Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JULI 1977 39 skoóanir á hlutunum, og hann „var hreinn og beinn, og kom til dyranna eins og hann var klædd- ur“, eins og einn frændi hans sagöi um Sigríði móður hans. Kjartan var mjög heimilisræk- inn, og þeir bræður allir hlúðu mjög vel að foreldrum sínum i elli þeirra. Sveinn dó 1938, en Sigríð- ur 15 árum siðar, 1953, á heimili Kjartans, þá rétt 88 ára. Margir komu að heimsækja Sigríði i elli hennar, þvi að hún var ákaflega fróð og skemmtileg, göfug og góð kona, sem öllum, ungum og göml- um, þótti vænt um. Oft var gestkvæmt á heimili Kjartans, hvort heldur var á Ásvallagötu 69, eða i sumarhúsi hans í Stakkavík. Hann hafði yndi af því að taka á móti gestum með alúðlegri gleði og glaðværri gest- risni. En hann var þar ekki einn að verki. 1 meir en hálfan þriðja áratug naut heimili hans hæg- látrar, en dugandi umönnunar Jóhönnu Sigurgeirsdóttur, og síð- ustu tvö árin, sem Sigriður móðir hans lifði, hjúkraði Jóhanna henni af alúð og kærleika. Þau Kjartan og Hanna, eins og við vinir hennar köllum hana, voru ákaflega samrýnd. Þau ferð- uðust mikið saman, en Hanna er mikill náttúruunnandi, eins og Kjartan var lika. I Stakkavik undu þau sér því vel við sjávar- niðinn og fuglakliðinn. Það er oft erfitt að finna orð um æskuvini sína, þegar þeir eru farnir. En ég held, að ég geti sagt með sanni, að Kjartan var góður drengur, trúr og vinfastur. Við hjónin nutum heillar vináttu hans allt frá barnæsku okkar, og við þökkum hwna af hrærðu hjarta. Við biðjum Guð að blessa hann á nýjum leiðum. öllum aðstandendum Kjartans vottum við hjónin innilega samúð okkar. Einar Magnússon. Fáein kveðjuorð. Kjartan Sveinsson gegndi skjalavarðarstarfi við Þjóðskjala- safn Islands á fimmta tug ára (1924—1965). Enginn annar hef- ur getað státað af jafnlangri þjón- ustu við þá stofnun. Lengst af þessa timabils átti safnið fáum starfsmönnum á að skipa. Mikill tími fór i daglega afgreiðslu og vottorðagjafir, og féll horttveggja mjög i hlut Kjartans. Oft getur fylgt slíkum störfum nokkurt vafstur og umstang, en Kjartan lét það ekki á sig fá. Hann var fljótur að átta sig, ef vanda bar að höndum, enda var hann skarp- greindur og minnugur vel. Fljót- lega eftir að starfsliði fjölgaði verulega og vinnutilhögun i safn- inu breyttist nokkuð, þá dró Kjartan sig i hlé. Við Kjartan vorum sjö ár sam- starfsmenn hér í Þjóðskjalasafni, og fór jafnan vel á með okkur. Aður hafði ég einnig kynnzt hon- um sem gestur safnsins og notið góðfúsrar fyrirgreiðslu hans. Kjartan var glaðvær maður að eðlisfari og orðheppinn. Hann kunni frá mörgu að segja, og ræða hans var jafnan hófleg blanda gamans og alvöru. Hann var mað- ur vel ritfær, en fékkst þó ekki mikið við ritstörf. Frásögn hans og framkoma einkenndust af lifi og fjöri. Fyrir hönd Þjóðskjalasafns ís- lands þakka ég Kjartani nú að leiðarlokum langa og dyggilega þjónustu. Aðstandendum hans sendi ég einlægar samúðarkveðj ur. Bjarni Vilhjálmsson. Kveðja. Þökk. Á liðandi stundu — þegar mat samtíðinnar byggist að mestu á framtaki eða stjórnmálaafrekum — þar sem múgmennskan ræður ríkjum, án tillits til persónuleika né mannkosta, var það dýrmæt reynsla og lærdómur að kynnast manninum Kjartani Sveinssyni, sem átti þá dýrmætu hæfileika að láta ekki hávaða dagsins hafa áhrif á fastmótaðar skoðanir sín- ar, sem fyrst og fremst áttu rætur Iðnkynning