Morgunblaðið - 10.05.1977, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977
29
— Afmæli
Bjarni og
Ragnheiður
Framhald af bls. 13.
ur að gera þeim efnum nein
teljandi skil í stuttri blaðagrein,
og langt frá því sem vert væri.
Það verða aðrir mér færari að
gera í fyllingu timans, svo merk
spor sem hann hefir markað í
menningar- og buskaparsögu
Austur-Skaftafellssýslu.
Bjarni Bjarnason fæddist 10.
maí 1897 í Tanganum, nýbýli úr
Hruna á Brunasandi i Fljóts-
hverfi í Vestur-Skaftafellssýslu.
Foreldrar hans voru Bjarni
Jónasson, bóndi þar og síðar að
Holtum á Mýrum og i Brekkubæ i
Nesjum, og siðari kona hans,
Sigríður Jónsdóttir.
Veturinn 1915—1916 stundaði
Bjarni nám i Gagnfræðaskólanum
á Akureyri en jafnframt nam
hann orgelleik hjá Magnúsi
Einarssyni, söngkennara. Síðar
stundaði hann nám um tveggja
mánaða skeið hjá Páli ísólfssyni
og sótti jafnframt söngskóla Sig-
urðar Birkis.
Bjarni tók við búsforráðum i
Brekkubæ 1917. Föður sinn
missti hann árið 1910, en Sigríður
móðir hans, hinn mesti dugnaðar-
forkur, hafði staðið fyrir búi
síðan og svo með syni sínum þar
til hann kvæntist 25. desember
1926, Ragnheiði, f. 11. april 1892,
Sigjónsdóttur bónda á Fornu-
stekkum i Nesjum, Péturssonar.
Það hafa kunnugir tjáð mér, að
jafnræði hafi verið með þeim
hjónum, Bjarna og Ragnheiði um
myndarskap i forstöðu heimilis-
ins í Brekkubæ. Ragnheiður hefir
hin síðari árin átt við veikindi að
stríða og dvelur nú í hjúkrunar-
og elliheimilinu á Höfn.
Þeim hjónum varð þriggja
barna auðið: Sigriður Ingibjörg,
gift síra Gísla Kolbeins, sóknar-
presti i Stykkishólmi, Sigjón,
bóndi í Brekkubæ og tónlistar-
skólastjóri, kvæntur Kristinu
Einarsdóttur og Baldur, vélstjóri
til heimilis í Brekkubæ.
Bjarni hefir gegnt fjölda
trúnaðarstarfa um ævina sem of
langt yrði upp að telja. Hann var
um áratugaskeið I hreppsnefnd
Nesjahrepps og í sóknarnefnd og
skólanefnd. Organisti og söng-
stjóri við Bjarnarnesskirkju frá
1917 og hefir því gegnt þvi starfi í
60 ár. Hann hefir veitt tilsögn í
orgelleik að kalla óslitið frá 1920.
Hin síðari árin hefir Bjarni
fengizt all mikið við ritstörf.
Minningargreinar, greinar í blað
Nýalssinna og ættfræðihandrit,
ásamt skráningu atvinnulýsingar
fyrir Þjóðfræðistofnun eru meðal
ritstarfa hans, auk merkilegra
þátta í Byggðasögu Austur-
Skaftafellssýslu. Hvar sem hann
hefir tekið til hendi má sjá
grózkumikinn ávöxt.
Það er heiðríkja göfugmennis
yfir Bjarna Bjarnasyni í Brekku-
bæ og lifsstarfi hans öllu. Það vita
vinir hans að áfram muni ríkja
ævina út og biðja að hann megi
eiga gott og fagurt ævikvöld.
Sverrir Hermannsson.
Það var fyrir tveimur og hálfu
ári að ég og fjölskylda mín
fluttumst alkomin i Hornafjörð.
Komudag okkar stirndi sól á
jöklum og blakti vart hár á höfði.
Þegar við göngum heim að prest-
setrinu Bjarnanesi kemur á móti
okkur maður. Hann er grannur að
vexti, hárið silfurgrátt, hann er I
dökkum fötum með hvítt um
hálsinn, hefur greinilega klætt
sig uppá . Allt fas hans er með
nokkrum virðuleik. Hann hefur
máls og býður okkur velkomin í
Bjarnanes og afhendir okkur
lykla að húsinu.
