornir.
Silfrið f stöngum og smábitum.
Vikingaaldar fjársjóðir hafa
komið í ljós hundruðum saman
og eru ógryhni gamalla sjóða í
vörzlu safna á öllum Norður-
löndum. Sjóðirnir hafa komið i
ljós í plógfari, eftir herfi, eða
við töku húsgrunna. Peningarn-
ir hafa auðvitað verið í mis-
munandi ásigkomulagi eftir
margra alda geymslu í jörðinni.
Sumir sjóðirnir hafa verið
geymdir í leðurpokum, eins og
menn kannast við úr fornsög-
unum. Aðrir hafa verið geymd-
ir í krukkum, trékössum o.s.frv.
En mynt hefir þá eiginleika að
geymast vel, jafnvel lengi i
jörð, og með þvi að lesa af hin-
um ólíku peningum má skoða
söguna í ljósi þess sem pen-
ingarnir sýna. Þessi saga, sem
ég hefi nú sagt af víkingaaldar-
mynt, er okkur nátengd, því
það voru einmitt þessir menn
sem fundu ísland. Frjálsræði i
verzlun með gjaldeyri opnaði
vikingum glugga landkönnunn-
ar, verzlunar og menningar. Á
þessum tima réðu Norðurlanda-
búar yfir Englandi og miklum
hluta Norður-Frakklands,
fundu ísland, Grænland og
Ameriku. Réðu yfir stórum
hlutum Rússlands og átti við-
skipti viö alla. Er þetta nú ekki
glæsilegra en hin iskalda hönd
sósíalismans, sem skammtar ís-
lendingum í dag hvaöa glugga
þeir eigi að horfa útum þetta
áriö, vill ekki selja nema tak-
markað af gjaldeyri, skráir
gengi pólitískt, hefir sett á við-
skiptahömlur og bindur hendur
verzlunarinnar. Er ekki kom-
inn tími til að stokka upp hlut-
ina í viðskiptalifi þjóðarinnar?