Morgunblaðið - 12.07.1977, Síða 22

Morgunblaðið - 12.07.1977, Síða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JULI 1977 Sólarlítið næstu daga ALLAR horfur eru á skýjuðu veðri á Vesturlandi í dag en þó kann eitthvað að sjást til sólar síðdegis. A austanverðu land- inu verður hins vegar áfram gott veður og sólskin. Hiti breytist ekki. Að sögn Knúts Knudsens, veðurfræðings, eru ekki horfur á þvf að Reykvfk- ingar og nágrannar njóti sólar að ráði næstu daga, þrátt fvrir sólina f gær. Heldur sagðist Knútur eiga von á þvf að um vestanvert landið tæki aftur að rigna. VINNUSLYS varð i verzlun Hagkaups hf. við Skeifuna í Reykjavík laust eftir hádegi i gær. Unglingspiltur féll af vörulyftara og niður í vöru- kassa og var talinn hafa hand- leggsbrotnað. Skák Framhald af bls. 18 J>aka, því að hvítur hótaði 31. Hb4) 31. Hxb8+ Dxb8, 32. h3 ~w~ :rw W M É.M i á l * t i j ■ 7 ‘ *, m :1 ", ■ ; ft . » •y/\ ( i Dg,3 (32. . Db3 gekk ekki vegna 32. . . Db.3 vegna 33. De7) 33. Bxe4 Bxc4, 34. Hxc4 Hg5, 35. Da2 Del + , 36. Kh2—Dg3+. Jafntefli. - Gíslar Framhald af bls. 1 I gær létu ræningjarnir, sem báðir eru sagðir vera um tvítugt, áhöfn vélarinnar lausa og sömu- leiðis allar konur og börn og siðan einnig flesta aðra farþega. Samningaviðræður mílli finnsku lögreglunnar og ræningj- anna fóru fram í alla fyrrinótt og í gærdag, en finnska stjórnin er í nokkrum vanda stödd með mál þetta að þvi er fréttamenn telja, þai eð í gildi er samningur milli Finnlands og Sovétrikjanna um gagnkvæmt framsal flugræn- ingja. Þetta flugrán er hið ellefta í heiminum á þessu ári og híð þriðja í röðinni á aðeins fimm dögum. Rænt hefur verið vélum i öllum heimshlutum en þetta er þriðja flugránið i Austur-Evrópu á árinu. 1 maí sl. var sovézkri flugvél rænt og henni flogið til Stokkhólms og hafa sænsk stjórn- völd neitað að framselja flugræn- ingjann og veitt honum pólitískt hæli. Alls hefur verið framið 281 flugrán frá þvi mikil alda flug- rána hófst á árinu 1969. Á þvi ári einu var framið 71 flugrán. — Fallast líklega á málamiðlun Framhald af bls. 1 að mestu um framtiðarsambúð landanna í austri og vestri. Einnig hefur verið deilt um það hversu lengi haustráðstefnan skuli standa og hafa Sovétmenn viljað fastákveða hvenær henni skuli ljúka og Um þelta atriði er enn ákaft deilt, en talió er nú að óháðu ríkin níu rnuni geta komið saman dagskrá sem bæði NATO- ríkin og ríki Varsjárbandalagsins geti fallizt á. Er búizt við að sú málamiðlunardagskrá geri ráð fyrir að stór hluti umræðna um efndir Helsinkisáttmálans fari fram í nefndum. Riki austurs og vesturs og flest óháðu ríkin eru nú sögð hafa sam- eiginiega 'al þvi áhyggjur að Möltustjórn muni leggja sig fram um að fá samþykkt, að lönd sem liggja að Miðjarðarhafi en ekki eru í Evrópu fái aðild að ráðstefn- unni í Belgrad. Þykir mörgum sendifulltrúum á ráðstefnunni að vandamálin séu nógu erfið fyrir þótt ekki verði bætt við deilum um Miðausturlönd, Kýpur og hernaðaruppbyggingu á Mið- jarðarhafi almennt. Ekki er talið