Morgunblaðið - 10.05.1977, Page 24

Morgunblaðið - 10.05.1977, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977 PASSlUKÓRINN á Akureyri ásamt hljóðfæraleikurum og einsöngvur- um flutti oratóríuna Messias eftir Hándel f íþróttaskemmunni á Akureyri á sunnudaginn. Þetta var I fyrsta sinn, sem verkið er flutt óstytt hér á landi. Stjórnandi var Roar Kvam. Áheyrendur munu hafa verið um 800. Með þessum tónleikum, sem stóðu ( nærri fjórar klukkustundur, lauk tónlistarhátfðinni á Akueyri. Ljósm. Sv.P. Lamb með 10 fætur ILLA vanskapað lamb fæddist á Siglufirði um helgina. Hafði lambið átta afturfætur og tvo framfætur, eitt auga og van- skapaðan munn. Lambið lifði aðeins skamma stund og er nú búið að flytja það til Reykja- vlkur, þar sem ætlunin er að stoppa það upp. Lamb þetta var tvflembingur, en hitl lambið var eðlilegt í alla staði. Ligandi ærinnar er Þórarinn Iljálmarsson. Þá fæddist tvfhöfða lamb fyrir nokkru í Siglufirði. Vill fá bætur vegna yfir- vinnubannsins SIGLUFIRÐI, 9. maí. Danska skipið Maria Helleskov liggur nú hér fulllestað loðnumjöli og mun skipæstjórinn neita að láta úr höfn fyrr en kaupendur mjölsins hafa viðurkennt kröfur um bætur vegna tafar skipsins hér. Skipið tók 1725 lestir af loðnu- mjöli og tók lestun sex og hálfan dag vegna yfirvinnubannsins. Það er danski skipstjórinn óánægður með og vill fá bætur frá kaupendum fyrir töfina vegna yf- irvinnubannsins. Fréttaritari Þrjú börn fyrir bílum Akureyri, 9. maí. FIMM slys og óhöpp hafa orðið í umferðinni hér f bær á tæpum f jórum klukkustundum sfðdegis f dag. Þrjú börn urðu fyrir bflum, öll 7 ára gömul. Fyrsta óhappið varð klukkan 15.50, þegar kviknaði í fólksbíl í Hafnarstræti fyrir framan póst- húsið, Eldurinn kom upp í vélar- húsi bílsins og þar brann allt, sem brunnið gat áður en eldurinn varð slökktur. Klukkan 17.10 varð 7 ára drengur fyrir fólksbíl á Þingvallastræti vió gatnamót Vallargerðis. Hann slapp með lítil meiðsli. Klukkan 19 var ekið á barn í Hafnarstræti fyrir framan hús númar 86, en þar hljóp 7 ára telpa út á götuna milli kyrrstæðra bila, sem stóðu við gangstéttina. ökumaður hemlaói þegar hann sá til ferða telpunnar en tókst ekki að stöðva til fulls. Telpan lenti beint framan á bílnum og hlaut áverka á enni. Hún er til rann- sóknar í sjúkrahúsi en virðist ekki alvarlega slösuð. Sjö mínút- um síðar hjólaði drengur á þrí- hjóli utan í bil á mótum Þing- vallastrætis og Þórunnarstrætis, lenti undir bílnum og skreið und- an honum hinum megin, tók hjól- ið sitt og hjólaði burt í fússi. Hann hafði ekkert meiðzt. Síðasta óhappið í þessari hrinu varð klukkan 19.28 á mótum Skipagötu og Kaupvangsstrætis, þar sem eru umferðarljós. Öku- maður annars bílsins virtist hafa gleymt ljósunum og ók beint inn í hlið bíls jera átti rétjinn. Enginn meiddist! ’ Sv.P. — Topp- fundurinn Framhald af bls. 1. færður um að almenningur í lönd- unum sjö væri sammála því, sem þar kæmi fram og styddi hana. Jimmy Carter Bandaríkjafor- seti sagði að þær ákvarðanir, sem teknar hefðu verið á fundinum, væru feiknalega umfangsmiklar og mikilvægar, en hefðu litla þýð- ingu, ef þeim væri ekki fylgt eft- ir. „Við þurfum að standa við skuldbindingar og heiður okkar allra er að mörgu leyti í veði þar til við höfum efnt loforðin.