Morgunblaðið - 10.05.1977, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977
13
Umsión: Pétur J. Eiríksson
Frjálst framtak í eigið húsnæði
á 10 ára afmæli:
„Gódur mark-
aður hér fyrir
vönduð sérrit”
segir Jóhann
Briem fram-
kvæmdastjóri
„ÞETTA hefur tekist með mikilli
vinnu, skipulagningu og þjálfuðu
starfsfólki," sagði Jóhann Briem
framkvæmdastjóri Frjáls framtaks
h/f á fundi með fréttamönnum í fyrri
viku f tilefni 10 ára afmælis fyrir-
tækisins og flutnings bækistöðva
þess í rúmgott og glæsilegt eigið
húsnæði í Ármúla 18. 10 ár eru nú
liðin frá því að Frjálst framtak var
stofnað og tók við útgáfu Frjálsrar
verzlunar, sem var upphafið að út-
gáfustarfseminni. í dag er Frjálst
framtak stærsti útgefandi sérrita hér
á landi og hafa umsvif fyrirtækisins
aukizt jafnt og þétt.
Sérritin 4 eru auk Frjálsrar verzlun-
ar, Sjávarfréttir, íþróttablaðið og Iðn-
aðarblaðið, sem hóf göngu sína seint á
sl. ári Alls koma þessi rit út í tæplega
25000 eintökum samtals að sögn
Jóhanns Briem, yfirleitt um 100 bls.
síður hvert tölublað Frjáls verzlun kom
fyrst út 1939 og kemur nú út
sýna fram á, að þessi þróun átti ekki
síður við hér á landi Ég gerði mér
mjög fljótlega grein fyrir því að til að
halda svona starfsemi gangandi væri
ekki nægilegt að gefa út eitt rit og því
hef ég stöðugt stefnt að þvi að auka
umsvifin. Það hefur sýnt sig að
markaður er hér á landi fyrir vönduð
sérrit. Hins vegar er ekki hægt að reka
slíka starfsemi nema með góðri skipu-
lagningu, setja sér markmið og gera
starfsáætlanir og þjálfa upp gott starfs-
fólk. Þegar allt þetta er lagt saman er
hægt að láta útgáfufyrirtæki eins og
Frjálst framtak bera sig
— í Bandaríkjunum hefur því verið
haldið fram af mörgum útgefendum að
10 ár tæki að hasla nýju tímariti völl.
hver er þín reynsla á þessu sviði?
Tekur langan tíma að vinna
ný blöð upp
— Ég hef heyrt þannan sama ára-
fjölda í viðræðum við bandaríska út-
gefendur og það er rétt að yfirleitt
tekur langan tíma að vinna ný blöð
upp. Hins vegar hefur það sýnt sig i
sambandi við Sjávarfréttir. íþrótta-
blaðið og Iðnaðarblaðið að jarðvegur
fyrir útgáfu slíkra rita er mjög góður ef
dæma má af þeim viðtökum, sem þau
hafa fengið Við leggjum áherzlu á að
Jóhann Briem t.h. fyrir miðju ásamt Markúsi Erni og starfsfólki
Frjáls framtaks.
mánaðarlega undir ritstjórn Markúsar
Arnar Antonssonar Sjávarfréttir, sérrit
um sjávarútvegsmál. hefur komið út í
5 ár. fyrst í stað annan hvern mánuð
en mánaðarlega frááramótunum
1975—76 og er ritstjóri þess Steinar
J. Lúðviksson Frjálst framtak hefur nú
um nokkurra ára skeið gefið út íþrótta-
blaðið í samvinnu við ÍSÍ og kemur
það út annan hvern mánuð undir rit-
stjórn Sigurðar Magnússonar,
skrifstofustjóra ÍSÍ Jóhann Briem er
sjálfur ritstjóri Iðnaðarblaðsins. sem
kemur út annan hvern mánuð nú til að
byrja með Þá hefur fyrirtækið um
nokkurra ára skeið gefið út árbókina
íslenzk fyrirtæki og er nú verið að
vinna að útgáfu 1977-bókarinnar og
er ritstjóri hennar Hrönn Kristinsdóttir.
Ljósmyndarar eru Kristinn Benedikts-
son og Jóhannes Long og útlits-
hönnuður Árni Gunnarsson
Að sögn Jóhanns Briem vinna nú
20 fastráðnir starfsmenn hjá Frjálsu
framtaki auk fjölmargra annarra, sem
vinna að ýmsum verkefnum við útgáfu-
starfið
Jóhann var spurður að því hverju
hann þakkaði vöxt fyrirtækisins. er á
það væri litið á útgáfustarfsemi á
íslandi hefði löngum verið talin erfið
Ekki nóg að gefa út eitt rit
— Það er rétt að þetta hefur verið
erfitt Erlendis hefur þróunin verið sú
að sérrit hafa átt vaxandi vinsældum
að fagna Með skipulagðri auglýsinga-
og kynningarstarfsemi hefur tekizt að
fara aðrar leiðir en dagblöðin, tökum
málin frá öðrum sjónarhóli. skyggn-
umst dýpra og leggjum stolt okkar í
vandaðar greinar innlendar og erlendar
á öllum sviðum. Einkum má kannski
segja að vöxtur Sjávarfrétta hafi verið
snöggur og er það kannski eðlilegt. þar
sem þorri landsmanna er tengdur þess-
um atvinnuvegi og áhuginn fyrir
sjávarútvegsmálum er okkur í blóð bor-
inn. Starfsmenn á ritstjórnum allra
blaðanna fylgjast mjög vel með á þeim
sviðum, sem þau fjalla um og hafa til
ráðuneytis og samstarfs hóp sérfróðra
manna.