ósennilegt að Júgóslavía kunni að vilja fallast á tillögur Möltu i þessu efni. — Bretar taka togara Framhald af bls. 1 samkomulagi um þetta efni. Brezka stjórnin hefur varað skip annarra þjóða við því að hart verði tekið á þvi, ef sildveiði- bannið verður brotið og þegar hafa tveir hollenzkir togaraskip- stjórar verið dæmdir í háar fjár- greiðslur fyrir að hafa brotið bannið. — Stjórnin held- ur velli í Japan Framhald af bls. 1 Hann sagðist ekki hafa i huga að gera neinar breytingar á stjórn sinni í kjölfar kosninganna né hefði hann i hyggju að efna til nýrra kosninga til neðri deildar- innar á næstunni. Efri deildin, sem nú var kosið til, hefur ekki mikil völd sam- kvæmt japönsku stjórnarskránni, en getur þó komið i veg fyrir setningu laga sem samþykkt hafa verið í neðri deildinni. Úrslit kosninganna urðu að öðru leyti þau, að japanski sósíal- istaflokkurinn fékk 27 þingsæti og tapaði fimm, kommúnista- flokkurinn fékk fimm þingsæti, Komeita-flokkurinn, sem berst fyrir opnari og heilbrigðara stjórnarfari, fékk 14 sæti, miðdemókrataflokkurinn fékk 6 sæti og klofningsbrot úr frjáls- lynda flokknum fékk 3 sæti. Önnur sæti fóru til smáflokka og óháðra frambjóðenda. — Rithöfundum meinað að gefa út verk sín Framhald af bls. 1 stjórninni, sem mannréttinda- samtökin láta frá sér fara frá þvi þau voru stofnuð i janúar sl. Þar segir að nefndir rithöf- undar, eins og t.d. Vaclav Havel, Pavel Kohout og Ivan Klima, og blaðamaðurinn Stanislav Vudin, hafi orðið fyrir sifelldum illskeyttum árásum i fjölmiðlum og hafi ekki haft neitt tækifæri til að koma við vörnum. Stjórnvöld eru sökuð um að neyða menn til að vinna störf þar sem mennt- un þeirra og hæfileikar komi ekki að neinum notum og þess er látið getið að 90 rithöfundar hafi verið þurrkaðir út í bók- menntum landsins fyrir þá sök eina að þeir eru búsettir er- lendis. I skjalinu segir ennfremur, að nú séu aðeins 64 félagar í Rithöfundasamtökum Tékkó- slóvakiu, en þar hafi félagar verið 400 árið 1968. — Krafla Framhald af bls. 48 fyrir umbrotin þar í byrjun maí. Þeir hefðu verið þar með 100 tonn af gufu á klst., en nú sennilega nær 200. Sem dæmi um hinn aukna kraft þar mætti nefna að hola sem stendur næst Kísil- iðjunni og menn hefðu verið búnir að afskrifa blési nú af fullum krafti. Þá spurði Morgunblaðið Karl hvort hægt væri að sækja gufuna fyrir Kröfluvirkjun í Bjarnarflag. „Ég tel óvarlegt að gera svo stór- kostlega áætlun á meðan núverandi ástand ríkir á þessum slóðum. Það veit enginn hvað gerist í næstu umbrotum.“ Jakob Björnsson orkumála- stjóri sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann I gær, að lík- legasta ástæðan fyrir því að hola 11 hefði dottið út af um helgina væri breyting á mótþrýstingi. Svona lagað hefði komið fyrir við Kröflu áður, en holurnar yfirleitt komið upp aftur. „Þessi óstöðug- leiki holanna á Kröflusvæðinu býður upp á mikla erfiðleika, eins og svo marg annað þar.