“ Það kom nokkuð á óvart í yfir- lýsingunni að skorað er á aðila að grípa til aðgerða til að útrýma óheiðarlegum viðskiptaháttum og hegðun i alþjóðaviðskiptum. Um þetta atriði sagði Carter forseti á fréttamannafundinum: „Við telj- um að það sé tími kominn til að alþjóðlegu eftirliti verði komið á til að hindra mútur, kúgun og ólöglegar aðgerðir, sem stundum hafa verið látnar viðgangast á sviði viðskipta- og bankamála." Stjórnmálafréttaritarar segja að erfiðustu málin á fundi leiðtog- anna hafi verið i sambandi við viðskipti og tollamál og hvernig leita eigi nýrra orkugjafa. Sala á kjarnorkuverum landa í milli var einnig mjög viðkvæmt mál, þar sem Bandaríkjamenn gera strangar kröfur til þess að slíkar sölur verði ekki til þess að þjóðir geti komið sér upp birgð- um kjarnorkuvopna. Carter for- seti sagði á fréttamannafundinum að mjög erfitt væri að setja regl- ur, sem kæmu í veg fyrir slíkt án þess að því fylgdu afskipti af inn- anrikismálum hinna ýmsu þjóða. Sagði hann að fundarmenn væntu mikils og skjóts árangurs af könn- uninni, sem gerð verður á þessum málum á næstu tveim ur mánuð- um. í yfirlýsingunni er ekki að finna stuðning við baráttu Carters forseta fyrir mannrétt- indum i heiminum, en Michael Blumenthal, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði eftir fund- inn, að leiðtogarnir hefðu allir verið sammála því að Carter hefði í grundvallaratriðum rétt fyrir sér á þvi sviði. Stjórnmálafréttaritarar eru al- mennt sammála um að verulegur árangur hafi orðið af þessum fundi og að furðanlega vel virðist hafa tekist að leysa mörg ágreiningsmál, sem talin voru erf- ið i upphafi fundarins. Er nú talið líklegt að annar toppfundur verði haldinn fyrir lok þessa árs og þá liklega í Japan, þar sem fylgt verði eftir aðgerðunum í efna- hagsmálum, sem samþykktar voru á þessum fundi. Voru leið- togarnir sammála um að í framtíð- inni væri æskilegt að einn slíkur fundur væri haldinn á ári hverju. — Umferðarslys Framhald af bls. 40 móti 19 í fyrra og 27 árið áður. Ekkert slys varð á börnum í apríl í ár. „Þegar haft er í huga að um- ferðin núna er engu minni en tvö síðustu árin og slysahætta á börnum hefur verið miklu meiri vegna hins góða tíðarfars er ekki hægt annað en vera ánægður með Mtkprnuna,'/, §agði fisjtar filason að lokum. — Sáttafundir Framhald af bls. 40 þær voru svo misjafnar, mismikl- ar og væri vandamálið í raun að unnt yrði að samræma þær. Einn samninganefndarmanna innan ASÍ sagði: „Vandamálið er aðeins að samræma kröfurnar. Ég fyrir mitt leyti gæti fallizt á 1 % eins og vinnuveitendur leggja til. Ég er jafnvel til viðræðu um núllið, ef aðeins er tryggt að eitt skuli látið yfir alla ganga.“ Almennur samningafundur er aftur boðaður i dag klukkan 16. Á baknefndarfundinum á laug- ardaginn var 10-manna nefndinni þ.e. nefnd formanna landssam- bandanna innan ASÍ, forseta þess og varaforseta, falið að ákveða framhald baráttuaðgerða í sam- ráði við samninganefnd ASÍ. Þá segir i fréttatilkynningu frá ASÍ í gær, að tvö kaupfélög hafi ályktað í kjölfar ályktunar stjórn- ar Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, Kaupfélag Austur- Skaftfellinga, sem segir að leysa beri kjaradeiluna á grundvelli meginstefnu 23. þings ASI og Kaupfélag Suðurnesja leggur á það þunga áherzlu, að í yfirstand- andi kjaradeilu vinni Samvinnu- hreyfingin