Morgunblaðið - 10.05.1977, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.05.1977, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 1977 BOBBY Moore leikur þessa dagana sfna sfð- ustu knattspyrnuleiki, en hann hefur ákveðið að hætta að þessu keppnistfmabili loknu. Er þar með endi bundinn á einstakan knattspyrnuferil; Moore hefur að baki 108 lands- lciki fyrir England og er það met sem áreiðanlega verður seint slegið. Þá hefur hann unnið tíl flestra þeirra verð- launa, sem hægt er að vinna f knattspyrnunni og var fyrirliði enska landsliðsins er það varð heimsmeistari f knattspyrnu árið 13,86. Um tfu þúsund áhorfendur fylgdust með sfðasta heimaleik Fulham á knattspyrnuvertfð- Moore haettur með 1000 leiki að baki inni. Stilltu leikmenn Orient og Fulham sér upp áður en leikurinn hðfst til að fagna Moore og áhorfendur hylltu hann vel og lengi. Moore sjálf- ur viknaði við þessa athöfn. Don Revie, einvaldur enska landsliðsins, afhenti Moore sfð- an gjöf frá vinum hans og félögum. Þegar knattspyrnutfmabilinu lýkur f Englandi í næstu viku hefur Moore leikið 1000 leiki sem atvinnumaður f knatt- spyrnu sfðan hann lauk skðla f austurhluta London 1958. Mest- an tfma ferils sfns var Moore leikmaður með West Ham, en hóf að leika með Fulham fyrir tveimur árum. Moore var kjör- inn knattspyrnumaður ársins árið 1965 og árið 1967 fékk hann OBE-orðuna. Moore vill nú verða fram- kvæmdastjóri f Englandi og eru tilboðin þegar farin að streyma til hans. 1 Hughes kjörínn sá bezti í Bretlandi EMLYN Hughes var f sfðustu viku útnefndur „knattspyrnumaður ársins“ f Bretlandi af þarlendum fþróttafréttamönnum. Það kemur vfst fæstum á óvart að Hughes, sem er fyrirliði Liverpooi, skuli verða þessa heiðurs aðnjótandi, en hann er einnig leikmaður með enska landsliðinu. i öðru sæti f kjöri fþróttafréttamanna varð Johnny Giles, leikmað- ur og framkvæmdastjóri West Bromwich Albion. í þriðja sæti varð sfðan Martin Buchan, fyrirliði Manchester United. Hughes fær veglegan bikar til minningar um kjörið og mun Helmut Schön, einvaldur v-þýzka landsliðsins, afhenda gripinn 19. maf nk. Andreotti beztur í fjarveru Lauda Mario Andreotti sigraði f spænsku Grand Prix kappaksturskeppn- inni á sunnudaginn og hafði hann yfirburði alla keppnina. Andreotti, sem er 37 ára gamall, fæddur á italfu, en keppir fyrir Bandarfkin, sigraði þarna f fyrsta skipti f Grand Prix keppni f Evrópu, en f sfðasta mánuði sigraði hann f keppninni á Kalifornfu. Carlos Reutemann frá Argentfnu varð annar f keppninni, en þriðji varð Jody Schecter frá S-Afrfku og heldur hann enn forystu f stigakeppninni með 23 stig. Yfirburðir Andreottis f keppninni á Spáni sjást bezt ef iitið er á tfma kappanna. Andreotti kom f mark á 1:42.52 en Reutemann á 1:43.08. Jody Schecter er með 23 stig f heimsbikarkeppninni eins og áður sagði, Mario Andreotti hefur 20 stig og Niki Lauda er með 19 stig ásamt Carlos Reutemann, en fimmti er James Hunt með 9 stig. Hann lauk ekki keppni á sunnudaginn. Niki Lauda tók ekki þátt f keppninni á sunnudaginn þar sem hann meiddist illa f baki rétt fyrir keppnina. Hélt Lauda heimleiðis til V-Þýzkalands um það leyti, sem keppnin hófst áSpáni. Bedford á leið í sitt gamla form Heimsmethafinn f 10 km hlaupi David Bedford frá Bretlandi sýndi og sannaði að hann er ekki dauður úr öllum æðum er hann sigraði um daginn á Lundúnameistaramótinu í 5000 metra hlaupi á hinum ágæta tfma 13:46.0 mfn. Þótt sjáifum þætti Bedford þessi tfmi slappur millitfmi hjá sér f 10 km hlaupi, þá er þetta engu að sfður mjög góður árangur hjá Bedford þar sem þetta er fyrsta brautarhlaup sfðan 1974, en f millitfðinni hefur hann gengizt undir tvo mjög erfiða uppskurði vegna meiðsla f læri. Þá sigraði Bedford í hlaupinu á öllu ólfkari hátt en frjálsfþrótta- unnendur um heim allan þekkja, þvf hann lét aðra um að leiða allt hlaupið, og stakk þá sfðan af á sfðustu 400 metrunum með þvf að hlaupa þá á 58 sekúndum. I viðtali við Iþróttablaðið nýlega sagðist Bedford verða f formi tíl að setja nýtt heimsmet f 10000 metra hlaupi f sumar og af þessu hlaupi má ráða að hann er á góðri leið f sittgamlagóðaform. ágás Tékkar meistarar Tékkar urðu heimsmeistarar í íshokký í Vín í Austur- ríki á sunnudaginn. 