Við bjóðum manninum að
ganga i hús með okkur, en hann
hveður nei við, kveðst munu
koma seinna þegar meira næði
gæfist til viðræðna.
Þannig hófust kynni min af
Bjarna Bjarnasyni í Brekkubæ.
Þessi aldni sveitarhöfðingi er
áttatiu ára i dag.
I stuttri afmælisgrein sem
þessari ætla ég mér ekki að rekja
ættir Bjarna né uppvöxt. Stendur
það nær þeim er gerr til þekkja.
Um kynni min af honum sem
organista og sóknarnefndar-
formanni vildi ég hins vegar fara
örfáum orðum. Það mun hafa
verið um tvitugt að Bjarni gerðist
forsöngvari við Bjarnaneskirkju,
og hefur gengt því starfi upp frá
þvi. Hann fékk snemma orð fyrir
að vera hlýminn — músikalskur
— og hafði mikið yndi af allri
tónlist.
í þeirri listgrein var hann sinn
eigin kannari lengst af. Aðeins
um stuttan tima var hann i
Reykjavík og naut tilsagnar dr.
Páls ísólfssonar. Minnist Bjarni
þeirra námsvikna sem gersema í
lifi sínu. Þar hafði hann kynnst
snillingi sem á árum áður hafði
borið með sér andblæ orgel-
menningar til ísland utan úr álfu.
Þennan blæ skynjaði bóndinn
austan úr Hornafirði og bar með
sér heim í sveitina sína.
Hann verður jarðeigandi og
bóndi í Nesjasveit. Með eigin
höndum ræsir hann sinar mýrar
og ræktar sín tún. En Reaussou
segir einhversstaðar að mesta
hamingja mannsins sé að rækta
garðinn sinn. í yfirfærðri
merkingu gleymdi Bjarni ekki að
rækta þann garð sinnar tónlistar-
gáfu sem honum var i brjóst bor-
inn. Þvi vart mun svo hafa liðið
dagur á hans heimili að ekki væri
sest við orgelið og leikið lag. Eins
trúlegt að þá væru komnir
söngvinir úr sveitinni og glaðar
raddir fylltu stofuna á Brekkubæ
með hljóm úr helgu sálmalagi eða
gleði frá gömlu vorlagi. Og þannig
hefur það verið gegnum tíðina.
Hvort heldur æfa átti söng fyrir
messur eða aðrar samkomur
sveitarinnar þá var komið að
Brekkubæ.
Bjarni sestur við sitt stóra og
hljómmikla orgei, og innan tíðar
var komið nýtt blóm í listagarð
frú Músíku. Nýtt lag var komið
saman. Kórfélagarnir höfðu lært
sínar raddir og lagið var flutt,
hvort nú var í kirkju eða á öðru
mannamóti. Allt var þetta gert
með sóma og að natni. Eitt er það
sem einkennir allan tónlistar-
flutning Bjarna. Það er sá göfgi
og sú virðing sem hann sýnir I
umgengni sinni við tónlistina.
Það er ekki aðeins að spila eitt lag
og búið. Lagið þarf að túlka. Láta
hugsun ljóðs og lags endur-
speglast i öllum flutninginum.
Það er líkt og organistinn tengist
lifandi böndum þvi verki sem
hann er að flytja. Hann eins og
lifir í heimi listarinnar og hann
vill að söngvinir sínir séu þar með
honum. Og þetta veit ég að Bjarna
hefur tekist. Því ekki er svo
minnst á söng hér i þessari sveit
frá fyrri árum að Bjarni á
Brekkubæ hafi þar ekki nærri
komið. öll þessi ár hefur hann
leitt kirkjukór þessarar sóknar i
hinni miklu og stöðugu lofgjörð,
sem fram fer í hinum kristna
söfnuði. En ekki aðeins kirkju-
kórinn, heldur stofnaði hann
karlakór með kunningjum sinum
og vinum hér í sveitinni og starf-
aði sá kór vel og dyggilega og
nýtur sönglif héraðsins í dag enn
góðs af þeim vaxtarbroddum tón-
listar sem organistinn aldni skaut
í hugi þeirra er unna fagurri tón-
list.
