Morgunblaðið - 09.07.1977, Side 30

Morgunblaðið - 09.07.1977, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JULl 1977 Kristín Helgadóttir, Vorsabæ—Minning Fædd 29. nóvember 1884. Dáin 2. júll 1977. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna t(ð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin strfð. Vald. Bríem. Enn má reyna sannindi þessara orða sálmaskáldsins þegar ég nú kveð hinstu kveðju, vinkonu mína, Kristínu Helgadóttur, fyrr- um húsfreyju í Vorsabæ i Gaul- verjabæjarhreppi, en siðar lengst af á Grund á Selfossi. Hún andað- ist á Landakotsspitala hinn 2. júli s.l. á 93ja aldursári. Við fráfall hennar streymir heiðríkja minn- inganna um vináttu og viðkynn- ingu i tímans rás, um huga minn. Þar er enginn skýhnoðri á lofti. Ekkert sem stingur i minning- unni, ekkert sem segir að það hefði átt að vera öðruvisi heldur en það var. Svo ósvikin var per- sóna hennar. Ég ætla því að leyfa mér að minnast hennar með fáum orðum. Kristin var fædd i Súluholti í Villingaholtshreppi, 29. nóv. 1884. Foreldrar hennar voru Helgi Guð- mundsson bóndi þar, frá Vorsa- bæjarhjáleigu, og kona hans, Sig- ríður Björnsdóttir, frá Kirkju- ferjuhjáleigu. Kristín var þriðja i aldursröð ellefu barna þeirra Súluholtshjóna. 1 glöðum hópi systkina undir handieiðslu góðra og mikilsvirtra foreldra ólst hún upp og vandist fljótt, svo sem ekki þarf að fjölyrða um, að vinna við heimilisstörfin sem á stórum heimilum þeirra daga voru marg- breytileg og ekki spurt um frí- stundir. Hún hefir og fljótt skilið, að vinnan skapar verðmæti og trúmennska í starfi auð, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Með góðri greind að Guðs gjöf, og áunna reynslu frá æskuheimili sínu, hélt hún útí lifið á eigin ábyrgð. Hún giftist hinn 21. des. 1918, Jasoni Steinþórssyni, bónda f Vorsabæ, sem þá var ekkjumað- ur. Hann hafði um árabil búið í Vorsabæ með konu sinni, Helgu Ivarsdóttur er hún veiktist af sjúkdómi þeim er ekki var við ráðið og féll hún fyrir sigð dauð- ans á bezta aldri frá fimm ungum börnum þeirra. Skal ég sízt af öllu reyna að koma orðum að þeim vanda sem Jason þá hefir staðið frammi fyrir. Hitt er víst að til heimilis hans réðist þá góð kona og lífsreynd, Ölöf Jónsdóttir, er síðar fluttist að Hafsteini á Stokkseyri. Litu börn Jasonar löngum á Ólöfu sem ömmu sina og virtu mikils. Svo kom nýja húsfreyjan að Vorsabæ, Kristín Helgadóttir frá Súluholti. Ekki er vandasamt að geta sér þess til að mikið tókst hún á herðar þegar hún gekk í bú bónda síns þar sem fyrir voru fimm móðurlaus börn og hennar hlutverk var nú að ganga þeim i móðurstað. En unga konan var trúuð, viljasterk og skilningsgóð, og móðurhlutverk sitt, við börn Jasonar, rækti hún frá upphafi með þeim sóma, að það væri að óhreinka fagran hlut að ég færi að gefa þeirri stað- reynd umsögn. Kristín og Jason voru einkar samhent í sinu hjónabandi, enda var með þeim mikið jafnræði á flestum sviðum. Jason var mjög traustur maður í hvívetna. Hægur i fasi, hygginn, stjórnsamur og iðinn. Hann bjó yfir léttri lund með þægilegu skopskyni hverju hann beitti af mikilli siðfágun. Heimili þeirra og búskapur allur var traustur og öruggur. Þar voru framfarir og framkvæmdir allar fastmótaðar og vel yfirvegaðar. Afurðir af búsamala öllum í bezta lagi enda um hann gengið af reglu og snyrtimennsku. Jason tók mikinn þátt í félagsmálum sinnar sveitar og sat í sveitar- stjórn, fræðslunefnd og skatta- nefnd, svo aðeins þrennt sé nefnt, árum saman. Kristin og Jason eignuðust fjög- ur börn. Son, Magnús að nafni misstu þau á fyrsta aldursári en þau er upp komust eru: Helga, húsfreyja í Reykjavík, hennar maður er Egill Hjálmarsson, bif- vélavirkjameistari. Helgi, pípu- lagningarmeistari f Reykjavík, hans kona er Aslaug Sigurgeirs- dóttir. Guðmundur Magnús, raf- virkjameistari í Reykjavfk, hans kona er Bjarney Ólafsdóttir. Fósturbörn Kristínar, börn Jasonar af fyrrra hjónabandi, voru eins og áður er sagt fimm. Tveir bræðranna eru látnir þeir voru: Ivar, oddviti og