“ sagði hann. „Við erum alls ekki ánægðir á meðan holurnar eru svona við- kvæmar, en það hefur enginn sannað að óróleikinn í holunum stafi af umbrotunum á Kröflu- svæðinu, „sagði Einar Tjörvi Elí- asson, yfirverkfræðingur Kröflu- nefndar, þegar Mbl. ræddi við hann.„ Áður en hægt er að segja nokkuð um hvort umbrotin valda þessum óróleika i holunum, þarf að gera miklu viðameiri mælingar s svæðinu, en því miður hefur ekkert verið mælt og á það þarf Orkustofnun að leggja áherzlu á næstu dögum og vikum.“ Þá sagði Einar Tjörvi, að þótt hægt yrði að reynslukeyra ýmis tæki í virkjuninni í þessum mán- uði yrði vart hægt að reynslu- keyra aðaltúrbínuna fyrr en I fyrstu viku i ágúst, en siðan benti flest til þess, að litið þyrfti að hugsa um orkuframleiðslu i virkj- uninni á næstunni, fyrst þyrfti að ná í aukið gufuafl. Jón Sólnes, formaður Kröflu- nefndar, sagði, að i skýrslu Rog- ers Engineering og Gunnars Böðvarssonar væri bent á vissa valkosti sem gera mætti á Kröflu- svæðinu. Það hefði enn ekki verið gert, en hann teldi að þá þyrfti að framkvæma. Óstöðugleiki þeirra hola sem enn væru virkar væri óþolandi, enda vantaði gufu og um lif eða dauða væri að tefla. — Lundafar Framhald af bls. 2 ur verið lítið um að stórir hópar kæmu hingað. — Það er ýmislegt, sem sumar- fólkið gerir sér til dundurs meðan það dvelur hér. Sumir renna fyrir þaraþyrskling, aðrir dytta að húsum hér i eynni, og svo slappar fólk bara af og nýtur nátturunnar i eynni. Þá er fólk að gera sig klárt fyrir lundafar, sem við köll- um svo, en töluvert er um það að fólk veiði lunda hér og er hann háfaður hér, svipað og í Vest- mannaeyjum, sagði Jón Ingvars- son í Flatey að lokum. — Taugaspenna Framhald af bls. 48 þeirra er 2‘A:1‘A en 3A:'A í ein- vfginu f Evian. Mikið uppnám hefur verið i herbúðum Sovétmannsins Polugaevskys vegna hinnar slæmu frammistöðu hans gegn Korchnoi sem er landflótta Sovétmaður. Fréttaritari Mbl. í Evian sendi eftirfarandi frétt í gær og lýsir hún vel þvi spennta andrúmslofti sem er í Evian: Eftir hina slæmu byrjun Polugaevskys í einvíginu tók hann sér veíkindafri á laugar- daginn og var því 4. umferðinni frestað fram á mánudag. Þrátt fyrir „veikindin“ var hann mættur á tennisvöllinn svo ekki hefur það verið hægri olnbog- inn, sem hann fann til í. Korchnoi var rólegur eins og alltaf þrátt fyrir að ekkert yrði af taflmennsku á laugardaginn og hann eyddi deginum á golf- velli. Hinir sovézku fylgdarmenn Polugaevskys með Victor Baturinsky varaforseta sovézka skáksambandsins í fararbroddi hafa verið f miklu uppnámi vegna hinnar herfilegu byrjun- ar „Polu“. Þeir hafa verið í ákaflega skæmu skapi og látið miður falleg orð falla. A laugar- daginn kvartaði Baturinsky yf- ir þvi við skákstjórann Schmidt að Bretinn Stean, einn aðstoðarmanna Korchnois, hefði setzt of nálægt borði Rússanna í matartímanum. Sovétmennirnir borða alltaf við sama borð í vesturhluta borðsalar hótelsins hér i Evian en Korchnoi og hans lið snæða i austurhluta salarins. — Maður týndur Framhald af bls. 48 lindum og játti skálavörðurinn þvi, en siðan þá hefur skálavörð- urinn ekki