— Hversu mikilvægur þáttur er
skipulagning og áætlanagerð?
— Til þess að hægt sé að reka
svona útgáfufyrirtæki er slíkt algert
grundvallarskilyrði Verðbólgubálið
krefst þess að fylgst sé mjög nákvæm-
lega með rekstrinum og að bókhaldið
sé notað sem stjórnunartæki. Allar
áætlanir eru endurskoðaðar um hver
mánaðamót og kannað hvernig tekist
hefur að fylgja þeim og hvaða breyt-
ingar eru nauðsynlegar Ef ég hefði
ekki lagt þetta til grundvallar þegar í
upphafi hefðum við aldrei náð þeim
áfanga. sem við fögnum nú
Hið nýja húsnæði Frjáls framtaks er
400 fm að stærð og mjög vistlega
innréttað. þar sem áherzla hefur verið
lögð á að búa starfsfólkinu sem bezta
aðstöðu Það var arkitektastofan ARKO
sem hannaði innréttingar en
Guðmundur Hervinsson sá um tré-
smíðavinnu
Afmæliskveðja:
Bjarni og Ragn-
heiður í Brekkubæ
Þegar ég hefi á stundum verið
að þvi spurður hvort ferðalög um
hið viðlenda Austurlandskjör-
dæmi væru ekki lýjandi til
lengdar, þá hefi ég svarað því til,
sem satt er, að þau séu hin mesta
upplyfting frá erli hins daglega
starfs í höfuðborginni. Þá vilja
ýmsir gamlir kunningjar fá að
vita hvað Vestfirðingurinn sé að
sækja á Austurland, og er þvi þá
enn til að svara, að maðurinn er
að vísu framagjarn og hefir haft
mikinn áhuga á félagsmálum frá
unga aldri, en ekki siður, að ég
hefði ekki fyrir nokkurn mun
mátt til þess hugsa að missa af
kynnum við fólk og þeim vina-
fjöld, sem ég hefi eignazt austur
þar.
Ég heimsótti byggðir Austur-
Skaftafellssýslu fyrst i byrjun
apríl 1963. Þótt flest sé likt með
landsmönnum öllum, er eigi fyrir
að synja, að hvert hérað á sin
sérkenni. Kynnin af Austur-
Skaftfellingum voru óneitanlega
all-frábrugðin því sem ég hafði
átt að venjast eða til þekkt. Án
þess hér og nú að tiunda þau i
öllum efnum, þá voru þau
skemmtileg umfram allt. Það
væri skrítinn skynskiftingur sem
ekki þakkaði sinum sæla fyrir að
hafa náð að kynnast mönnum á
borð við Sigurð Ólafsson, Stefán i
Hlíð eða Einar i Hvalnesi, svo
nefndir séu þrir gegnir og
gengnir.
Það var ekki fyrr en nokkru
síðar að ég kynntist höfðings-
manninum, sem í dag fyllir
áttunda áratuginn, Bjarna bónda
í Brekkubæ. En þótt kynnin séu
skammæ, þá þykir mér allt æði og
lifshlap þessa manns svo merki-
legt, að ég má til með að stinga
niður penna og heilsa á hann á
heiðursdegi.
Þó mun liðinn um það bil ára-
tugur siðan ég gisti bæ hans i för
með listamönnum, sem þekktu
hvern mann bóndi hafði að
geyma. Það varð hátt til lofts og
vitt til veggja i litlu stofunni í
Brekkubæ, þegar Bjarni var
seztur við orgelið að leika undir
með söngvurum, lög eftir sjálfan
sig og aðra. Það varð mér þá og
siðar undrunarefni hversu marga
gagnmenntaða menn ísland á,
þótt þeir berist misjafnlega á.
Síðar sýslaði ég um smávegis
fyrir hann, og fleiri áhugamenn
austur þar um byggingu hinnar
nýju Bjarnarnesskirkju, og hlaut
að launum þakkir fyrir lítið verk,
sem mér voru einkar kærar.
Síðan á ég í fórum mínum bréf
frá Bjarna, þar sem hver staf-
krókur ber vitni hinum vandaða
og nærgætna manni.
Þá verður minnileg með honum
dagstund á Seljavöllum hjá Agli
bónda, þar sem hin fjölbreyttustu
efni bar á góma. Lifsskoðun hans
og trúarleg viðhorf eru fastmótuð
af íhygli hins grandvara og gáfaða
alvörumanns. Bjarni nam ungur
fræði Nýalssinna og var útlistum
hans fróðleg og mjög forvitnileg,
þótt tóm gæfist of lítið til.
Ég hefi viðað að mér nokkrum
föngum um iifshlaup Bjarna, en
þess er á hinn bóginn enginn kost-
Framhald á bls. 29
Endumiinningar
endumýjaðar
Viö önnumst eftir-
tökur og lagfæringar
gamalla mynda.
Stækkum i allar
stæröir frá 13 x 18 cr
til 2ja fermetra.
AUGLÝSINGA OG
IÐNAÐARLJÓSMYNDUN
HVERFISGÖTU 18,
BAKHÚS
SÍMI 22811