Morgunblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977 Magnús Jónatansson, þjálfari Norðfirðinga, stekkur hærra en aðrir leikmenn á þessari mynd, en það var þó sjaldgæf sjón í Ieik Þróttarlið- anna tveggja á laugardaginn. Yfirleitt voru það Reykvíkingarnir, sem voru ákveðnari f leiknum. (ijósm. RAX). Mark eftir aðeins fimmtán sekúndur Þróttur R vann Þrótt N 5:1 ÁÐUR en nokkur leikmaður Þróttar frá Neskaupstað hafði komið við knöttinn var Páll Ólafsson búinn að skora fyrsta markið fyrir Reykja- vfkur-Þrótt, eftir aðeins 15 sekúndna leik. Við þetta riðlaðist leikað- ferð Norðfirðinganna mjög, f stað þess að hugsa fyrst og fremst um varnarleikinn þurfti liðið nú að reyna að sækja til að jafna metin. Opnaðist vörn liðsins illa við þessar breyttu aðstæður og tapaði Þróttur, NK, leiknum illa, eða með fimm mörkum gegn einu. Eftir þessa þægilegu byrjun leiksins, fyrir Þrótt R, sem fram fór á Laugardalsvellinum, síðdegis á laugardag, fór ekki á milli mála hvort liðið var betra. Fyrir leikhlé höfðu þeir Páll Ólafsson og Halldór Arason skor- að tvö mörk í viðbót við Reykja- víkurliðið, en Bjarni Jóhannsson svarað með góðu marki úr lang- skoti fyrir Norðfirðinga. 3:1 fyrir Þrótt, R, í leikhléi. í seinni hálfleiknum var leikurinn mun jafnari, bæði lið áttu opin færi, en Reykjavíkur- liðið mun ákveðnara í öllum að- gerðum sínum. Skoraði Þorgeir Þorgeirsson tvívegis fyrir liðið, þannig að úrslit urðu 5:1. Var vel unnið að flesíum marka Reykja- vikurliðsins, en gestirnir voru einum of kurteisir, vörn þeirra flöt fyrir og áhuginn í lágmarki að því er virtist. Beztur í liði Þróttar, Reykjavík, var Páll Ólafsson og er þessi 17 ára piltur sérstakt efni. Fleiri leikmenn liðsins áttu góðan dag og svo virðist sem liðið í heild sé nú loks að finna rétta „formið". Lið Norðfirðinga er ágætlega leik- andi, en það verður þó ekki metið eftir þessum leik, eftir áfallið I byrjuninni náði liðið sér aldrei á strik. Skástir voru Helgi Bene- diktsson og Sigurður Friðjónsson. áij ISFIRÐINGAR LEKU 10 í SEINNIHÁLF- LEIK EN UNNU SAMT ÍSFIRÐINGAR fengu Völsunga frá Ilúsavik i heimsókn um helg- ina og voru ekki sérstaklega gest- risnir við þá, þar sem heimamenn héldu báðum stigunum úr leikn- um hjá Sér, og það þótt þeir yrðu að leika 10 meginhluta seinni hálfleiksins. Eina mark leiksins var skorað á 30. mínútu og var það Örnólfur Oddsson sem þaö skoraði. Yfir- leitt voru ísfirðingar atkvæða- meiri í sóknarleiknum í fyrri hálf- leik og tókst þá að skapa sér nokk- ur allgóð færi, án þess þó að skora fleiri mörk . Húsvíkingar áttu einnig sín tækifæri, en fá þó sem teljast máttu opin. Var sjaldan hætta við mark heimamanna, og þá sjaldan að Húsvíking'ar komust í námunda við það greip Hreiðar Sigtryggsson markvörður inn í af miklu öryggi. Var hann einn bezti maður ísafjarðarliðsins í leikn- um. Á 12. mínútu seinni hálfleiks vék mjög góður dómari þessa leiks, Grétar Norðfjörð, einum leikmanna ísfirðinga, Gunnari Guðmundssyni, af velli fyrir óvið- urkvæmileg ummæli sem hann lét falla í hita leiksins. Hafði Grét- ar áður géfið Gunnari tiltal. Þessi dómur var í það strangasta hjá Grétari, en dómgæzla hans, þegar á heildina er litið, var til muna betri en Isfirðingar hafa átt að venjast hjá öðrum dómurum í sumar. Eftir að Gunnari var vikið af velli drógu ísfirðingar örnólf aft- ur i vörnina. Sóttu Húsvíkingar öllu meira í Seinni hálfleiknum, en gekk illa að skapa sér opin tækifæri, enda vörn heimamanna með Guðmund Ólafsson sem bezt- an