eftir ályktun stjórnar Sambandsins og hefji þegar við- ræður við samninganefnd ASI til lausnar deilunni — eins og það er orðað. — Hearst Framhald af bls. 1. ára fangelsi, fyrir þátttöku í bankaráni ásamt liðsmönnum Symbionesiska frelsishersins er rændu henni í febrúar 1974. Skilorðsbundna dóminn í dag fékk ungfrú Hearst fyrir þáttöku i árás á sportvöru- verzlun í Los Angeles í mai 1974 þegar hún skaut úr vél- byssu yfir fjölfarna götu. Eng- an sakaði. Talbot dómari sagði að engin hætta virtist vera á þvi að ung- frú Hearst fremdi fleiri glæpi. Hann minnti á að henni hefði verið rænt og að hún hefði sætt hræðilegum pyntingum í 57 daga. — Leiðtoga- fundur Framhald af bls. 1. milli V-Berlínar og sambandslýð- vledisins Þýzkalands eru viður- kennd. Stjórnmálafréttaritarar segja að þótt engin vandamál steðji að V-Berlin í dag hafi fundur leið- toganna átt að undirstrika að NATO líti sem áður á þróunina 1 V-Berlín sem einn helzta próf- steininn á vilja Sovétrikjanna til að draga úr spennu milli austurs og vesturs. — Ihlutun borgaryfirvalda Framhald af bls. 2 samið jafnvel þó bara um borgina væri að ræða þar sem kröfurnar eru tengdar svo mörgu svo sem vísitöluákvæðum, svo og sér- ákvæðum. Samningar um visi- töluákvæði eru algjör forsenda þess, að hægt sé að ræða launatöl- urnar að öðru leyti. Sumar sér- kröfur ganga mun lengra en aðal- krafan. Magnús sagði að sumar næmu samtals 134% launahækkun og allir sæju að þessi stefna sumra félaga gengi þvert á þá stefnu sem mynduð var á þingi ASÍ. Magnús L. Sveinsson sagðist ekki vilja horfa upp á það sem gerst hefði 1974 að eftir að láglauna- hóparnir höfðu undirritað sina samninga sömdu þeir, sem hærri launin höfðu um meira sér til handa og allir vissu hvað úr varð; óðaverðbólga. Magnús sagðist vilja lika vekja athygli á sérstöðu borgarinnar yf- irleitt í kjaramálum, þ.e. að aukin útgjöld eru sótt í vasa skattborg- aranna. Hann sagðist telja frá- leitt, að opinberir áðilar taki frumkvæði í kjaradeilum sem þessum og skerði hinn sjálfstæða samningsrétt deíluaðila. Það er heilagur réttur verkalýðshreyf- ingarinnar að hafa samningsrétt frjálsan. Lagði Magnús siðan fram eftirfarandi tillögu frá borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins: „Borgarstjórn telur æskilegast, að nú sem endranær verði samið um kaup og kjör í frjálsum samning- um verkalýðsfélaga og vinnuveit- enda. Samningaviðræður standa nú yfir með milligöngu sérstakrar sáttanefndar, sem ríkisstjórnin hefur skipað og er undir forystu sáttasemjara ríkisins. Tillaga Björgvins Guðmundssonar gerir ráð fyrir að Reykjavikurborg samþykki einn þátt krafna verka- lýðsfélaganna til bráðabirgða eða þar til heildarsamningar hafa ver- ið gerðir, en þá gangi Reykjavik- urborg inn i það samkomulag. Með slíku boði væri Reykjavikur- borg að bjóðast til að kaupa sig undan þeim óþægindum, sem leiða af vinnudeilunni. Það er ekki óþekkt í kjaradeilum, að ein- staka vinnuveitendur bjóðist til að semja upp á væntanlega samn- inga til að fría sig óþægindum. Verkalýðsfélögin hafa ævinlega hafnað slíkum samningum og tal- ið þá síst til þess fallna, að flýta fyrir eða auðvelda lausn kjara- deilna. Reykjavikurborg hlýtur að sjálfsögðu að greiða það kaup- gjald sem um verður samið og íhlutun borgaryfirvalda í samn- inga