Morgunblaðið - 10.05.1977, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAl 1977
Víkingar máttu gera sér annað
stigið að góðu gegn FH-ingum
VlKINGAR máttu gera sér annað stigið að góðu f leiknum gegn FH f 1.
deildinni f knattspyrnu á Melavellinum á sunnudaginn. tlrslit leiksins
urðu 1:1, en eftir gangi leiksins hefði Vfkingssigur verið sanngjarn.
Leikur þessi var ekki f háum gæðaflokki og bar greinilega merki
malarinnar og þess hve snemma hann var leikinn. Annað veifið sáust
þó góðir taktar hjá liðunum, en marktækifæri voru ekki mörg f
þessum leik.
Þrfvegis i leiknum voru
Víkingar þó komnir í góð færi og
mark FH í hættu. Tvívegis var
fótunum þá sópað undan ieik-
mönnum Víkings og knötturinn
sleginn með hendi einu sinni.
Vítaspyrna virtist augljós í öll
þessi skipti, en ýmist var í staðinn
dæmd bein aukaspyrna eða óbein
eða þá brotinu var hreinlega
sleppt. Voru Víkingar eðlilega
gramir þessu, en ekki þýðir að
deila við dómarann. Var hann þó
ágætlega staðsettur til að sjá öll
þessi brot, en e.t.v. hefur kjarkur-
inn ekki verið nægur til að dæma
vítaspyrnu.
FH-ingar urðu fyrri til að skora
í leiknum og var mark þeirra sér-
staklega fallegt. Viðar Halldórs-
son átti góða skiptingu utan frá
hægri kanti yfir á þann vinstri.
Helgi Ragnarsson sendi knöttinn
viðstöðulaust yfir varnarmann
Víkings og inn í miðjan vítateig-
inn. Þar kom Ólafur Danivalsson
að á fullri ferð og fast skot hans
úti við stöng réð Diðrik Ölafsson
ekki við. Sérlega skemmtilegt
mark og það fallegasta sem sást í
þessum leik.
Mark Víkinga var heldur
óskemmtilegt fyrir marka-
kónginn í handknattleiknum,
Hörð Sigmarsson sem nú stendur
í marki FH í knattspyrnunni. Á
16. mínútu leiksíns sparkaði hann
frá marki sínu, en ekki tókst
betur til en svo að knötturinn
skreið með jörðinni um 40 metra
frá markinu, þar sem Eirikur Þor-
steinsson tók fegins hendi við
þessari óvæntu sendingu. Lagði
Eiríkur knöttinn aðeins fyrir sig,
en sendi síðan rakleiðis yfir Hörð
og i mark FH-inga. Hefði Hörður
vafalaust átt að geta stöðvað þetta
skot hefði hann hlaupið strax í
markið að loknu útsparkinu mis-
heppnaða. Það gerði hann þó
ekki, heldur beið við vítateig og
fylgdist með framvindu mála.
1 fyrri hálfleiknum átti Kári
Kaaber m.a. skalla yfir mark FH í
góðu færi og Ólafur Danívalsson
Meistarabanar
mætast í kvöld
ÖNNIIR umferðin í 1. deildinni hefst strax í kvöld og verða þá tveir
leikir. Kreiðablik heimsækir Eyjamenn og leikur f Vestmannaeyjum
klukkan 19.00. Á Melavellinum leika síðan KR og ÍBK og hefst sá
Jeikur klukkan 20.
Leikur ÍBV og Breiðabliks er sérstaklega athyglisverður, en þar
mætast þau tvö lið, sem mest komu á óvart f leikjunum á laugardaginn.
Breiðablik lagði að velli íslandsmeistara, bikarmeistara og siurveg-
arana f meistarakeppninni, lið Vals. Nýliðar ÍBV sigruðu hins vegar
Framara á Melavellinum og má þvf með sanni segja að meistarabanar
^igist við f Eyjum f kvöld.
, öruggt er að Sigurlás Þorleifsson leikur ekki með ÍBV f kvöld og
varla fvrr en f fyrsta lagi eftir mánuð. Átti að skera hann upp á öxl en
e)kki var í gær nákvæmlega vitað hver meiðsli hans eru. Eyjamenn
sögðu hins vegar f gær að þeir vonuðust tii að Tómas Páisson gæti
léikið gegn Blikunum, en hann fékk högg á læri f leiknum gegn Fram.