hreppstjóri f Vorsabæjarhóli. Eftirlifandi kona hans er Guðmunda Jónsdótt- ir, sem nú býr á Selfossi. Og Steinþór, verkstjóri á Stokkseyri. Eftirlifandi kona hans er Dag- björt Sigurðardóttir, sem býr á Stokkseyri. Á lífi eru: Þórður, tæknifræðingur f Reykjavík, gift- ur Jónu Þorvarðardóttur. Sigrfð- ur, húsfreyja á Selfossi, gift Júnf- usi Sigurðssyni og Stefán, bóndi og hreppstjóri í Vorsabæ, giftur Guðfinnu Guðmundsdóttur. Arið 1942 létu Kristín og Jason af búskap i Vorsabæ og fluttu heimili sitt að Grund á Selfossi í félagi við Sigríði dóttur sína og mann hennar. Jason stundaði um mörg ár margvísleg störf á Sel- fossi eða allt til þess að þrek hans þraut og hann þurfti á sjúkra- hússvist að halda, þar sem hann andaðist hinn 27. mars 1952. Kristín var sivinnandi og undi sér ekki fremur hvíldar í hinum nýju heimkynnum heldur en með- an hún stjórnaði heimili sínu f Vorsabæ. Gestagangur var jafnan mikill á heimili þeirra Kristfnar og Sigríðar og nutu þær þess mjög að hlynna að reisendum og spjalla við þá um yfirstandandi og liðna tfma. Ekki voru allir sem að garði bar eingöngu þangað komnir til þess að þiggja kaffisopa, heldur höfðu þeir erindi við Kristfnu um fyrir- greiðslu um prjónles margvislegt, sem hún leysti af hendi með mikl- um dugnaði og útstjónarsemi. Kristín var stjórnsöm hús- freyja, iðin og vandvirk. Hún stjórnaði á sfnu heimili með létt- leik og einurð. Fróð var hún í viðræðu og minnug vel. Kóróna alls þessa var þó f mfnum huga léttlyndi hennar og lipur tilsvör. Engum gat liðið öðruvísi en vel í návist hennar. Hún var frið kona, sviphrein og fagurlega limuð. Fas hennar og hreyfingar allar svo svifléttar og einarðar, að eftirtekt allra vakti. Þannig man ég hana frá barnæsku minni. Þannig var hún á öllum timum, nú síðast fyr- ir tveimur árum sat hún f merkis- afmæli yngsta sonar síns teinrétt og tíguleg. Þannig vil ég muna hana. Margs er að minnast frá liðinni tíð. Frá bernsku- og æskudögun- um þegar leikfélagarnir í Vorsa- bæ voru sóttir heim og húsfreyjan lagði ekki bara góðgerðir fram, Þetta er ekki minningargrein, aðeins örfá kveðju- og þakkarorð að leiðarlokum. Um aeviatriði og störf vísast nánar til ágætrar minningargreinar, sem birtist f Morgunblaðinu 28. júní s.l. Þar er ekkert ofmælt. Um það get ég dæmt eftir tæplega hálfrar aldar samstarf og viðkynningu. Hansi var hann kallaður meðal ættingja og vina. Hann var 14 ára unglingur þegar ég réðist að fyrir- tæki foreldra hans. Það var árið 1930. Átta árum síðar varð hann forstjóri fyrirtækisins við fráfall föður síns 1938. Hann stjórnaði því síðan ásamt móður sinni meðan bæði lifðu. (Frú Guðrún andaðist 16. des. 1961). 1 39 ár hef ég því unnið undir hans stjórn. Ég hef séð fyrirtækið vaxa. Ég hef séð systkinahópinn vaxa og dafna, fylgst með þeim frá því þau voru börn til fullorðinsára. Og ég hef eignazt vináttu og traust þessa trygglynda fólks. Það er seintekið og stórlynt, en bregst engum, sem hefur unnið traust þess. Ég var ung þá og hafði gaman af að vinna og gat skilað mikilli vinnu. Þá voru aðrir timar en nú. Þá var unnið þegar þess þurfti, oft langan vinnudag, en hætt fyrr, þegar lítið var að gera, — fyrir heldur ekki síður skemmtilega umsögn um eitthvað lítið sem hún með léttlyndi sínu fann að ungir drengir gátu skemmt sér við. En þvf skyldi ég bera þessar og aðrar minningar á torg? Heldur skal geymd og vernduð í minni vináttu hennar og tryggð við okkur I Seljatungu. Allt frá foreldrum okkar til systkynanna og barna okkar. öll höfum við orðið þeirra gæfu aðnjótandi að eiga tryggð hennar og vináttu. Fyrir það skal þakkað. Þökkum góðum Guði að hafa átt hana að vini. Ekki skal heldur gleymt að þakka henni sporin til móður minnar, sem hún átti mörg, ekki sizt þegar móðir min átti við heilsubrest að striða. Þá kom Kristín sannarlega oft sem læknir væri með undralyf. Allt varð svo miklu vonbetra, bjartara og kvið- inn rauk á dyr. Þannig var persóna hennar sterk og mild i senn. Og nú kveð ég hana hinzta sinni með mikilli þökk og