Morgunblaðið - 09.07.1977, Page 5

Morgunblaðið - 09.07.1977, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULl 1977 5 Fatesingh Gaekwad, maharaja af Boroda, þingmað- ur og fyrrvarandi ráðherra í stjórn Indfru Gandhi. vænt um mig — stjórn í Deihi, ekkert hvað var að gerast og um óánægjuna, sem magnaðist af þessum sök- um. Ekki fyrr en hún blossaði upp og kom fram í kosningun- um. — En hvað nú? Verður hætt við takmörkunaráætlanirnar? — Nei, nei, þær eru í fullum gangi og fólk er yfirleitt sam- mála um, að um lif og dauða sé að tefla fyrir Indland að stöðva mannfjölgunina. Annars getum við ekki séð fyrir fólkinu. Ég held að óhætt sé að segja, að öll þjóðin sé þvi sammála. — En hvað um Kongress- flokkinn. Kemur hann aftur til valda? — Já, við vinnum aftur á. En við erum mjög ósamstæðir. Margir vilja nú fá að kjósa þingmenn í persónukosningum, ekki flokkinn sem slikan .1 fylkiskosningunum hefur kom- ið fram, að þó sumir vilji ekki kjósa Kongressflokkinn, þá vilja þeir heldur ekki kjósa annan flokk. — Ertu sæmilega ánægður með árangurinn af þessari miklu herferð til að draga úr mannfjölguninni? fleirum en fæðingartölunni nemur, því þeir, sem verst eru settir nú, verða að fá betri líf- skilyrði. Og 13 milljónir á ári, eins og fjölgunin er nú, er meira en hægt yrði að ráða við. — Talið berst að fæðuöflun i Indlandi, en fregnir hafa borizt um að Indverjar geti nú séð fyrir eigin fæðu handa þjóðinni þegar ekkert kemur fyrir. Maharaja Gaekwad útskýrir að- stæður. Á Indlandi koma árlega tvö góð monsúnvindatímabil. Þá rignir í 3 mánuði i hvort skipti. Þegar Indverjar voru svo heppnir að fá í tvö ár i röð hagstæð veðurskilyrði, þ.e. fjór- um sinnum góða monsúnvinda, þá tókst að koma upp vara- birgðum, 20 milljón tonnum af matvælum. Með þau í bakhönd- inni er hægt að lifa af án hung- urs og án þess að þurfa að flytja inn matvæli, þó monsúnvindur með regni bregðist i eitt ár. En að þurfa að flytja inn matvæli, þýðir að i það fer gjaldeyrir þjóðarinnar, útskýrir maharaj- inn. Og hann þurfum við að nota i svo margt annað, vélar til að vinna að landbúnaði, ná vatni ur brunnum og margt það kýs mig segir maharajinn afBoroda íþessu viðtali Á hverjum fimm dögum fjölgar Indverjum um jafn- marga fbúa og búa á öllu ts- landi. Þar búa 323 milljónir manna og fjölgar um 3 milljón- ir á ári. Þið hér, f þessu stóra landi, finnið ekki fyrir þeim þunga, sem leggst á þennan hátt á þjóð eins og okkar. Það er Fatesingh Gaekwad, maharaja af Boroda og þing- maður frá Indlandi, sem svo mælir. Hann sat hér nýlega al- þjóðlegu umhverfismálaráð- stefnuna á Hótel Loftleiðum, enda hvflir stærsta vandamálið, sem ógnar heiminum, mann- f jölgunin, einna þyngst á þess- ari næstf jölmennustu þjóð heimsins. Maharajinn er vissu- lega gagnkunnugur þvf sem hér er um fjallað, þvf hann var heilbrigðismálaráðherra f stjórn Indfru Gandhis fram til 1971 og fór þá með þann mikil- væga málaflokk, takmörkun f jölskyldustærðar. Fatesingh Gaekwad er maha- raja að tign, einn af fyrrum konungum, sem stjórnuðu smá- rikjum Indlands. Forfeður hans réðu ríkjum i Boroda í vesturhluta Indlands og þar tók hann við titlum, lendum og höllum. Svo er ekki lengur. Það útskýrði hann i viðtalinu við blaðamann Mbl. Þegar Indland varð frjálst riki árið 1942, skrif- aði Nehru okkur, sem völdin höfðum í hinum ýmsu rikjum — Indland hafði aldrei fyrr verið eitt riki — og fór fram á að við féllumst á að gefa upp konungdóminn á árinu 1949. Á það var fallizt og Boroda varð hluti af Indlandi. Við héldum þó í fyrstu eigum okkar og titl- um, sagói maharajinn. Síðan hefur þróunin orðið sú, að það hefur lika horfið. — Jú, ég bý enn í höilinni, svaraði hann og brosti að spurningu blaðamannsins, og á nokkurt land i kringum hana. En áður en lönd voru almennt gerð upptæk, hafði ég gefió þjóðinni 800 ekrur, þar sem ég hafði komið upp verndarsvæði og þjóðgarði, og er hann rekinn sem sjálfseignarstofnun. Vegna landþrengsla og fjölgunar þrengir eðlilega mjög að öllu dýra- og jurtalífi í landinu og margar tegundir eru að hverfa. Þetta land er rekið sem þjóð- garður, opinn öllum, en þó girt- ur múr svo dýrin komist ekki út. Þar eiga friðland fágætar tegundir dýra, svo sem ind- verska ljónið, indverski nas- hyrningurinn, tígrisdýr, svarti hafurinn o.fl. Þjóðgarðurinn er aðeins 10 km frá borginni og fólk kemur þangað mikið. Er hann var spurður hvort hann sæi ekki eftir