Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.05.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.JUDAGUR 10. MAÍ 1977 17 Friðbjörn Friðbjarnarson Jóakim Pálsson Svæði Framleiðslumagn tonn Framleiðsluver ðraæti (útborgunarverð) bús. kr. Ve stmannaeyjar 9.085 1.594.378 Suðurnes 8.246 1.519.ol7 Hafnarfjörður 3.587 639•oo2 Reykjavík og austan fjalls 6.615 1.222.551 Akranes 2.459 457.132 BreiðifJörður 2.960 595-116 Vestfirðir 16.322 3.669.342 Norðurlamd lo.oo4 2.165.006 Austfirðir 5.639 1.o89.o54 64.917 12.95o.598 Ef fiskurinn hér er eitthvað rusl væri ástandið á Vest- fjörðum ekki svona gott Fiski skipaðá land úrtogaranum Guðbjarti Hér sést framleiðslumagn og framleiðsluverðmæti frystihúsa, sem selja fram- leiðslu sína gegnum Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Tölurnar eru fyrir árið 1 975. Fiskurinn gengur minna á grunnslóð en áður „En það er ekki hægt að neita þvl að fiskurinn gengur nú minna á grunnslóð en áður fyrr, og eru eflaust margar orsakir til þess. En það hefur nú gerst i fyrsta sinn I mörg ár, að línubátar hafa fengið mikinn þorsk I lok vertíðar, mörg undanfarin ár hafa þeir ekki fengið neinn þorsk samhliða steinbítnum, en I vetur hefur aflinn skiptst oft þannig að um helmingurinn hefur verið þorskur, hitt steinbitur. Mitt álit er það, að friðunaraðgerðir séu nauðsynlegar, en þær verða að ganga jafnt yfir alla, fram til þessa hefur allt bitnað á Vestfirðingum og togurunum sem stunda veiðar á þessum slóðum," segir Friðbjörn. Þá sagðist hann vilja benda á, að I vetur hefði fundist kynþroska fiskur n.iður I 44 cm, að lengd. Menn væru hreint gapandi yfir þessu, þvl að fram til þessa hefði verið talið að fiskurinn yrði ekki kynþroska fyrr en hann yrði 60 — 70 cm. að lengd. Sagðist Friðbjörn vilja benda á ennfremur, að hér áður fyrr hefði smár fiskur gengið á Hest- eyrarfjörð og Sléttubót til að hrygna. Núna væri hrygningarfiskur úti fyrir öllu Norðurlandi, en hann hefði ekki sést þar i fjölda ára. Stærðin alltaf sú sama „Fiskurinn, sem togararnir eru að drepa er af sömu stærð og menn hafa veitt hér áratugum saman, en þvl er hins vegar ekki hægt að neita að hann er stundum smár og stundum blandaður," var það fyrsta sem Jóatcim Pálsson útgerðarmaður og fyrrver- andi skipstjóri i Hnlfsdal sagði er við rædd- um við hann. „Þetta hefur verið svona frá ómunatíð, stærðin á fiskinum hefur farið eftir þvl hvar hefur verið togað, t.d. er fiskurinn smæstur á svæðunum austur með Norður- landi, en nú hefur þeim flestum verið lokað vegna friðunar. Ef við erum að útrýma smáfisknum, þá eru Sunnlendingar búnir að útrýma stóra fiskinum. Það er kannski gott, að drepa stóra fiskinn, en hann þarf líka að fá að hrygna. Sunnlendingar ættu að taka okkur til fyrirmyndar og friða stærra svæði hjá sér. Eins og málin standa nú getur fiskurinn varla hrygnt á svæðinu frá Hornafirði að Látrabjargi fyrir samfelldri netagirðingu. Við viljum ekki láta stjórna okkar veiðum eftir einhverjum úthlutunar- reglum, það er betra að friða ákveðin svæði, en það verður að ganga jafnt yfir alla,“ segir Jóakim. Nú barst talið að svæðaskiptingu, sem viða hefur verið rætt um, og hvort ákveðin skip ættu að fá að veiða á vissum stöðum. Jóakim segist alla tið hafa verið á móti slíku. Meðan við værum tslendingar ættum við allir jafnt landið og þvi rétt til að fiska allt i kringum það. „Það þarf bara að friða miklu stærra hrygningarsvæði úti fyrir Suðurlandi." SkyndilokunaraðferÖin enn of svifasein Síðan sagði hann, að oft hefði verið beitt skyndilokunum að undanförnu, en það hefði viljað brenna við, að þegar lokun hefði verið ákveðin, væri fiskurinn búinn á viðkomandi svæði. Að vísu væru lokunar- ákvæðin orðin hraðvirkari nú, þannig að allt væri þetta i áttina. Það