!Keflvfkingar unnu nýliða Þórs á laugardaginn, en á sama tfma
tapaði KR á Skaganum. Leikur þessara liða ætti að geta orðið jafn og
sþennandi og trúlega situr baráttan i fyrirrúmí hjá leikmönnum
liðanna.
■ Annað kvöld verða þrfr leikir f 1. deildinni. Vfkingur leikur á
Akureyri, Fram f Kaplakrika og á Melavellinum ma'tast þau jvö lið,
sem flestir veðja á f 1. deildinni. Valur og'Akranes. líéfjast allir
leikirnir klukkan 20.00
r , 1
Einkunnagiöfln
Kári Kaaber skallar gróflega framhjá I leik Vfkings gegn FH á laugardaginn. Hörður, Janus, Viðar og
Jóhann hafa ekki komið neinum vörnum við tíl að stöðva fyrirgjöfina.
lét Diðrik verja frá sér af stuttu
færi óvaldaður.
1 seinni hálfleiknum gerðist
það markverðast að Janus
Guðlaugsson átti þrumuskot á
mark Víkinga og fór knötturinn f
stöng og útaf. Kom þetta skot
eftir skemmtilega fléttu þeirra
Þóris Jónssonar, fyrirliða FH og
þjálfara, og Ólafs Danivalssonar.
Þá átti Gunnar Örn Kristjánsson
þrumuskot í stöng FH-marksins
eftir aukaspyrnu af um 30 metra
færi.
Lið FH virðist nú sterkara en
áður og mun heilsteyptara. Þórir
Jónsson leikur nú að nýju með
FH-liðinu og gerði góða hluti í
leiknum. Þá er Árni Geirsson,
fyrrum unglingalandsliðsfyrirliði
úr Val, sterkur leikmaður, en sá
sem mest kom á óvart í þessum
Ieik var Pálmi Jónsson, vinstri
bakvörður, bróðir Þoris Jóns-
sonar.
Um Víkingana er það að segja
að þeir léku engan veginn eins vel
og þeir bezt geta að þessu sinni.
Var allan tímann byggt upp á
langspyrnum fram á Öskar og
Jóhannes en með litlum árangri.
Mættu Víkingar að ósekju taka
upp meiri spilamennsku, þeir
hafa hæfileikana til þess. Beztur
Víkinganna f þessum leik var
Helgi Helgason miðvörður, en
Óskar gerði einnig góða hluti þó
hann hafi ekki mátt við
margnum, alltaf með 2 menn á
sér.
I stuttu máli:
Islandsmótið 1. deild Melavöllur
8. maí
Vfkingur — FH 1:1 (1:1)
Mark Vfkings: Eiríkur Þorsteins-
son á 16, mínútu.
Mark FH: Ólafur Danivalsson á
12. mínútu.
Áminning: Engin
Áhorfendur: 458
Texti: Agúst I. Jónsson
Mynd: Friðþjófur Helgason.
* Lli ðv Ikur inai i* ö
Magnús Guðmundsson KR
Ilelgi Helgason Vfkingi Einar Þórhallsson UBK
Guðjón Þórðarson IA
Þór Hreiðarsson UBK
Karl Sveinsson IBV
Öskar Valtýsson IBV
Guðmundur Þorbjörnsson Val
Pálmi Jónsson FH
Heiðar Breiðf jörð UBK
Kristinn Björnsson 1A
IBK:
Þorsteinn Bjarnason ........2
Guðjón Þórhallsson .........1
Rúnar Georgsson ............2
Gfsli Grétarsson ...........2
Gísli Torfason .............2
Sigurður Björgvinsson ......3
Einar A. Ólafsson ..........2
Þórir Sigfússon ............2
Ómar Ingvarsson ............1
Ólafur Júlfusson ...........3
Óskar Færseth...............1
Hilmar Iljálmarsson (varam.)
