Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JULÍ 1977 33 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Steypum bílastæði leggjum gangstéttir og girð- um lóðir. Sími 81081 — 74203. Til sölu MERCEDES BENS 250 árg. '71 rauður. Upphaflega flutt- ur nýr til landsins Automatic drive, powerstýring. í fyrsta flokks standi.Uppl. gefur Þor- grimur Þorgrimsson i sima 1 7385. Til sölu Wagoner árgerð '73. Góður bill. Uppl. i sima 53589 eftir kl. 7. Nokkra unglinga 13 —16 ára vantar enn. Æskilegt að þeir hafi kynnst heyvinnuvélum. Uppl. gefur ráðningastofa Landbúnaðarins. simi: 19200. Krakkar langar ykkur á hest- bak. Sumardvöl að Geirshlið. 1 2 dagar i senn Uppl. i sima 44321. ir til sölu I .. j)tl . 1 Munrð sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82. s. 31330. Kápur og dragtir til sölu. Kápusaumastofan Diana, Miðtúni 78. Simi 18481. Húsnæði í sveit Viljum leigja út ibúðarhús á sunnanverðu Snæfellsnesi til sumardvalar. Heppilegt handa starfshópi eða fjöl- skyldu. Algjör reglusemi áskilin. Uppl. um símstöðina Hjarðarfell. Góð 3ja herb. ibúð til leigu i Háaleitishverfi frá 1. ágúst. n.k. Ársfyrir- framgreiðsla og meðmæli óskast. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Háaleiti — 2470". Brotamálmur er fluttur að Ármúla 28, sími 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla. Ferð að Hagavatni. Allar nán- ari uppl. á Farfuglaheimilinu, Laufásveg 41, simi 24950. Kl. 08.00 Þórsmerkurferð Kl. 20.00 Gönguferð um Heiðmörk. Skoðaður gróður i reit félagsins þar. Létt ganga. Verð kr. 600 gr v/bílinn Farið frá Umferðar- miðstöðinni að austanverðu Um helgina: Þórsmörk, Landmannalaugar. Kjölur, gönguferð yfir Fimmvörðu- háls, fjallgöngur á Snæfells- nesi. Sumarleyfisferðir: 16. júii. Gönguferð um Hornstrandir 9 dagar. Flogið til fsafjarðar. siglt til Veiðileysufjarðar, gengið þaðan til Hornvikur og siðan SIMAR. 11798 og 19533. austur með ströndinni til Hrafnsfjarðar með viðkomu á Drangajökli. 16. júii. Ferð um Sprengisand og Kjöl. 6 dagar. Ekið norður Sprengisand með viðkomu i Veiðivötnum. Eyvindarkofa- veri og viðar. Gengið i Vonar- skarð. Ekið til baka suður Kjöl. Gist i húsum. JMánari uppl. á skrifstofunni. Fyrirhuguð Glasgow- ferð Anglia verður farin 2. sept. n.k. Dvalið í Glasgow í viku tima. og farið í ferðalög um Skot- land. Allar upplýsingar verða veittar n.k. föstudagskvöld 15. júli kl. 6—8 hjá Ellen Sighvatsson, Amtmannsstig 2, sími 12371. — Bóluefni gegn tannskemmdum Framhald af bls. 17 Ieiddu í ljós að Streptococcus mut- ans var á tiltekinn hátt frábrugð- inn öðrum gerlum í munnvatni. Gerillinn getur búið til eins konar lím úr sykri en það gerir honum kleift að hanga á sléttum flötum eins og glerungi og nota tennurn- ar sem næringargjafa. Gerillinn gefur frá sér sýru sem vinnur á steinefnunum I tönnunum og skemmir þær. Þessi hæfileiki ger- ilsins til að hanga á tönnunum virtist gera hann öðrum gerlum í munninum líklegri til að valda tannskemmdum. Keyes og Fitz- gerald komust brátt að þeirri at- hyglisverðu niðurstöðu, að tann- áta væri smitandi sjúkdómur að vissu marki. Þeir létu dýr með skemmdar tennur i búr með dýr- um, sem höfðu allar tennur heil- ar. Þegar þeir skoðuðu hópinn síðar, kom i ljós að síðari hópur- inn var kominn með tannátu. Hamstrar eta saur og visinda- mennirnir komust að þeirri niður- stöðu að sýklar höfðu borist milli dýranna með saurnum. Smit get- ur samt orðið eftir fjöldamörgum leiðum. (Keyes gefur í skyn að vilji menn komast hjá tannátu eða öðrum tannskemmdum, sé vissara að kanna tennur kærust- unnar eða kærastana áður en hún eða hann er kysst.) Þessi athyglisverða uppgötvun vakti mikinn áhuga og varð upp- haf að nýju rannsóknarsviði sem hefir verið nefnt líffræði