Morgunblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1977 15 stríð er einn þáttur f pólitískri stöðu og baráttu ríkja Heimurinn getur snúist við á einni nóttu. Það hefur gerst áður og það getur gerst aftur, þó von allra sé að svo verði ekki. Þjóð fer ekki í styrjöld nema til þess að vinna eitthvað sem ekki fæst öðru vlsi. Og þó ekki verði ráðist með vopnum á V-Evrópu þá vita allir að hættan á Finnlandiser- ingu er ætíð nokkur og líklega óska fáir eftir slíku. Á að friðlýsa Atlantshaf fyrir herskipum og þess háttar? Ef svo yrði gert, getur þá nokkur tekið ábyrgð á því að reglum sé framfylgt? Það er hæpið. Erfitt yrði að koma í veg fyrir siglingu kafbáta og flugvéla. Lega íslands er stórt tromp, landinu í vil Öryggi íslands er tryggt innan NATO. Hagur íslands af að vera f varnarbandalagi með vestrænum menningarþjóðum, sem vilja frelsi, ör- yggi og frið er þvf ómetanlega mikill Rætt hefur verið um leigu fyrir varnar- stöðina f Keflavfk. En leigu fyrir hvað? Á að „leigja út" öryggishagsmuni lítill- ar eyþjóðar norður í Atlantshafi og græða þannig peninga? Á Kolaskaga bjuggu árið 1970 81 5.000 fbúar en um 1 920 voru þar 14.300 íbúar. Þrýstingur Sovétrkj- anna f vestur. er gffurlegur meðan svo sterkt herlið sem raun ber vitni er við landamærin. snemma á sjöunda ára- tugnum varð Ijóst að Sovétrfkin reyndu að efla her sinn mjög. Talið er, að með sama áframhaldi munu þau ná yfir- höndinni varðandi vopnabúnað í Evrópu 1 985. Ekki er hægt að halda þvf fram að ríki Varsjárbandalagsins séu með aukn- ingu herafla sfns að stefna beint að árás á Vesturlönd En aukning herafl- ans er staðreynd og til hvers hún er gerð er svo spurning. Nú er friðvæn- legra f heiminum en oft áður svo hinn ógnvekjandi vöxtur í heraflanum getur varla verið í beinum tengslum við það Enda þótt ýmis hernaðartæki Sovét- manna geri sér æ tíðari ferðir um Atlantshaf má ekki horfa fram hjá þvf að aðrar þjóðir en þeir utan NATO kunna í framtíðinni að hafa hug á að láta herskip, herflugvélar og kafbáta „kynnast" Atlantshafi nánar og gott eftirlit aðildarlanda NATO með skipa- og flugvélaumferð um og yfir Atlants- haf er þvf nauðsyn. NATO í dag eru aðildarlönd NATO fimmtán talsins. Þau eru: Belgía, Bretland. Dan- mörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Ítalía, Luxemburg, Noregur, ísland, Portúgal, Tyrkland, V-Þýzkaland, Kan- ada og Bandaríkin. Aðalstöðvarnar eru sem kunnugt er f Brússel Þar fer fram mikið starf og merkilegt. fleira en hvað hernað snertir. j hita umræðna um NATO vill nefnilega gleymast sú starf- semi sem lýtur að vísindarannsóknum og/eða menningarmálum Islending- um eru að góðu kunnir vfsindastyrkir NATO sem koma ávallt að hluta til f hendur íslenskra vísindamanna. Framlag til varnar- mála og fleira Framlag þjóða til varnarmála veldur oft miklum deilum Sumum finnst of litlu eytt I þennan þátt, öðrum of mikið Bandarlkin eyddu árið 1976 5.9% af þjóðarframleiðslu brúttó I varnar- mál. Flest önnur aðildarlönd NATO eru með samsvarandi tölu á bilinu 3 til 5%. Sovétrlkin með slna þenslu i her- gagnaframleiðslu eyða 11 —13% af þjóðarframleiðslu brúttó I varnarmál Töluverð efnahagsleg samskipti eru milli aðildarlanda NATO og komm- únistarlkja og til dæmis hefur útflutn- ingur NATO landa til kommúnistarlkja aukist úr 3% af útflutningi 1959 i 4.9%. Samsvarandi tölur fyrir inn- flutning eru 3.1% 1959 en 3.3% 1976 svo litil hefur breytingin orðið þar Meðalútflutningur aðildarlanda NATO af heildarútflutningi 