Morgunblaðið - 10.05.1977, Page 2

Morgunblaðið - 10.05.1977, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977 Féll í gjá og síðubrotnaði Húsavik, 9. maí. A LAUGARDAG féll annar bónd- inn á Tóvegg I Kelduhverfi Adam Jónsson, af snjósleða í gjá og slas- aðist nokkuð, en gekk einn og óstuddur til bæjar, yfir kflómetra leið. Svo hagar til í landi Tóveggjar, að Iand er allt meira eða minna sprungið og i því miklar gjár og gjótur, sem búfé eru hættulegar. Mjög þarf að fylgjast með sauðfé á þessum slóðum og f siðustu viku missti Adam fjórar kindur í gjár, Nýr skóli boðinn út í Hafnarfirði HAFNARFJARÐABÆR hefur boðið út smiði nýs skóla, Fngi- dalsskóla, sem ætlaður er fyrir yngstu nemendur grunnskólans og þjónar einkanlega byggðinni vestan Reykjavfkurvegar, þ.e. Norðurbænum. Framkvæmdir við skólann eiga að hefjast á þessu ári en stefnt er að því að hann verði tekinn I notkun haust- en þeim var öllum bjargað. Segja má að í því snjóalagi, sem þarna hefur verið I vetur og vor hafi verið óvenju miklar hættur fyrir kindur og oft hafa þeir bræður á Tóvegg þurft að bjarga kindum, en þó enga misst. Síðdegis á laugardaginn var Ad- am að svipast um eftir kindum og ók á snjósleða eftir gjá sem hann taldi trausta, en skyndilega féll fönn undan sleðanum og datt Ad- am niður í gjána, fimm til sex metra, en sleðinn hékk eftir á brúninni. Adam hafði sig fljótt upp úr gjánni og komst af eigin rammleik heim, þótt hann væri síðubrotinn, en ekki teljandi meiddur að öðru leyti. Hann sagði að fyrst hefði hann ekki fundið svo mikið til sársauka, en sfðustu metrarnir hefðu verið alierfiðir. Læknir kom i sjúkrabíl frá Húsavík og var Adam fluttur á sjúkrahúsið hér, þar sem hann liggur nú og líður vel eftir atvik- um. — Fréttaritari. 200 manns tóku þátt í fyrstu Esjugöngunni UM 200 manns tóku þátt I fyrstu Esjugöngu Ferðafélags tslands s.l. laugardag, en alls verða farn- ar 10 göngur. Göngufólkið lagði af stað frá melunum austan við Esjuberg kl. 13.30 og þeir sem fljótastir voru að ljúka göngunni voru komnir til baka eftir röska 3 tíma, en þeir slðustu komu til baka um kl. 19. Yngstu göngu- mennirnir voru 8 ára, en þeir elztu um sjötugt. Næsta Esju- ganga F.í. verður n.k. laugardag. Myndin var tekin þegar hluti göngufólksins var að ieggja af stað upp frá Esjubergi. Ljósm. Mbl. RAX. ið 1978. Á fjárhagsáætlun bæjarins fyr- ir þetta ár er gert ráð fyrir að verja um 60 milljónum króna til skólans. Ætlunin er að hann rúmi um 400 nemendur með tvísetn- ingu skólahússins. Húsið verður á einni hæð, samtals um 1120 ferm. eða 5200 rúmm. en auk þess verði kjallari undir hluta hússins, alls um 525 ferm. eða 1420 rúmm. Magnús L. Sveinsson: Tækin fundust eftir ábendingu MEGNIÐ af hljómflutnings- tækjunum, sem stolið var fyrir skömmu úr Landakotskirkju og Sundlaug Vesturbæjar, hefur fundizt á Seltjarnarnesi. Var hringt til lögreglunnar í Reykja- vík að næturlagi og tilkynnt hvar tækin væri að finna. Rannsóknar- lögreglan i Hafnarfirði leitar þjófanna, sem eru ófundnir. íhlutun borgaryfirvalda væri í andstöðu við frjálsan samningsrétt ÞAÐ KEMUR víst engum á óvart þó sagt sé, að mál málanna í þjóð- félaginu í dag séu kjaramálin. Þau urðu einmitt tilefni all snarpra orðaskipta á fundi borg- arstjórnar Reykjavikur fimmtu- daginn 5. mai. Þar flutti Björgvin Guðmundsson (A) tillögu sem efnislega var á þá leið, að borgar- stjórn lýsti áhyggjum