Morgunblaðið - 10.05.1977, Síða 1

Morgunblaðið - 10.05.1977, Síða 1
104. tbl. 64. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mikilvægast að tryggja aukna atvinnu án verðbólgu Góður árangur á toppfundinum í London London, 9. mai. AP- Reuter-NTB. í SAMEIGINLEGRI yfirlýsingu leiðtoga 7 auðugustu iðnaðar- þjóða heims eftir tveggja daga fund þeirra, sem lauk sfðdegis á sunnudag, var höfuðáherzla lögð á mikilvægi þess að auka atvinnu f heiminum á sama tíma og dreg- ið verður úr verðbólgunni. Hétu leiðtogarnir að beita sér að alefli fyrir því að stöðugur verðbólgu- snauður hagvöxtur þróaðist f löndum þeirra og f heiminum öll- um. Þá samþykktu leiðtogarnir einnig að láta fara fram skjóta og ftarlega könnun á aukinni nýt- ingu kjarnorku í heiminum á sama tfma og unnið verður að þvf að draga úr hættunni á útbreiöslu gereyðingarvopna og kjarnorku- styrjöld. í yfirlýsingunni segir að fund- armenn setji fullkomið traust á áframhaldandi styrkleika þjóðfél- agskerfa sinna og hinar sönnuðu grundvallarlýðræðisreglur, sem gefi þeim líf. í yfirlýsingunni eru sérstaklega látnar í ljós áhyggjur út af atvinnuleysi meðal ungs fólks og hvatt til að leitað verði nýrra leiða til að útrýma sliku atvinnuleysi. Þá er hvatt til að- gerða til að fjármagna greiðslu- halla margra þróunarþjóða á al- þjóðavettvangi og aukin framlög til alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Lof- að er að hleypa nýju lífi í alþjóða- samninga um viðskiptamál, sem nú standa yfir í Genf, sem muni leiða til aukinna viðskiptamögu- leika og.aukinnar atvinnu. Lagst er eindregið gegn verndunarsjón- armiðum einstakra ríkja, sem hafi aðeins í för með sér atvinnu- leysi, verðbólgu og grafi undan velferð borgaranna. Hvað orkumál snertir er lofað að gripið verði til orkusparnaðar- aðgerða og aukinnar orkufram- leiðslu þannig að dregið verði úr mikilvægi olíu sem orkugjafa. Lofað er að auka aðstoð við þró- unarrfki þar sem hagvöxtur í heiminum geti ekki orðið stöðug- ur eða jafn, nema þróunarlöndin eigi sinn þátt í þeim vexti. James Callaghan, forsætisráð- herra Bretlands, sem las yfirlýs- inguna upp að fundinum loknum á fréttamannafundi, sagði að ef efnisatriðum yfirlýsingarinnar yrði fylgt eftir og ráðagerðum hrundið I framkvæmd yrði hægt að yfirstíga þá erfiðleika, sem við væri að etja i heiminum í dag. Pierre Elliott Trudeau, forsætis- ráðherra Kanada, sagði að yfirlýs- ingin bæri vott um hreinskilni og áræði leiðtoganna og sagðist sann- Framhald á bls. 24. Assad og Carter funda í Genf CARTER. Bandaríkjaforseti flaug í dag í stutta heimsókn til Genfar frá London, til við- ræðna við Assad Sýrlandsfor- seta um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Sagði Carter fyrir fundinn, að vandamálið um eigið ríki Palestínuaraba yrði að leysa áður en hægt yrði að tryggja varanlegan frið í Miðausturlöndum. Forsetarnir létu báðir í ljós varkára bjart- sýni um möguleika á friði, og voru sammála um nauðsyn réttlátrar en sveigjanlegrar lausnar, sem næði yfir öll ágreiningsmál og tæki tillit til gamalla misklíðaratriða. Assad sagði að um þessar mundir ríkti jákvætt andrúms- loft í þeim diplómataviðræð- um, sem fram færu um mál- efni Miðausturlanda, en varaði fólk við að halda að einhver skjót töfralausn væri til. Leiðtogarnir 7 f fundarlok. Giulio Andreotti, for- sætisráðherra ttaifu, Takeo Fukuda, forsætisráð- herra Japans, Valéry Giscard D’Estaing Frakk- landsforseti, Jimmy Carter Bandarfkjaforseti, Helmut Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, James Callaghan, forsætisráðherra Bretlands, og Pierre Elliott Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Dómari