1975 var 5.1 % en innflutningur 3.2%. Sérfræð- ingar spá að I framtlðinni muni sala á tækniþekkingu vestrænna landa til kommúnistarikja A-Evrópu aukast og hins vegar kaup hráefna af austan- tjaldslöndum. Salan á tækniþekkingu ýmiss konar er þó talin aukast meira, nlutfallslega. Framtíðin Norskar heimildir segja, að til að halda þeirri stöðu sem NATO hefur í dag megi sfst draga úr eftirliti Varnar- stöðin f Keflavfk og norskar eftirlits- stöðvar í Norður-Noregi verði þvf mikil- vægari í framtíðinni Hin tæknilega fullkomnun sovézka hersins og stöðug uppbygging og aukning verði þess valdandi að æ mikilvægara sé að við- bragð herja NATO-landanna sé gott ef svo illa færi að á reyndi. NATO, varnarbandalag vestrænna ríkja, er eiginlega mjög valdalftið eða valdalaust á friðartímum. Tilvera bandalagsins er komin undir vilja að- ildarlandanna til að viðhalda frelsi og lýðræði í löndunum. Þá staðreynd, að nú horfir friðvænlegar í heiminum en oft áður, má að miklu leyti þakka NATO í tæp þrjátíu ár hafa engin stórátök orðið í Evrópu. Atlantshafs- bandalagið var mikilvægt spor til við- halds friðar og öryggis I heiminum Gildi þess sem slfks er þvf mikið Menn deila á stundum töluvert um NATO og f hita umræðna gleymist oft skynsam- leg hugsun og athugun staðreynda sem þó er forsenda viturlegrar um- ræðu. En gildi Atlantshafsbandalags- ins sem spor til viðhalds friðar og oryggis breytist ekki fyrir það. (Heimildir að miklu leyti norskar). Hjónabandssaga Ólafur Gunnarsson: HROGNKELSIN. Teikningar eftir Flóka. Reykjavfk 1977. Eftir Ólaf Gunnarsson hafa komið út tvær Ijóðabækur: Ljóð (1970) og Upprisan (1976). Hann sendir nú frá sér smásög- una Hrognkelsin myndskreytta af Alfreð Flóka. Boðar um leið útkomu skáldsögu sem hann hefur í smiðum: Miljón Prósent Menn. Hrognkelsin eru tileinkuð Degi Sigurðarsyni ,,með þakk- læti fyrir Meistaraverkið: Með- vituð Breikkun á Rasgati". Ólafur hefur greinilega gengið í skóla hjá Degi, en þó virðist hann hafa lært méira af Guð- bergi Bergssyni. Það er hin raunsæilegri hlið Guðbergs sem Ólafur tekur sér að nokkru til fyrirmyndar. Sag- an er sögð af konu sem rifjar upp ástamál sín, en einkum hjónaband sitt með Nonna sem hún „leyfði það" fyrsta kvöldið sem þau kynntust. Nonni er enginn Tyrone Power, en hann á peninga („Ég hefði getað hengt mig fyrir að vera ekki í bænum þegar hann kom til íslands", hugsar konan um leikarann). Nonni gerist heild- sali og græðir, en hættir að hugsa um annað en mat, verð- ur feitari og feitari og um leið getulaus. Konan sættir sig ekki við þetta' og hugsanir hennar um eiginmanninn eru síst af öllu af kristilegum toga. Það kemur líka á daginn að sonur- inn Halli likist ekki föður sin- um. Hrognkelsin er saga sögð af kunnáttu. Hún vekur forvitni um sagnagerð Ólafs Gunnars- sonar. Hann nær í upphafi tök- um á söguefni sínu og heldur þeim til enda. Þankagangi kon- unnar er lýst af öryggi Sagan dregur ekki upp neina glans- mynd af daglegu lífi. í henni er gróf kýmni sem þó er gædd Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Ólafur Gunnarsson. vissri hófstillingu. Lesandinn getur varla stillt sig um að hlæja dátt þótt efni sögunnar sé i raun alvarlegs eðlis. Mynd Flóka af Nonna sem dauður minnir konuna á „einn af rauð- mögunum i vaskinum hjá pabba i gamla daga" lýsir full- komlega þeirri tragikómik sem Ólafur Gunnarsson hefur til- einkað sér. Aliíil.YSINCASIMINN F.R: ^22480 I JRorflunblnöiþ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.