mann ákaflega vel á verði og ötul. Eyjamenn á uppleiö VESTMANNAEYINGAR fikra sig rólega upp stigaröflu 1. deildar og það er engum vafa undirorpið að þeir ætla að tryggja vel stöðu sína í deildinni. Á sunnudaginn mættu þeir Breiðabliki á grasvellinum í Kópavogi og unnu öruggan sigur, 3:1. Höfðu Eyjamenn algera yfirburði í leiknum og hefðu getað skorað fleiri mörk. Tómas Pálsson var maðurinn bak við flestar sóknarlotur Eyjamanna og var hann langbezti maður vallarins. Breiðabliksliðið lék iangt undir getu að þessu sinni og má reyndar furðulegt teljast hversu illa liðið leikur þegar þvf tekst illa upp. Það átti varia markskot f öllum leiknum og eina markið kom úr vítaspyrnu, sem varð að taka fjörum sinnum áður en dómarinn, Arnar Einarsson, lagði blessun sfna yfir framkvæmd hennar. Vestmannaeyingar léku undan strekkingsvindi í fyrri hálfleik og þeir sýndu það strax að þeir ætl- uðu að verða heimamönnum skeinuhættir. Sóttu þeir af mikl- um móði og munaði minnstu að Tómasi tækist að skora mark fljótlega í leiknum eftir að hann hafði fengið boltann eftir auka- spyrnu en Einar Þórhallsson varði á línu. Á 29. minútu leiksins sendi Ólafur Sigurvinsson langa sendingu fram völlinn, Einar stökk upp og hugðist skalla frá en boltinn fór hátt i loft upp og féll fyrir fætur Sveins Sveinssonar ut- arlega i teignum hægra megin. Sveinn var ekkert að tvinóna við hlutina heldur skaut viðstöðu- lausu skoti á markið. Ómar mark- vörður náði ekki að afstýra mark- inu og inn fór boltinn. Eyjamenn juku forystuna í 2:0 á 41. mínútu. Þá tók Einar Friðþjófsson horn- spyrnu frá vinstri og var hún frekar misheppnuð, laus boltinn að nærstönginni. Þar var Tómas Pálsson fyrir og vippaði boltanum laglega í markið með hælnum. Ómar markvörður og varnarmenn Blikanna voru alveg óviðbúnir þessum kúnstum, hafa eflaust tal- ið að Tómas ætlaði aó gefa bolt- ann út í teiginn og rönkuðu ekki við sér fyrr en boltinn lá í mark- inu. í seinni hálfleik léku Blikarnir undan vindinum en það hafði lítil áhrif. Sama slenið var yfir þeim og í fyrri hálfleik. Náðu þeir ekki að skapa sér nema eitt gott tæki- færi í seinni hálfleiknum þegar Ólafur Friðriksson skallaði yfir af stuttu færi eftir að hafa fengið boltann frá Hinrik Þórhallssyni. Litlu munaði að Tómas Pálsson skoraði mark fyrir Eyjamenn í byrjun seinni hálfleiks en hann skaut naumlega framhjá í dauða- færi. UBK-IBV 1:3 Texti og mynd: Sigtryggur Sigtryggsson Á 13. mínútu s.h. var boltinn gefinn inn í vitateig Vestmanna- eyinga og virtist engin hætta vera á ferðum þegar Friðfinnur Finn- bogason sló boltann skyndilega með hendinni út fyrir endamörk. Vitaspyrna var umsvifalaust dæmd. Spyrnuna framkvæmdi Heiðar Breiðfjörð en skaut langt framhjá. En dómarinn var ekki ánægður, taldi að Sigurður Haraldsson markvörður hefði hreyft sig of fljótt og lét endur- taka spyrnuna. Heiðar spyrnti á nýjan leik en aftur framhjá. Enn gerði dómarinn athugasendir við markvörzlu Sigurðar, spyrnan var endurtekin og þetta skipti reyndi Magnús Steinþórsson en Sigurður gerði sér lítið fyrir og varði. En viti menn, Arnar dómari benti á vítapunktinn enn einu sinni, Sig- urður hafði að hans mati hreyft sig af stað of snemma og spyrn- una varð að endurtaka. Nú var Sigurði nóg boðið, hann spyrnti knettinum frá sér í bræði og hlaut fyrir gula spjaldið hjá dómaran- um. Spyrnan var nú tekin í fjórða sinn, í þetta skipti Þór Hreiðars- son og honum brást ekki bogalist- in og í netinu hafnaði boltinn. Skömmu eftir þetta var Þór vls- að