á Selfossi — Iðnkynning á Selfossi sinar að rekja til dómgreindar hans og staðgóðrar þekkingar. Orð eru fátækleg, er leiðir skiljast — i bili. Ógleymanleg eru kynni fjöiskyldu minnar af Kjart- ani Sveinssyni þjóðskjalaverði. Vegir hans og föður mins, sr. Jóns Péturssonar, lágu saman frá æsku, er þeir dvöldu báðir í húsi Jarþrúðar afasystur minnar og Hannesar Þorsteinssonar rit- stjóra. Þá bundust þeir þeim vin- áttuböndum, er aldrei brugðust — og náðu til fjölskyldunnar allr- ar uns yfir lauk. Stærstur var Kjartan Sveinsson i tryggð sinni og vináttu þegar á reyndi, og verður mér og fjölskyldu minni ætið minnisstæð sú umhyggja og alúð sem hann sýndi föður mínum í langri sjúkdómslegu, þrotnum að heilsu og kröftum. A sinn eðli- lega og nærfærna hátt sat hann nær daglega við sjúkrabeð hans, og sparaði til þess hvorki tíma né fyrirhöfn. Þeir vinir áttu margt sameigin- legt. Sagnfræði og ættfræði voru hugðarefni beggja. Margar voru ánægjustundir á heimili þeirra Kjartans og Hönnu á Asvallagöt- unni. Öfáar voru einnig ferðir suður í fagurt umhverfi Hliðar- vatns — til Stakkavikur, þar sem hann dvaldi löngum. Nú eru raddir þeirra daga hljóðnaðar. „— er siðasti ómur deyr í leiksins brag.“ Söknuður- inn er sár — en trúin og lífsrök genginna kynslóða veita sem fyrr svör við óræðri spurn um upphaf og endi — að látinn lifir fyrir kraft Hans er öllu ræður. Veik- leiki okkar manna felur í sér dýpri söknuð en ástæða er til. Minningin lifir sem fágæt perla á vegleið okkar til þeirra stranda — er við öll mætumst að lokum. Allir sem þekktu Kjartan Sveinsson, munu halda vörð um minninguna um góðan dreng — vitran og vakandi. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi. Þakkir fyrir allt og allt. Einar G. Jönsson, Söðulholti. Kveðjuorð frá félögum I Stanga- veiðifélagi Hafnarfjarðar. Við andlát Kjartans Sveinsson- ar, fv. skjalavarðar, hverfur af sjónarsviði okkar eftirminnilegur og sérstæður maður. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar hefir átt við hann fágætlega góð og ánægjuleg samskipti í þann aldarfjórðung, sem félagið hefur leigt af honum stangarveiði í Hlíðarvatni í Selvogi fyrir landi Hlíðar og Stakkavíkur. Milli Kjartans og félagsmanna og þá einkum þeirra, sem lengst áttu sæti í stjórn félagsins, mynd- aðist vinátta, sem aldrei bar skugga á. Skriflegir samningar um veiðiréttindin hafa aldrei ver- ið gerðir. Slíks var ekki talin þörf og kom ekki að sök. „Orð skulu standa,“ var viðkvæði Kjartans. „Hvað höfum við að gera með skriflegan samning. Ef menn standa ekki við orð sín, standa þeir ekki frekar við skriflega samninga." Og orð Kjartans voru hverjum samningi betri. Aldrei reyndi félagið hann að öðru en fyllstu sanngirni í öllum sam- skiptum. I Stakkavík við Hliðarvatn átti Kjartan sitt annað heimili. Þar undi hann sér löngum í skauti náttúrunnar ásamt konu sinni Jó- hönnu Sigurgeirsdóttur, einka- syni sínum Sveini og barnabörn- um. Til þeirra var jafnan gott að koma. Ógleymanlegar verða þær stundir, sem félagsmenn áttu með Kjartani og Jóhönnu i Hlíð, veiði- húsi stangarveiðifélagsins, á haustkvöldum í vertiðarlok. Þar var jafnan glatt á hjalla og Kjart- an og Hanna hrókur alls fagnað- ar. Hvergi var myrkrið jafn fag- urt og í Hlið. Kjartan var hafsjór af fróðleik, gæddur frásagnar- snilld og naut sin vel á slikum stundum, en Hanna sem er ljóð- elsk og söngvin stjórnaði