Morgunblaðið - 12.07.1977, Side 28

Morgunblaðið - 12.07.1977, Side 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JULÍ 1977 | Lúðvík Guðmundsson — Minningarorð F. 13. marz 1925, D. 3. júlf 1977. Sennilega er fátt, sem getur komið manni öllu meir á óvart, en tilk.vnning um lát vinar. Vinar, sem er i blóma lífsins og art því er virðist aö öllu vel á sig kominn, bæði til líkama og sálar. En svo var einmitt með Lúðvík Gurtmundsson. Tilkynningin um lát hans, kom okkur sem reiðarslag. Deginum ártur kom hann i snögga heimsókn á leið heim úr veiðiferð og var þá ekki að sjá né finna annað en allt væri í lagi. Lúðvík kynntumst við er fjölskyldur okkar tengdust fyr- ir fáum árum, og frá þeim tímá fundum við að þar áttum við sannan vin. Hann var ætíð léttur i lund, siungur i anda, reiðubúinn með gamanyrði á vörum. bessvegna varð það ósjálfrátt aö maður komst í gott skap við að hitta Lúðvik, fyrir þetta og margt annað viljum við þakka. Skarðið sem myndast hefur í vinahópinn við fráfall Lúðviks verður eigi fyllt. En hvað er það, miðað við það stóra skarð, sem komið hefur í fjölskylduna að Arnarhrauni 26. Við biðjum góðan Gurt að styrkja Báru og börnin i þeirra miklu sorg. Ilin Ijúfa minninj' anj;ar eins «« reyr. I m andann luikur heitur sunnarþeyr. «*n himnar hlána. hcimur hirtist nýr. scm huf;ann fvllir v»n- s«-m alrirci deyr. (D.St.) Svava og Sigurrtur. Allt er í heiminum hverfult. Engan okkar hefði órað fyrir því er við gengum hressir frá vinnustað siðastliðinn föstudag, að einn úr hópnum ætti ekki afturkvæmt. Mánudagsfréttin. Hann Lúðvík er dáinn. Getur þetta verið. Jú, bláköld staðreynd blasir við. Örlögum fær enginn breytt. Okkur skortir orð. En uppi i hugann koma minningar um manninn Lúðvík Guðmundsson. Samvizkusemi og prúðmennska prýddu hann í allri umgengni. Jafnlyndi og góðlátt grin, gerði nærveru hans notalega. Nú þegar leiðir skilja eru okkur efst i huga þakkir fyrir samveruna, sem hefði mátt vera mikið lengri. Við biðjum Drottinn að vaka yfir dætrunum ungu, eiginkonu og ástvinum öllum. Að lokum. Fylgi honum farar- heill i ferðinni miklu. Hafi hann heila þökk, félagi okkar og vinur. Samstarfsmenn. í dag verður Lúðvík Guðmunds- son lagður til hinstu hvilu í kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Snögg voru umskiptin, þvi tveim dögum fyrir andlátið var hann i veiðiferð ásamt syni, tengdasyni og tveim vinum, og var við beztu heilsu, kátur að vanda og spaug- samur, þvi öllum þótti gaman og skemmtu sér mjög vel og var það ekki sýst Lúlla að þakka. Svona er lífið, enginn veit ævina fyrr en öll er. Lúlli var með afbrigðum hjálp- samur, það vita þeir sem þekktu hann, tengdaforeldrum sínum var hann eins og bezti sonur, og var t JÓN ÞÓRÐARSON frá Akranesi, Vallargerði 25, Kópavogi, lést aðfararnótt laugardags 9 júlí Fyrir hönd barna hans Soffía Magnúsdóttir t Eigmkona mín og móðir okkar JÓNA ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR, Týsgötu 4, Reykjavik andaðist að heimili sinu 10 júli Guðmundur Dagfinnsson Salvör Guðmundsdóttir Halldóra Guðmundsdóttir Sveinn Guðmundsson t Móðir okkar. INGIBJORG GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Tungu I Gaulverjabæjarhreppi, andaðisl i Landsspitalanum 10 þ m Katrin Eliasdóttir, Elias I. Elíasson, Margrét Eliasdóttir, Baldur Eliasson, Hjörleifur Eliasson, Guðmundur Elíasson. t TÓMAS JÓNSSON, Grettisgötu 51 lést 4 þ m jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey, eftir ósk hins látna Bestu þakkir fyrir auðsýnda vináttu i hans löngu veikmdum. einnig þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landsspitalans fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Vandamenn. t Eiginmaður minn JÓNAS AÐALSTEINN HELGASON áður bóndi að Hlið á Langanesi verður jarðsettur frá Sauðaneskirkju föstudaginn 15 júlí 1977 kl 2 eftir hádegi Hólmfríður Sóley Hjartardóttir. Pétur Annasson -Fáein kveðjuorð alltaf kominn á stundinni þegar hann vissi að hans var þörf, fyrir það vilja þau þakka. Lúlli var góður eiginmaður, faðir og afi, því verður söknuður þeirra mikiil og sár, en Guð styrkir og styður ástvini hans og vakir yfir þeim. Lúlli var prúðmenni í allri fram- komu, og drengskaparmaður að sama skapi, þannig iifir hann i ljúfri minningu okkar sem þekkt- um hann bezt. Við þessi þáttaskil þegar leiðir skiljast — í bili — þökkum við samfylgdina, vináttuna og hlýj- una og margvíslega hjálp. Eftir lifir minningin um góðan dreng sem aldrei brást. Erfitt verður að sætta sig við á sjá Lúlla ekki lengur á meðal okkar og ekki sízt fyrir konu og börn, en örlögin eru oft miskunnarlaus finnst okkur, en aliir verða að hlýða kallinu þegar það kemur, en gott er að minnast orða skáldsins: Þótt Ifkaminn falli að foldu «K felist sem strá f molriu þá megnarGuðs miskunnar kraftur af moldu að vekja hann aftur. Eftirlifandi eiginkonu, börnum, litla afabarninu, tengdasyni, tengdaforeldrum, systkinum og öðrum ættingjum og vinum vott- um við innilegustu samúð og biðj- um þeim blessunar Guðs. Hafi Lúlli þökk fyrir allt. Guð varð- veiti hann og leiði yfir móðuna miklu til betri heims. Vala og Jón Fæddur 2. október 1926 Dáinn 3. júlí 1977 í kvæðinu „Ekkjan við ána,“ segir Guðmundur á Sandi: „Um héraðsbrest ei getur þó hrökkvi sprek i tvennt“. öll erum við sprek, eða sem reikult og rótlaust þangið og að lokum verður bylgj- an sem ber okkur uppi, „blóðug um sólarlag". An alls efa er mjög misjafnt hvernig litið er á ein- staklinginn, gildi hans, líf og starf. Hver og einn er þó hlekkur í keðju þess þjóðfélags, sem hann er borinn til. Harmur okkar Vatnsnesinga er kannski meiri sökum fámennis og að við stönd- um þessvegna nær hvorir öðrum, eða ættum að gera það, þegar einhver úr okkar hópi hverfur á burt. En lifið á sin takmörk hér á þessum ,,hótel-hnetti“ okkar, það er okkur öllum ljóst að skal ekki undan kvartað. Pétur Annasson fæddist 2. okt. 1926 af fátækum foreldrum á dalabýlinu Engjabrekku á Vatns- nesi. Hann var ekki gamall er faðir hans tók þann sjúkdóm sem varð honum að aldurtila. Móðir hans átti þess þá ekki kost að halda búinu við, en börnin mörg og á unga aldri. Alls voru systk- inin niu, eizt þeirra var sonur, Brynjólfur að nafni, sem lézt ungur. Sjö eru því þau sem eftir lifa, öll búsett hér i sýslu nema tvær systur. Fyrst i stað, eftir lát heimiiisföðurs, var fjölskyldan saman, en brátt kom að því að leiðir skildu, þótt ekki væri langt á milli. Eftir þetta var Pétur á nokkrum stöðum hér um slóðir og aldrei gerði hann viðreist, átti ætið heimili sitt hér á Vatnsnesi, nú siðustu tvö árin að Geitafelli, en jörðina fékk hann þá til ábúð- ar en hún er éign Jarðasjóðs ríkis- ins. Abúðartimi hans á þessari jörð varð því ekki langur, en hugur hans stóð til að bæta þar húsakost og aðrar aðstæður og hafði hann hafið aðgerðir í því augnamiði. Pétur var, eins og gefur að skilja, alinn upp við sveitastörf, var hann einkum hneigður til sauðfjáreignar og var allt frá því hann kom fótum undir sig, með nokkurt sauðfjárbú. Aðstæður hans voru þó lengst af heldur erfiðar, hann aleinn og jarðnæði jafnan ótryggt. Ýmsir munu minnast þess er sjónvarpið sýndi mynd af honum á siðasta sauð- burðartíma, með uppáhalds ána sina, svarta fjórlembu, sem mjög var þó farin að eldast. Þessi frjó- sama, gæðaær