Morgunblaðið - 09.07.1977, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 09.07.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977 13 Arrigo Levi — gaf Evrópu- kommúnismanum nafn. Santiago Carillo — leiðir stefna hans til upplausnar spánska kommúnista- flokksins? Enrico Berlinguer, for- maður Kommúnistaflokks ttalfu. Georges Marchais, leiðtogi franskra kommúnista framfarir í Portúgal urðu litlar undir hægri sinnaðri einræðis- stjórn). Lengst héldu franskir kommún- istar tryggð við Stalinismann. Það sem olli fráhvarfi þeirra var ákvörðunin um að bindast sam- tökum við flokk sósíalista, enda þótt ýmsar væringar hafi síðan leitt i ljós, að samvinna þessara tveggja vinstri flokka er ekki byggð á traustum grunni. Af- skipti franskra kommúnista af evró-kommúnismanum hófust er þeir bundust samtökum við kommúnistaflokkinn á ítalíu, sem augljóslega var af því að þeir töldu sér hag í þvi fyrir kosning- ar. I þessu sambandi verður að hafa í huga að yfirleitt hefur Frökkum þótt italskir kommún- istar mun hugnanlegri en skoð- anabræður þeirra í Frakklandi. Markalfnan. En ef ekki er um að ræða sam- eiginlegar hugsjónir og hagsmuni þá hefur hugmyndin um evró- uommúnisma náð að festa rætur af þvi að hún leiðir í ljós hug- myndafræðilegan ágreining og dregur þannig ákveðna linu. Sú lína hefði ef til vill ekki orðið svo skýrt mörkuð ef ekki væri til að dreifa nærveru Sovétmanna i Austur-Evrópu. Ein af ástæð- unum fyrir hinni hörðu andstöðu Sovétmanna við evró- kommúnismann er án efa sá hljómgrunnur sem stuðningur kommúnista við þjóðernissinna og baráttu fyrir borgaralegum réttindum í Austur-Evrópu hefur hlotið. Frá fyrstu tíð ber saga kommúnismans þess vitni að ekki er rúm fyrir frávik frá ákveðinni stefnu að settu marki, og í Sovét- ríkjunum sýnir sagan, að gagn- rýni utanaðkomandi aðila verður ekki þoluð. Að vísu er óhjákvæmi- legt, að framkvæmdin sé með mis- munandi móti í einstökum rikj- um, en það breytir ekki því, að „aðeins er um að ræða einn sann- an og vísindalegan kommún- isma“, eins og segir i heiftarlegri siðaprédikun yfir evró- kommúnistum í New Times, hinu sovézka timariti um utanríkismál. Þegar allt kemur til alls er eina réttlæting ráðamanna innan sovézka valdakerfisins sú að hafa höndlað þennan eina sannleika. Þeir hafa aldrei verið kosnir af neinum og hafa heldur aldrei gef- ið neinum kost á að hafna sér. Hvað eftir annað hafa sovézku leiðtogarnir sýnt, að þeir kjósa fremur opinskáar deilur og upp- lausn en það að taka upp aðra túlkun á hinum yfirlýsta sann- leika. Framtíðin leiðir í ljós hvort sú herferð, sem hófst með harð- orðum yfirlýsingum um að Carillo sé að reyna að „riðla hinni alþjóð- legu hreyfingu kommúnista", or- sakar nýtt öngþveiti og endalok þeirrar trúareiningar, sem krafizt er í Kreml, eða hvort spánskir kommúnistar einangrast og flokk- ur þeirra verði ef til vill leystur upp. Llklegt er að klofningurinn fari vaxandi þar sem hann á ræt- ur að rekja til ólíkra lifnaðar- hátta, og staðreyndir lffsins hafa þann eiginleika að reynast yfir- sterkari en dauð hugmyndafræði. (Greinin birtist nýlega I The New York Times, en höfundur er Flora Lewis). Súrefniskassi afhentur — Alfheiður Magnúsdóttir, formaður Kvenfél- agsins Týbrár, og Halla Bjarnadóttir, úr stjórn félagsins, standa hjá súrefniskassa, sem félagið gaf Elli- og hjúkrunarheimilinu á Höfn. Ljósm. Elfas. Elli- og hjúkrunarheimil- inu á Höfn afhentar gjafir Höfn, 3. júlf. NYVERIÐ boðaði stjórn Elli- og hjúkrunarheimilis Austur- Skaftafellssýslu forsvarsmenn þriggja félagasamtaka I sýslunni