1
ÞÓR:
Samúel Jóhannsson .........2
Öddur Óskarsson ...........1
Sigurður Lárusson ..,......2
Sævar Jónatansson .........1
Gunnar Austf jörð..........2
Helgi Örlygsson ...........1
Einar Sveinbjörnsson ......1
Aðalsteinn Sigurgeirsson ..2
Jón Lárusson ..............2
Óskar Gunnarsson ..........1
Árni Gunnarsson ...........2
Dómari:
Guðjón Finnbogason ........3
FRAM
Arni Stefánsson ...........2
Sfmon Kristjánsson ........1
Trausti Haraldsson.........2
Sigurbergur Sigsteinsson ..2
Kristinn Atlason ..........1
Rúnar Gfslason ............1
Eggert Steingrfmsson ......1
Kristinn Jörundsson .......2
Sumarliði Guðbjartsson ....2
Agúst Guðmundsson .........2
Rafn Rafnsson (varam.) ....1
Jens Jensson (varam.)......1
IBV
Páll Pálmason .............2
ólafur Sigurvinsson........2
Einar Friðþjófsson.........2
Friðfinnur Finnbogason ....2
Valþór Sigþórsson .........2
Karl Sveinsson ............3
Sveinn Sveinsson ..........1
Snorri Rútsson ............1
Tómas Pálsson..............2
Sigurlás Þorleifsson.......3
Óskar Valtýsson ...........3
Ómar Jóhannesson (varam.) ..1
Dómari:
Eysteinn Guðmundsson.......2
LIÐ UBK
Ólafur Hákonarson.............2
Magnús Steinþórsson ..........2
Bjarni Bjarnason .............2
Valdimar Valdimarsson ........2
Einar Þórhallsson.............3
Ólafur Friðriksson ...........2
Vignir Baldursson ............1
Þór Hreiðarsson...............3
Hinrik Þórhallsson............2
Gfsli Sigurðsson .............2
Heiðar Breiðf jörð............3
Jón Orri Guðmundss. (varam.) 2
Sigurjón Rannverss. (varam.) 1
LIÐ VALS:
Ólafur Magnússon .............2
Bergsveinn Alfonsson .........2
Grfmur Sæmundsen .............1
Guðmundur Kjartansson.........1
Dýri Guðmundsson..............2
Magnús Bergs .................2
Ingi Björn Albertsson ........3
Atli Eðvaldsson...............2
Albert Guðmundsson ...........3
Guðmundur Þorbjörnsson .... 3
Hörður Hilmarsson ............1
Ottar Sveinsson (varam.) .....1
Magni Pétursson (varam.) .... 2
Dómari: Ragnar Magnússon .. 2
LIÐ tA
Jón Þorbjörnsson ......... 2
Björn Lárusson ........... 2
Guðjón Þórðarson...........3
Johannes Guðjónsson .......2
Jón Gunnlaugsson ..........2
Hörður Jóhannesson ........2
Karl Þórðarson ............2
Jón Alfreðsson ............3
Pétur Pétursson ...........2
Kristinn Björnsson ........3
Arni Sveinsson ............2
LIÐ KR
Magnús Guðmundsson ........3
Guðjón Hilmarsson .........2
Sigurður Indriðason .......1
Ottó Guðmundsson ..........2
Ólafur Olafsson ...........2
Stefán Sigurðsson .........1
Sverrir Herbertsson .......2
Magnús Jónsson ............1
Jóhann Torfason............1
örn Óskarsson..............1
Björn Pétursson ...........1
DÓMARI: Þorvarður Björns-
son........................2
------------------------------^
VlKINGUR:
Diðrik Ólafsson............2
Kári Kaaber................1
Magnús Þorvaldsson ........2
Helgi Helgason ............3
Róbett Agnarsson ..........2
Eirfkur Þorsteinsson ......2
Gunnar örn Kristjánsson ...2
Gunnlaugur Kristfinnsson .... 2
Viðar Elfasson.............1
Jóhannes Bárðarson.........2
Óskar Tómasson ............3
Haraldur Haraldsson (varam.) 1
FH:
Hörður Sigmarsson .........1
Viðar Halldórsson .........2
Pálmi Jónsson .............3
Gunnar Bjarnason ..........2
Jóhann Rfkharðsson ........1
Þórir Jónsson .............3
Arni Geirsson .............3
Ólafur Danivalsson ........2
Janus Guðlaugsson .........2
Magnús Teitsson .......... I
Helgi Ragnarsson ..........1
Guðmundur Hafberg (varam.) 1
Dómari:
Arnþór Óskarsson...........1
J