Á svo atburðaríkri og langri æfi
sem Bjarni Bjarnason hefur lifað
ber vissulega marga atburði hátt
og vert væri að rekja. Ei mun það
vera gert hér. Þó verður eins
atburðar ffiinnst. Er það vígsla
hinnar nýju Bjarnaneskirkju á sl.
sumri. Um ár hafði Bjarni sem
sóknarnefndarformaður unnið að
þvi að kirkjan mætti risa. í hug
sínum hafði hann fyrir augum
nýja og fagra kirkju á þeim stað
þar sem hann fermdist vorið 1911,
vorið sem gamla kirkjan i Bjarna-
nesi var rifin. Á sl. sumri trúi ég
að hann hafi upplifað hýtt vor á
gömlum kirkjustað. Mér er Bjarni
minnisstærður þennan vigsludag,
4. júlí. Ég lit fram eftir kirkjunni.
Þarna situr Bjarni við orgelið. Og
fólkið hans, kórinn, sem af elju
hafði æft vel fyrir hátíð þessa
dags, hafði raðað sér að baki
honum. Og mér finnst ég skynja
hina djúpu gleði þessa manns.
Kirkjan tilbúin. Miklum og björt-
um áfanga náð í lífi hans og
starfi. Og enn sem fyrr ieiðir
hann hina sístæðu lofgjörð trúar-
sálmsins fyrir sitt fólk. 1 þetta
sinn heldur hún innreið sína í
nýjan helgidóm. Þangað sem
koma munu ungar og óbornar
kynslóðir til að taka undir þennan
sama lofsöng. Guði til dýrðar og
manninum til líknar.
Hér mætti enn flytja langt mál
um ævi Bjarna Bjarnasonar og
allt hans verk. Hann vann mikið
sem dugandi bóndi á sinni jörð.
En eins vann hann mikið að
félagsmálum. Hann er bókelskur
og á margt góðra bóka. Hann ann
íslenskri tungu og ljóð þykir vænt
um.
Kona Bjarna er Ragnheiður
Sigjónsdóttir og átti hún áttatíu
og fimm ára afmæli á anna dag
páska sl. Ragnheiður er nú á Elli-
og hjúkrunarheimilinu á Höfn.
Börn eiga þau þrjú. Sigríður, gift
sr. Gísla Kolbeins. Hefur hún
verið organisti og drífandi I söng-
málum i Miðfirði. Sigjón,
kvæntur Kristinu Einarsdóttur.
Búa þau á Brekkubæ. Sigjón er
skólastjóri tónlistarskólans á
Höfn og hefur verið stjórnandi
karlakórsins Jökuls frá upphafi.
Yngstur er Baldur, ókvæntur,
vélstjóri og útgerðarmaður á
Höfn.
í dag er hátíðisdagur i Nesjum.
Samsveitungar Bjarna gleðjast
með honum á þessum timamótum.
Er það með réttu gert, þvi það er
gæfa hvers byggðarlags :ð ala
með sér listamenn á borð við
Bjarna á Brekkubæ.
Ég vil að endingu nota þetta
tækifæri og færa honum hug-
heilar árnaðaróskir okkar hjóna
og þakkir fyrir ánæjulegt sam-
starf.
Megi Guðs blessun vaka yfir
Bjarna Bjarnasyni um ókomin ár.
Gylfi Jónsson
Bjarnanesi
— Hlutafélaga-
lög
Framhald af bls. 12
umdæmi fyrir sig, en ekki er um
neina hejldarskráningu að ræða.
Gert er ráð fyrir að skráning
verði á einni hendi fyrir allt land-
ið.
Sleppt hefur verið að minnast á
mörg atriði frumvarpsins, svo
sem ákvæði um ársreikninga,
samruna fyrirtækja og starfsemi
erlendra hlutafélaga á Islandi,
möguleiki er á henni með heimild
ráðherra.
Gert er ráð fyrir að ákvæði
frumvarpsins taki til þeirra hluta-
félaga, sem stofnuð hafa verið og
skráð fyrir gildistöku þess, með
fáum undantekningum.
— Erindi og
einleikur
Framhald af bls. 18
stað Mætti benda fjöl-
miðlum að að ráða til starfa
fólk, sem hefur þroskaðri
smekk en þessi
IMBARYTMA-lýður, sem
hefur komist í þá aðstöðu að
einoka alla tónlistarfréttir i
sjónvarpi og dagblöðum og i
fávitaskap sínum heldur að
það sé að frelsa heiminn.
