Morgunblaðið - 10.05.1977, Síða 37

Morgunblaðið - 10.05.1977, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MANUDEGI U'UMiTTeK-aM'iJW Noregi. Eitt af þvi sem kemur til greina, er að leyfa bruggun á sterkara öli en nú er, því öl gerir menn þunga og værukæra og er sumstaðar álitið betra en nokkurt róandi meðal, jafnvel öl 2.75% að styrkleika væri til bóta. — Þá þarf i Reykjavik að stöðva drykkjuna i heimahúsum um helgar, partiin alræmdu og slags- málin á götunum upp úr miðnættinu, en það verður ekki gert með öðru en þvi að leyfa veitingahúsum að hafa opið til kl. 5 á morgnana á föstudags- og laugardagskvöldum, eins og gert er allstaðar annarsstaðar. Ég full- yrði að fylleriis-partí eins og nú eru um hverja helgi i mörgum heimahúsum í Reykjavik þekkjast ekki i Evrópu. Og ég fullyrði að núverandi ástand staf- ar ekki af því, að islendingar séu í eðli sínu siðlausari en aðrar þjóð- ir. Ég býst við að sumum þyki komið nóg og ég mun ekki svara þeim mönnum, sem munu ráðast á þetta greinarkorn, þvi ástand áfengismála i Reykjavík og á sveitarböllum er fyrirfram nægi- legt svar til þeirra. Ég vona svo, að þú, kæri Vel- vakandi, birtir þennan stúf, til athugunar fyrir þá sem raunveru- lega vilja umbætur í þessum málum. Jón Pétursson“ 0 Meira um tannréttingar Asta Bjarnadóttir: — Ég vildi gjarnan leiðrétta þann misskilning hjá konu í Garðabæ, þegar hún talar um tannréttingasérfræðinga í Velvakanda á föstudag. Þeir, sem hún talar um, eru venjulegir tannlæknar, en það eru aðeins 3 tannréttingasérfræðingar hér á Iandi, 1 á Akureyri og 2 i Reykja- vík. Þegar ég fór í Sjúkrasamlagið á sinum tíma var mér tjáð, að það greiddi tannréttingar frá tveim tannlæknum hér í borg og að þeir væru venjulegir tannlæknar, en hefðu ekki sérfræðimenntun i tannréttingum. Það er dálitið undarlegt að sjúkrasamlagið greiði tannréttingar frá tann- læknum, en ekki frá mönnum með sérfræðimenntun. Ég hringdi þá i tannlækni minn, sem ég treysti fullkomlega, og spurði hann ráða. Ráðlagði hann mér að leita til sérfræðinga. Ég skora á foreldra að láta heyra til sin í þessu máli og krefjast þess að við njótum sömu réttinda og Akureyringar og fáum endurgreiddar tannréttingar eins og þeir. — Og frá þessu tannréttingamáli snúum við okkur að öðrum þætti heilbrigðismálanna, en það er um: % Örorkubætur vangefinna Móðir: — Ég á vangefinn dreng og mig langar að spyrjast fyrir um þann mismun, sem er á greiðslu örorkubóta fyrir börn, — barna- örorku. Af börnum, sem dveljast á Lyngási er tekinn þriðjungur barnaörorkunnar.en af börnum, sem eru i Kjarvalshúsinu er ekkert tekið. Tryggingarstofnun- in sagði, að Kjarvals-heimilið hefði ekki látið vita um þau börn, sem þar dveldust og þvi væri ekki þessi þriðjungur tekinn af þeim. Er þetta ekki óþarfa munur? Þessir hringdu . . . 9 Hvað þarf mikið til að lifa? Roskin kona: — Mig langar að fá þvi svarað hvað er áætlað að kona, ekkja, þurfi mikla peninga á mánuði til að geta lifað af. Ekkju- lífeyrir er nú rúmlega 20 þúsund krónur á mánuði, sem dugar ekki nema fyrir hita og rafmagni, en á hverju á þá að lifa ef tekjurnar eru ekki aðrar? Gamla fólkið er að verða baggi á bænum og riki, það er orðið svo margt og allir vilja t.d. fá afslátt af fasteigna- gjöldum. En er ætlast til að ekkja, sem hefur ekki annað en ekkna- bætur, geti lifað eingöngu af þeim tekjum? SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Sovézki stórmeistarinn Tigran Petrosjan var heimsmeistari á árunum 1963—9. Hann tefldi þrjú einvígi um heimsmeistaratitilinn, sigraði Botvinnik með 12H vinning gegn 9'/é og Spassky með 12H — 11V4. Arið 1969 glataði hann svo heimsmeistaratitlinum í hendur Spasskys er hann tapaði 10U—12U. , Hér hefur Petrosjan hvitt og á leik gegn Pachman á móti i Bled í Júgóslaviu árið 1961. 19. Dxf6+!! — Kxf6 20. Be5+ — Kg5 21. Bg7! og svartur gafst upp, þvi að hann verður mát eftir bæði 21. ... Rf5 22. f4+ — Kg4 23. Re5+ — Kh5 24. Bf3 og 21. ... e5 22. h4+ — Kh5 23. Bf3. % Þakkir til bílstjóra — Við viljum fá að senda honum Baldri bílstjóra á leið 1 beztu kveðjur fyrir það hvað hann er hjálplegur og liðlegur við gamlá fólkið, sem ferðast með þessari leið. Við sátum hér fjórar konur um daginn og vorum að spjalla um þetta og datt í hug að fá að koma þessari kveðju á fram- færi. ■m ■ -m * m m mm- ■, 1 ... *!MdÍiUHBl HÖGNI HREKKVÍSI l ullkomió phÍIÍpS vcrkstærti Fagmenn sem hafa sérhæft sig i umsjá og eftirliti með Philips-tækjúm s'á um allar viðgerðir. heimilistæki sf SÆTÚIMI 8. SÍMI13869. IFORMICA -. BRAND laminated plastic Það er rétt Að allir vilja helzt fá Formica í eldhúsinnrétting- una, á baðið, á sólbekki og víðar, en halda gjarnan að það sé svo dýrt. Þetta er hinsvegar ekki rétt. Formica er lítið dýrar en annað harðplast, en það er auðvitað það lang bezta. Spyrjið smiðinn, hann þekkir Formica vel. Mikið úrval lita, einnig marmara og viðar- mynstur. G. Þorsteinsson & Johnson h.f., Ármúla 1, sími 85533. ts ■ ■saÉ~*N nsfawwsRsr*’. Shellkote vörur eru fjölhæfari en yður grunar SHELLKOTE VÖRUR: NOTENDUR: Þéttiefni, litarefni, eldvarnarefni, Ifmefni, þétti-og varnarefni bifreiða. Iðnaðarmenn, verktakar, húseigendur, húsbyggjendur, bifreiðaverkstæði. SÖLUSTAÐIR: Shell verzlunin, Suðurlandsbr. 4, Birgðastöð Skeljungs.Skerjafirði, umboðsaðilar Skeljungs um allt land og ýmsar byggingarvöru- verzlanir. Upplýsingabæklingur um Shell- kote vörur liggur frammi á af- greiðslustöðum og á skrifstofu félagsins, sími 38100. Olíufélagið Skeljungur hf Shell EF ÞAÐ ER FRETT* NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 10 Al’GLYSINtíA- SÍMINN ÉR: 22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.