Morgunblaðið - 09.07.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULI 1977
Davíð Oddsson:
Reikningarnir bera vitni
góðri stjóm borgarinnar
Eins og lesendum er kunnugt
voru reikningar Reykjavfkur-
borgar fyrir árið 1976 nýlega
lagðir fram. Sfðari umræða um
reikningana fðr fram á fundi
borgarstjðrnar 7. júlf. Fyrir þeim
fundi lá frammi skýrsla endur-
skoðunardeildar Reykjavfkur-
borgar svo og svör yfirmanna
ýmissa borgarstofnana við at-
hugasemdum deildarinnar.
I inngangi að skýrslunni segir
m.a.: „Stjórn endurskoðunar-
deildarinnar hefur varið miklum
tima i mótun framtiðarskipulags
deildarinnor". Þá segir: „Borgar-
stjóri óskaði þess á s.l. ári að
endurskoðunardeild beitti sér
fyrir því, hvort ekki væri hægt að
koma á betri samræmingu í reikn-
ingsskilum stofnana borgarinn-
ar“. Þá segir: „Mat á ýmsum eign-
um er mismunandi og oft eru
eignfærðar ýmsar framkvæmdir
sem ætti að gjaldfæra. Ef breyt-
ingar yrðu gerðar á þessu myndi
það eðlilega hafa i för með sér
verulegar breytingar á eigna-
breytingarreikningi." 1 lok inn-
gangsins segir: „Að þessum mál-
um þarf endurskoðunardeildin að
vinna i góðri samvinnu við for-
ráðamenn stofnana borgarinnar".
A fundinum tók Sigurjðn
Pétursson (Abl) fyrst til máls.
Hann sagði, að skýrslan leiddi I
ljós athugasemdir sem fram
kæmu við sömu liði i reikningun-
um og áður. Hann sagðist álita að
borgarráð yrði að ræða skýrsluna
og athuga hvort lagfæringar eigi
fram að fara. Sigurjón sagðist
vilja vekja athygli á að endur-
skoðunardeildin gerði athuga-
semdir við fjölmargar færslur
sem samþykktar væru í borgar-
ráði og staðfestar i borgarstjórn.
Sigurjón gerði frávik á greiðslu
gatnagerðagjalda að umræðuefni
og kvaðst vilja fá i hendur á 3
mánaða fresti lista yfir stöðu
greiðenda þeirra gagnvart borg-
inni. Kristján Benediktsson (F)
sagði að í sambandi við fjárhags-
áætlun og reikningana væri frá-
vikið nokkuð. Hann sagði að þeg-
ar staða borgarinnar væri skoðuð
ætti ekki aðeins að líta á borgar-
sjóð sjálfan heldur og ýmis fyrir-
tæki borgarinnar. Borgarfulltrú-
inn minnti á að af mistökum
mætti læra svo og því sem vel
væri gert. Kristján sagði að
huldumennirnir skekktu og
skrumskældu fjárhagsáætlunina,
kjörnir fulltrúar væru ekki spurð-
ir og útkoman væru svona reikn-
ingar. Mörg dæmi sagðist Kristj-
án geta nefnt t.d. viðhald gatna.
Hann sagði, að þó borgarreikning-
urinn væri ef til vill ekki eins og
best væri á kosið mætti þó segja,
að úr honum mætti lesa mikið. Þá
kom fram að borgin skuldaði 5.9
milljaðra erlendis. Nágranna-
sveitarfélögin skulduðu borginni
40 milljónir. Rikið skuldaði 651
milljón og þó væri iþróttasjóður
ekki þar með. Kristján sagði það
stinga mjög i augum, að reikning-
ar og fjárhagsáætlun færi ekki
saman. Borgarfulltrúinn flutti
siðan fjögurra blaðsiðna (A 4)
tillögu um ýmsar lagfæringar á
bókhaldinu. Hann gat þess, að til-
lagan væri að miklu leyti lík til-
lögu sem borgarfulltrúar Fram-
sóknarflokksins fluttu fyrir ári
við afgreiðslu reikninganna. Las
borgarfulltrúinn siðan tillöguna
yfir og óskaði eftir að hún yrði
tekin á dagskrá. Davið Oddsson
(S) tók næst til máls og sagði
þennan tillöguflutning Kristjáns
furðulega ósvífni og slóðaskapur
borgarfulltrúa Framsóknar-
flokksins væri með eíndæmum.