Jón Ásgeirsson
— Síðásta mótið
í Bláfjöllum
Framhald af bls.38
Drengir 15—16 ára
1 Jónas Ólafss. A
69,01+61,06=130,07
2 Árni Þór Árnas. Á
68,80+61,78=130,58
3 Kristinn Sigurðss. Á
70,06+64,00=134,06
Konur:
1 Steinunn Sæmundsd. Á
73,42 + 62,04=135,46
2 Maria Viggósd. KR
73,06+66,41 = 139,47
Karlar:
1 Guðjón Ingi Sverriss. Á
68,01 + 62,08=130,09
2 Hans Kristjánss. Á
69,59+62,45=132,04
3 Jóhann Vilbergss. KR
68,05 + 64,02=132,07
— Nato
Framhald af bls. 1.
væri við að Carter forseti myndi á
morgun tilkynna að- Bandaríkin
ætluðu að auka varnir sínar í ljósi
hernaðaruppbyggingar Sovétrikj-
anna og skora á bandamenn sina i
Evrópu að gera hið sama. Sagði
Luns að yfirmenn NATO teldu
getu bandalagsins til að hrinda
árás og varnarskjöld þess nægi-
lega sterk í dag, en óvissa rikti um
hver staðan yrði um miðjan næsta
áratug. Lét Luns i ljósi áhyggjur
vegna tilhneigingar aðildarríkja
NATO til að draga úr útgjöldum
til varnarmála á tfmum efnahags-
erfiðleika og sagði að þessari þró-
un yrði að snúa við’.
Hárlagningarvökvinn
€) fyrir blástur:
íuíbi'iu
Inform í litlu, fjólubláu
og grænu glösunum.fær
hárið til að sitja alveg
eins og þú vilt hafa það,-
eðlilega og með lyftingu.
Inform - fyrir dömur
og herra.
HALLDÓR JÓNSSON HF,
HÖGGDEYFAÚRVAL
FJAÐRIR
KÚPLINGSDISKAR
KÚPLINGSPRESSUR
SPINDILKÚLUR
STÝRISENDAR
VIFTUREIMAR
KVEIKJUHLUTIR
FLEST í RAFKERFIÐ
HELLA aðalluktir, lukta-
gler, luktaspeglar og
margs konar rafmagns-
vörur
BOSCH luktiro.fi.
S.E.V. MARCHALL lukt-
ir
CIBIE luktir.
LJÓSASAMLOKUR
BÍLAPERUR allar gerðir
RAFMAGNSVÍR
FLAUTUR 6—24 volt
ÞURRKUMÓTOR
6—24v
ÞURRKUBLÖÐ
ÞURRKUARMAR
BREMSUBORÐAR
BREMSUKLOSSAR
ÚTVARPSSTENGUR
HÁTALARAR
SPEGLAR í úrvali
MOTTUR
HJÓLKOPPAR
FELGUHRINGIR
AURHLÍFAR
MÆLAR alls konar
ÞÉTTIGÚMMÍ OG LÍM
HOSUR
HOSUKLEMMUR
RÚÐUSPRAUTUR
FELGULYKLAR
LOFTPUMPUR
STÝRISHLÍFAR
KRÓMLISTAR
BENSÍNLOK
TJAKKAR 1 ’/z—30T
VERKSTÆÐISTJAKKAR
FARANGURSGRINDUR
BÖGGLABÖND
ÞOKULJÓS
SMURSPRAUTUR
PÚSTRÖRAKLEMMUR
RAFKERTI
LOFTFLAUTUR
BENZÍNSÍUR
EIRRÖR+ FITTINGS
BRETTAKRÓM
VERKFÆRI
SLÍPIPAPPÍR
VATNSDÆLUR
ÞVOTTAKÚSTAR
BARNAÖRYGGIS
STÓLAR
BARNABÍLBELTI
BÍLBELTI
HNAKKAPÚÐAR
ÖSKUBAKKAR
MÆLITÆKI f. rafgeyma
SWEBA sænskir úrvals
rafgeymar
ISOPON OG P-38 beztu
viðgerða- og fylliefnin
PLASTI-KOTE spray
lökkin til blettunar o.fl.
Athugið
allt úrvalið
j^^lnaust h.t
Síðumúla 7—9
Sími 82722
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINCÍA
SÍMINN ER:
22480