munns- ins. Dr. Thomas Tomasi við Mayo- stofnunina 1 Rochestir í Minnea- polis setti sér það mark að komast að því hvernig slím í munni og öðrum likamsopum brygðist við sýklum er bærust í það. Eftir við- tækar rannsóknir á munnvatni fann hann mótefni (immunglobulin) sem hefir verið nefnt IgA og er aðeins í safa úr útrennsliskirtlum (i munnvatni, táravökva, svita og slimi i leg- göngum). Mótefni þetta myndast alls staðar í munni manna en einkum i skorum milli tannholds og tanna. Þessi uppgötvun á nýju ónæmiskerfi i munninum kom einmitt á tíma þegar ónæmisfræð- in voru að verða mikilvægur þátt- ur læknisfræðinnar. Dr. Robert Good við minnesota- háskóla (stýrir nú Sloan Ketter- ing krabbameinsstofnuninni í New York) kom fram með þá kenningu að innri ónæmisvarnir likamans væru byggðar upp af tveim varnarkerfum, B-frumum, sem verða til í beinmergi og mynda mótefni gegn smáum sjúk- dómsvöldum, og T-frumum, sem myndast í hóstarkirtlum og er stefnt gegn „stærri árasaraðil- um“, svo sem ígræddum liffærum og krabbameinsfrumum. Auk þessa tvíþætta varnarkerfis kæmi nú ytra varnarkerfi er sæi um varnir gegn fjölda árásaraðila er leituðu inngöngu um op líkamans, þar sem líkaminn og umhverfið mætast. Það væru mótefni I kirtlasafa og væru gerð af B- frumum. Með þessa kenningu að bak- hjarli hófst leitin að bóluefni gegn tannátu fyrir alvöru. Fyrsti árangurinn kom í ljós þegar dr. Morris Wagner við Notre Dáme- stofnunina komst að þvi að væri dauðum keðjusýklum dælt i sýklalausar rottur drægi það úr tannátu og fækkaði sýklum í munnvatni. Nokkur dýranna fengu enga tannátu. Nú eru rottur mjög ólíkar mönnum. Apar standa mönnum nær í þróunarstiganum og hafa sambærileg ónæmiskerfi. Árið 1972 tókst dr. William Bowen við Skurðlækningaháskólann í Lond- on að brúa bilið. Hann bólusetti þrjá apa með lifandi keðjusýklum og gaf þeim síðan kökur og sæl- gæti. Ari síðar voru tannskemmd- ir sjaldgæfari í þeim en óbólusett- um öpum er fengu sama fæði. Bowen hélt tilraunum sínum áfram og gerði frekari tilraunir á 5 öpum og hefir nýlega birt árang- ur rannsókna sinna. Eftir fimm ár voru allir aparnir 5 með óskemmdar tennur. Aðrir apar sem voru notaðir til samanburðar voru komnir með 64 holur. Bowen bendir á að tilraunirnar hafi að- eins náð til fárra dýra en hinsveg- ar sé sjaldgæft að finna jafnvel eitt dýr með heilar tennur eftir að hafa fengið fæðu sem er óholl tönnum i 5 ár samfleytt. Nú vinn- ur Bowen fyrir Tannsjúkdóma- stofnunina I Bethseda a því að gera töflu eða munnskolvatn sem hann vonar að hafi sömu áhrif gegn tannskemmtum og bólusetn- ing en sem börn gætu betur fellt sig við. Aðrir vísindamenn reyna einn- ig aðrar aðferðir til að vinna bólu- efni. Við Guysjúkrahúsið í Lond- on og New York háskóla i Buffalo hefir bóluefni verið gert úr dauð- um keðjusýklum og komið að gagni í öpum. Dr. Martin Taub- man og samstarfsmenn hans við Forsythesstofnunina reyna að vinna bóluefni úr ensími sem fengið er úr Streptococcus mut- ans. Sú aðferð getur reynst örugg- ari vegna þess að bóluefni úr ensíninu gefur færri aukaáhrif en bóluefni úr sýklunum sjálfum. Taubman bólusetti nokkrar hvít- ar rottur með bóluefni gerðu úr ensíminu og gaf þeim síðan fóður sem veldur tannátu. Tennur þeirra reyndust betri en annars hóps sem fékk sama fóður en enga bólusetningu. Taubman tel- ur bóluefni gert úr ensíminu jafn- mikilvirkt og væri það gert úr sýklinum sjálfum. Hann segir að nú verði að tryggja að unnt sé að vinna bóluefnið hreint og reyna það siðan á öðrum tegundum. Þegar leyfi lyfja- og matvælaeftir- litsins liggi fyrir, verði unnt að hefja tilraunir á fólki. Þó að það taki sinn tíma sé það nauðsynlegt öryggis vegna. Taubman segist ekki vera í nokkrum vafa um það að bóluefni gegn tannátu sé á leiðinni. Ymislegt virðist jafnvel benda til þess að ekki verði aðeins unnt að gera bóluefni gegn tannátu heldur einnig tannsliðursbólgu er hrjáir fólk sem komið er á miðjan aldur. Tannsliðursbólga er lúmsk- ur sjúkdómur og ræðst á þá vefi er halda að tönnunum. Hún veld- ur því að lokum að tennurnar losna og detta úr munninum. Dr. Keyes hefir rannsakað þennan sjúkdóm og segir hann stafa af þv.