Morgunblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULl 1977 33 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar til sölu. 6 rúllur, neta og linuútbúnaður. Sími 53918 á verzlunartíma. og 51 744 á kvöldin. er fluttur að Ármúla 28, simi 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla. 2ja—3ja herb. íbúð með húsg. óskast til leigu i Keflav. eða Njarðv. fyrir Ameriskt par. Uppl. i S. 7882 Keflavikurflugv., biðja um Ralph eða Lisu. T1I leigu 200 fm iðnaðarhúsnæði ná- lægt Hlemmtorgi. Lyfta i hús- inu. Tilb. merkt: Gott húsnæði — 2429 sendist Mbl. fyrir 12.7. Keflavík — Suðurnes Til sölu m.a Sandgerði einbýlishús á tveimur hæð- um 2ja hæða hús, ásamt bil- skúr i einu lagi eða hvor hæð fyrir sig. Laust strax. Enn- fremur einbýlishús, fullgerð og I smiðum. Keflavík til sölu Viðlagasjóðshús, ein- býlishús, raðhús, parhús, glæsilegar hæðir, gott úrval 3ja og 4ra herb. ibúða. íbúðir og hús i smiðum. Njarðvik (Ytri) glæsileg 4ra herb. ibúð. Allt sér. Njarðvik (Innri) einbýlishús og hæðir. Vogar fokheld einbýlishús ofl. Eigna og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, sími 92-3222. Friðrik Sigfússon fasteignaviðskipti. Til sölu Chevrolet Vega árgerð '73. Upplýsingar i sima 75501. Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82, s. 31330 Emma auglýsir Sængurgjafir, skirnarkjólar, ungbarnanærföt, bleiur, gallabuxur, peysur, flauelis- buxur, skyrtur, skotapils, mittisblússur. Póstsendum. Emma Skólavörðustig 5. Simi: 12584 Húseigendur — Iðn- aðarmenn Framleiði Oregonpine stiga. Kynnið ykkur sérstaklega hagstætt verð. Haukur Magnússon, sími 50416. Verslun Fatamarkaður Trönuhrauni 6. Hafnarfirði. við hliðina á Fjarðarkaup. Seljum þessa viku allar flauels og gallabux- ur. Flauels og gallajakka á 2500 kr. stk. Ath. þetta til- boð stendur aðeins þessa viku. Fatamarkaðurinn, Trönu- hrauni 6, Hafn. við hliðina á Fjarðarkaup. Verzlun Fatamarkaður Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, við hliðina á Fjarðarkaup, Seljum á mánu- dag og þriðjudag 4 og 5. júlí allar flauels og gallabuxur. Flauels og gallajakka á 2500 kr. stk. Ath. þetta tilboð stendur aðeins í 2 daga. Opið kl. 9 — 7 báða dagana. Fatamarkaðurinn, Trönu- hrauni 6, Hafn. við hliðina á Fjarðarkaup. óskar eftir starfskrafti. Nauðsynl. Handlagni. góð kunnátta í íslensku ensku og vélritun. Vinnutími: Heill eða hálfur dagur. Tilboð merkt: Laý-out — 2428 sendist Mbl. fyrir 1 2.7. Filadelfia Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30 rERBAFÍLAG ÍSLANDS 0L0UG0TU3 SÍMAR. 11798 og 19533. Miðvikudagur 6. júlí kl. 08.00 Þórsmerkurferð. Farmiðar á skrifstofunni. Kl. 20.00 Kvöldganga á Ulfarsfell. Verð kr. 600 gr. v/bílinn. Fararstjóri: Þórunn Þórðardóttir. Lagt af stað frá Umferðarmiðstöðinni að austanverðu. Feðir um helgina. Þórsmörk, Landmannalaug- ar, Hveravellir. Gist í húsum. Einhyrningsflatir- Fljótsgljúfur. Gist í tjöldum. Upplýsingar á skrifstofunni. Sumarleyfisferðir í júlí 9- júli. Hornvík Hornbjarg, 9. dagar. Flogið til ísafjarðar, siglt með bát frá Boluhgarvík I Hornvik. Dvalið þar í tjöldum. Göngu- ferðir um nágrennið. Farar- stjóri: Hallvarður S. Guð- laugsson. 16. júli. Gönguferð frá Hornvík í Hrafnsfjörð. 9 dagar. 16. júlí. Sprengisand- ur-Kjölur. 6 dagar. Gist í húsum. 23. júli. Arnarfell- Nýidalur-Vonarskarð. Gist i húsum. 23. júli. Lakagígar- Landmannaleið. Gist i húsum og tjöldum. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafélag íslands. Ferð um Fimmvörðuháls og i Þórsmörk. Allar nánari upplýsingar á farfuglaheimilinu. Laufásvegi 41. Simi 24950. ^FARFUGLAR Ferðir i júlí 8 —10. Fimmvörðuháls 8 —10. Þórsmörk 15 —17. Hagavatn 22.—24. Þórsmörk 20. — 1. ág. syðri Fjallbaks- vegur 29. — 1. ág. Þórsmörk. Allar nánari upplýsingar á Farfuglaheimilinu, Laufás- vegi 41, simi 24950. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar Til sölu Ford 4550 traktorsgrafa árgerð 1974. Vélin kom seinast á árinu og í mjög góðu ásigkomu- lagi. Upplýsingar í síma 66614. húsnæöi óskast Skrifstofuhúsnæði óskast Óskum eftir að taka á leigu ca. 50 fm. skrifstofuhúsnæði í Ármúla — Síðumúla- svæðinu eða þar í grennd. Upplýsingar í síma 44210, á daginn eða 41025, eftir kl. 6. Útboð Tilboð óskast í lagningu 4. áfanga dreifikerfis Hitaveitu Akureyrar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88, Akureyri, frá og með 6. júli 197 7, gegn 10 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofum Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, mánudaginn 18. júli 1977 kl. 14. • Akureyri 2. júlí 1977. Hitaveita Akureyrar. Hansína Karlsdóttir Túnsbergi—Minning „Kynslóðir koma, kynslóðir fara“. Einstaklingar koma og hverfa af leiksviði lífsins. Maður kemur í manns stað segja menn, það er rétt að vissu marki, en þó er það ætíð svo, að í hvert sinn, sem kær samferðamaður hverfur bak við tjaldið mikla, finnum við, sem eftir stöndum, að líkt er sem ljúfur tónn I hljómkviðu lífsins hafi þagnað og einn kær dráttur í samfélagsmyndinni hafi máðst og horfið. Það skarð sem verður í hópinn við andlát kærs vinar verður því i raun og veru aldrei bætt. Þessar staðreyndir eru mér ofarlega í huga nú, þegar Hansína Karlsdóttir mágkona mín hverfur af hérvistarsviðinu. Hún andaðist að kvöldi 26. mai á heimili sinu Ketilsbraut 17 í Húsavík. Hansina var fædd 27. marz 1904 í Túnsbergi í Húsavík. Hún var dóttir merkishjónanna Önnu Mariu Árnadóttur og Karls Einarssonar. Túnsberg höfðu þau hjónin reist, er þau hófu búskap, og var það á sinni tið eitt með reisulegustu húsum þorpsins. Hansina var elzt þriggja systkina, yngri systkinin voru Arnfríður, nú látin, og Þórhallur, velþekktur skipstjóri og aflamaður, búsettur I Húsavfk. Hansína ólst upp á ágætu heimili foreldra sinna ásamt systkinum sinum sínum en með þeim var ávallt mjög kært. Túnsbergshjónin voru börnum sinum ágætir foreldrar. Anna Maria var í senn fyrirmyndar hús- freyja og góð og ástrik móðir börnum sinum, hins sama ástrfkis nutu þau hjá föður sinum. Heimilið var vel bjargálna svo börnin skorti aldrei neitt I uppvextinum, enda var almæli að ekki sæju aðrir búum sínum betur borgið en Karl. Bernska og æska Hansinu leið við leik og störf i foreldrahúsum, því snemma var þeim systkinum kennt að taka hendi til verka. Svo sem öll heilbrigð ungmenni átti hún að sjálfsögðu sína dagdrauma og æskuþrár. Útþráin laðaði og seiddi og átján ára hlýddi hún kalli hennar, hleypti heimdragan- um og hélt til Vesturheims sumarið 1923. Það þurfti tölu- verðan kjark og einbeitni til þess að yfirgefa skjólið i foreldra- húsum og takast þessa ferð á hendur svo sem ferðum var þá háttað, enda þótt hún ætti til frændfólks að hverfa, þegar vestur yfir hafið kæmi. Þegar vestur kom settist Hansína að i Winnipeg, þar kynntist hún ungum og glæsileg- um manni, Hannesi Jakobssyni, ættuðum af Svalbarðsströnd, bundust þau tryggðum og gengu í hjónaband 10. marz 1928. Næstu