Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 40
\l (iIASIM.ASIMIW ER: 22480 Jtlorfliinblntiií) U íiíASINIÍASÍMINN ER: 22480 JHorflimblflíiií) ÞRIÐJUDAGUR 12 JULÍ 1977 Hlutafé Eimskipa- félagsins aukið um 43 milljónir króna STJORN Kimskipafélags Islands hefur ákveðið að auka hlutafé fé- lagsins um 10% eða 43 millj. kr. en hlutafé félagsins er nú 430 millj. kr., én ákviirðun um aukningu hlutafjár var tekin á sfðasta aðalfundi. Að sögn Sigurlaugs Þorkelsson- ar, hlaðafulltrúa Eimskipafélags- ins, eru nú 12.600 hluthafar f Eimskipafélaginu og ef miðað va*ri við fólksfjölda væri það að Ifkindum stærsta almennings- hlutafélag f heiminum. Kvað hann stærstu hluthafa vera Eim- skipafélagið sjálft sem ætti 8,57% af hlutafénu, rfkissjóð sem ætti 5,73% og Háskólasjóð með 4,18% hlutafjár. Aðrir ættu miklu minni hlut og telja mætti á fingrum annarrar handar, þá sem ættu meira en 1—2%. Að sögn Sigurlaugs skal núver- andf hluthöfum gefinn kostur á að kaupa aukningarhluti á nafn- verði í réttu hlutfalli, þ.e. fyrir 10% við hlutafjáreign þeirra, og verður forkaupsréttur hluthafa til 31. desember n.k. en eftir það getur hver og einn keypt hlut f félaginu eða svo lengi sem hluta- bréf endast. Ottazt um þýzkan ferða- mann í Dyngjufjöllum EKKEKT hefur spurzt til vestur- þýzks ferðamanns sem var við Dreka, skála Ferðafélagsins f Dyngjuf jöllum, sfðan 5. júlf sl. en þá ætlaði hann af stað fótgang- andi niður f Herðubreiðarlindir. Síðdegis f gær byrjaði Slysa- varnafélag lslands að grennslast fyrir um manninn, en fyrirspurn- ir höfðu engan árangur borið f gærkvöldi. Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags Islands, tjáði Morgunblaðinu, að skömmu eftir hádegi í gær hefði skálavörð- urinn i Herðubreiðarlindum haft samband við Slysavarnafélagið og beðið um að grennslazt yrði um ferðir mannsins, sem heitir Paul Graubmer frá Wiesbaaden í Þýzkalandi. Sagði skálavörður- inn, að maðurinn hefði komið við í skálanum i Herðubreiðarlindum á leið sinni inn í Dyngjufjöll og sagt sér, að hann ætlaði fótgang- andi til baka i Herðubreiðarlind- ir. Gerði maðurinn ráð fyrir að vera 3 daga á leiðinni og sagðist jafnframt hafa matarforða til vikudvalar á fjöllum. Spurði hann skálavörðinn hvort hann gæti hjálpað sér með mat ef hann væri orðinn uppiskroppa er hann kæmi í skálann i Herðubreiðar- Framhald á bls. 30 Kröfluvirkjun: Tvennir tfmar — Nýi tfminn og sá gamli mætast f borgarlff- inu Takirt eftir straumlfnuhjálminum á höfði unga mannsins og svo skrautinu sem trónar yfir glugganum fyrir aftan hann. Alþjóðamótið í Reykjavík: Bónus greidd- ur fyrir vinn- ing og tap en ekkert fyrir jafntefli SKAKSAMBAND Islands mun á næstunni ganga frá boðsbréfum til nokkurra sterkustu skák- manna heimsins vegna Alþjóða- skákmótsins, sem halda á f Reykjavík f byrjun árs 1978. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu er ætlun Skák- sambandsins að bjóða til mótsins m.a. þeim Karpov, heimsmeistara, Hort, Spassky, Larsen og fleiri þekktum skákmönnum. Þá hefur sambandið í hyggju að hafa fyrir- komulag mótsins með öðrum hætti en tiðkazt hefur á venjuleg- um skákmótum en ekki er endan- lega ákveðið hvaða form verður á mótinu. Þó er það ákveðið að sögn Einars S. Einarssonar, forseta Skáksambandsins, að greiða skák- mönnum auk verðlaunafjár nokkurs konar bónus fyrir hvern vinning og minni bónus fyrir tap en hins vegar verður ekkert greitt aukalega fyrir jafntefli. Framhald á bls. 30 Gufu hleypt á leiðsl- ur í fyrsta sinn 1 gær GUFU var f fyrsta sinn helypt á leiðslur Kröfluvirjunar