Morgunblaðið - 05.07.1977, Blaðsíða 45
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1977
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JULÍ 1977
25
RISKIR
H-INGAR
LENGDU
RAMARA
FH-ingar fjarlægðust enn hættusvæðið á botninum I 1. deildar keppn-
inni i knattspyrnu á sunnudaginn, er þeir burstuðu Framara I leik
liðanna á Laugardalsvellinum, 4—1. Má segja að FH-ingar hafi leikið
Fram sundur og saman I leik þessum, og voru þeir nær þvf að bæta við
fimmta markinu en Framarar að skora öðru sinni. Var oft furðulegt
öryggisleysi I Framvörninni, og er af það sem áður var, er Framvörnin
gaf sjaldan á sér höggstað, og Framarar komust gegnum heilu mðtin
án þess að fá á sig mörg mörk. Er ekkert vafamál að fjarvera Jóns
Péturssonar setur sinn svip á Framliðið um þessar mundir, en liðið
hefur einnig misst Martein Geirsson frá þvl I fyrra, og munar
vitanlega um minna en þessa tvo geysilega sterku og útsjónarsömu
varnarleikmenn.
Fram —
FH 1:4
Texti: Steinar J. Lúðvfksson
Myndir: Ragnar Axelsson.
í leiknum í fyrrakvöld náði FH-
liðið oftsinnis að sýna sínar beztu
hliðar, og vissulega eru þær góð-
ar. FH-ingar hafa ekki i annan
tíma leikið betri knattspyrnu, og
margt af þvi sem liðið gerði i
leiknum var ljómandi fallegt.
Sendingar leikmanna voru vel
hugsaðar, og þeir gættu þess einn-
ig oftast að halda knettinu-m að-
eins hæfilega lengi áður en þeir
sendu — drógu til sin mann og
sendu siðan. Ekki ber þó að neita
þvi að það var einn leikmaður
FH-liðsins öðrum fremur sem
skapaði Frömurum mest vand-
ræði. Sá var Ólafur Danivalsson.
Með hraða sínum og góðri knatt-
meðferð kom hann Framvörninni
oftast í mikil vandræði, og tvíveg-
is í leiknum var komin hrúga af
varnarmönnum kringum hann, en
aðrir FH-ingar síðan á auðum sjó.
Knattspyrna eins og Ólafur lék á
sunnudagskvöldið gleður vissu-
lega augað, og það sem meira er
—- hún er árangursrik þegar hann
á i hlut.
FH-liðið leikur annars skemmti-
lega kanttspyrnu og það hefur
raunar verðskuldað meiri stiga-
feng en þvi hefur hlotnazt i sum-
ar. Það sem verið hefur megin-
galli þessa liðs undanfarin ár, þ.e.
nöldur og rifrildi leikmanna, virð-
ist nú algjörlega lagt fyrir róða,
og það skilar sér síðan i árangri.
Takist FH-ingum að halda þessu
striki, er ekki vafi á því að þeir
verða komnir í hóp toppliðanna í
islenzkri knattspyrnu áður en
langt um líður.
Sem fyrr greinir var vörn
Framliðsins afskaplega óörugg í
þessum leik. Þegar gengið var út
á móti sóknarleikmönnum FH
voru hrikalegar glufur skildar
eftir í vörninni, og engar „bak-
dekkingar". Við þetta bættist svo
að Árni Stefánsson var venju
fremur óöruggur I markinu, og
fékk raunar á sig a.m.k. eitt mark,
sem flokka verður undir klaufa-
mark. Miðvallarspilarar Fram
gerðu of litið af þvi að hjálpa
varnarleikmönnunum — virtust
ekki trúa því að nein vandræði
yrðu með FH-inga. Sóknin var
skárri hluti Framliðsins í þessum
leik, en einnig þar skorti neist-
ann. Hann kom helzt eftir að
Kristni Jörundssyni hafði verið
skipt inná í seinni hálfleik, í stað
Sumarliða Guðbjartssonar sem
verið hafði mjög daufur I dálkinn
i leiknum.