nú væri í andstöðu við frjáls- an samningsrétt launþega og vinnuveitenda. Borgarstjórn tel- ur þvi ekki rétt að leita bráða- birgðasamninga fyrir borgina við verkalýðsfélögin og visar þvi til- lögu Björgvins Guðmundssonar frá. Borgarstjórn leggur áherzlu á, að það svigrúm sem fyrir hendi er til raunverulegra kjarabóta verði notað til þess að bæta kjör hinna lægst launuðu og hvetur samn- ingsaðila til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná samningum sem fyrst og forða frá þeirri ógæfu sem verkföll jafnan eru.“ Björgvin Guðmundsson tók aft- ur til máls og sagðist vera tilbú- inn að fella siðustu greinina aftan af tillögu sinni. Björgvin sagði það sína skoðun að því fleiri vinnuveitendur sem lýstu yfir stuðningi við 100 þús. kr. lág- markslaun því meiri líkur væru á lausn deilunnar. „Ég hélt að Magnús L. Sveinsson myndi fagna því að stór vinnuveitandi lýsti sín- um stuðningi." Björgvin sagði það sina skoðun að ekki væri hægt að lifa í dag af lægri mánaðarlaun- um en 100 þúsund krónum, og það ætti einnig að vera verðtryggt. Hann itrekaði þá skoðun sína að með þvi að lýsa yfir stuðningi við aðalkröfu verkalýðsfélaganna gæti borgarstjórn Reykjavikur greitt fyrir lausn, það ætti að minnsta kosti að vera verkalýðs- félögunum I hag þ.á.m. Verzlun- armannafélaginu. Adda Bára Sig- fúsdóttir (Abl) lýsti fyllsta stuðn- ingi borgarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins við tillögu Björgvins. Hún sagði það vera „hreina fátækt að lifa af launum undir 100 þús. kr. á mánuði." Kristján Benediktsson (F) sagði að borgarfulltrúar Framsóknarflokksins væru sam- mála skoðun Ólafs Jóhannessonar sem fram hefði komið í útvarps- umræðum að lágmarkslaun beri að hækka í 100 þúsund miðað við 1. nóv. 1976. Með visun til þess, væru þeir þvi sammála að Reykja- vikurborg tæki undir þá kröfu ASÍ að lágmarkslaun hækki i 100 þús. kr. og þá skoðun formanns Framsóknarflokksins, að koma beri til móts við þá kröfu. Þótt viljayfirlýsing sú sem felst í til- lögu Björgvins Guðmundssonar gangi nokkru skemmra í þessum efnum, telji borgarfulltrúar Framsóknarflokksins fráleitt að vísa henni frá eins og meirihluti borgarstjórnar leggur til. Ililmar Guðlaugsson (S) sagðist telja að Björgvin Guðmundsson gerði sér ekki alveg fulla grein fyrir hve málið væri umfangsmikið og hvað þetta snerti marga þætti heildar- samninganna. Hilmar sagðist vilja ftreka það að forsenda samn- inga væri verðtrygging. Hann varpaði fram þeirri spurningu hvað þýddi að semja um háa prósentuhækkun ef engin trygg- ing væri fyrir aukningu kaup- htát'fáf? Þa Vildi Hilmáf veKja at- hygli á að vernda bæri hinn frjálsa samningsrétt og opinberir aðilar ættu ekki á neinu stigi að grípa inn í samninga aðila vinnu- markaðarins, nema um sé að ræða afmörkuð atriði. Hilmar sagðist vera eindreginn stuðningsmaður þeirrar stefnu sem tekin var á sfðasta Alþýðusambandsþingi, en tillaga Björgvins Guðmundssonar væri ekki rétta leiðin til að ná því markmiði, heldur yrði samþykkt tillögunnar hans Björgvins frekar til að torvelda samninga en greiða fyrir þeim. Magnús L. Sveinsson sagðist gera ráð fyrir að þeir menn sem töluðu um 100 þús. kr. kröfuna og styddu hana gerðu sér grein fyrir þeim annmörkum ef það ætti að gerast innan þess ramma sem tal- að sé um, eins og