sínum vegna yfirstandandi kjaradeilu og hinnar miklu hættu á verkfalli. Því telji borgarstjórn að allt verði gert, sem unnt er, til að afstýra verkfalli. Borgarstjórn teldi það auðvelda mjög lausn kjaradeil- Víkingur með 450 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar KOLMUNNASKIPIÐ Víkingur frá Akranesi kom til Nes- kaupstaðar i gærkvöldi með 450 lestir af kolmunna, og er þetta fyrsti kolmunninn sem berst til landsins á þessu ári. Víkingur fékk kolmunnann á veiðisvæðinu SV af Akranbergi í Færeyjum. Um leið og Vfkingur landar kolmunnanum í Neskaupstað í dag verður gert við vörpu skips- ins, en hún rifnaði oft mjög illa, sökum gífurlegs afla sem kom í vörpuna. Nú stunda fjögur íslenzk skip kolmunnaveiðar við Færeyjar, eru það auk Víkings, Sigurður RE, Börkur NK og Guðmundur RE, og voru Börkur og Guðmund- ur á miðunum í gær, en aflinn mun ekki hafa verið tiltölulega mikill þá. unnar ef vinnuveitendur gengju að kröfu verkalýðsfélaganna um 100 þús. kr. lágmarkslaun á mán- uði. Áliti borgarstjórn það sann- gjarna og eðlilega kröfu. í þvi skyni að stuðla að samkomulagi í kjaradeilunni samþykkir borgar- stjórn að lýsa því yfir, að Reykja- víkurborg sé reiðubúin til þess að samþykkja kröfuna um 100 þús. kr. lágmarkslaun. Felur borgar- stjórn borgarráði og samninga- mönnum Reykjavíkurborgar að koma slikri yfirlýsingu á fram- færi á næsta sáttafundi í kjara- deilunni. Borgarstjórn stígur þetta skref í trausti þess, að aðrir vinnuveitendur muni þá einnig samþykkja kröfuna um 100 þús. kr. lágmarkslaun. Bjóði rikis- stjórnin skattalækkanir eða aðrar ráðstafanir, er verkalýðsfélögin meta til jafns við kauphækkun að einhverju leyti, og náist sam- komulag um lægri lágmarkslaun f krónutölu en að framan greinir gengur Reykjavikurborg að sjálf- sögðu inn i það samkomulag." Björgvin Guðmundsson sagði að trúlega myndi þetta hafa með sér 224—248 milljón króna útgjalda- auka fyrir borgina það sem eftir væri þessa árs. Auðvelt ætti að vera að skera aðra liði niður eins og bent hefði verið á i umræðu Erlendur Einarsson, forstjóri: Vinnumálasambandið semur um kaup og kjör í nánu samstarfi við Sambandið og kaupfélögin BAKNEFND Alþýðusambands- ins kaus á fundi sfnum á laugardag sérstaka viðræðu- nefnd til þess að ræða við Sam- band íslenzkra samvinnu- félaga, þar sem nefndin taldi Sambandið ekki lengur eiga samleið með öðrum vinnuveit- endum, en sem kunnugt er, sendi stjórn Sambandsins í sið- ustu viku frá sér ályktun um kjaramál. Morgunblaðið bar þessa ákvörðun í gær undir Er- lend Einarsson, forstjóra. Hann sagði: „Samþykkt stjórnar Sam- bandsins var fyrst og fremst stefnuyfirlýsing, þar sem stjórnin leggur áherzlu á, að nauðsynlegt sé að láta þá, sem lægst hafa launin, njóta þeirra kjarabóta, sem hægt er að veita miðað við það rýrni, sem efna- hagslíf landsmanna veitir. Stjórn Sambandsins hefur alls ekkert á móti þvi að ræða við samninganefnd Alþýðusam- bandsins og skýra fyrir henni þessa stefnumótandi ályktun. Hins vegar er það Vinnumála- samband samvinnufélaganna, sem semur um kaup og kjör. Samvinnuhreyfingin stofnaði Vinnumálasambandið til þess að gegna því hlutverki og það hefur nána samvinnu við Sam- bandið og kaupfélögin. Þá er einnig i samþykkt stjórhar Sambandsins drepið á nauðsyn þess að unnt verði að stytta vinnudag og ná meiri framleiðni, þannig að fólk geti fengið sæmileg launakjör mið- að við venjulegan