haft fréttir af mannin- um aðrar en þær, að hann skráði nafn sitt i gestabókina í Dreka- skála þann 5. júlí og ætlaði hann þá að fara að leggja af stað i Herðubreiðarlindir. Að sögn Hannesar Hafsteins er Paul Graubmer grannvaxinn, skeggjaður og með gleraugu. Kom hann til landsins þann 12. júni sl. frá Frankfurt og ætlaði að dvelj- ast hér 4—6 vikur, en hann var hins vegar með opinn farmiða, þannig að brottfarardagur var aldrei ákveðinn. Kvað Hannes ekki enn hafa verið gerða skipu- lega leit að manninum, en fyrir- spurnum væri nú haldið uppi um allt austan- og norðanvert landið, því sá möguleiki væri vissulega fyrir hendi að maðurinn hefði fengið bílferð til byggða og hætt við að koma i skálann í Herðu- breiðarlindum. Þá var Slysavarnafélagið beðið um að grennslast eftir tveimur Spánverjum um helgina en þeir höfðu gengið á Eyjafjallajökul, en áður en til leitar kom komu mennirnir til byggða. Þeir höfðu komið við hjá Slysavarnafélaginu áður en þeir héldu austur og sögð- ust þá ætla ganga á Öræfajökul og ef þeir yrðu ekki komnir til byggða á ákveðnum tíma myndu konur þeirra hringja en þær ætl- uðu að halda til niðri i byggð. Þær hringdu svo en sögðu ekki hvaðan hringt væri en með hjálp lands- símans tókst að rekja samtal þeirra að Seljalandi undir Eyja- fjöilum. — Eru þeir að fá’ann Framhald af bls. 2 Reytingur af laxi í Eyrarvatni. Að sögn Sigurðar er nokkuS fariS aS sjist og fiskast af laxi I Eyrarvatni og einnig hefur veriS nokkur silungsveiði I þvl auk hinna vatnanna i Svínadalnum, en veiSileyfi I þau geta allir fengiS keypt i söluskálanum viS Ferstilu. Glæðist í Gljúfurá Á hádegi i gær voru komnir milli 70 og 80 laxar á land aS sögn SigurSar Tómassonar i Sólheima- tungu, en um helgina kom mikil ganga i ána i rigningunni og vatnavöxtunum, sem rauk upp um alla á og er hann nú á efstu stöSum jafnt sem neSstu. Sig- urSur taldi, aB meSalþunginn væri milli 5 og 7 pund og sá stærsti i sumar var 12 pund. Veitt er jöfn- um höndum á flugu og maSk og er þessi veiSi mun betri en á sama timaifyrra. ---gg. — Bónus í skák Framhald af bls. 48 Með þessu fyrirkomulagi er ætlun Skáksambandsins að stuðla að fjörugri taflmennsku og koma i veg fyrir stórmeistarajafntefli. Kann svo að fara að þetta fyrir- hugaða mót á Islandi verði stefnu- markandi hvað þessu atriði við- kemur, og bónusgreiðslur sem þessar verði teknar upp á skák- mótum framtíðarinnar. — Fleiri ferðamenn Framhald af bls. 3 ýmíst fljúgandi eða með bátum, og bara þennan tfma hefur það örugglega verið nokkuð á þriðja hundraðið. Islendingarnir ( þess- um hópi voru frá Grenivfk, Húsa- vík og vfðar, en útlendingarnir voru m.a. komnir alla leið frá Ástralfu. — Annars er ekkert að frétta héðan, þ.e.a.s. ekkert nema góðar fréttir, hélt Alfreð áfram. — Með- al þeirra, sem hingað hafa komið það sem af er sumrinu, má nefna Kirkjukór Siglufjarðar, Leikflokk frá Hrísey og Karlakór frá Akur- eyri. Þannig hefur ýmislegt verið til afþreyingar, án þess þó að við Grfmseyingar séum nokkuð að kvarta