Framarar með forystu
Ekki vantaði að Framarar byrj-
uðu leikinn vel á sunnudags-
kvöldið. Á 14. minútu náðu þeir
skemmtilegri sóknarlotu, sem
lauk með því að Sumarliði sendi
fyrir markið til Ásgeirs Eliasson-
ar sem skallaði knöttinn fyrir fæt-
ur Péturs Ormslevs sem var I
dauðafæri og skoraði hann auð-
veldlega.
FH-ingar voru ekki á þvi að
leggja árar i bát, þótt á móti blési
í byrjun. Þeir náðu smátt og smátt
góðum tökum á leiknum og það
kom á 30. mínútu að þeir jöfnuðu.
Dæmd var aukaspyrna á Fram
sem Viðar Halldórsson tók. Sendi
hann knöttinn beint á kollinn á
Ólafi Danivalssyni sem var inni i
vítateig Framara og tókst honum
að sneiða knöttinn í markið, án
þess að Árni fengi rönd við reist.
Stóð þannig 1:1 í hálfleik.
FH hafði yfirburði
f seinni hálfleik
í seinni hálfleiknum hafði FH
allan timann yfirburði og skoraði
þá þrjú mörk án þess að Fram
tækist að svara fyrir sig. Fyrst
þessara marka var mark Viðars
Halldórssonar sem kom snemma i
hálfleiknum. Janus hafði þá
brotizt upp kantinn af mikilli
harðfylgni og sendi hann síðan
fyrir markið. Þórir Jónsson var
vel staðsettur og skallaði á mark-
ið. Árni missti knöttinn klaufa-
lega frá sér og Viðar, sem fylgt
hafði vel á eftir, átti ekki í vand-
ræðum með að skora 2:1.
3:1 fyrir FH kom síðan skömmu
siðar. Andrés Kristjánsson, bak-
vörður FH-liðsins, fékk þá knött-
inn úti undir endamörkum, þar
sem hann var aðþrengdur Fröm-
urum. Átti hann fárra kosta völ,
en skaut á markið. Árni virtist
gjörsamlega óviðbúinn og sló
knöttinn inn i eigið mark.
Síðasta mark leiksins skoraði
svo Helgi Ragnarsson. Þá hafði
verið dæmd aukaspyrna á Fram
hægra megin á vellinum. Framar-
ar mynduðu varnarvegg, en innan
við hann voru þó tveir FH-ingar,
gjörsamlega óvaldaðir. Þetta sá
Viðar Halldórsson sem tók auka-
spyrnuna og lyfti hann knettinum
yfir Framarana til Helga sem
skallaði í markið og innsiglaði sig-
ur FH-inga.
Undir lok leiksins náði Fram
smá fjörspretti, sem Kristinn
Jörundsson stóð aðallega fyrir.
Fengu þeir þá eitt sinn ágætis
tækifæri, er markvörður FH-inga
var kominn alllangt út úr mark-
inu. Skaut Eggert Steingrimsson
að marki, en markvörðurinn
varði, aftur hrökk knötturinn til
Eggerts, en öðru sinni skaut hann
þannig að markvörðurinn náði að
bjarga. Hefði honum átt að vera í
lófa lagið aó lyfta knettinum yfir
markvörðinn og í autt markið sem
Var að baki.
í STUTTU MÁLI:
íslandsmótið 1. deild
Laugardalsvöllur 3. júlí
(JRSLIT: Fram — FH 1—4
(1-1)
Mark Fram: Pétur Ormslev á 14.
min.
Mörk FH: Ólafur Danivalsson á
30. min., Viðar Halldórsson á 53.
min., Andrés Kristjánsson á 58.
mín og Helgi Ragnarsson á 70
mín.
Áminning: Engin
Áhorfendur: Um 600
J:.
t * 1«*
• # ... ) * ' .fcv.,
..........w «tiBHWn 1p
/'UPUSTSfl
■?
/.*
> .* -
••
Álbert Guðmundsson virðist umkringdur Skagamönnum á þessari mynd, en skot hans fðr þó í gegnum vörnina og I mark lA. Hörður
Hilmarsson, sem er til vinstri á myndinni hafði skallað á Guðmund Þorbjörnsson, nr. 10, sem síðan lagði knöttinn fyrir Albert er skoraði
sfðasta mark leiksins. Skagamennirnir eru Arni Sveinsson, Guðjón Þórðarson. Jón Gutiqlaugsson og Jón Askelsson, en Albert Guðmunds-
son ber í þann síðastnefnda.