1 síðasta leik mótsins unnu Sviar sigur á Sovétmönnum 3:1 og tryggðu Svíarnir sér þannig silfurverðlaunin og færðu Tékkunum gullið, en Sovétmenn máttu gera sér þriðju verðiaunin að góðu. Tímamótaþing körfu- knattsleiksmanna FORMANNASKIPTI urðu í stjórn Körfuknattleikssambands íslands er ársþingi körfuknattleiksmanna lauk á laugardaginn. Sigurður Ingólfsson var kjörinn formaður, en Páll Júlíusson, sem gegndi þvf starfi, er nú „óbreyttur“ stjórnar- maður. Þetta körfuknattleiksþing markar á ýmsan hátt tímamót og þannig var samþykkt að leyfa útlendingum að leika hérlendis og ákveðið var að setja á laggirnar úrvalsdeild. Fyrir þinginu lá tillga um að stofna 5 liða úrvalsdeild, sem myndu leika fjórar umferðir. Var þessi tillaga samþykkt með þeirri breytingu þó, að ákveðið var að liðin í deildinni yrðu sex talsins. Jafn mörg lið verða i 1. deild, en f 2. deild verða önnur lið og leikið f riðlum eftir landsfjórðungum. Þessi breyting kemur þó ekki til fyrr en haustið 1978. Það hefur verið mikið hitamál meðal körfuknattleiksmanna f vetur að bannað skyldi að nota erlenda leikmenn í körfuknatt- leiknum, nema þeir byggju hér fyrst í 6 mánuði. Á þinginu var hins vegar tillaga um að leyfa erlenda leikmenn samþykkt með 46 atkvæðum gegn aðeins 3. íslenzka júdóliðið á Norðurlandamótinu 1 Kristianstad f Noregi á dögunum: Jóhannes Haraldsson, Halldór Guðbjörnsson, Hafsteinn Svavarsson, sem var varamaður, Svavar Carlsen, Kári Jakobsson, Viðar Guðjohnsen, Sigurður Pálsson og Gfsli Þorsteinsson. Gísli og Viðar ÁKVEÐIÐ hefur verið að þeir Viðar Guðjohnsen og Gísli Þorsteinsson taki þátt í Evrópumeistaramótinu í júdó, sem haldið verður í Ludvigshaven í Þýzkalandi. Þeir halda utan í dag og keppa báðir á miðvikudaginn, Viðar í 86 kg flokkn- um og Gísli i 95 kg flokknum. Farar- stjóri og aðstoðarmaður verður á EM í júdó Eysteinn Þorvaldsson, formaður Júdósambands íslands. Ætlunin var að Halldór Guðbjörns- son og Svavar Carlsen yrðu einnig meðal þátttakenda í mótinu en hvorug- ur þeirra gat farið utan vegna atvinnu sinnar. Gísli og Halldór urðu Norður- landameistarar á dögunum, en Viðar og Svavar hlutu silfurverðlaun. Viðar heldur beint frá Þýzkalandi til Japan. Síðasta mótið í Bláfjöllum STÓRSVIGSMÓT Armanns fór fram fyrir nokkru síðan og var það sfðasta skfðamótið á Reykja- víkursvæðinu á keppnistfma- bilinu, sem öllum var opið. Keppt var í Bláfjöllum f nfu flokkum og urðu helztu úrslit þessi: Stúlkur 10 ára og yngri sek. 1 Tinna Traustadóttir Á 89,95 2 Þórdís Jónsd. ísaf. 90,33 3 Bryndís Viggósd. KR 94,77 Drengir 10 ára og yngri 1 Sveinn Rúnars. KR 95,15 2 Kristján Valdimarss. ÍR 97,42 3 Ragnar Sigurðss. KR 97,61 Einar Ulfsson sigraði f flokki drengja 13—14 ára og tók Sigurð- ur Haukur þessa skemmtilegu mynd af Einari f keppni. Stúlkur 11 og 12 ára 1 Þórunn Egilsd. Á 96,74 2 Guðrún Björnsd. Vik 97,31 3 Ásta Oskarsd. Á 97,51 Drengir 11 og 12 ára 1 örnólfur Valdimarss. ÍR 91,14 2 Steingrímur Birgisson ÍR 91,40 3 Einar Bjarnas. Á 94,04 Stúlkur 13—15 ára 1 Ásdís Alfreðsd. Á 72,10+66,41 = 138,51 Skíðamót Armanns Innanfélagsmót Ármanns á skiðum fór fram í Bláfjöllum fyrir nokkru síðan og var hörð keppni í flestum flokkum. Sigur- vegarar urðu eftirtalin: Stórsvig: Stúlkur 10 ára og yngri: Tinna Traustadóttir Drengir 10 ára og yngri: Egill Ö. Egilsson Stúlkur 11—12 ára: Þórunn Egilsdóttir Drengir 11—12 ára: Einar Bjarnason Stúlkur 13—15 ára: Halldóra Björnsdóttir Drengir 13—14 ára: Ríkharð Sigurðsson 2 Svava Viggósd. KR 73,01+67,49=140,50 3 Halldóra Björnsd. Á 76,87+69,36=146,23 Drengir 13—14 ára 1 Einar Ulfss. Á 75,41+66,08=141,49 2 Haukur Bjarnas. KR 76,06+69,97=146,03 3 Árni Guðlaugss. Á 79,00+71,00=150,00 Framhald á bls. 29 Drengir 15—16 ára: Valur Jónatansson Konur: Steinunn Sæmundsdóttir Karlar: Valur J ónatansson Svig: Stúlkur 10 ára og yngri: Tinna Traustadóttir Drengir 10 ára og yngri: Haukur Þorsteinsson Stúlkur 11—12 ára: Þórunn Egilsdóttir Drengir 11—12 ára: Tryggvi Þorsteinsson Stúlkur 13—15 ára: Ása Hrönn Sæmundsdóttir Drengir 13—14 ára: Einar Ulfsson Drengir 15—16 ára: Kristinn Sigurðsson Konur: Steinunn Sæmundsdóttir Karlar: Guðjón Ingi Sverrisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.