Reikningar borgarinnar hefðu
legið frammi i nokkrar vikur og
fulltrúar Framsóknarflokksins
hefðu haft nægan tima til að
koma tillögunni á framfæri. Nú
flyttu þeir hins vegar tillögu upp
á fjórar vélritaðar siður sem ætl-
ast væri til að hægt væri að af-
greiða. Davíð sagðist ekki ætla
aumkast yfir slóðaskap borgar-
fulltrúa Framsóknarflokksins.
Leitað var afbrigða og féllu
atkvæði 8:1. Var þá ekki gerð
athugasemd við að tillagan kæmi
inn. Björgvin Guðmundsson (A)
tók næst til máls og sagði að með-
an borgarráð eyddi tima sinum i
að ræða um smáfjárveitingar
væri tugum milljóna eytt hjá
borgarverkfræðingi án vitundar
borgarfulltrúa. Björgvin Guð-
mundsson ræddi mjög ítarlega
um reikninga borgarinnar og
gagnrýndi þá nokkuð. 1 lok máls
sins sagði hann, að reikningar
borgarinnar árið 1976 sýndu að
rekstrargjöld hefðu farið mjög
fram úr áætlun. Reikningurinn
sýndi enn fremur, að borgarstjóri
og embættismenn hans auk
flokksbræðra í borgarstjórn
hefðu eytt hundruðum milljóna
án umræðu. Hundruðir milljóna
væru geymslufé frá fyrri árum og
erlendar lántökur hefðu aukist
þrátt fyrir sívaxandi gengistöp.
Að lokinni ræðu Björgvins kom
fram athugasemd vegna af-
greiðslu á afbrigði en samkvæmt
lögum þarf 2/3 hluta atkvæða til
að koma tillögu á dagskrá en eins
og áður segir féllu atkvæði 8 já en
1 nei. Vildi forseti endurtaka at-
kvæðagreiðsluen komu þá fram
hörð mótmæli og varð nokkuð
málþóf af. Lyktaði málum svo að
talið var að atkvæðagreiðsla hefði
þegar farið fram og yrði ekki end-
urtekin. Þar með fór tillaga
Kristjáns ekki á dagskrá þar sem
hún hlaut aðeins 8 atkvæði en
hefði þurft 10. Nokkru síðar á
fundinum lagði Kristján Bene-
diktsson fram bókum efnislega á
þá leið, að fyrri úrskurður um
tillögu hans hefði átt að standa
óbreyttur og hinum siðari var
mótmælt. Bókunin var frá borgar-
fulltrúum Framsóknarflokksins.
Borgarsjóri Birgir Isleifur
Gunnarsson (S) tók næst til máls
og sagði, að sú umræða sem hér
hefði farið fram sýndi hversu
óvenju fá atriði væru gerð að sér-
stöku umræðuefni. Hann sagðist
vilja itreka orð sin frá fyrri um-
ræðu um reikningana, að miðað
við hinar miklu verðhækkanir
1976 hefði mjög vel tekist að
halda fast i rekstrarútgjöld
borgarinnar. Borgarstjóri sagði,
að ýmis rekstur væri hjá borginni
sem yrði að ganga en svo væri
annar sem hægt væri að draga úr
ef illa áraði. (Dæmi um hið fyrrn.