Valurvann ÍAístórgóðum
lei k tvegg jaf rá bærra I i ða
ÞAÐ KOM ef til vill ekki á óvart að Valur skyldi vinna lið ÍA á Skipaskaga á sunnudaginn, I leik tveggja
jafnra toppliða hefði það allt eins getað gerst. En að Valur skyldi vinna 4:1, eru úrslit sem fæstir hafa
trúlega átt von á, munurinn er meiri en hægt var að reikna með. Akranes hafði t.d. unnið leikinn I fyrri
umferðinni á heimavelli Vals I Reykjavfk með 2 mörkum gegn engu.
Knattspyrnuna er erfitt að reikna út og f leiknum á Akranesi náði Valsliðið að sýna sfnar beztu hliðar
og stórhættulegar sóknarlotur I byrjun seinni hálfleiksins gerðu út um leikinn. Valur er nú f efsta sæti 1.
deildarinnar með 16 stig, en lA er f öðru sæti ásamt Vfkingi með 15 stig. Enn er staðan I 1. deildinni
galopin og það reyndar f báða enda, en á Akranesi var það spurningin um topp en ekki botn. Hefði lið
heimamanna unnið þennan leik hefðu þeir verið konmir með tveggja stiga forskot f deildinni og þremur
stigum meira en Valur. Valsliðið hefði þvf verið í erfiðri stöðu ef leikurinn hefði tapast og trúlega of
langt frá ÍA til að takast mætti að verja Islandsbikarinn.
— En það stóð aldrei til að tapa þessum leik, sagði ágætur Valsmaður að leiknum loknum. — Við
komum hingað til að vinna, þó svo að sigurinn yrði stærri en þeir bjartsýnustu í okkar hópi höfðu þorað
að vona.
ÍA—Valur 1:4
Texti og myndir:
Agúst I. Jónsson.
Ur leik Fram og FH. Arni Geirsson og Rúnar Gfslason bítast um
knöttinn, en MagnúsTeitsson bíður átekta.
Leikurinn á Akranesi á sunnu-
daginn er bezti leikur, sem undir-
ritaður hefur séð í 1. deildinni í
ár. Bæði lið áttu góðan dag og
ekki hefði þurft mikið til að leik-
urinn hefði þróast í aðra átt, en
raunin varð. Fyrri hálfleikurinn
var tiltölulega rólegur, liðin þreif-
uðu fyrir sér, reyndu að finna
veikleikana i liði andstæðing-
anna. Létu boltann vinna ailan
timann og bæði lið léku mjög
skipulagða knattspyrnu. Vals-
menn léku undan golunni í fyrri
hálfleiknum, sem síðan varð nær
engin í þeim síðari. Átti liðið
meira í leiknum, en þó hefði eng-
inn getað sagt neitt við þvi að ÍA
hefði leitt 2:1 i hálfleik og það
hefði í rauninni verið eðlilegt
miðað við tækifærið, sem Krist-
inn Björnsson átti í lok hálfleiks-
ins, en þá sýndi Sigurður Dagsson
hver stólpamarkvörður hann er
og varði skot Kristins af stuttu
færi. En staðan i leikhléi var 1:1
og lítum á mörk fyrri hálfleiksins.
Tvö falleg mörk
á tfu mfnútum
Eftir misheppnaða hornspurnu
Valsmanna á 4. mínútu leiksins
brunaði Pétur Pétursson fram
völlinn, gaf á Jón Alfreðsson við
miðlinu, sem hélt áfram inn á
vallarhelming Vals. Er hann nálg-
aðist vitateiginn renndi hann út á
Kristinn Björnsson, sem skildi
varnarmenn Vals eftir og gaf vel
fyrir markið. Þar var Pétur
Pétursson fyrir og skoraði
örugglega með skoti frá markteig.
Staðan orðin 1:0 og sannkölluð
óskabyrjun fyrir ÍA. Vildu Vals-
menn meina að Kristinn hefði
verið rangstæður er knötturinn
var gefinn á hann, en undirritað-
ur var ekki í aðstöðu til að dæma
um það. Lýsingin á þessu marki
gæti einnig verið lýsing á fleiri
sóknarlotum liðanna í þessum
leik, hreint spil upp allan völl og
ekkert dútl.