vinnudag. Þetta er má segja framtíðar- draumur og það er óhætt að segja að lesa má út úr ályktun stjórnar Sambandsins, að f þessum samningum, sem nú fari fram. þurfi að vera eins konar þríhyrningur, sem vinn- ur að lausn deilunnar, þ.e.a.s. samtök stéttarfélaganna, vinnuveitendur og svo rikis- valdið. Á þetta leggur stjórnin áherzlu i ályktun sinni,“ sagði Erlendur Einarsson, forstjóri. Magnús L. Sveinsson um fjárhagsáætlun. Magnús L. Sveinsson (S) sagðist ekki efast um að góður hugur lægi að baki tillöguflutningi Björgvins, en hann teldi það á mikium misskiln- ingi byggt hjá flutningsmanni að samþykkt þessarar tillögu myndi flýta fyrir lausn þessarar alvar- legu kjaradeilu. Tillaga sem þessi er ekki nýmæli hér i borgarstjórn þvi undanfarna áratugi hefur slikt komið fram nær alltaf þegar kjaradeila sem þessi hefur staðið yfir. Þó er eitt nýtt hér, það er að Reykjavikurborg geri bráða- birgðasamkomulag um einn lið í kröfugerðinni og það muni gilda þar til samningar hafa verið und- irritaðir samanber síðustu máls- greinina. „öðruvisi er ekki hægt að skilja tillöguna“ sagði Magnús. Það er ekkert nýtt fyrirbæri að einn og einn vinnuveitandi lýsi þvi yfir að þeir geti fallist á þá samninga sem endanlega verði undirritaðir, og losni á þann hátt undan óþægindum sem vinnudeil- ur leiða til. Svona væri ekki nýtt og eitt slíkt boð hefði borist til samninganefndar ASÍ i fyrradag (þriðjudag). Slíku hefur alla jafna verið hafnað. Magnús sagð- ist halda að flutningsmaður hefði ekki gert sér grein fyrir hvað í tillögu hans fælist ef hún yrði samþykkt. Magnús sagði augljóst að verkalýðshreyfingin gæti ekki Framhald á bls. 24. Úrskurður Hæstaréttan Steingrími ber ekki að víkja sæti SVO SEM fram kom í Mbl. nýlega hefur Ilaukur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður krafizt þess, að Steingrimur Gautur Kristjánsson héraðsdómari í Hafnarfirði viki sæti sem dómari f ávísanamáli hans vegna meintr- ar hlutdrægni. Steingrímur úr- skurðaði að honum bæri ekki að vikja. Þessu vildi Haukur ekki una og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. I gær úrskurðaði sið- an Hæstaréttur að úrskurður Steingrims skyldi gilda og að hon- um bæri ekki að vlkja sæti I mál- inu. Rannsókn þess mun vel á veg komin. Stapavík selur í Belgíu í dag STAPAVÍK frá Siglufirði á að selja röskar 100 lestir af fiski i Ostende i Belgiu i dag. Stapavík tók fiskinn i Siglufirði og er hann úr togurum Siglfirðinga, en ekki var hægt að vinna þennan fisk heima sökum yfirvinnubannsins. Þá landaði skuttogarinn Arnar frá Skagaströnd 100 lestum af fiski í Færeyjum s.l. fimmtudag, fékk Arnar um 95 kr. fyrir hvert kíló. Flestir togaranna komnir á grálúðuveiðar FLESTIR Islenzku togaranna eru nú á grálúðuveiðum djúpt undan Vfkurálnum og hafa sumir fengið ágætis afla þar. Að sögn Harðar Guðbjartssonar skipstjóra á Guð- bjarti frá ísafirði, eru 20—25 Is- lenzkir togarar á þessum slóðum og 6 togarar frá V-Þýzkalandi. Sagði Hörður, að gallinn við grálúðuveiðarnir væri sá að mjög slæmur botn væri á þessum slóð- um og troll skipanna rifnuðu gífurlega mikið. Það væri hend- ing ef trollin kæmu órifin upp. Það þyrfti að búa veiðarfæri ís- lenzku togaranna betur til þess- ara veiða. Flestir íslenzku togar- anna væru með 24 tonna bobb- inga, en á þennan botn þyrftu bobbingarnir að vera 35 tommur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.