Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JÚLI 1977 Verndum þorskinn — Verndum þorskinn — Verndum Á FERÐ sinni um Austfirði fyrir nokkru ræddi Morgunblaðið við nokkra sjómenn f Neskaup- stað, almennt um ástand fiskistofnanna. Það kom fram hjá flestum þeirra, að þeir eru á móti notkun flotvörpu, um sinn a.m.k., og telja það veiðarfæri engu betra en þorsknót á meðan þorskstofninn er f lágmarki. Þá finnst sjó- mönnum í Neskaupstað hættulega lítið eftir af fiski í sjónum, og að þeir þurfi að sækja sífellt lengra út til að fá fisk. Þá telja sumir þeirra að Islendingar hafi byrjað á friðunaraðgerðum of seint, eins og nánar kemur f viðtölunum hér á eftir. Ármann Herbertsson. „Gömlu miðin búin að vera” — segir Ármann Herbertsson í Neskaupstað „MAÐUR þekkir lítið „Hættulega lítið af fiski eftir í sjónum” — segir Magni Kristjánsson skipstjóri á Berki NK annað en að róa héðan frá Norðfirði og það er oft erfitt. Ég gæti trúað að það væri hvergi erfið- ara að róa á landinu en héðan frá Austfjörðum og er það vegna hinna miklu strauma hér úti fyrir," sagði Ármann Herbertsson sjómaður í Neskaupstað en hann gerir út 7 tonna bát, Sævar og hefur í vor stundað veiðar með þorskanet, eins og svo margir aðrir. ..Fiskurinn hefur farið ört minnkandi á undanförnum ár- um. Færafiskurinn, sem nú fæst, er t.d. smærri en í fyrra, en línufiskurinn, sem nú fæst, er að vísu betri, en það þarf líka að sækja hann lengra, það er eins og hann hafi dýpkað á sér. Við þurfum að sækja lengra út með hverju árinu sem líður, það er eins og að gömlu miðin séu alveg búin að vera. í fyrra- sumar sóttu menn 10—12 mílur út á opnum bátum, það sem fékkst á grunnunum var algjört rusl. í fyrra réri ég einn og gekk sæmilega miðað við marga aðra, fékk 55 tonn í 52 róðr- um, en úrtök voru þá mikil," segir Ármann. — Nú eruð þið farnir að róa með þorsknet og leggja hér í firðinum, hvernig ganga þessar veiðar? ..Netaútgerðin hefur komið allvel út hjá sumum bátanna, og það ætti að vera framtíð í þessum veiðum þegar menn hafa eignazt allt til þessara veiða, en stofnkostnaðurinn er gifurlegur." — Hvert er álit þitt á þeim miklu skipakaupum sem átt hafa sér stað á síðustu árum? ,,Það vilja vist allir sitt, en það er ógurlegt að sjá allan skuttogarafjöldan hér rétt fyrir utan. Fiskurinn fæst þarna á smáblettum, en færabátar verða ekki varir, þar sem ekkert sleppur inn." — Vilt þú leyfa veiðar með dragnót á kolamiðunum hér fyrir austan? „Það eru kolamið mjög víða að finna hér, og ég held að það væri ekki verra, að hleypa dragnótabátum á þessar veið- ar. Að minnsta kosti segja gömlu mennirnir, að það hafi alltaf fiskazt bezt á Sandvík- inni, þegar dragnótin var búin að hreinsa kolann upp." „Ég er anzi hræddur um aS við stefnum okkur i voða sem stendur. AuSvitaS er margt breitt frá því sem var fyrr á árum, er útlendingar voru hér, en staSreyndin er, aS þaS er orSiS of litiS af fiski til þess aS hægt sé aS hamast á miSunum. Hins vegar er einkennilegt hvaS menn hafa skiptar skoS- anir á hvaS mikiS af fiski er eftir i sjónum. 20—30 togaraskipstjórar fyrir norSan og vestan halda þvi fram aS meiri fiskur sé í sjónum en fiskifræSingar segja. Spurn- ingin er hvorir hafa rétt fyrir sér. Sjálfum finnst mér vera hættulega litiS af fiski eftir i sjónum," sagSi Magni Kristjánsson skipstjóri á Berki frá NeskaupstaS, en Magni var áSur skipstjóri á skuttogaranum Bjarti, en skipti yfir um siSustu árarnót, fór þá á loSnu á Berki. „Og ef ég held áfram," segir Magni, „þá má skipta rökum þessara aðila í tvennt. Bjart- sýnismennirnir segja, að það sé nægur fiskur í sjónum, fyrir vestan. Sumir segja reyndarað það sé búið að loka svo miklu fyrir norðan að hólfin séu bók- staflega full af fiski, og bæta þvi við að mikið af fiski hafi hrygnt úti fyrir Norðurlandi á s I. vertið. Á móti kemur sægur mikil- vægra atriða. Hrygningarstofn- inn úti fyrir Suður- og Vestur- landi er ákaflega lítill og margt fleira en það styður raunsæis- skoðanirnar. Það vantar Aust- fjarðafiskinn, Langanesfiskinn, fiskinn undir Jökli og haustfisk- inn á Breiðafirði." — Ef svo er hvað á að gera? „í fyrsta lagi verður að setja reglur um hamarksafla með einhverjum hætti. Takmörk á veiðunum verða líka að vera þannig úr garði gerð, að ekki verði hægt að breyta eftir dúk og disk. Sjálfur hef ég oft sagt að það megi ekki stöðva flot- ann. En ég held að það sé miklu léttbærara að gera það, en að drepa allan þorskstofn- inn. Það