Valsmenn sóttu meir i fyrri
hálfleiknum eins og áður sagði og
það var Guðmundur Þorbjörns-
son, sem jafnaði með stórkostlegu
marki á 9. minútu leiksins. Fékk
hann knöttinn rétt við miðlínu á
vallarhelmingi ÍA, lék á Jón
Gunnlaugsson og er hann nálgað-
ist vitateig ÍA hægra megin reið
þrumuskot af frá honum. Snún-
ingur var á knettinum og skrúfað-
ist hann i samskeyti markhorns-
ins fjær. Hreyfði Jón Þorbjörns-
son markvörður IA hvorki legg
eða lið og sagði eftir leikinn að
hann hefði misreiknað skotið og
talið að knötturinn færi framhjá.
Hvað um það, staðan orðin jöfn og
Valsmenn fögnuðu Guðmundi
ákaft og þökkuðu honum þetta
skemmtilega einstaklingsfram-
tak.
Valsmenn taka völdin
Strax á fyrstu minútu seinni
hálfleiksins átti Guðjón Þórðar-
son gott skot á mark Vals, en
Sigurður varði vel. Hlutirnir fóru
nú að gerast hraðar og flest það
sem var spennandi hinum megin
á vellinum. Á 3. minútu hálfleiks-
ins reyndi Atli skot á mark ÍA í
þröngri stöðu. Knötturinn fór I
Jón Gunnlaugsson skauzt þaðan í
þverslá tA-marksins, þaðan hrökk
knötturinn út í markteiginn. Hver
skyldi hafa verið staddur þar, jú
enginn annar en Ingi Björn
Albertsson, sem eins og áður finn-
ur lykt af marftækifærum í milu-
fjarlægð. Átti Ingi ekki í neinum
erfiðleikum með að skora í tómt
ÍA-markið.
Á 12. mínútu hálfleiksins skor-
aði Atli síðan sjálfur eftir að hann
hafði gefið á Guðmund i góðu
færi. Skot Guðmundar fór í síðu
Guðjóns Þórðarsonar hans og það-
an fyrir fætur Atla, sem skoraði
úr þröngu færi, renndi hann
knettinum eftir marklinunni
endilangri og i hliðarnetið. Bæði
þessi mörk Vals manna komu eft-
ir að knötturinn hafði „klafsað“ i
leikmenn ÍA-liðsins og e.t.v. nokk-
uð ódýr, en það verður ekki af
Valsmönnum tekið að sóknarlotur
þeirra voru I þessi skipti mjög
laglegar.
Síðasta mark leiksins kom siðan
á 27. minútu hálfleiksins. Ingi
Björn gaf fyrir frá hægri, Hörður
Hilmarsson skallaði fyrir fætur
Guðmundar Þorbjörnssonar, sem
lagði knöttinn fyrir Albert. L:g-
lega gert hjá Valsmönnum og há-
punkturinn þrumuskot Alberts,
sem lenti i stöng og þaðan í net-
inu. En meðal annarra orða, hvað
var Akranesvörnin að hugsa með-
an Valsmenn léku sér fyrir fram-
an þá?
Skagamenn klúóra
I lokin
Er hér var komið sögu tóku
Valsmenn að slaka á og Skaga-
menn sóttu mun meira það sem
eftivr leksins. Áttu þeir Pétur
Pétursson og Kristinn Björnsson
bráðgóð færi, sem þeir klúðruðu.
Hefðu þeir á siðustu mínútunum
hæglega getað gert 2 mörk og
lagað stöðu sina, en ekki tókst
framherjunum snjöllu að koma
knettinum framhjá Sigurði Dags-
syni. Töpuðu Skagamenn því
þessum leik með þriggja marka
mun og er þetta fyrsti tapleikur
Skagamanna á heimavelli í sum-
ar. Víkingum hafði einum tekizt
að ná þar jafntefii. Einnig er það
athyglisvert að þetta er i fjórða
skiptið i sumar, sem Skagamenn
fá á sig mark i leik í 1. deildinni.