og gesti á fund sinn f húsakynn- um heimilisins f tilefni af gjöf- um, sem heimilinu hafa borizt á árinu 1976 að upphæð um ein og hálf milljón króna. Voru gjafir þessar frá Kvenfélagasambandi Austur-Skaftafellssýslu, Lions- klúbbi Hornafjarðar og Kvenfél- aginu Tfbrá á Höfn. Friðjón Guð- röðarson, sýslumaður, sem jafn- framt er formaður og rekstrar- stjóri heimilisins, flutti foráða- mönnum félagasamtakanna þakk- ir fyrir hönd stjórnar heimilisins. I ræðu, sem Friðjón Guðröðar- son flutti við þetta tækifæri, kom fram að Kvenfélagasamband Austur-Skaftafellssýslu hefur frá upphafi, eða frá miðju ári 1974, er Elli- og hjúkrunarheimilið ásamt fæðingardeild tók til starfa, stutt það með ráðum og dáð. Um leið og heimilið var opnað afhenti þáver- andi formaður þess, Sigurlaug Arnadóttir, Hraunkoti, 700 þús- und krónur til kaupa á innan- stokksmunum auk 200 þúsunda til kaupa á sjónvarpi. Sagði Frið- jón, að vegna stuðnings sam- bandsins hefði í árslok 1976 verið ráðizt i þá framkvæmd að byggja við elliheimilið og afhenti Kven- félagasambandið eina milljón króna til þessara framkvæmda. Síðar í vor afhenti sambandið að gjöf eitt sjúkrarúm, sem kostaði rúml. 266 þúsund krónur. Fram kom einnig að Lions- klúbbur Hornafjarðar ákvað á sl. vetri að gefa heimilinu sjúkrarúm að verðmæti um 266 þúsund krón- ur og eru rúm þessi af sænskri gerð og einhver þau fullkomn- ustu, sem völ er á. 1 vor afhenti Kvenfélagið Tibrá á Höfn heimil- inu súrefniskassa fyrir ungbörn Framhald á bls. 34 Kópangskaupstaönr G! ------------------- Skólafulltrúi Staða skólafulltrúa í Kópavogi er hér með auglýst laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. sept. 1977. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 1977. Umsóknum skal skilað á sérstök- um eyðublöðum til undirritaðs sem einnig veitir nánari upplýsingar. Bæjarritarinn í Kópavogi. T-Bleian er frá Mölnlycke ivieo i-Dieiunm notisx i-Duxur, par sem Dieiurn- ar eru með plastundirlagi. T-buxur eru taubuxur, sem veita lofti í gegnum sig, sem plastbuxur gera ekki. Vellíðan barnsins eykst. EIMSKIF Á NÆSTUNNI FERMA SKIP VOR TIL ÍSLANDS SEM HÉR SEGIR: 1 ANTWERPEN: Skógafoss 1 5. júli 20. júli 26. júli 2. ágúst Úðafoss Skeiðsfoss Ujjj Úðafoss I ROTTERDAM: Skógafoss 14.júlí Úðafoss 21. júli Skeiðsfoss 27. júlí Úðafoss 3. ágúst FELIXSTOWE: Mánafoss 1 2. júli Dettifoss 19. júli Mánafoss 26. júlí Dettifoss 2. ágúst HAMBORG: Mánafoss 1 4. júlí Dettifoss 21. júlí Mánafoss 28. júlí Dettifoss 4. ágúst PORTSMOUTH: I Selfoss 19. júli Bakkafoss 28. júli I Brúarfoss 29. júli Goðafoss 9. ágúst I KAUPMANNAHÖFN: I í 1 6 1 1 § I I i Múlafoss Háifoss Múlafoss Háifoss GOTHENBURG Múlafoss Háifoss Múlafoss Háifoss HELSINGBORG Tungufoss Álafoss Tungufoss Álafoss MOSS: Tungufoss Álafoss Tungufoss Álafoss 12. júli 19. júli 26. júli 2. ágúst 13. júli 20. júli 28. júli 3. ágúst 1 3. júli 25. júli iffl. 1 ágúst. H 1 1. ágúst I 1 2. júli Xjl 26. júlí 2. ágúst yj m 1 2. ágúst jm KRISTIANSAND: ffl 14. júli 27. júli 3. ágúst 1 3. ágúst Tungufoss Álafoss Tungufoss Álafoss STAVANGER: tagarfoss Tungufoss Tungufoss Álafoss Tungufoss GDYNIA/GDANSK: m i p m p ■st jQ s.júii p 1 5. júli Lrt 28. júli 4. jágúst 1 5. ágúst 14. júli 27. júli 12. júli 25. júli 26. júli j Fjallfoss Grundarfoss VALKOM: Pj Fjallfoss (jjT Grundarfoss @i VENTSPILS: Grundarfoss [y WESTON POINT: Kljáfoss 21. júli |JJ Kljáfoss 4. ágúst ^ Reglubundnar ferðir á 10 daga fresti frá STAVANGER, KRISTIANSAND fgMOSS 0G HELSINGBORG P P P m P P p í) i7Í ALLT MEÐ EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.