mildur við Pat Hearst Los Angeles, 9. maí. Reuter. PATRICIA Hearst fékk f dag fimm ára skilorðsbundinn dóm. Skilningsrfkur dómari neitaði að senda hana í fang- elsi fyrir þátttöku á árás verzlun ásamt þeim sem rændu henni. Foreldrar ungfrú Hearst, blaðaútgefandinn VVilliam Randolph Hearst og kona hans, voru viðstödd þegar E. Talbot Callister dómari sagði: „Eg held ekki að til sé í Banda- rfkjunum sá sem hafi ekki i hjarta sínu samúð með for- eldrum hennar. Ungfrú Hearst er frjáls ferða sinna gegn einnar mill- jónar dollara tryggingu. Hún hefur áfrýjað öðrum domi, sjö Framhald á bls. 24 Efst á baugi á NATO-fundi: Aukin útgjöld til varnar- mála og mannréttindamál 9. AP- London, Reuter-NTB. TOPPFUNDUR leiðtoga NATO- rfkjanna 15, sem hefst f London f dag f kjölfar leiðtogafundar iðn- rfkjanna 7, mun einkum fjalla um samskipti austurs og vesturs og hvernig halda skuli á mann- réttindamálum á öryggismálaráð- stefnunni, sem haldin verður f Belgrað f Júgóslavíu f sumar. Carter Bandaríkjaforseti mun á Leiðtogafundur um Berlínarmál London, 9. maí. AP — Reuter. LEIÐTOGAR fjögurra stærstu aðildarrfkja Atlantshafsbanda- lagsins, þeir Carter Bandarfkja- forseti, Callaghan forsætisráð- herra Bretlands, Giscard D’Estaing Frakklandsforseti og Schmidt, kanslari V-Þýzkalands, ræddu f dag í 2 1/2 klukkustund vandamál V-Berlfnar f bústað brezka forsætisráðherrans f Downing Street og sögðu f sam- eiginlegri yfirlýsingu að fundinum loknum að þróun minnkandi spennu í samskiptum austurs og vesturs mundi stafa af þvf mikil hætta ef allir aðilar virtu ekki til fullnustu fjórvelda- samkomulagið um V-Berlfn. Segir að enginn aðilanna geti á eigin spýtur komið f gegn breyt- ingum á sérstöðu V-Berlínar. Lýstu leiðtogarnir yfir að Bandaríkin, Frakkland og Bret- land myndi leggjast gegn öllum tilraunum til breytinga eða að spurningarmerki yrði sett aftan við reglur um réttindi og skyldur fjórveldanna gagnvart Þýzka- landi sem einni heild og fjórum hlutum Berlinar og staðfestu á ný ábyrgð sína fyrir öryggi Berlinar. Lögðu leiðtogarnir áherzlu á mikilægi samkomulagsins frá 3. september 1971, þar sem tengslin Framhald á bls. 29 fundinum gera NATO- þjóðaleiðtogum nákvæma grein fyrir áliti Bandaríkjastjórnar á samskiptunum við Sovétríkin. Til grundvallar greinargerð þessari er lögð hin misheppnaða för Cyr- us Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Moskvu fyrr á þessu ári, þar sem Sovétstjórnin vísaði algerlega á bug tillögum Bandaríkjastjórnar að nýju SALT-samkomulagi. Einnig mun hann leggja áherzlu á hina alvar- legu þróuní uppbyggingu hernað- arstyrks Varsjárbandalagsþjóð- anna með Sovétríkin í farar- broddi. Carter forseti mun gera fundin- um grein fyrir einarðri afstöðu stjórnar sinnar til mannréttinda- mála og leggja enn áherzlu á að hann muni ótrauður halda sinni baráttu áfram. Flestir leiðtog- anna er þó sammála um nauðsyn þess að finna hinn gullna meðal- veg um meðferð málsins f Bel- grað, þar sem margir óttast að viðbrögð kommúnistaríkjanna geti orðið mjög hörð og neikvæð. ef málið verður of hart keyrt í gegn. Josef Luns, framkvæmdastjóri NATO, sagði á fundi með frétta- mönnum í London í dag, að búist Framhald á bls. 24. Ráðherra lamaður eftir árás 9. maí. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Argentínu, Cesare Augusto Guzzetti, er lamaður öðrurn megin eftir árangurslausa til- raun meintra vinstrisinnaðra skæruliða til að ráða hann af dögum. Tilraunin var gerð þegar Guzzetti fór í reglulega læknis- skoðun i sjúkrahúsi vegna sjúkdóms sem hann hefur þjáðst af. Tilræðismennirnir komust undan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.