virð- ingu og á enga ósk betri ættar- byggð hennar til handa heldur en þá, að hún megi fóstra margar dætur sem líkjast Kristfnu Helga- dóttur. Börnum hennar, tengda- börnum og niðjum öllum sendum við í Seljatungu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Gunnar Sigurðsson. eitt og sama kaupið. En það var tekið eftir því sem gert var og því var ekki gleymt. A seinni árum hef ég fundið til þess, að ég skila ekki nema hálfu starfi miðað við það sem áður var, en fæ þó fulltr kaup. Ég hafði oft orð á þessu við H:nsa. Svarið var alltaf: „Þú átt það inni, tölum ekki meir um það“. — Aldrei brást það, ef ég bað um vinnu fyrir ættingja vini eða venzlafólk, að hún væri ekki veitt um leið og það var nefnt. Það kom sér oft vel, ekki sízt fyrir skólafólk. Anna systir mín, vann fyrst á heimili gömlu hjónanna og siðan á ljósmyndastofunni um árabil. Hún á aðeins góðar minningar um þetta fólk. Hansi var einn þeirra manna, sem er allur annar i starfi en einkalífi. í starfi var hann alvöru- maður fyrst og fremst, kröfu- harður við sjálfan sig og aðra. Festa, reglusemi og snyrti- mennska einkenndu allt hans starf og hann krafðist þess sama af öðrum. í einkalífi var hann ljúfur og kátur og gat þá glaðzt með börnum, — sinum og annarra. Hansi var meðalmaður á hæð fríður sýnum, og grannvaxinn alla tíð. Hárið dökkjarpt og eilítið'' liðað. Hann var dulur maður og hæglátur og vakti traust manna. Hann líktist foreldrum sinum báðum í sjón og raun. A yngri árum lagði hann stund á íþróttir. — Hann var heilsuhraustur þar til fyrir 7 árum, þá tók heilsu hans að hnigna og 4 síðustu árin mátti hann heita helsjúkur. Hon- um var ljóst að hverju dró og tók því með æðruleysi. Sumt fólk, vandalaust, kynnist við mann af svo ljúfu geði og traustu að maður greinir ekki á milli þess og nánustu ættingja eða ástvina. Þannig urðu kynni min við Petersensfólkið: gömlu hjón- in, börn þeirra og venzlafólk. Um leið og ég þakka langa vegferð bið ég því öllu guðsblessunar, jafnt lifs sem liðnu. Gunnþóra Vigfúsdóttir t Móðir okkar, GUÐRÚN KRISTMUNDSDÓTTIR Laugalæk 7 Rvlk. lést I sjúkrahúsinu á Akranesi 7.7 1977. Jarðaförin verður auglýst S'ðar Dagmar Kristin Hannesdóttir Laugalæk 7 Rvlk. Sigrún Hannesdóttir Borgarnesi Valgeir Hannesson Álfheimum 42 Rvlk. t Sonur minn og bróðir okkar ÁSGRÍMUR S. GUÐJÓNSSON, Gunnarssundi 7. Hafnarfirði andaðist aðfararnótt 7. júlí. GuSjón Benediktsson og systkini hins látna. t Eiginkona min ANNA ÓLAFSDÓTTIR fré Hvallátrum á BreiSafirSi. andaðist i Borgarsjúkrahúsinu 7. júli. Sveinn Gunnlaugsson frá Flateyri, systkini og vandamenn. t Sonur okkar og bróðir, INGIMUNDUR ÓLAFSSON. Eyjahrauni 11, Þorlákshöfn, Verður jarðsunginn frá Hjallakrikju i Ölfusi i dag. 9. júli kl 2 Jarðsett verður í Þorlákshöfn Hrafnhildur Ólafsdóttir. ÓlafurÖrn Ingimundarson. Lóa Ólafsdóttir. t Alúðarþakkir fyrir hlýhug og margvislega aðstoð ættingja okkar og vina í þungbærum veikindum og við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, afa, bróður og tengdasonar JÓH. BRAGA EYJÓLFSSONAR Sérstakar þakkir viljum við færa forstjórum og starfsfólki Bifreiðastöðv- ar Reykjavikur og Reykjafells h.f. fyrir ógleymanlegan stuðning og Guðlaug Marteinsdóttir. vinarhug Þórunn Jónsdóttir, Katrin M. Bragadóttir, Eyjólfur E Bragason, Stella Bragadóttir, Þórir V. Bragason, barnabörn og systkini hins látna. Katrin Jónasdóttir. Oddur Fjalldal, Kristin Kristmundsdóttir, Ólafur Ólafsson. t Þakka auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns mins, EINARS PÁLSSONAR. Álftamýri 58. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Matthildur Haraldsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðaför móður, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR ÓLAFSDÓTTUR Sólveig Eyjólfdóttir, Jónas Bjarnason, Sigrún Jónsdóttir Jónas Erlendsson, Sigríður Jónsdóttir, Jón Sigurðsson, Guðmunda Jónsdóttir, Vilhjálmur Hannesson Bjarni Jónsson Eyjólfur Jónsson. Kveðja: HansP. Petersen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.