hljóta að vera rök nr. 1 að vernda hann.Við sleppt- um gullnu tækifæri í fyrra og hitteðfyrra til að sporna við. Einkum og sér í lagi er aflinn sem Þjóðverjarnir taka um- deildur, — og að minu mati átti að segja samningnum við Þjóðverja upp um leið og þeim brezka. Þjóðverjar fá líka að veiða 1 30 þús. tonn á tveimur árum, þ.e 65 þús tonn á ári. Ef samningnum hefði verið sagt upp, hefðum við ekki aðeins grætt þessi 130 þús. tonn, heldur hefðu ráðamenn sýnt um leið að þeir hefðu stjórn á hlutunum. Á meðan útlendingar fá að veiða svona mikið hér við land, geta ráða- menn ekki átt von á að sjó- menn hlýði öllu skilyrðislaust. Þá vil ég koma því að ég tel of mikið hafa verið gert úr aflabrögðum Breta úti fyrir Austfjörðum á meðan þeir stunduðu veiðar hér í leyfis- leysi. En vissulega tóku þeir þúsundir tonna með ofbeldi og samningum. Sjálfur held ég að við hefðum ekki átt að semja á sínum tíma við Breta, því þá hefðu íslenzkir ráðamenn getað kallað þá til ábyrgðar og ef til vill hefðu þeir fiskað minna án samninga. — En er ekki útlitið allt ann- að siðan Bretar fórt á brott? „Víst er það og það ætti að vera miklu auðveldara að stjórna þessum málum þegar við sitjum að mestu einir að miðunum hér. Á meðan útlend- ingarnir voru hér í algleymi sagði ég og aðrir sem vorum á togveiðum, „ef ég geri þetta ekki þá gera útlendingarnir það " Annars finnst mér heildar- stjórnin of fálmkennd, það er ekki unnið markvisst að friðun- armálunum og stundum farnar vafasamar leiðir. Þá held ég að það þýði ekki alltaf að fara eftir sjónarmiðum sjómanna. Ég hef stundum reynt að setja mig inn í sjónarmið annarra sjómanna við landið og komizt að þvi, að þau eru gjörólík. Því verða yfir- völd að taka af skarið. Og það „EF EKKERT verður dregið úr sókninni er ég hræddur um afdrif þorsksstofnsins Annars finnst mér hafa veriS byrjaS á öfugum enda í friSunarmál- unum og á ég þar viS hin miklu skipakaup aS undan- förnu, og er ég hræddur um aS þaS eigi eftir aS segja til sín. ÞaS er líka vitaS aS þaS er ekki hægt aS gera út skut- togara nema hann fiski a.m.k. 2500—3000 tonn á ári," sagSi Herbert Benja- mínsson, skipstjóri á skut- togarunum BarSa frá Nes- kaupstaS, þegar MorgunblaS- iS ræddi viS hann. „Eftirlitsmennirnir sem nú fylgjast með veiðum togaranna eiga fullan rétt á sér, en engu að síður er kerfið svo þungt í vöfum að málin vefjast fyrir mönnum. Það er t.d. ekki nóg að loka einhverjum stað og er líka betra að vera of stórtæk- ur í verndunarmálunum nú um tíma, heldur en ekki. Því það er ekki hægt að lifa á þessu landi ef við höfum ekki þorskinn og þá er lika bezt að reyna að gera eitthvað á meðan afurðaverðið er það hæsta sem þekkst hefur. Við þurfum að binda okkur við heildartonnafjölda, og ekki þýðir að fjölga sláturhúsunum meira en orðið er. Ennfremur eigum við að banna flotvörp- una, og ég hef verið á móti henni síðan ég vissi hvert stefndi, en veit hins vegar að flotvarpan er fyrirtaks veiðar- færi. Sá fiskur sem fæst í flot- vörpuna nú, myndi fást hvort eð er síðar í botnvörpunaz hann fengi bara nokkru lengri líf- daga. Upphaflega voru aðeins 5 togarar búnir flotvörpu, en nú er búið að fjárfesta fyrir 1—2 milljarða í flotvörpubún- aði um borð í fiskiskipum. Þá eigum við að framfylgja skilyrðislaust reglugerðinni um netaveiðar, enda eiga netaveið- ar að sitja við sama borð og aðrar veiðar. Það þýðir ekkert að setja lög ef þeim er ekki framfylgt. Á sínum tima var sagt að ekki væri hægt að koma í veg fyrir landhelgisbrot togbátanna, en það sýndi sig að það var vel hægt er það var opna síðan ekki aftur. Sú þróun hefur verið ríkjandi að undan- förnu að stórum svæðum er algjörlega lokað, þannig að togararnir flæmast i burtu, og verða að halda sig sifellt á sömu svæðunum, þar sem kannski er smáfiskur." — Finnst þér fiskurinn sem þið fáið hafa farið smækkandi að undanförnu? „Ég myndi segja að svo væri að vissu leyti, en fljótlega eftir að togaraútgerð hófst á íslandi var farið að veiða smáfisk, t.d. við Hvalbak og þótti það voða- legt, — hins vegar held ég að fiskurinn á þeim slóðum hafi ekkert breytzt. Þá vil ég taka fram, aö ég hef aldrei orðið var við eins mikið smáfiskadráp og margir halda fram, hvað þá að 50% af því sem komið hefur um borð hafi verið smáfiskur." „Hófum frið- unaraðgerðir of seint” — segir Herbert Benjamínsson skipstjóri í Neskaupstað Rætt við sjómenn í Neskaupstað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.