yfir menningarleysi. — Bátar héðan hafa fengið reytingsafla undanfarið og í vetur var mjög góður afli hjá þeim framan af. Héðan stundaði aðeins einn bátur grásleppuveiðar í vor og er það óvenju litið, því undan- farin ár hafa flestir bátar héðan farið á grásleppu á vorin. Sá eini sem lágði fyrir grásleppu núna fékk dágóðan afla, ég held bara um 80 tunnur, sagði Aifreð Jóns- son að lokum. — Heildaraflinn Framhald af bls. 3 1.107 lestir í fyrra. Rækjuaflinn er nú 4.291 lest, en var 4.215 lestir, humaraflinn er nú 1.988 lestir en var á sama tima i fyrra 1.727 lestir, 1.170 lestir hafa nú veiðzt af hörpudiski, en aðeins 764 lestir fyrstu sex mánuði s.l. árs og kolmunnaaflinn er nú 5.564 lestir en var enginn í fyrra. Þá er annar afli nú 5.148 lestir en var á sama tima í fyrra 1.284 lestir. — Ceausescu Framhald af bls. 19 sósíalisma að hinum sérstöku vandamálum á hverjum stað án utanaðkomandi afskipta. Ceausescu sagði það liggja i augum uppi að ekki gæti fram- ar verið um að ræða eina alls- herjarmiðstöð alheimskomm- únismans. — Schmidt ræðir Framhald af bls. 19 úrani frá Kanada og tækni sem þeir höfðu lært af Kanadamönn- um. Trudeau hefur sagt blaðamönn- um, að hann hafi einnig áhuga á að ræða við Schmidt um ástandið í efnahagsmálum heimsins og Evrópumálefni, einkum svokall- aðan evrópu-kommúnisma. — Vindurinn er verstur Framhald af bls. 2 róður í útilifsmiðstöð. Það var hann sem átti hugmyndina að þessari ferð sl. sumar, en leitað siðan Geoff uppi sem ferða- félaga, auk þriðja mannsins, sem neyddist til að hætta við ferðina. Bátarnir, sem þeir róa, eru af • nýrri gerð sem Foster hefur hannað og eru þetta einu bát- arnir af þessari gerð sem til eru, en hafin verður fjölda- framleiðsla á þeim í haust. Bát- arnir eru eins og kajakar Eski- móa nema að þvi leyti að þeir eru úr trefjaplasti. Þeir félagar sögðust bjartsýn- ir á að þeim tækist að ná norður og austur fyrir land áður en Smyrill fer héðan í síðasta sinn í sumar, þann 27. ágúst. Þeir sögðu að helztu vanda- málin, sem þeir þyrfti að glíma við fyrir utan veðurguðina, væru þau, að þeir gætu tekið mjög litið með sér af matvælum eða öðrum búnaði i kajakana. Þeir þyrftu þvi að komast í vatn til að sjóða sér mat á hverjum degi og það hefði einu sinni komið fyrir þá í þessari ferð að þeir hefðu orðið uppiskroppa með mat. Einnig væri það nokk- urt vandamál að þurrka föt þvi þeir væru alltaf holdvotir á kvöldin þrátt fyrir að yfirhafn- ir þeirra væru vatnsheldar. Þetta væri sérlega erfitt þegar rigndi, eins og verið hefði að undanförnu og i fyrradag hefði ástandið verið svo slæmt að þeir hefðu orðið mun blautari eftir að þeir komu í land en þeir höfðu orðið á bátunum yfir daginn. Aðspurðir um hvað kajak af þeirri gerð er þeir nota myndi kosta sögðu þeir að það væri sennilega u.þ.m. 30 þús. kr. án alls annars búnaðar. Þeir sögðu að kajakróður væri orðinn mjög vinsæl íþrótt í Englandi og voru hissa á að þessi iþrótt væri ekki stunduð hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.