Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JULI 1977 WATSON SIGRAÐII BRETLANDIEFTIR GÍFURLEGA BARÁTTU „— ÞETTA ER stærsta stund lífs míns, mestu sigur sem ég hef unnið,“ sagði Randaríkjamaður- inn Tom Watson, eftir að hann hafði unnið sigur I „British open“ golfkeppninni, sem lauk I Turn- herry I Skotlandi á laugardaginn. — „Ég hef aldrei tekið þátt í keppni, þar sem baráttan hefur verið harðari, og það var stðrkost- legt að bera sigurorð af mesta golfleikara heims, Jaek Nicklaus." Eins og frá var skýrt í Morgun- blaðinu á laugardaginn voru þeir Nieklaus og Watson jafnir eftir Kúnstir Lee Trevino ÞOTT aðalathygli áhorfenda beindist fyrst og fremst að köppun- um Nicklaus og Watson, vakti Bandaríkjamaðurinn LeeTrevino mesta kátínu allra — að venju. Þegar Trevino sá að hann hafði misst af miiguleikum á sigri, greip hann til ýmissa bragða, til þess að skemmta áhorfendum, en fyrir það er hann einmitt l'ra*gur. Veltust áhorfendur oft um af hlátri, er þeir fylgdust með tilhurðum hans, en forráðamenn keppninnar voru ekki alltof hrifnir, og töldu framkomu Trevinos oft jaðra við móðgun viö keppnina. — „Eitthvað varð cg að gera,“ sagði Trevino, við fréttamenn eflir keppnina, — „ég vildi ekki láta þá YVatson og Nicklaus stela alveg senunni frá mér — ég er vanur að vekja niesla ath.vgli allra!" þrjá daga keppninnar i Turn- berry og höfðu þeir báðir sýnt stórkostlega hæfni. Var því ekki nema von að athygli aragrúa áhorfenda, sem fylgdust með keppni síðasta dags mótsins, beindist fyrst og fremst að þess- um tveimur köppum, sem léku saman. Og víst er að enginn þurfti að verða fyrir vonbrigðum á síð- asta keppnisdeginum. Oft hafa þessir kappar leikið vel, en senni- lega aldrei eins og þarna. Watson lék á 65 höggum — fimm undir pari vallarins, og Nicklaus lék á 66 höggum. Ahorfendurnir hróþ- uðu hvað eftir annað upp yfir sig af hrifningu yfir snilli kappanna meðan á keppninni stóð, og sagði Watson eftir keppnina að stemn- ingin hefði verið eins og í úrslita- leik I körfuknattleik. Alls lék Watson á 268 höggum (68-70-65-65) og hlaut hann 10.000 sterlingspund i verðlaun. Nicklaus varð annar á 269 högg- um (68-70-65-66) og komu 8.000 sterlingspund i hans hlut. Tók Nicklaus ósigrinum mjög karl- mannlega og sagði, að í keppni sem þessari væri það örlítil óheppni eða heppni, sem skipti sköpum. — „Watson hafði heppn- ina með sér í dag, en ég var alls ekki óheppinn," sagði Nicklaus. Röð næstu manna varð svo sem hér segir: Lee Trevino, Bandar. 280 George Burns, Bandar. 281 Ben Crenshaw, Bandar. 281 Arnold Palmer, Bandar. 282 Ray Floyd, Bandar. 28T John Schroeder, Bandar. 284 M ark H ayes, B andar. 284 Johnny Miller, Bandar. 284 Howard Clark, Bretl. 284 JAFNT HJA STANDARD Lið Ásgeirs Sigurvinssonar, Standard Liegc, tekur þessa dagana þátt f hinni svoncfndu Toto-bikarkeppni I knatt- spyrnu, en lið frá fjölmörgum þjóðum eru meðal þátttakenda í keppni þessari og er þeim skipt í riðla. A laugardaginn lék Standard Liege á heima- velli við þýzka íiðið MSV Duis- burg og varð jafntefli, 0—0, Austur-þýzka stúlkan Petra Thuemer setti nýtt heimsmet i 800 metra skriðsundi á meistaramóti Austur- Þýzkalands f sundi, *‘m fram fór í Leípzig um helgina. Synti hún á 8:35,04 mín. Gamla heimsmetið átti hún sjálf og var það 8:37,14 mín. Maraþonhlaup Austur-Þjóðverjinn Hernd Arnold sigraði í hinu árlega maraþonhlaupi, sem kcnnt er við Milton f Englandi, en það fór fram um helgina. Hljóp Arnold á 2:19,57,0 klst. Annar í hlaupinu varð Mike Hurd, Bretlandi. Sigurvegari f kvennakeppninni varð Manuela Angervorth frá Vest- ur-Þýzkalandi, hljóp á 2:53,19 klst., en iinnur varð Patricia Day, Bretlandi. Mikilvægur sigur Brasil íumanna í HM BRASlLlUMENN stigu mikil- vægt skref í átt til lokakeppni heimsmeistarakeppninnar f knattspyrnu á sunnudagskvöldið, er þeir sigruðu Perú með einu marki gegn engu f leik liðanna f undankeppninni. Leikur þessi fór fram í Cali f Kolombíu, og áttu Brasilfumenn öllu fleiri og hætlulegri færi en Perúmenn f annars fremur jöfnum leik. Eina mark leiksins var skorað á 52. mínútu af framherja Brasilíu- manna, Gil, sem tókst að einieika í gegnum vörn Perúmanna og að lokum á markvörðurinn Guiroga, sem gerði tilraun til þess að bjarga með úthlaupi. Eftir að Brasilíumenn höfðu skorað markið sóttu leikmenn Perú í sig veðrið og áttu allgóð tækifæri undir lok leiksins. Um 55 þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum, sem einnig var sjónvarpað beint frá sjón- varpsstöðvum viðs vegar f heimin- um. Gífurlegar varúðarráðstafanir voru gerðar vegna leiks þessa, enda höfðu borizt sprengjuhótan- ir frá ónafngreindum aðilum, og einnig hafði lögreglan grun um að reynt yrði að taka knattspyrnu- mennina i gislingu. Leikurinn fór hins vegar mjög friðsamlega fram, mun friðsamlegar en títt er um leiki í Suður-Ameríku. Eftir leikinn, sagði talsmaður brasiliska landsliðsins, að of snemmt væri enn að slá þvi föstu að Brasiliumenn myndu komast í lokakeppni HM i Argentínu. Þangað stefndu þeir auðvitað, en að margra mati væri knattspyrn- an í Brasilíu f nokkurri lægð um þessar mundir. Kvaðst hann von- ast eftir því að hin fræga knatt- spyrnustjarna Pele, myndi koma heim á næstunni og verða til ráðu- neytis við undirbúnings landsliðs- ins, ef þvi tækíst að vinna sér sess i úrslitakeppninni. FÆEKKIEYRI FYRIR AÐ KEPPA Kúbanski hlauparinn Alberto Juantorcna brást hinn versti við, er hann var sakaður um það um helgina að þiggja greiðslur fyrir þátttöku sfna f frjálsfþróttamótum vfðs vegar f Evrópu. Kvaðst Juantorena ekki hafa búizt við slfkum ásök- unum, og það væri eins gott fyrir sig að halda beint heim á leið og að sitja undir slfkum rógburði. — ,,Ég æfi íþróttir og keppi á mótum vegna þess, að fþróttirn- ar gefa mér andlegan og líkám- legan styrk og mikla gleði“, sagði Juantorena á fundi með fréttamönnum. — „Ég tek ekki eyri fyrir þátttöku mina í frjáls- iþróttamótum og hef aldrei gert. En auðvitað ferðast ég ókeypis á þessari Evrópuferð minni, og hef ókeypis uppihald. Viljið þið kannski kalla það greiðslur?" Juantorena hefur verið mjög óðfús í Evrópuferð sinni að prédika um ágæti sósíalisma og byltingarinnar á Kúbu. Segir hann að hvert skref sitt í hlaupakeppni sé tekið til heið- urs félaga Castro. — „An hans væri Kúba ekkert, án hans væri ég ekkert,“ sagði Juantorena. — „Þegar ég vinn sigur í móti er það byltingunni á Kúbu til heiðurs." Juantorena stundar nám í viðskiptafræðum við háskólann f Havana, og að sögn býr hann þar í eins herbergis íbúð ásamt konu sinni og nýfæddri dóttur. Segist hann ekki þurfa meira húsrými. Þetta sé nóg fyrir sig. . Mikla athygli hefur vakið i keppnisferð Juantorena i Evrópu að undanförnu að svo virðist sem hann forðist að mæta þeim hlaupara sem helzt mætti búast við að veiti honum keppni. Sá er Keniabúinn Mike Boit, en hann hefur einnig ver- ið á ferðalagi um Evrópu að undanförnu og oftsinnis keppt á sömu mótum og Juantorena. Hafi þeir báðir verið skráðir til keppni í 800 metra hlaupi, hef- ur Juantorena jafnan látið skrá sig fremur I 400 metra hlaup. Hefur þetta valdið þeim fjöl- mörgu frjálsíþróttaunnéndum, er biðu eftir einvigi þeirra, miklum vonbrigðum. Gott hlaup hjá Walker NY SJÁLENDINGURINN John Walk er nðði frðbærum ðrangri i 1500 metra hlaupi á móti. sem fram fór i Lausanne S Sviss um helgina. Þrðtt fyrir slæmt veSur. rigningu og nokk- urn strekking hljóp Walker ð 3:37,1 min., sem er annar bezti timinn sem nðSst hefur ð þessari vegalengd I heiminum f ðr. Þykir þetta afrek Walkers benda tii þess aS hann sé i hörkuformi um þessar mundir, og liklegur til þess aS gera atlögu að heimsmetinu. Walker fékk hörkukeppni i hlaup- inu. þar sem landi hans, Rod Dixon. fylgdi honum eftir sem skuggi unz 200 metrar voru eftir, en þð varð hann aS gefa eftir. Hljóp Dixon ð 3:41,2 min. MeSal keppenda ð mótinu var fyrr- um heimsmethafinn i hástökki, Dwight Stones, og var hann búinn aS lýsa þvi yfir aS hann ætlaSi sér aS setja nýtt heimsmet i keppninni. En Stones hefur alltaf verið langt frð sinu bezta i rigninu og varð að gera sér 2,22 metra aS góðu. Af öðrum úrslitum i móti þessu mð nefna að Maxie Parks frð Banda- rikjunum sigraði i 400 metra hlaupi ð 47,05 sek., Mac Wilkins, heims- methafi i kringlukasti. sigraði i sinni grein, kastaði 62,26 metra, Randy Wilson frá Bandarikjunum sigraði i 800 metra hlaupi karla ð 1:47.16 min., Quentin Wheeler frð Banda- rikjunum i 400 metra grindahlaupi ð 50.17 sek., og hinn nýbakaði heims- methafi i 5000 metra hlaupi, Dick Quax. sigraði i 5000 metra hlaupinu ð 13:33.3 mln , sem þótti frðbær ðrangur miðað við aðstæður Annar i þvi hlaupi varð Detlef Uhlemann frð Vestur-Þýzkalandi ð 13:33,6 mín. og Jacques Boxberger frð Frakklandi varð þriðji ð 13:34,0 min.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.