af velli fyrir brot á Valþór Sigþórssyni og var það þungur dómur. Eftir það réðu Eyjamenn alveg gangi leiksins. Komust þeir oft í hættuleg færi, t.d. átti Karl Sveinsson skot í stöng og Sigurlás skalla framhjá fyrir opnu marki. Fjórum mínútum fyrir leikslok renndi Karl boltanum inn fyrir vörn Blikanna frá hægri. Marka- kóngurinn Sigurlás Þorleifsson, sem hafði verið eitthvað miður sin í leiknum, var nú fyrstur að átta sig, Iék upp að markinu og renndi boltanum í markið fram- hjá úthlaupandi markverðinum. Þar með var sigurinn innsiglaður. Greinilegt er að Skinner, þjálf- ari Vestmannaeyjaliðsins, hefur unnið sitt starf vel. ÍBV-liðið hef- ur ekki verið betra i mörg ár og ef þaó hefði ekki misst Sigurlás út í byrjun mótsins og verið i óstuði fyrst á eftir væri það nú vafalaust i toppbaráttunni. í þessum leik var Tómas Pálsson langbezti mað- urinn, sífellt ógnandi með hraða sínum. I vörninni voru Þórður og Ólafur mjög traustir og Ólafur tók virkan þátt í sókninni. Á miðj- unni barðist Sveinn Sveinsson af miklum dugnaði. í heild átti liðið góðan dag. Það sama verður ekki sagt um lið Breiðabliks. Það vantar greini- lega alla festu í liðið, þaó leikur góða knattspyrnu í einum leik en í þeim næsta er ekki heil brú f leik liðsins. Þór Hreiðarsson var sá eini, sem reyndi að spila enda datt allur botn úr liðinu eftir að hann fór af velli. Þá var Valdimar Valdimarsson traustur f vörninni en aðrir leikmenn Breiðabliks sýndu ekki umtalsverða tilburði. í STUTTUMÁLI: Kópavogsvöllur 3. júli, Islands- mótið 1. deild, UBK-ÍBV 1:3 (0:2). Mark UBK: Þór Hreiðarsson (vítaspyrna) á 59. mfnútu. Mörk ÍBV: Sveinn Sveinsson á 29. mínútu, Tómas Pálsson á 41. mínútu og Sigurlás Þorleifsson á 86. mínútu. Aminningar: Þór Hreióarsson UBK fékk að sjá gula spjaldið i f.h. og það rauða i s.h. Sigurður Haraldsson ÍBV einnig bókaður. Áhorfendur: 435. iTómas Pálsson neglir á mark Blikanna með miklum tilþrifum eins og sjá má. Knötturinn fór ( Eínar Þórhallsson (nr 5) og hættunni var bægt frá. Boltinn hefði að öðrum kosti örugglega hafnað ( markinu. KA SLAPP MEÐ SKREKKINN LIÐ KA frá Akureyri lenti ( mestu erfiðleikum á Árskógsströnd um helgina, er liðið mætti Reyni. Sigruðu KA-menn að vísu I leiknum með 3 mörkum gegn 2, en máttu þakka fyrir að hljóta bæði stigin ( Ieiknum. Heimamann áttu til muna hættulegri tækifæri (leiknum, sérstaklega undir lokin, og hefðu þá átt að geta tryggt sér annað stigið. Jóhann Bjarnason tók forystu fyrir Reyni á 35. mínútu fyrri hálfleiks, er hann skallaði laglega inn eftir fyrirgjöf Magnúsar Jón- atanssonar. En Adam var ekki lengi í paradis og á sömu mínútu jafnaði Eyjólfur Ágústsson fyrir KA með góðu marki. Á siðustu sekúndu fyrri hálfleiksins tók KA siðan forystuna í leiknum er markvörður Reynis missti tiltölu- lega laust langskot Armanns Sverrissonar milli fóta sér og inn. Lið Reynis hélt áfram að verj- ast og Jóhann Bjarnason jafnaði metin á 30.. mínútu seinni hálf- leiks. Fylgdi hann vel eftir skoti, sem markvörður KA hálfvarði. Skömmu síðar skoraði Ármann Sverrisson aftur fyrir KA, nú með laglegu skoti, illverkjandi fyrir markvörðinn. Fleiri mörk voru ekki skoruð i leiknum, en undir lokin átti Reyn- ir m.a. skot I þverslá. Beztur I jöfnu liði KA ver Jóhann Jakobs- son^ en af Reynismönnum yar Björgvin Gunnlaugsson drjúgur, þó hann væri ekki inná nema síðasta stundarfjórðung leiksins. Munar greinilega mikið um aftur- komu hans í liðið. — VK/— áij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.