Morgunblaðið - 09.07.1977, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.07.1977, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977 11 ið mjög af á öllum fundum og malað ótætis bolsann mélinu smærra. 4. Ahugi Kristjáns Albertssonar á bókmenntum og öðrum menning- armálum leynir sér ekki þegar flett er þeim árgöngum Varðar sem hann stýrði, né timaritinu Vöku, en þar lét hann og mjög að sér kveða. Ég brá mér i fyrradag inn á L:ndsbókasafn og rifjaði upp stuttlega gömul kynni mín og Varðar. Kristján Albertsson hef- ur tekið þar við ritstjórn i október 1924. Þegar i öðru tölublaði undir ritstjórn hans má ljóslega sjá, hvert áhuginn beinist. Drjúgur hluti blaðsins er helgaður Einari Benediktssyni sextugum. Kr. Alb. skrifar þar lengstu greinina sjálf- ur, en hefur einnig fengið nokkra hina ritfærustu bókmenntamenn til að skrifa um Einar: Arna Páls- son, Helga Péturs, Indriða Einars- son, Sigurð Nordal. Skáldin Davíð Stefánsson og Jakob Thorarensen senda kveðju í ljóðum. Og Jó- hannes Kjarval ávarpar Einar bæði i óbundnu og bundnu máli. Eg get ekki stillt mig um að birta ljóð Kjarvals um Einar Bene- diktsson. Það er svona: En höll þfn f hugans björgum mun standa alhrein um aldir skáida. Braglind þfn mun djúp, þó þornitörn hjá þjóð. Ef mér missýnist ekki því meira, held ég að ritgerðin sé góður vitnisburður um þá fersku strauma, sem ungir bókmennta- menn veittu inn i islenskt menn- ingarlif fyrir, um og eftir 1920. Mér hefur lengi fundist ég standa i þakkarskuld við ritstjóra Varðar árin 1925—1927 fyrir „stórskáld vorra tíma“ og annað gamalt og gott. Þessa siðbúnu en einlægu þökk flyt ég nú Kristjáni Albertssyni áttræðum. Gils Guðmundsson. Mér er sérstök ánægja að óska Kristjáni Albertssyni allra heilla og hamingju á áttræðisafmæli hans í dag. Öskir þessar eru ekki aðeins bornar fram vegna langrar viðkynningar I utanríkisþjónustu Islands, heldur ekki siður vegna gamalla og góðra kynna og vin- áttu okkar hjónanna við hið ótrúlega unglega afmælisbarn. Ekki skal leitast við I þessum fáu línum að rekja ætterni, æfi- starf eða rithöfundaferil Kristjáns Albertssonar, það munu aðrir gera á þessum tímamótum. Ekki er það heldur ætlun min að ræða hér gildi rita Kristjáns um íslensk stjórnmál um og upp úr síðustu aldamótum. Þau skrif hafa ekki valdið vinslitum, þó að sitt sýnist kannski hvorum okkar í þvi efni. Þáttur Kristjáns Albertssonar i utanrikisþjónustu Islands hefst með stofnun sendiráðs í París á árinu 1946. Gerist Kristján þá sendiráðsritari þar og siðan sendi- ráðunautur. A þessum árum stjórnaði hann oft sendiráðinu um lengri eða skemmri tima vegna erindisreksturs hins ágæta sendiherra og vinar okkar beggja, Péturs Benediktssonar, í um- fangsmiklu sendiherraembætti, er náði til vel flestra viðskipta- landa íslands i Austur-, Mið- og Suður-Evrópu. Siðasta aldar- fjórðunginn hefur Kristján verið tengdur sendiráðinu i París sem ólaunaður menningarráðunautur. Jafnframt átti hann um árabil sæti í sendinefndum Islands á allsherjarþingum Sameinuðu þjóðanna. Má I því sambandi geta þess sérstaklega, að á árinu 1952 var skipuð nefnd á vegum Sam- einuðu þjóðanna, er rannsaka skyldi skilyrði fyrir frjálsum kosningum um Þýskaland allt og endursameiningu Vestur- og Austur-Þýskalands. Sat nefnd þessi á rökstólum í Þýskalandi og Sviss til að fjalla um þetta mikil- væga mál. Island var eitt þeirra fáu rikja, er fulltrúa áttu i nefnd- inni. Var það Kristján Albertsson sem þar tók sæti og gegndi auk þess formennsku um skeið. Má af þessu marka hvers álits Island naut þegar á þeim tíma á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna og taust á fulltrúa þeim, er fyrir valinu varð af hálfu Islands. Eins og ég vék að hefur starfs- heiti Kristjáns Albertssonar um langt skeið verið menningarráðu- nautur. Menning er víðtækt hug- tak, eins og Benedikt Gröndal benti á fyrir mörgum árum. I lok langrar upptalningar efna, sem