sorphreinsun, siðara nýbygging-
ar). Birgir Isleifur sagði að auð-
vitað væri eðlilegt, að mismun-
andi skoðanir væru uppi um
færslur á bókhaldi sem hjá
Reykjavíkurborg og sínum aug-
um liti hver á það ekki síst á
tímum síbreytilegrar bókhalds-
tækni. Varðandi innheimtu
gjalda - til borgarinnar sagði
borgarstjóri mjög villandi þegar
Sigurjón Pétursson héldi því
fram, að borgin ræki lánastarf-
semi, en það sem borgarfulltrú-
inn kallaði svo væru inneignir hjá
viðskiptamönnum. Menn mættu
vita og gerðu það, að eiginlega
væri útilokað að slíkar heimtur
væru hjá innheimtu borgarinnar
að kl. 24, 31. des væru þar öll borð
hrein. Það væri því hvort tveggja
í senn óeðlilegt og ósanngjarnt að
halda því fram, að borgin reki
lánastarfsemi.
Borgarstjóri sagði að mönnum
hefði oft verið tíðrætt um gatna-
gerðargjöld og innheimtu þeirra.
Hann sagðist geta upplýst að sá
sem séð hefði um innheimtu
gjaldanna hefði gert sér far um að
bæta innheimtu og bókhald varð-
andi gjöldin. Þá sagði borgar-
stjóri að árlega væri úthlutað lóð-
um til hundruða einstaklinga.
Eins og mannleg samskipti væru
misjöfn mætti búast við, að i svo
stórum hópi fyndist einhver eða
einhverjir sem ættu i erfiðleik-
um. Borgarstjóri minnti á að
mannlifið væri fjölbreytilegt og
þvi mætti ekki binda sig við
ósveigjanlegt kerfi. Hann itrekaði
það sem áður var sagt að óeðlileg-
ar umframgreiðslur hjá borgar-
sjóði hefðu ekki átt sér stað. Elín
Pálmadóttir (S) tók undir orð
borgarsjóra, að vel hefði til tekist
við að halda útgjöldum borgar-
29
FRÁ
BORGAR-
STJÓRN
sjóðs í skefjum. Sigurjón Péturs-
son ræddi aftur um greiðslu á
gatnagerðargjöldum. Björgvin
Guðmundsson sagði að sjálf-
stæðismenn i borgarstjóm
reyndu að sannfæra sjálfa sig um
góða útkomu borgarsjóðs, en það
sem þeir kölluðu góða útkomu
kallaði hann lélega útkomu.
Davfð Oddsson (S) sagði ekki
fara milli mála þegar reikningar
borgarinninnar væru skoðaðir, að
að baki þeirra lægi góð stjórnun
og þar með hefði vel til tekist.
Davíð sagði enga ástæðu vera til
að kalla suma embættismenn
borgarinnar nafninu „huldumenn
kerfisins" eins og Sigurjón Pét-
ursson hefði gert. Þessir
embættismenn væru engir huldu-
menn, þeir hefðu ekki verið í fel-
um fyrir borgarfulltrúum né öðr-
um. Davíð Oddsson sagði að lág-
værari gagnrýni minnihlutans á
þessa reikninga en áður sannaði
ótvirætt örugga fjármálastjórn
Reykjavíkurborgar undir forystu
borgarstjóra. Kristján Benedikts-
son taldi að nokkur gagnrýni
hefði komið frá Sjálfstæðis-
flokknum á endurskoðunardeild
borgarinnar. Borgarstjóri Birgir
Isleifur Gunnarsson tók næst til
máls og sagði ekki rétt, að komið
hefði fram gagnrýni á störf
endurskoðunardeildar. Þvert á
móti teldi hann, að þar væri vel
unnið. Borgarstjóri sagði að sér
hefði aldrei komið til hugar, að
segja deildinni fyrir verkum svo
sem að hefði verið látið liggja. I
lok máls síns sagði borgarstjóri;
„Sjálfstæðisflokkurinn átti for-
ystu að þvi að endurskoðunar-
deild borgarinnar var stofnuð.
