Morgunblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1977 35 Frístundamenning á Norðurlöndum Nýlega hefur f Finnlandi verið gefin út bðk um „Amatörerna f Nordens kultur". Að þessari bók standa samtök frístundamenningarfrömuða á Norðurlöndum, en útgáfunni hafa stjórnað Lars Hamberg rit- höfundur og Liisa Ranta, sem ver- ið hefur ritari útgáfunnar. í formála bókarinnar er þess getið, að í september 1974 voru færðar fram óskir um meiri sam- ræmingu á starfsemi frístunda- menningar á Norðurlöndum, meiri upplýsingar um þetta starf og aðstöðu þess o.s.frv. Til þess að koma þessum málum lengra á leið, var stofnuð nefnd til þess að vinna að framkvæmd þessa máls. 1 nefndinni áttu sæti fjórir menn frá fjórum Norður- landanna, formaður var Kari Bergholm yfirverkfr. Finnlandi, aðrir nefndarmenn Karsten Bier- ing mag.art., Danmörku, Nils Kaltenborn verkfr., Noregi, og Torsten Tegby skólastj., Svíþjóð. Ritari nefndarinnar var, sem fyrr segir Liisa Ranta. Þá segir einnig í formála, að sú hugmynd hafi vaknað, að gefa út bók um starfsemi frístundamenn- ingar á Norðurlöndum. Bókinni var ætlað að vera ríki, sveitarfélögum, félagasamtökum og einstaklingum til aðstoðar og gefa svör við spurningum um stöðu frístundamenningar á Norðurlöndum. Skipulag og hugmyndin að bók- inni var kynnt á frístundamenn- ingarráðstefnu i Mariehamn á Álandseyjum 1975. Innihald bókarinnar var gaum- gæfilega athugað á ráðstefnunni og þar voru færðar fram ein- dregnar óskir um útgáfu hennar. Norræni Menningarsjóðurinn studdi útgáfuna með fjárframlög- um og með náinni samvinnu við Samband norrænu félaganna. í upphafi bókarinnar er talað um takmark og gildi frístunda- menningar. Þar rita fimm ein- staklingar greinar um þessi efni. Þeir eru, Sigurður A. Magnússon, íslandi, Karsten Biering, Dan- mörku, Kari Bergholm, Finn- landi, og Bengt Andersson og Ann Katrin Tidesíröm, Svíþjóð. Því næst er tekin fyrir staða frístundamenningarframleiðenda í menningarstefnu landanna. Um þetta rita Sv. Möller Nicolaisen, Danmörku, Risto Kivelá, Finn- landi, Sigurður A. Magnússon, ís- landi, Johs. Aanderaa, Noregi og Peter Engberg, Sviþjóð. Ekki verður annað sagt, en að staða íslands í þessum efnum sé sæmileg, þó ég sakni yfirlits yfir styrki fslenska ríkisins til kvik- myndagerðar! Margt fleira er tekið fyrir í þessu riti, m.a. þjóðleg sérein- kenni í starfi frístundamenning- ar, staða hennar í samstarfi vina- bæja og sveitarfélaga á Norður- löndum, samvinna milli félaga- samtaka um frístundamenningu á Norðurlöndum og stöðu norrænu félaganna 1 þessu starfi. Sam- keppni, ill eða góð? Þar eru birtar tvær ræður frá ráðstefnunni I Mariehamn, en Nils Kaltenborn frá Noregi og Bruno Gaston frá Danmörku voru á öndverðum meiði í þessum efnum. Ritinu lýkur á grein eftir Lars Hamberg rithöfund, um framtíð frfstundamenningar. í lokin eru svo birt heimilisföng félaga og sjóða, sem aðstoða við menningarleg samskipti land- anna. Bók þessi er að mörgu leyti gagnleg þeim einstaklingum og félögum, sem starfa að menn- ingarmálum á ýmsum sviðum og það er hægt að nálgast hana með því að skrifa til Liisa Ranta, Pohjola-Norden, Sandvikskajen 15 A, 00180 Helsingfors 18, Fin- land. Einnig má vera að Norræna félagið geti einhverjar upplýsing- ar gefið, án þess að mér sé nánar kunnugt um það. Bókin er rituð á dönsku, norsku og sænsku. Borþór S. Kjærnested fréttastjóri. EZ-WollenVcf ’luna Conax Planox Vulkan Doppelflex Hadeflex. J^L Sðyiirögituigjtoir Vesturgötu 16, sími 13280. VÉLA-TENGI — 625 heimili Framhald af bls. 36 örn, að ef verða ætti við öllum beiðnum um hjálp nú og á næst- unni þyrfti að auka starfsliðið um a.m.k. 10 manns, en fyrir slfku væru engar fjárveitingar til, því væri vissulega þarna um alvarlegt mál að ræða. Þá kom fram að ríkisvaldið hefur hætt þátttöku í greiðslu kostnaðar við þjónustu heimilishjálpar sem allmargir, þar á meðal heilbrigðisstofnanir ríkissins, virtust treysta mjög á, sér f lagi þegar vandamál eins og nú eru á ferðinni komu upp. Markús örn sagðist telja eðlilegt út frá þessu, að Reykjavfkurborg tæki upp þessi mál sérstaklega við ríkisvaldið og gerðar yrðu kröfur af hálfu borgarinnar um eitthvert breytt fyrirkomulag mála þessara. Gera mætti ráð fyrir að heimilisþjónustan ykist á komandi tfmum, sem ef til vill yrði ekki óeðlileg þróun þvf þá væri öldruðu fólki gefin kostur á þvf að dveljast sem lengst á sínum heimilum. Borgarfulltrúinn sagði ekki óeðlilegt að ætlast til þess af ríkisvaldinu að það kæmi til móts við Reykjavíkurborg og tæki þátt í umræddum kostnaði svo sem sennilega væri i flestum þeim ná- grannalöndum sem íslendingar bæru sig oftast við. Markúr Örn Antonsson. Unipower - C^VÁV[u] Diesel-rafstöðvar fyrir skip og báta 86 kw, 1 500 sn, 1 1 5 kw, 1 500 sn, 131 kw, 1 500 sn, 1 74 kw, 1 500 sn, 21 8 kw, 1 500 sn, lengd 2315 mm, lengd 2455 mm, lengd 3050 mm, lengd 3050 mm, lengd 3050 mm, breidd 885 mm, hæð 1 332 mm breidd 910 mm, hæð 1332 mm breidd 892 mm, hæð 1 402 mm breidd 910 mm, hæð 1 402 mm breidd 910 mm, hæð 1402 mm Sérbyggðar fyrir velting. Ekta v-þýzk kílówött. Samsett í Noregi. SfiyirllsiaigtuiF cJ)(S)ini®@@!n) Sk ©@ reykjavk, icela.no VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14680 - 21480 - POB 605-TElEX: 2057 STURLA IS wrm Svona eiga bílar að vera! Það er auðvelt að f ramleiða f rábæran bil Hann þarf aðeins að vera miklu betri en allir hinir m Suðurlandsbraut l6*Simi 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.