væri vissulega slæmt, ef of mikið væri drepið af smáfiski, en hann vildi mótmæla þvi harðlega, að það væru aðeins Vestfirðingar og Norðlending- ar sem ættu að friða fiskinn hjá sér. „Fréttin sem kom I Morgunblaðinu þann 1. maí sl. var árás á vissan landshiuta, við vorum ekkert hissa á því, þvi vissir menn fyrir sunnan eru sifellt með árásir I okkar garð. Og það eru fleiri togarar en okkar sem stunda hér veiðar, það eru svo til allur íslenzki togaraflotinn. Það hefur þótt sjálfsagt að drepa sem mest af stóra fiskinum, en það skil ég ekki. Við Vestfirðingar erum búnir að ala upp nógu mikið af fullþroska fólki og senda suður til Reykjavlkur, þó við þurfum ekki líka að ala upp fiskinn fyrir Sunnlendinga. Eg játa þó, að það fylgir togurunum að þeir fá blandaðri fisk en bátarnir," segir Jóakim. Þá sagði Jóakim, að það dyldist engum að fiskur I sjónum hefði farið minnkandi og menn hefðu þurft að sækja meira. Nýsköp- unartogararnir hefðu fiskað allt að 7700 — 7800 tonn á ári, en nú þætti gott ef togari næði 2500 — 3000 lestum yfir árið. Að auki er veiðiformið nú allt öðru vtsi og fiski- leitartækin mörgum sinnum fullkomnari. Sunnlendingar búnir að eyðileggja verðákvörðunarkerfið „Mér er spurn,“ segir Jóakim, „hvort það geti verið að stóri fiskurinn, sem þeir veiða fyrir sunnan sé verðmikill, þegar hann er dreginn margra nátta. Þá borga Sunnlend- ingar fyrir fiskinn upp til hópa, og eru þar með búnir að eyðileggja verðákvörðunar- kerfi Verðlagsráðs sjávarútvegsins og einn- ig ferskfiskmatið. Þessi atriði eru þó i fuliu gildi hér og fiskurinn sem á land kemur úr togurunum er allur I kössum, fyrsta flokks hráefni." Jóakim sagði að hann teldi að alltaf yrðu skiptar skoðanir um hvort banna ætti flot- troll eða ekki. Það hefði sýna kosti og sýna galla. Einn væri sá galli helztur við flottroll ið, að stundum fengjust of stór höl I það. Þrátt fyrir alla tæknina reyndu menn að taka eins mikið í vörpurnar og þeir mögu- lega gætu, og fiskurinn yrði marinn ef of mikið væri i trollinu. „Það eru allir á þvi, að það þurfi að vernda þorskstofninn, enda er þorskurinn okkar lífankeri, því er það Hfsnauðsyn að stofninn stækki, frekar en minnki, það þarf ekki að fara i neinar grafgötur með það, og það er eitthvað að þeim manni, sem vill það ekki,“ sagði Jóakim að lokum. Jóakim bauð blaðamanni Morgunblaðs ins, að skoða fiskinn, sem var verið að vinna í frystihúsinu í Hnífsdal. Fékk undirrit- aður að velja þann fiskkassa sem hann vildi og láta telja upp úr honum. Ur þeim kassa sem varð fyrir valinu reyndust koma 28 fiskar, en heildarþyngd var 64 kiló, þannig að hver fiskur viktaði nokkuð á þriðja kiló óslægður. Við fengum einnig að telja upp úr kassa hjá íshúsfélagi Isfirðinga, I þeim kassa voru 33 fiskar og heildarþyngdin 64 kiló, þannig að I þessum kassa var meðal- þyngdin heldur minni. Þ.O. Á þessari töflu sést samanburður á framleiðsluverðmæti og framleiðslumagni (útborgunarverði) frystihúsa.sem seldu framleiðslu sína gegnum Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna árið 1 975. freðfiskframleiðslu Svæði Fjöldi frysti- húsa Hlutdeild í bolflsk- magni % Hlutdeild i heildarfram- leiðslumagni Hlutdeild í heildairverð- mæti (útb.v.) Söluverð pr. kg. (útb.v.) Framleiðslumagn pr. frystihús tonn Vestm.eyjar 4 14,08 13,99 12,31 175,51 2271 Suðurnes 2o 12,44 12,7o 11,73 184,21 412 Hafnarfjörður 5 5,54 5,53 4,93 178,19 717 Reykjavík og austanfjalls lo lo,o9 lo,19 ,.9*44 184,81 662 Akranes 3 3.81 3,79 3,53 185,87 82o BreiðifJörður 7 4,59 4,56 4,6o 2ol,o7 423 Vestfirðir 13 25,3o 25,14 28,33 224,8o 0 1256 Norðurland 9 15,51 15,41 16,72 216,42 1112 Austfirðir 5 8,64 8,69 8,41 193,12 1128 76 loo loo loo 199,5o 854

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.