Sjálfstæðisflokkurinn þolir gagn-
rýni og stjórn Sjálfstæðisflokks-
ins á Reykjavikurborg þolir að
vera skoðuð ofan í kjölinn". Birg-
ir Isleifur sagði, að fáum stofnun-
um á tslandi væri stjórnað eins
„opið“ og Reykjavíkurborg, þetta
vissu menn mæta vel. Þorbjörn
Broddason (Abl) ræddi all itar-
lega um útgjöld i félagsmálum.
Taldi hann að þar væri ýmislegt I
gjöldum sem til hefði fallið vegna
þess, að látið hefði verið reka á
reiðanum. Albert Guðmundssón
(S) tók siðastur til máls og sagði,
að borgarstjóri hefði verið farsæll
i sinu starfi. Albert sagðist ekki
hafa heyrt neina ádeilu frá minni-
hlutanum sem sannaði slæma
stjórn, heldur þvert á móti.
Reikningarnir voru siðan sam-
þykktir.
Greinargerd formanns útgerdarráds BÚR
vegna ferðar með togara til Þýzkalands
HÉR fer i eftir greinargerð sem
Ragnar Júllusson, formaður út-
gerSarráös Reykjavlkur, flutti á fundi
borgarstjómar I fyrra kvöld um för
slna til Þýzkalands með skuttogara
BÚR:
Herra forseti.
Ástæðan fyrir þvl að ég kveð mér
hljóðs utan dagskrár er sú að fundar-
gerð útgerðarráðs frá i gær nær ekki
fyrir þennan fund borgarstjórnar en á
þessum fundi i útgerðarráði lagði ég
fram greinargerð um för mina til Þýzka-
lands með togaranum Bjarna Bene-
diktssyni nú nýlega, en þessi ferð varð
tilefni skrifa i einu dagblaða borgar-
innar og ég tel óhjákvæmilegt að koma
greinargerð minni á framfæri við
háttvirta borgarstjórn áður en hún fer i
sumarleyfi og vil ég þvl með leyfi
háttvirts forseta lesa greinargerð þá er
ég lagði fram á fundi útgerðarráðs I
gær.
Vegna blaðaskrifa. sem orðið hafa I
einu dagblaða borgarinnar I fjarveru
minni um ferð mlna með togaranum
Bjarna Benediktssyni til Þýzkalands
nýlega, þykir mér rétt að eftirfarandi
komi fram:
För þessi var ákveðin I samráði við
framkvæmdastjóra B.Ú.R. og jafnfram
með vitund allra útgerðarráðsmanna.
Svo sem öllum er kunnugt var
ástæða þess, að togarinn fór til Þýzka-
lands sú. að óhjákvæmilegt var að láta
verulega viðgerð á honum fara fram,
bæði vegna þeirra 5 tjóna sem hann
hafði lent I og eins flokkunarviðgerðar.
Heppilegast þótti, að senda skipið á
þessum tlma þar sem ekki var hægt að
vinna allan afla B Ú R togara hér
vegna þágildandi yfirvinnubanns. Var
þvi ákveðið að selja aflann úr þessari
veiðiför erlendis og framkvæma
viðgerð um leið. Tel ég að það hafi
verið vel ráðið.
Togarinn hætti veiðum kl 21 þann
9. júnl og lagði af stað til Reykjavlkur
en hann hafði verið að veiðum undan
Vestfjörðum.
Skipíð kom á ytrí höfnina kl. 07.20
að morgní næsta dags 10. júnl og
lagðist að bryggju kl. rúmlega 08. Var
þvi ekki slegið af né slórað á leið til
hafnar eins og allir þeir sem til þekkja
mega sjá.
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar og
skipstjóri höfðu. svo sem venja er.
ákveðið brottför skipsins og fjölda skip-
verja i siglingunni. Var þá við það
miðað að skipið stæði eins stutt við I
höfn og frekast er kostur og að lág-
marksáhöfn færi út með skipinu
Ákveðið var að skipið léti úr höfn kl
16 þann 10. júní með 11 manna
áhöfn. Vinna við skípið lauk kl. 1 5.30.