f gær og f dag er jafnvel gert ráð fyrir að Skattskráin fyrst lögð fram í Eyjum VESTMANNEYINGAR verða trúlega fyrstir til að sjá skatt- skrána sfna á þessu ári, en Einar H. Eirfksson, skattstjóri f Eyjum, tjáði Morgunblaðinu f gær, að vonandi yrði hægt að leggja skatt- skrána þar fram á fimmtudag eða föstudag f þessari viku. Hjá Skýrsluvélum rfkisins og Reykja- vfkurborg er þessa dagana unnirt af kappi við að mata tölvuna með upplýsingum frá skattumdæmun- um og verið er að ljúka við fyrstu skattskrárnar. Ef að líkum lætur verða siðustu skattskrárnar lagðar fram í lok mánaðarins, en nokkuð er mis- jafnt hvenær Skýrsluvélum bár- ust gögn frá skattstofunum. í Reykjavík er búizt við að skatt- skráin verði lögð fram fijótlega upp úr 20. þessa mánaðar og sömu sögu er að segja um Reykjanesið. Akureyringar fá trúlega fyrr „glaðninginn" sinn, eða strax eft- ir næstu helgi. takist að reynslukeyra fyrstu vélina f orkuverinu, en það er Iftil túrbfna sem notuð er við eim- svalaskiljurnar. I fyrradag og allt þar til f gærmorgun varástandið á Kröflusvæðinu hins vegar mjög alvarlegt, því hola 11, sem fram að þessu hefur gefirt mesta orku, varð skyndilega kraftlaus aðfararnótt sunnudags. Hun fékkst hins vegar til að blása á ný f gærmorgun eftir að lofti hafði verirt dælt ofan f hana. Gufu- kraftur f holu 7 hefur hins vegar farið enn minnkandi, en ekki er vitað um þriðju nýtanlegu holuna á Kröflusvæðinu, holu 6. Undan- farna daga hefur verið unnið að viðgerð á toppi hennar, en seint f gærkvöldi átti að reyna að hleypa henni upp. Lítil túrbína reynd í dag — Hola 11 komin í lag Karl Ragnars, verkfræðingur hjá Orkustofnun sagði í samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi, að orkan úr holu 11 virtist vera svip- uð og hún var áður en hún datt niður. „Því er hins vegar ekki að leyna að þessi hola er dálftið óstöðug og þvi mjög erfið viður- eignar. Um holu 7 er það að segja að hún er alltaf í gangi en kraft- urinn hefur enn talsvert minnkað." Þá sagði Karl, að eftir að holu 11 hefði verið hleypt upp á ný í gærmorgun hefðu gufu verið hleypt á leiðslurnar að virkjun- inni og allt reynzt vel. Þá stæði til að prófa fyrsta tækið í Kröflu- virkjun fyrir gufuafli sem væri lítil túrbína óg yrði það jafnvel gert i dag. Morgunblaðið spurði Karl hvort rétt væri að gufuafl hefi aukizt mikið í Bjarnarflagi á undanförn- um vikum. Kvað hann svo vera og líklega hefði gufuaflið í holunum þar tvöfaldazt frá því sem var Framhald á bls. 30 Hjá Skýrsluvélum er þessa dagana unnirt úr gögnum frá skattstofnun- um og skattskrár verða trúlega alls staðar lagðar fram fyrir mánaða- mÓt. (Ijósm. Mbl. RAX). Taugaspenna 1 herbúðum Polugaevskys: Kvörtuðu yfir því að aðstoð- armaður Korchnois sæti of nálægt matarborðinu Skákírnar eru á bls. 18 • □ ■ □ STÓRMEISTARARNIR Victor Korchnoi og Lev Polugaevsky gerðu jafntefli í fjórðu ein- vfgisskák sinni f franska bænum Evian f gær. Korchnoi var talinn eiga vinningsmögu- leika um tíma en honum tókst ekki að knýja fram vinning og þegar Korchnoi baurt and stæðingi sfnum jafntefli þáð Polugaevsky það á augabragði Samkvæmt fréttum frá AP fréttastofunni ætlaði Polu gaevsky að gefa einvígið, ef hann tapaði fjórðu skákinni, en hann tapaði þremur fyrstu skákunum fyrir Korchnoi eins og kunnugt er. 1 Genf hefur Lajos Portisch tekið forystuna í einvfginu við Boris Spassky en Spassky urðu á slæm mistök þegar biðskákin úr þriðju um- ferð var tefld og varð hann að gefa skákina. Staðan f einvfgi Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.