Morgunblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70.00 kr. eintakið. Skipulag orku- mála í endurskoðun Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, atvinnuöryggi og lífskjör grundvallast á hyggilegri nýtingu þeirra auðlinda láðs og lagar, sem forsjónin hefur falið okkur í hendur, til varðveizlu og afkomu. Fyrstu þúsund árin í þjóðarsögunni voru einkum nýttar auðlindir fiskstofna og gróðurmoldar, sem enn er gert. Sýnt er hinsvegar að þessar auðlindir hafa nýtingarmörk, sem ekki má fara yfir. Það var ekki fyrr en á okkar öld sem þriðja auðlindin, sem felst í orku fallvatna og jarðvarma, kemur til sögu sem áhrifavaldur um lífskjör þjóðarinnar. Þessi áhrifavaldur, hyggilega nýttur, hefur vaxandi hlutverki að gegna í sókn þjóðarinnar til sambærilegra lífskjara við iðnvædd velmegunar- þjóðfélög Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Mikilvægi orkumála í þjóðarbúskap okkar í bráð og lengd verður ekki í efa dregið. Með hliðsjón af því sætir nokkurri furðu, hve orkubúskapur okkar skipar lítið rúm í almennri málefnalegri umræðu .í þjóðfélaginu Af og til má þó líta eftirtektarverðar ritsmíðar um þetta efni. Þar á meðal er greinaflokkur um skipulag raforkumála eftir Þorvald Garðar Kristjánsson, forseta efri deildar Alþingis, sem byggður er á erindi hans um sama efni á aðalfundi Sambands islenzkra rafveitna, og birzt hefur hér í blaðinu undanfarið Þorvaldur víkur m.a. að ráðstefnu um skipulag orkumála. sem SÍR efndi til á árinu 1972. Ðar var mörkuð sú meginstefna, að orkuvinnslufyrirtæki séu sameign sveitarfélaga og ríkis en orku- dreifing yfirleitt í höndum sveitarfélaga eða samtaka þeirra. Gert var ráð fyrir skiptingu landsins í landshlutafyrirtæki og samstarfi þeirra varðandi orkuvinnslu og samrekstur. Svipað sjónarmið kemur fram í niðurstöðum fulltrúafundar Sambands íslenzkra sveitarfélaga árið 1 973. Þessi stefnumörkun Sambands íslenzkra rafveitna og Sambands íslenzkra sveitarfélaga kemur heim og saman við áður sett lög um Landsvirkjun og Laxárvirkjun, sem eru sameign ríkis og viðkomandi sveitarfélaga Þá minnir Þorvald- ur á ýmsar samþykktir landshlutasamtaka sveitarfélaga, sem ganga í sömu átt. Það er með tilliti til þessara óska og með hliðsjón af heildarendurskoðun á skipulagi orkumála, sem Gunn- ar Thoroddsen orkuráðherra hefur skipað orkunefndir fyrir hina ýmsu landshluta, til þess að gera tillögur um skipan þessara mála. Hlutverk nefndanna er að gera tillögur um, hvern veg staðið verði að framtíðarskipan orkumála i hverjum landshluta fyrir sig. Þá hefur ráðherra skipað nefnd til að endurskoða orkulög og gera tillögur um heildarskipulag og yfirstjórn orkumála í landinu Það sem mestu máli skiptir varðandi skipulag raforkumála er að stuðla að sem beztri hagnýtingu orkulinda landsins, svo að fullnægt verði orkuþörfinni með innlendum orkugjöfum og með sem lægstu og jöfnustu verði. Til þess að ná þessu marki, og samræma hagræn og félagsleg sjónarmið á þessum vettvangi, þarf í senn að auka stjórnunaráhrif og ákvörðunarvald landshluta, bæði á orkuframleiðslu og orkudreifingu, — og koma á sterkari heildarstjórn til markvissrar stefnumótunar og um framkvæmdir í orkumálum. Landshlutafyrirtæki, er tryggja valddreifingu og áhrif heimaaðila á þennan þýðingarmikla þátt í daglegu lífi þjóðarinn- ar, þurfa á engan hátt að koma í veg fyrir samtengingu orkusvæða, orkuflutning frá einu svæði til annars, eftir þörfum og hagræði, eða vissa samstjórn eða samstarf um skipulag og stefnumörkun. Þorvaldur leggur áherzlu á það í erindi sínu að efla verði Orkustofnun sem rannsóknaraðila virkjunarkosta