Brottför tafðist um 'h klukkustund
þar sem 2. stýrimaður var bundinn I
sjórétti vegna áreksturs milli togaranna
Bjarna Benediktssonar og Erlings
Skipið kom til Bremerhaven þann
14 júnl og hófst löndun þá strax
Heildaraflinn nam tæpum 195 tonnum
og andvirði hans. var 250 550.37
þýzk mörk Meðalverð var svipað og
hjá togurunum Júnl frá Hafnarfirði og
Erlingi frá Garði. sem seldu um sama
leyti.
Strax að löndun lokinni var skipið
fært til Seebeck Werft sem hóf þegar i
stað viðgerðir á þvl.
Unnið var látlaust allan sólar-
hringinn að undanskildum 17. júnl.
sem er almennur fridagur I Þýzkalandi
Ég fylgdist með viðgerðum á skipinu
ásamt Marteini Jónassyni fram-
kvæmdastjóra. eins og ráð hafði verið
fyrir gert. Viðgerðin reyndist verulega
umfangsmeiri en við var búist i
upphafi. enda fór svo að ég fylgdist
með viðgerðinni I 12 af þeim 16
dögum sem skipið stóð við, þótt ég
hefði I upphafi stefnt að þvi að ná frii
einhvern hluta dvalarinnar.
Ég þarf vart að taka fram að ég
hvorki tók laun né naut dagpeninga
vegna þessa né önnur friðindi fyrir
umstangið en far og fæði fyrir mig og
konu mlna á meðan dvalið var um
borð.
Reynt hefur verið að gera tortryggi-
legt að við hjónin vorum skráð með
starfsheitum á skipið Ekki þarf að
skýra þá staðreynd fyrir kunnugum þvi
það er alkunna að farþegum með fiski-
skipum er ekki heimiluð landganga I
þýzkum höfnum Er þvi viðtekin venja,
að þeir sem ferðast þannig til þýzkra
hafna, eru skráðir á skipið. Þvi fylgdi I
þessu tilfelli að útgerðin greiddi at-
vinnurekendaiðgjöld 307 kr. á dag
fyrir hvort okkar en ferðaslysatrygg-
ingu keyptum við sjálf
Ég hlýt að harma að för þessi hefir
verið gerð tortryggileg og sögusögnum
komið á kreik meðan ég var erlendis
og hafði engin tök á að bera þær til
baka og koma réttum upplýsingum á
framfæri.
Skýrsla þessi var rædd ýtarlega I
útgerðarráði i gær og þá lögð fram
Ijósrit úr dagbókum skipsins varðandi
lok veiðiferðarinnar, siglingatimann til
Reykjavikur og komutima i höfn áður
en lagt var i söluferðina til Þýzkalands
Af þeim sést glögglega hversu fjar-
stæðukenndar dylgjur um tafir á ferð
skipsins voru
Skipið átti að leggja af stað til Þýzka-
lands kl 1 6 00 þann 10 júni.
Eins og fram kom I skýrslu minni
tafðist skipið um 'h klst. vegna sjópróf-
anna og er það öll sú töf sem hægt er
að finna I allri þessari ferð Verður mér
tæpast um þá töf kennt
Að lokum vil ég leyfa mér með leyfi
háttvirts forseta að lesa upp fundar-
gerð útgerðarráðs frá í gær.
518. fundur.
Miðvikudaginn 6 júlí, 1977 kom
Útgerðarráð Reykjavikurborgar saman
til fundar á skrifstofu B.Ú.R. kl 12.15
e.h Mættir voru Ragnar Júlíuss Einar
Thoroddsen, Björgvin Guðmundsson,
Sigurjón Pétursson, Gunnar I. Haf-
steinsson, Gústaf B Einarsson og Páll
Guðmundsson ásamt framkvæmda-
stjórum B Ú R Marteini Jónassyni og
Einari Sveinssyni Fundarritari var Vig-
fús Aðalsteinsson.
Þetta gerðist:
Framhald á bls. 25