fimm árin var heimili ungu hjón- anna I Chicago. Á þeim árum fæddust þeim tvö börn, frum- burður þeirra dó skömmu eftir fæðinguna. Síðara barnið var hraustur drengur, sem dafnaði vel við ástríki foreldra sinna. Kreppan alræmda, sem gekk yfir Bandarikin eftir 1930, olli því að atvinna f iðngrein Hannesar, húsamálningu, varð naum og stopul og það sparifé, sem hjónin höfðu dregið saman, tapaðist. Varð þá afkoma þeirra svo erfið, að þau brugðu á það ráð að Hansfna hyrfi heim til Húsavíkur með drenginn, en Hannes dveldi áfram í Chicago unz hann hefði unnið fyrir fargjaldi sinu heim til íslands. Reyndi nú enn á kjark Hansinu að takast á hendur ferð með drenginn unga austur yfir Atlantshaf um hávetur. Þegar heim kom hvarf Hansína til sins gamla heimilis i Túnsbergi til föður síns, sem orðinn var ekkju- maður, og veitti heimili hans for- stöðu næstu misseri. Mann sinn heimti hún heim að vestan tæpu ári siðar en hún kom heim. Dvöldu þau hjónin i Túnsbergi þar til árið 1948 að þau fluttu í hús sem þau reistu sér að Ketils- braut17. Árið 1956 fluttu þau Hansína og Hannes suður i Ytri-Njarðvik og stundaði Hannes iðju sina á Keflavikurflugvelli um árabil. Jafnan dvöldu þau þó heima á Húsavík hluta af hverju sumri. Eftir að hjónin fluttu að vestan varð þeim fjögurra barna auðið, en þrjú þeirra dóu stuttu eftir fæðingu. Af sex börnum þeirra lifðu því aðeins tvö, Karl Hannes, sveinninn, sem fæddist vestan hafs og nú er búsettur á Húsavík, starfsmaður hjá Kaupfélagi Þing- eyinga, kvæntur Herdísi Arnórs- dóttur og eiga þau þrjú börn. Og Helen, einnig búsett á Húsavik, kona Ólafs Erlendssonar fram- kvæmdastjóra Sjúkrahúss Húsa- vikur, þau eiga tvær kjördætur. Af framanskráðu sést að harma- élin sneiddu ekki hjá garði Hansinu og Hannesar. Og enn kvaddi sorgin dyra hjá Hansínu, er maður hennar varð bráðkvadd- ur 14. janúar 1962. Þessi áföll bar hún með æðruleysi, hún bar ekki harma sina á torg þó hjartasárin blæddu. Eftir lát Hannesar dvaldi Han- sina i Reykjavtk um skeið og vann á Hótel City. Árið 1964 flutti hún heim til Húsavikur og vann allmörg ár á Hótel Húsavík, eða svo lengi sem hún hélt fullri starfsorku. Heimili hennar var þá á Ketilsbraut 17 hjá Helen dóttur hennar. Mér virtist Hansina i sumum tiifellum fremur seintekin, en gulltrygg var hún vinum sinum og ættingjum. Hún hafði sig ekki mikið í frammi í félagsmálum, en var góður liðskraftur þar sem hún kom við sögu I þeim efnum, eins og t.d. i Slysavarnadeild kvenna í Húsavik, en þar var hún gjaldkeri um skeið. Hún helgaði sig heimili sinu og vinnustöðvum, var afar vandvirk og kröfuhörð við sjálfa sig um þau verk, sem hún hafði með höndum. Ég held að með réttu hafi mátt segja, að þar hafi aldrei sézt blettur eða hrukka, sem hún hafði verið að verki. Söngrödd góða hafði Hansína og söng lengi i kirkjukór Húsa- víkur, af þvi söngstarfi hafði hún áreiðanlega mikla nautn og gleði. Hin siðari ár var heilsa hennar mjög veil en heilsuleysið bar hún með æðruleysi og hetjulund. Ég, sem þessar linur skrifa, á Hansínu mikla þakkarskuld að gjalda fyrir ómetanlega hjálp hennar i langvinnu veikindastríði konu minnar. Langtímum saman var það hún, sem hélt uppi heimili okkar, þótt heilsa hennar sjálfrar væri biluð. Hún var mér ætið frá okkar fyrstu kynnum sem góð systir. Þannig vil ég minnast hennar og kveðja hana. Ástvinum hennar votta ég samúð mina. Þórir Friðgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.