allri dýrð- inni og þeim tima er hann rikti sem konungur yfir þegnum Boroda, hló hann og sagði: — Siður en svo! Ég hefi verið kjörinn þingmaður fyrir þetta ríki fjórum sinnum i frjálsum kosningum. Því veit ég að fólk- inu likar við mig sjálfs mins vegna og starfa minna. Kannski ekki öllum, en meirihluta þess- ara 4—5 milljóna kjósenda. Hefði ég verið áfram þjóðhöfð- ingi þeirra, hefði ég aldrei get- að vitað það. Þeir hefðu setið uppi með mig. Ég hefi verið í framboði fyrir Kongressflokk- inn, var varnamálaráðherra 1957—62 og síðan ráðherra heilbrigðismála og fjölskyldu- áætlana 1967 til 1971. En hið mikla átak við að ráða bót á mannfjölguninni hófst á sjötta áratugnum i Indlandi. Það bar þvi vel í veiði að spyrja maharaja Gaekwad nán- ar um það hvernig miðað hefði. — Við höfum náð til fólksins og komið þvi i skilning um hvað er um að tefla og nú er hægt að ræða málin á opnum vettvangi. Áður var það ekki hægt. Nú ræða allir um það hve mörg börn þeir vilji eiga. Eigi þeir aðeins tvö, verði hægt að sjá fyrir þeim og mennta þau. Og fólk ræðir aðferðir, hvort nota skuli pilluna eða láta gera ann- aðhvort hjóna ófrjótt, þegar barnafjölda er náð o.s.frv. Boð- skapurinn hefur semsagt náð til svo að segja allra. — Hvernig? Nú er fólk ekki læst? Og fátækir eiga ekki sjón- varp? — Útvarpið er lang drýgsti mióillinn. Flestir hafa aðgang að útvarpi eða eiga lítil tæki. Vilja gjarnan heldur vera án matar en útvarpsins. Og áróður- inn hefur verið mjög mikill og markviss. — Hvað fór þá úrskeiðis? Sagt er að mannfækkunaráætl- unin, ef kalla má hana það, og harkalegar aðgerðir við að gera fólk ófrjótt, hafi fellt Indiru Gandhi frá völdum? — Auðvitað var aldrei ætlu- in að neyða neinn til þess að láta gera sig ófrjóan. Og fólk kom orðið sjálft og ótilkvatt til uppskurðar. i fyrstu hafði þurft að bjóóa því borgun fyrir að koma, og læknunum auka- greiðslu fyrir þau störf. En það var liðið hjá. En þá kom fram stjórnmálaleg hlið á málinu. Allir, sem að stóðu, vildu geðj- ast Indíru Gandhi og ná árangri. Sýna betri árangur en aðrir. Og sums staðar úti á landsbyggðinni, í Norður- Indlandi, var gengið í það meira af kappi en forsjá, á viss- um stöðum kom fyrir að fólk var þvingað til þess að fara i uppskurð og láta gera sig ófrjótt. Þannig náðust háar töl- ur. Á einum stað var hægt að gefa upp 20% sókn og öðrum 30%, eins og í kosningum. En um líkt leyti var forsætisráð- herrann búinn að setja á rit- skoðun og blöðin fluttu engar fréttir af slíkri ósvinnu. Þau voru öll undir eftirliti stjórn- valda á stöðunum. Kvartanir komust ekki á framfæri. Þann- ig vissu þeir, sem voru við — Já, þó Indverjar séu nú 623 milljónir, þá hefur okkur miðað allvel við að hægja á fjölguninni. Þegar ég varð ráð- herra 1967, þá voru i Indlandi 50 fæðingar á hverja þúsund íbúa. Markmiðið var að á 20 árum fækkaði þeim niður í 24 á hverja 1000 fbúa. Það náðist að vísu ekki, en 1977 hafði fæðing- um fækkað niður í 36 á hverja 1000. Og við trúum þvi, að á næstu 20 árum takist að ná markinu, 24 fæðingar á hverja 1000. Þá er fæðingartalan kom- in niður í 1,9% sem er ágætt í landi, eins og Indlandi. Áður var hlutfallstalan 3,2. Þá ættum við að geta séð fyrir fbúum landsins. Við skulum muna að fyrir alla sem fæðast, þarf að sjá fyrir skólum, sjúkrahúsum, nýjum störfum o.s.frv. Og það fleira. Vatnsskorturinn er mik- ið vandamál, ef ekki rignir. Þá verða brunnar þurrir. — Til að skilja Indverja, verður maður að skilja vanda þeirra, sagði Maharaja Fate- singh Gaedwad. Vandamálin eru aðallega þrenns konar: 1) mannfjöldinn 2) matarskortur 3) fátækt. Þarna er vitahring- ur, sem verður að rjúfa og við erum að reyna að bæta úr. Auk stöðvunar fólksfjölgunar erum við að reyna að efla atvinnulíf og fjölga störfum. Við erum að reyna að vernda skógana og rækta fleiri, því þeir halda í vatnið og jarðveginn. En það er erfitt i svo miklum þrengslum, þar sem skógar verða að víkja fyrir fólkinu með akra sina, og akrar afla fæðu. Undan þéttbýl- inu verður allt að vikja, tré, fuglar og allt annað. Þá verður „mónókúltur", aðeins ein teg- und gróðurs, sem er hættulegt, Framhald á bls 22 1976-9. júlí-1977 í tilefni 1 árs afmælis verzlunarinnar veitum viö 10% afsiátt af öllum vörum í dag laugardag og á morgun sunnudag. OPIÐ I DAG LAUGARDAG TIL KL. 6 OG SUNNUDAG FRÁ 10—4. VIÐ BARONSSTIG SÍMI 10771

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.