Ólafur Jóhann- esson. Síðan sagði Magnús: „Það er enginn vandi að gefa út yfirlýs- ingu eins og stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga hefur gert en hins vegar er tilboð Vinnúmála- sambands samvinnufélaganna ekki i takt við samþykkt stjórnar Sambandsins," og sagðist Magnús þó halda að þar væri stutt sam- band á milli. Og hann spyrði af gefnu tilefni hvor aðilinn réði launamálastefnu Sambarrdsins, stjórn þess eða Vinnumálasam- band samvinnufélaganna sem mætir við samningaborðið fyrir hönd Sambandsins. Magnús sagði að þeim í samninganefndinni hefði fundist tilboð VMSS nokkuð langt frá því marki sem stjórn Sambandsins* lýsti yfir að sjálf- sagt væri að ganga að. Magnús sagðist ekki skilja þá tregðu að standa við orðin. Hann sagði lít- inn vanda að tala fagurlega með- an ekki þyrfti að standa við það. „Ég spyr,“ sagði Magnús, „á yfir- lýsing eins og sú sem fram kemur í tillögu Björgvins Guðmundsson- ar að vera eitthvert plat eins og yfirlýsing stjórnar Sambands- ins?“ Ef menn lýsa þvi yfir að þeir séu reiðubúnir að greiða 100 þús. kr., þá þyrftu þeir að vera reiðubúnir að skrifa undir það. Magnús sagði að menn sem teldu það rétta stefnu hjá borg- inni að lýsa yfir að hún sé reiðu- búin að ganga að 100 þús. kr. kröfunni yrðu að gera sér grein fyrir að þetta væri aðeins einn þáttur af heildarkröfunum. Borg- arfulltrúinn spurði hvað væri þá með verðtrygginguna sem væri auðvitað þýðingarmest af öllu. Verðbólgan hefur leikið laun- þega grátt. Það er þvi grundvall- aratriði að verðtryggja launin, það væri miklu stærra atriði. Betra væri að semja um 90 þús. kr„ svo dæmi væri tekið, og hafa það verðtryggt en semja um óverðtryggðar 100 þús. kr. Magn- ús sagði það hálfkveðría visu þótt mikilvægt væri að tala um launin þá væri það aðeins hálf sagan að tala bara um launin en enga verð- tryggingu. „Yfirlýsingar um að borgin eigi aðeins að lýsa yfir stuðningi en ekki semja, þær eru léttar i veski hvers launþega,*' sagði Magnús L. Sveinsson að lok- um. Björgvin Guðmundsson tók næst til máls og þakkaði góðar undirtektir borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins og Framsókn- arflokks við tillögu sinni. „Hér i tillögu minni var eingöngu um viljayfirlýsingu að ræða.“ Björg- vin sagði að Magnús L. Sveinsson hefði mátt skilja það, að hér væri aðeins um eina kröfu verkalýðsfé- laganna að ræða, það vissi Magn- ús líka og þá auðvitað einnig að þó eitt sé samþykkt þá þurfi meira til lausnar deilunni. Björg- vin Guðmundsson sagðist vissu- lega sammála þvi að mikilvægt væri að tryggja verðlagsuppbæt- ur á Iaun en „verkanraður sem í dag hefur 70 þús. hefur ekki gagn í dag af verðlagsuppbótum sem fram koma einhvern tíma i fram- tiðinni." Nú þarf að hækka lægstu laun í 100 þús. krónur og tryggja síðan verðlagsuppbætur í framtíð- inni. Kristján Benediktsson sagð- ist ekki hafa nein gögn i hendinni til að ræða plagg það frá VMSS sem Magnús L. Sveinsson hefði rætt um. Björgvin Guðmundsson itrekaði siðan að tillaga stn væri ekki tillaga að bráðabirgðasam- komulagi heldur aðeins viljayfir- lýsing. Frávísunartillaga borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins var samþykkt með níu atkvæðum gegn sex. Eins og sjá má voru umræðúr all snarpar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.