Það var fyrst og fremst vörn
Skagamanna, sem brást i þessum
leik, eða kannski að framherjar
Vals voru of góðir fyrir þá. Eini
varnarmaður ÍA, sem stóð sig eins
og hann á að sér var Jóhannes
Guðjónsson, aðrir voru nokkuð
frá sínu bezta. í framlínunni var
Pétur Pétursson yfirburðamaður,
en fór illa með góð færi. Jón Þor-
björnsson stóð sig vel i markinu
og verður ekki sakaður um mörk-
in.
Guðmundur beztur
f frfðum flokki
Þeir áttu flestir góðan leik á
Akranesi leikmenn Vals á sunnu-
daginn, en þvi verður þó vart á
móti mælt að Guðmundur Þor-
björnsson hafi átt beztan leik.
Hann ógnaði vörn IA gffurlega
með hraða sínum og leikni og
setti gæzlumann sinn alveg út af
iaginu. Atli og Albert voru einnig
„upp á fjóra“ í þessum leik, stór-
hættulegir leikmenn. í vörninni
var Guðmundur Kjartansson bezt-
ur og fór illa með einn fyrri
félaga, Kristin Björnsson. Hörður
Hilmarsson átti nú sinn bezta leik
á sumrinu, vann vel og skilaði
boltanum eins og hann á að sér.
Sigurður Dagsson brást hvergi í
markvörzlunni og að lokum skal
þess getið að Bergsveinn Alfons-
son lék þarna sinn 299. leik með
Val í 1. deildinni. Mun það vera
einsdæmi að einn og sami leik-
maðurinn leiki svo marga í 1.
deild hér á landi.
Leikinn dæmdi Rafn Hjaltalín
og fórst það vel úr hendi. Flautaði
hæfilega mikið og þó einstaka
dómar orkuðu tvimælis þá var
heildin góð hjá Rafni og hann
getur verið ánægður með sinn
hlut í þessum spennandi og
skemmtilega leik.
ístuttumáli:
islandsmótið 1. deild, Akranes-
völlur 4. júlí.
Akranes — Valur 1:4
Mörk Vals: Guðmundur Þor-
björnsson á 9. mínútu, Ingi Björn
Albertsson á 48. min, Atli
Eðvaldsson á 57, minútu og Al-
bert Guðmundsson á 72. minútu.
Mark ÍA: Pétur Pétursson á 4.
mínútu.
Áminning: Jóni Alfreðssyni var
sýnt gula spjaldið eftir að hafa
brotið gróflega á Atla Eðyalds-
syni, ljótt brot hjá Jóni.
Áhorfendur: 1696.
VIKINGUR ENN
ÍTOPPTRÍÓINU
VÍKINGAR spiluðu aldrei slíku vant léttleikandi knattspyrnu fyrstu mínútur
ieiksins gegn Þór á laugardaginn. Réðu Víkingar lögum og lofum á vellinum í
byrjuninni og léku þá skemmtilegri knattspyrnu en áður á sumrinu. Þór náði
tveimur upphlaupum fyrsta stundarfjórðunginn og ótrúlegt en satt, þá tókst liðinu
að skora úr þeim báðum. Víkingar voru tveimur mörkum undir þrátt fyrir góðan
leik. Víkingsliðið gafst þó ekki upp við þetta mótlæti, barðist vel fyrir stigi eða
stigum og uppskeran varð þrjú mörk og sigur, 3:2.
Leikur þessi var fjörugur á að
horfa, að vísu datt knattspyrnan
niður er leið á leikinn, en tæki-
færi áttu bæði lið, sem ekki nýtt-
ust og spennandi augnablik mörg.
Ekki voru þau öll meðmæli með
knattspyrnunni, því mikil harka
hljóp i leikinn og í seinni hálf-
leiknum voru leikmenn, sérstak-
lega Þórs, sýknt og heilagt að
þrasa um þetta eða hitt atvikið.
Hafði dómarinn lítil tök á leikn-
um og á hann ekki hvað minnsta
sök á hvernig leikurinn þróaðist.
Þór gerði fyrra mark sitt á 12.
minútu. Ljót mistök urðu I vörn-
inni og þeir Róbert og Helgi
Helgason misstu knöttinn yfir sig.
Árni Gunnarsson brunaði fram-
hjá þeim og skoraði framhjá Dið-
rik markverði, sem einn var til
varnar. Þremur mínútum síðar
skoraði Árni aftur, enn var hann
á auðum sjó og vippaði knettinum
nú laglega yfir Diðrik.