í að margar tegundir sýkla setj- ist á rætur tannanna og þeki þær eins og ábreiða. Gómurinn bregð- ist við þeim eins og öðrum að- skotahlutum og þá komi einkenni bólgunnar fram. Dr. Keyes telur líklegt að mótefni komi að gagni í þessu tilviki en vegna þess að margar tegundir sýkla komi við sögu verði erfiðara að gera bólu- efni gegn þeim en gegn tannátu i tannkrónunum. Þó að áhugi á bóluefni gegn tannátu sé mikill og almennur er mörgum spurningum ósvarað áð- ur en það getur orðið að veru- leika. Prófessor Irvin Madel við Columbíaháskóla er bjartsýnn á að unnt reynist að gera bóluefni en bendir á að fleiri sýklar en Streptocossus mutans geti átt þátt í tannátu. Hann hefir rannsakað 150 manns með óskemmdar tenn- ur og komist að raun um að Streptococcus mutans getur verið í munni manna án þess að valda tannátu. Það gæti bent til þess að svo sé. Verið getur að önnur atriði verði einnig að koma til áður en Streptococcus mutans verði virk- ur, ef til vill mjólkursýrugerlar og sykur. Loks varar Mandel við því að nokkur áhætta geti fylgt notkun bóluefnis. Hann segir að þar sem tannáta sé ekki banvænn sjúkdómur, verði að gæta þess að bóluefnið hafi fleiri kosti en galla, keðjusýklar geti haft skað- leg áhrif á hjarta og önnur líf- færi. Ekki bætir það úr skák að talið er að íhaldssamir tannlæknar geti orðið á móti því að bóluefni komi of fljótt fram. Auk þess er nokkur hætta á því að deilt verði um það herjum beri að veita leyfi til að gefa bóluefnið, tannlæknum, hjúkrunarfræðingum eða al- mennum læknum eingöngu. Þrátt fyrir öll ljón á veginum telur Tanngæzlustofnun Banda- rikjanna (National Institute of Dental Research) mjög æskilegt að finna bóluefni gegn tannátu og styður rannsóknir á þvi sviði sem og á ýmsum öðrum. Auk rann- sókna á bóluefni hefir dr. Bowen t.d. unnið að þvi að finna aðferð til að tryggja að jafnan sé nægur flúor í munninum. Þó að slík að- ferð finnist getur ekki hjá þvi farið að einhver tegund af bólu- efni komi fram og hafi veruleg áhrif á starf tánnlækna og samfél- agið i heild. Ekki mun það samt gera tannlækna óþarfa. En verði böluefnið að veruleika, mun starf tannlækna beinast að þvi í ríkari mæli en nú er að rétta tennur og lagfæra eftir slys og annað slikt. Ahrif bóluefnisins verða lika mik- il á tannkremsiðnaðinn þó að fólk muni eftir sem áður vilja halda tönnum sínum hreinum af al- mennum hreinlætisástæðum. Mestu skiptir að mikill timi og fjárútlát sparast ef unnt verður að tryggja að fólk haldi tönnum sinum heilum og sterkum lengur en nú er svo að ekki sé minnst á allar þjáningar sem tannpína veldur og enginn mun sakna. (Þýtt og endursagt: Jón O Edwald). — Líf og dauði I ' amh:ilil ,i( liK ‘i hafa fallið i orrustu gegn óvinum föðurlandsins." Lifið er mjög erfitt i búðunum, en þó eru aftökur undantekning fremur en regla. Sumir fangar sæta illri meðferð, barsmiðum og pyntingum, og alla óhlýðna fanga er hægt að senda i einangrun, en fangarnir þjást fremur vegna vanrækslu og vannæringar. Fangar, sem hafa verið látnir lausir, eru sammála um að ógern- ingur sé að flýja úr búðunum þótt háar gaddavirsgirðingar umlyki þær ekki. Sá sem reynir að flýja gæti ekki haldizt á lifi i sólar- hring án persónuskilríkja, sem eru nauðsynleg til að ferðast um. Herinn er á verði um allt landið, svo að flóttamennirnir hafa eng- an