söngn- um af skörungsskap og smekkvísi. Kjartan var meðalmaður vexti, beinn I baki og hvatlegur. Stál- minnugur og höfum við það fyrir satt frá nákunnugum, að ekki hafi aðrir verið honum klókari að Framhald á bls. 32 Guðmundur Jónsson skósmiður I vinnustofu sinni. Rætt við Guðmund Jónsson, skósmið Á Selfossi var lengi vel aðeins einn skósmiður, og var það ekki fyrr en árið 1974 að annar bætt- ist i hópinn. Skósmiðastofa Guðmundar Jónssonar hefur verið starfrækt frá árinu 1945 og litu Morgunblaðsmenn inn til Guðmundar og tóku hann tali um stund. —Ég hef verið hér sfðan 1945, sagði Guðmundur, og fluttist ég eiginlega hingað fyr- ir beiðni frænda minna her, en áður var ég búsettur f Vest- mannaeyjum. Kunningjar mfn- ir hér voru farnir að tala um nauðsyn þess að fá hingað skó- smið, en það voru einkum gamlir kunningjar og vinir frá Stokkseyri, en þaðan er ég ætt- aður. Er skósmfði enn við lýði hjá þér? — Það getur nú varla heitið og það má eiginlega segja að sfðasta tilraunin sem gerð var til skósmfða hafi verið f Reykjavfk fyrir nokkrum ár- um. Þá gerðu nokkrir gamlir skósmiðir tilraun til að smfða skó á sérstöku námskeiði, sem yngri skósmiðir gátu tekið þátt f en það varð mikill halii á þvf námskeiði og ég held að skórn- ir hafa rétt selzt fyrir kostnaði. — En fyrr á árum fékkst ég nokkuð við stfgvélagerð meðan ég var f Eyjum, en þá smfð- uðum við klofhá stfgvel úr leðri og það var nokkuð erfiður saumaskapur. En til marks um það hversu mikið var að gera við skósmfðar f Eyjum, get ¥g sagt, að um tfma fyrir um 50 árum vorum við þar 10 skó- smiðirnir, en núna eftir gosið held ég að þar sé enginn skó- smiður. — Nei, það býður enginn handsmfðaða skó lengur, þeir eru of dýrir f framleiðslu hjá okkur, en klofstfgvelin voru nú Ifka nokkuð dýr f þá daga. Þau voru sefd á eina krónu þumlungurinn, 18 þumlunga stfgvélin kostuðu 18 krónur minnir mig, en það var lfka áður en krónan lærði að synda, sagði Guðmundur. Og nú verðum við að gera smá hlé á spjallinu meðan einn viðskiptavinur Guðmundar kemur til að vitja um skó. Hjá Guðmundi þarf engin númer eða miða, hann þekkir sitt fólk og hann þekkir skóna. Hann gengur frá skónum fyrir mann- inn og segir að það hafi svo Iftið verið að þeim að það taki þvf ekki að fá greiðslu. Og Guðmundur heldur áfram að • ræða um skó og nú skó f dag: — Já, skótauið f dag, það er ekki fyrir heiðarlega skósmið að tala um það, þetta er alveg hætt að endast. Margt af þessu er óttalegt rusl og dettur bara sundur tiltölulega nýtt, en hins vegar þola þessi gerviefni bet- ur vatnið heldur en leðrið ger- ir. En ég man eftir að hafa sólað skó f það minnsta fjórum sinnum og það má segja að sé ágæt ending. Það er nóg að gera fyrir ykk- ur báða hér? — Já, það ber ekki á öðru, milli okkar ríkir engin keppni, við störfum að þessu hér hvor á sfnum stað og þetta gengur ágætlega. En annars er fólk mjög misjafnt með það hvort það lætur yfirleitt gera við skó eða ekki, þessi gamla dyggð, nýtnin, hún er alveg að hverfa hjá okkur held ég, það er ekki lengur hugsað um að nýta hlut- ina eins og hægt er að gera, sagði Guðmundur Jónsson að lokum. Hér er Guðmundur með skó, sem hann hefur sjálfur smfðað, og á borðinu eru mát af skóm, það stærra er af stærsta númeri sem hann hefur smfðað, 48. Ljósm. Kristinn. Þá kostuðu stígvélin krónu þumlungurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.