Kom mark þetta óvænt og allur
:ðdragandi þess var mjög um-
deildur. Kn tturinn var sendur
innfyrir vörn Víkinga, en þar var
Sigþór Ómarsson illilega rang-
stæður, eina 10 metra fyrir innan.
Veifaði línuvörður rangstöðu og
Víkingarnir hættu allir sem einn.
Sigþór gerði enga tilraun til að ná
knettinum, heldur hljóp hann frá
honum. Árni Gunnarsson tók hins
vegar á sprett innfyrir Vikingana
og skoraði eins og áður er lýst.
Eftir að hafa ráðfært sig við linu-
vörð dæmdi dómarinn markið gilt
og staðan þvi 2:0, en illa voru
Vikingar sáttir við þennan dóm.
Víkingur—
Þór 3:2
Texti: Ágúst I. Jónsson.
Mynd: Ragnar Axelsson.
Sagði dómarinn að Sigþór hefði
engin áhrif haft á leikinn, þar
sem hann var.
Jóhannes Bárðarson minnkaði
muninn á 31. mínútunni með
góðu skoti af um 20 metra færi.
Virtist Samúel markvörður fyrst
ekki sjá knöttinn og síðan mis-
reikna stefnu hans. Lenti boltinn
á miðju markinu uppi undir slá,
en Samúel var kominn of langt til
vinstri. Vel gert hjá Jöhannesi, en
óþarfi hjá Samúel. Litlu munaði
að Jóhannes jafnaði á siðustu
minútu hálfleiksins, er hann átti
skot í stöng.
Á 22. minútu seinni hálfleiksins
jafnaði Gunnar Örn með góðu
skoti I samskeytin eftir óbeina
aukaspyrnu i miðjum vitateigi
Þórs. Var þetta laglegt mark hjá
Gunnari og timi til kominn að
þrumuskot hans hittu á ramm-
ann, en Gunnar skaut mikið í
þessum leik og voru flest skota
hans rétt utan við stengur eða
ofan við slá. Sigurmarkið skoraði
siðan Róbert Agnarsson á 72. min-
útu leiksins, Gunnlaugur tók
aukaspyrnu vinstra megin, gaf
inn að markteig, þar sem Róbert
gnæfði yfir aðra leikmenn. Skalli
hans fór yfir Samúel, sem hefði
átt að ná knettinum. Töldu Þórs-
arar að Samúel hefði verið hindr-
aður, en ekki var svo að sjá úr
tjaldi blaðamanna.
Það sem eftir var leiksins var
mikið um leiðinda hörku í leikn-
um og þras og mótmæli við dóm-
ara. Sigur Víkinga var sanngjarn
I þessum leik, en segja má að þeir
hafi sloppið með skrekkinn eftir
hina ógæfulegu byrjun. Vikingar
eru nú komnir með 15 stig í 1.
deildinni, jafn mörg og Akranes,
einu stigi á eftir Val. Er þetta
mikla baráttulið því sannarlega
enn með í keppninni um íslands-
meistaratitilinn. Beztu menn liðs-
ins að þessu sinni voru bakverð-
irnir Ragnar og Magnús, en Jó-
hannes Bárðarson var einnig
drjúgur mjög með baráttu sinni.
Þórsliðið saknaði að þessu sinni
Jóns Lárussonar og munar um
minna fyrir liðið. Beztur að þessu
sinni var Sigþór Ómarsson og
þáttur Árna Gunnarssonar var
ekki lítill i byrjun leiksins.
I stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild, Laugardais-
völlur 2. júli.
Víkingur — Þór 3:2 (1:2)
Mörk Víkings: Jóhannes Bárðar-
son á 31. min, Gunnar Örn Krist-
jánsson á 67. minútu, Róbert Agn-
arsson á 72. mínútu.
Mörk Þórs: Árni Gunnarsson á 12.
og 15. minútu.
Áminningar: Gunnari Austfjörð
og Árna Gunnarssyni, báðum Þór,
var sýnt gula spjaldið í leiknum.
Áhorfendur: 220.
Sigurður Lárusson og Helgi Helgason virðast skelfdir á svip á þessari mynd, hvers vegna vitum við ekki.