heimfæra má undir menningu, nefnir Gröndal þessi mál, skáld- skapur, söngur, ritverk, listir, menntun, þjóðernistilfinning. Kristján hefur á löngum lífsferli sýnt það og sannað, að hann er réttnefndur fulltrúi menningar, hvort heldur heimsmenningar eða islenskrar, enda er hann við- lesinn og margfróður. Þá er Kristján tilfinningamaður og fer ekki i felur með skoðanir sinar, hvorki i stjórnmálum né öðru. Dæmi þau, sem ég hef haft hér eftir Gröndal — nema e.t.v. söngur, og hef ég þó oft heyrt afmælisbarnið taka lagið hressi- lega — held ég að heimfæra megi öll upp á Kristján Albertsson sem sönnun þess, að hann er vissulega einn hinn ágætasti menningar- fulltrúi islenskrar þjóðar. Henrik Sv. Björnsson Kristján Albertsson dvelst i dag að 7 Rue Alboni, Paris 16 E, Frakklandi. Kaþólsk messa í Fellahelli NÆSTKOMANDI þriðjudags- kvöld, 12. júlf, kl. 20 mun f fyrsta skipti kaþólskur prestur messa f Breiðholtshverfi f Reykjavfk. Kvöldið eftir, miðvikudaginn 13. júlí kl. 20 verða svo umræður um Kaþólsku kirkjuna. Irskur prestur, séra Robert Bradshaw frá Tipperary er hinn nýi kaþólski prestur fyrir Breið- holtshverfi. Hann mun messa i Fellahelli. Allir eru velkomnir í messuna. 1 október mun hann svo byrja að lesa messur reglulega. Þá ætl- ar séra Robert einnig að byrja með sunnudagaskóla fyrir börn í þessu hverfi borgarinnar og gefur hann nánari upplýsingar í Fella- helli um hið fyrirhugaða starf n.k. þriðjudags og miðvikudags- kvöld. Séra Robert sagði að hann væri Hinriki Bjarnasyni og Æsku- lýðsráði Reykjavíkurborgar afar Séra Robert Bradshaw þakklátur fyrir að fá inni i Fella- helli. Hann tók og fram að Sverrir Friðþjóðfsson, framkvæmdastjóri Fellahellis, hefði verið sérstak- lega hjálpsamur og viljað greiða götu sína í hvívetna. t tilefni af fundi, sem norrænir rithöfundar sóttu og sendi frá sér orðsendingu um, að tjáningar- frelsi væri ekki virt á tslandi. Tilefnið var að Hæstiréttur hafði dæmt ummæli dauð og ómerk og ákveðið fjársektir og miskabætur, sem öllum var í hóf stillt. Halldór Blöndal Ljóðabréf til Sigurðar A. Magnússonar formanns Rit- höfundasambands Islands i. 1 æsku var mér upp á lagt að orð, sem væri af skáldi sagt, ætti rót I eðli hans f ætt við frelsi sérhvers manns. Það frelsi var mér einfalt orð eins og skápur, stóll og borð. Og jafnan ávallt sannleik samt og svo tók það til allra jafnt. Nú eru skáldin orðin stétt utan við lög að heimta rétt. Svo skal spyrja um sálarpund s-a-m-norrænan rithöfund. II. Eg fullvel þetta skildi skáldamál að skorti dýnamlt og hlaupvftt stál að sprengja f loft upp öll þau orð og róg, sem yfirþyrmir sannleik meira en nóg. Þín hending var vfst „leiðingi og lygi“ svo langt ég man. Nú er þar kominn svigi. A þessum tíma tók ég á mig rögg til að bera af þér meinlaust högg. III. Ég gref f rústum gleymdum nema fáum. Þú gældir þar við fornhelg orð f Ijóði, svo sönn, að hljóma háum jafnt sem lágum en hefur núna byrgt f þagnarsjóði. Vit hvorki virðir múr né landamerki og meira að segja Bresnev ekki heldur andóf, það er orðið sýnt f verki, og andófsmaður skáldið, sem þess geldur. Halldór Blöndal. Þjóðveldisbær Þjórsárdalur Ferðir að Þjóðveldisbæ og um Þjórsárdal verða framvegis alla mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9 og sunnudaga kl. 10. Komið er aftur að kvöldi. Auk Þjóðveldisbæjar eru margir merkir og fagrir staðir í Þjórsárdal skoðaðir, einnig er komið við í Skálholti. Verð fyrir fullorðna kr. 3.300.— Verð fyrir börn kr. 1.650,— Athugið: Eldra fólki 65 ára og eldri er veittur sérstakur afsláttur: kr. 2.500.-. Kynnið yður sérstakan fjölskylduafslátt. Einn aðili borgar heilt fargjald, aðrir aðeins hálft. Kunnugur fararstjóri. Upplýsingar gefur B.S.Í. sími 22300. Landleiðir h.f. Sími 20720. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í Þl' ALGLÝSIR LM ALLT LAND ÞEGAR Þlj ALG- LÝSIR í MORGLNBLAÐINL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.