veiktist svo ekki miklu siðar og sömu nóttina og eigandi hennar lézt sofnaði hún út af. Einhverjum kann að virðast þetta ómerkilegt i sjálfu sér, en ég hefi þá trú að hér séu tengsl á milli og að enn um sinn liggi leiðir þeirra saman. Eitt er víst að Pétri þótti vænt um þessa kind og var, ekki alveg að ástæðulausu, kannski dálitið hreykinn af henni. Annars var Pétur dulur að eðlisfari og lét tilfinningar sinar lítt uppi. Ég held að fáir hafi vitað hug hans allan eða um heilsuíar hans, en fullyrða má að hann hafi kennt talsverðs lasleika upp á síð- kastið. Sauðburðartiminn síðasti varð honum sem fleirum erfiður, enda lítið um svefn og hvildar- stundir fáar. Þetta skilja þeir sjaldnast, sem sitja i skrifstofu- stólum eða stunda störf utan sam- félags við náttúru landsins. Jafn- vel líta þeir af þrákelni og litlu hyggjuviti á landbúnaðinn sem þjóðaböl og þvi skaðlegan þjóð- félaginu. En þetta er önnur saga. Það er ekki tilgangur þessara lína að rekja æviþráð Péturs á Geitafelli, hann var spunninn hér á Vatnsnesi og er okkur kunnur. En þegar svo skjótt skiptir sköp- um er eins og hugur manns neiti að viðurkenna staðreyndina, en sárindi setjast að. Laugardags- kvöldið 2. júlí er Pétur heill heilsu, hann var á samkomu hestamanna er kenndi brátt las- leika, var að eigin ósk fluttur á heimili systur sinnar og mágs þar sem hann hafði oft hallað sér að og átti góðu að mæta, innan skamms tima var hann látinn. Við grannar hans eigum óneitanlega margs að minnast. Um skeið, eftir að hann fór frá móður sinni, var hann hjá okkur hjónunum. Síðar, sérstaklega eftir að hann kom svo að segja á næsta bæ, urðu sam- skipti talsvert mikil. Oft gerði hann okkur greiða og stundum var það gagnkvæmt þótt ég kæmi þar ekki til. Fjölskyldan hér kveð- ur hann því með einlægu þakk- læti að leiðarlokum. Jafnframt sendum við öllum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur. Fari hann í friði, vinur og S. Holgason hf. SfEIN/OJA tlnholtl 4 Sfmar 16677 og 14254 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég hef drýgt hór. Ég sé eftir þvf og er miður mln. Er nokkur von um fyrirgefningu? Það er alvarleg synd að rjúfa hjónabandseiðinn, en við megum trúa því, að til sé fyrirgefning á þessari synd. Jesús sagði við hórkonuna, sem hafði verið „staðin að verki“: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú og syndga ekki framar.“ Hér sjáum við ástæðuna til þess, að hann dó og úthellti blóði sínu. Dauði hans varð grundvöllur þess, að okkur yrði fyrirgefið. Blóð hans hreinsar af synd. Það varðar miklu, að þér iðrizt einlæglega, eins og þér virðist gera, og „syndgið ekki framar“. Það kemur fram í skýrslu dr. Kinseys, að þessi synd er algeng, og bæði prestar og þjóðfélagsfræðingar hafa áhyggjur af siðferðisástandinu meðaf okkar. Alvörugefinn höfundur sagði nýlega í vinsælu tíma- riti. „Þróunin hefur náö svo langt, að nú ríkir hættuástand, og það er fólgið í því, að með því að gera kynlíf svona frjálst, höfum við gert það ódýrt og útbreitt, svo að það er einfaldlega orðið ráð við leiðindum. Einhvern veginn hefur unaðurinn og fegurðin farið forgörðum.“ Já, þér eigið von. En þér eruð ávöxtur þjóðfélags- ins, sem er mettað af kynórum, þér eins og margir aðrir. Slíkt má ekki lengur vera meginatriði lífs yðar. Sá Guð, sem þér hafið syndgað á móti, hefur ætlað yður æðri og fegurri lífsveg. Hvers vegna skyldum við hírast að húsabaki, þegar Guð vill, að við lifum úti í sólskininu? Fyrirgefning stendur yður til boða. En þér verðið að leggja hart að yður, til þess að líf yðar beinist í nýjan farveg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.