og ráðgjafarað- ila stjórnvalda. Raunverulegir valkostir þurfi að vera fyrir hendi við ákvarðanatöku um virkjunarframkvæmdir og aðra hagnýtingu orkulinda Það á að vera hlutverk Orkustofnunar að gera rök- studdar tillögur um framkvæmdir innan ramma þjóðhagsáætl- unar um orkubúskap landsins í næstu framtíð Þá telur Þorvaldur að setja beri Orkustofnun þingkjörna stjórn, er treysti betur tengsl hennar við fjárveitingar- og löggjafarvaldið Og að efla beri Orkusjóð með því að tryggja honum fasta tekjustofna. Hér á landi standa nú yfir meiri og víðtækari orkuframkvæmdir en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar sem fagna ber. Á sama tíma hafa komið í Ijós margvíslegir gallar á skipulagi orkumála sem brýn þörf er úr að bæta Skipanir nefnda er gera eigi tillögur um skipulag þessara mála, bæði fyrir einstaka landshluta og landið í heild, eru því tímabærar Er þess að vænta að allt kapp verði lagt á að störfum þeirra Ijúki sem fyrst svo löggjafarvaldið geti tekið þessi þýðingarmiklu mál til gaumgæfilegrar endurskoð- unar. Orkubúskapur okkar skiptir það miklu máli fyrir framtið og lifskjör þjóðar og einstaklinga, að hann verður að hafa sess í öngvegi viðfangsefna líðandi stundar, samhliða varðveizlu fisk- stofnanna N(J um miðjan júnímán- uð voru liðin 25 ár frá þvf að Loftleiðir hðfu reglu- bundið áætlunarflug milli fslands og Banda- ríkjanna. Þá voru einnig liðin 30 ár frá upphafi milliiandaflugs, félags- ins. Af þessu tilefni fðru blaðamaður og Ijðsmynd- ari Morgunblaðsins til fundar við Alfreð Elías- son forstjðra, einn stofn- anda félagsins, og inntu hann eftir nokkrum atriðum úr sögu Loft- Ieiða. Alfreð sagði að upphaf- ið að millilandaflugi félagsins hefði verið á þann veg að hann hefði farið til Bandaríkjanna árið 1946 og keypt þar herflugvél af gerðinni C- 54. Verktakafyrirtæki í New Haven hefði svo tekið að sér að breyta innréttingu vélarinnar. Það fyrirtæki varð gjald- þrota skömmu síðar, svo afhending vélarinnar dróst mjög á langinn. Alfreð keypti þá þrjá Grunman flugbáta fyrir Loftleiðir á meðan á bið- inni stóð, og flutti þá hingað til lands. Herflugvélin var loks afhent í júní 1947 og kall- aðist þá DC-4 Skymaster. Þessi flugvél flaug síðan til íslands um Winnipeg, 12. júní, og var skírð Hekla. Þessi ferð Millilanda hófst með gerdri herf Rætt við Alfreð Eliasson í tilefni af 30 ára afmæli millilandaflugs Loftleiða Heklunnar var fyrsta millilandaflug Loftleiða. Hún fór síðan í fyrsta áætlunarflugið til Kaup- mannahafnar á þjóð- hátíðardaginn og flaug síðari hluta ársins til ýmissa staða í Evrópu og Suður-Ameriku. Þann 3. ágúst sama ár flaug Alfreð henni í fyrsta sinn til Parísar, en það er fyrst nú 30 árum síðar að Flugleiðir hefja reglu- bundið áætlunarflug þangað, og mun Flug- félag íslands annast það. Alfreð kvað Loftleiðir hafa fengið leyfi til áætlunarflugs til Banda- ríkjanna árið 1948, en þá fór Skymastervélin Hekla fyrstu ferðina með farþega frá íslandi til Bandarikjanna. Það var þó ekki fyrr en árið 1952 að reglulegt áætlunar- flug til Bandaríkjanna hófst á vegum Loftleiða. Árið áður höfðu yfirvöld skipt flugleiðum hér- lendis á milli flug- félaganna tveggja, og þótti stjórn Loftleiða mjög að sér kreppt með þeirri skiptingu. Var því ákveðið að hætta öllu innanlandsflugi, en beina öllum kröftum að auknu millilandaflugi. í fyrstu var flogið einu sinni í viku til Bandaríkjanna, en eftir að Loftleiðir höfðu kynnt hin lágu far- gjöld sin á flugleiðinni yfir Atlantshafið í árs- byrjun 1953, jókst mjög áhugi fólks á að fljúga Alfrei

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.