stað til að flýja til og fangarnir vita hvað gerist ef þeir nást. Þeir verða annaðhvort neyddir til að vinna við að fjarlægja jarð- sprengjur eða verða einfaldlega látnir hverfa. Þá verður skráð, að þeir hafi verið- sendir „annað“, sem þýðir líflát, og þess vegna reynir enginn að flýja. — Það er stutt Framhald af bls. 15 hefur nú verið lokað, ath. Mbl) — En kæmi það ekki illa við sjómenn á humarbátum ef stór- um hluta Breiðamerkurdýpis yrði lokað fyrir þessum veið- um? „Vissulega myndi svo verða, en það kemur líka aftur til góða eftir nokkur ár. Við verðum að horfa fram á við." — Nú stundið þið vetrarver- tíð að miklu leyti frá Suður- landi, hver er reynsla þín af því? „Ut af fyrir sig er ægilegt að þurfa sækja allan fisk á miðin við Suðurland. Sérstaklega þar sem búið er að eyðileggja öll beztu fiskimiðin við Eyjar. Það þarf engan að undra það, þeg- ar öllum flotanum er raðað á sömu bleyðuna. Á þessu þarf að verða gjörbreyting." — Bönnum flotvörpuna Framhald af bls. 15 Fólk hér þarf að hafa meira að gera. Við höfum nóg af fólki til að vinna þann afla sem hingað berst og 2 togarar fyrir 1 700 manna bæjarfélag eins og Neskaupstað er of litið Hins vegar hlítum við að sjálfsögðu öllum reglugerðum sem settar eru um tog- veiðar. Þá tel ég allt þetta tal um sókn togaranna nokkurskonar tízkufyrir- brigði Það er miklu minna rætt um netagirðinguna sem nær allt frá Höfn í Hornafirði að Látrabjargi . Nú, það má benda á það, að hér á Norðfirði höfðum við aldrei neina sér- staka vertíð áður, og verkamenn og sjómenn leituðu þá suður á land i vinnu Togararnir hafa gert það að verkum, að fólk getur unnið heima hjá sér allt árið um kring og haft um leið nokkuð stöðuga vinnu " — Finnst þér þorskurinn, sem nú veiðist, smærri en hann var fyrir nokkr- um árum? ,,Mér finnst hann siður en svo hafa farið smækkandi Ég tel fiskinn meira að segja jafnstærri en hann var fyrst er við fórum að gera togarana út héðan " — Nýliðin vertíð, hvernig var hún? „Þessi vertið var mun skárri en í fyrra, en þá var hún mjög léleg, og heildarafli togaranna hér datt þá niður um 1200 tonn, en þetta hefur sem sagt lagazt aftur Við kenndum Bretum um, enda kannski eðlilegt, þegar um 50 brezkir togarar voru hér úti fyrir V-þýzkir togarar eru hér enn við veiðar, og þeir liggja i ufsanum á Berufjarðarálshorninu á meðan is- lenzku togaramennirnir lita ekki við honum, enda er ufsadrápið þarna eins og þegar verið er að slátra nýfæddum lömbum Þá bar nokkuð á þvi hjá okkur i fyrra. að hlutfall ýsu í afla togaranna virtist aukast nokkuð, en nú er eins og aftur hafi dregið úr ýsuveiðinni " — Er æskilegt að opna einhver svæði hér fyrir austan, þannig að minni bátar geti stundað kolaveiðar á haustin? „Það var samþykkt af Austfirðingum í fyrrahaust, að skora á viðkomandi yfirvöld að opna Héraðsflóann. enda er þar mikið af skarkola og skrapfiski, sem mætti jafnvel nýta ! fiskimjölsverk- smiðjunum hér." — Nú hefur eitt af ykkar skipum, Börkur, stundað kolmunnaveiðar i vor, hvernig var útkoman á þeim veiðum? „Útkoman, sem sllk var enginn, þar sem kostnaður var mjög mikill En við öðluðumst reynslu og menn eru spenntir fyrir áframhaldi þessara veiða þvi það sannaðist að það er hægt að ná þessum fiski og smá saman öðlast meiri þekkinga á því hvérnig hann hagar sér Við höfum hugsað okkur að nýta kolmunnann eins mikið og hægt er Þegar hann kemur á íslandsmið Vissu- lega er loðnan meira spennandi, en með sumarveiðar á loðnu getur brugð- ið til beggja vona, þar sem is rekur oft inn á veiðisvæðið og þá er upplagt að fara I kolmunnann Annars er ég ekki i nokkrum vafa um að, það má veiða kolmunnann i miklum mæli hér undan Austfjörðum eftir nokkur ár."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.