Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JULI 1977 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI — Við skulum heldur vinna það til að aka eftir vegum með ógrónum brúnum, en að setja vini okkar, ærnar og lömbin, í slíka lífshættu, þvf grænar vegabrúnir bjóða slíkri hættu heim eins og reynsl- an sýnir. Ingvar Agnarsson". Það yrði vissulega eftirsjá I því ef þessi grænu belti við þjóðveg- ina yrðu að hverfa, þvf eins og bréfritari segir er hin mesta prýði að þessu fyrir augað. Hætt er við að þessu yrði mótmælt, en sparn- aðurinn sem bent er á verður kannski nokkur, færri kindur lægju f valnum og vegagerðin þyrfti ekki að eyða fjarmunum og strafskrafti f að vinna þetta sán- ingarstarf. En er nú ekki betri lausn að reyna að haga akstrinum eftir aðstæóum? 0 Skyldur manns- ins við dýrin „Kona úr Vesturbænum skrifar nýlega um bröndótta læðu eina úr nágrenni sfnu — sem nú hefur safnast til feðra sinna — og er lfklegt að sálarró frúarinnar sé nú f nokkuð góðum skorðum. En tilgangur minn með þessari tilskrift er nú eiginlega að koma á framfæri skoðun minni á pistli þessarar góðu konu — megi mér fyrirgefast ef ég er ekki alveg sammála henni. Það hefur oft vakið furðu mína hve gjörsamlega það virðist við- tekinn hugsunarháttur að það sé sök dýranna og engra annarra, f þessu tilfelli kattarins, ef eitthvað fer úrskeiðis f sambúð þeirra og mannsins. Skyldi maður þó ætla að sjálfsálit mannsins yfirleitt sé það stórt f sniðum að hann vildi helzt hafa fulla stjórn á sem flestu, lifandi og dauðu, f kring- um sig — og er það vfst ekki skortur á vilja að svo er ekki. Það er aftur á móti annað upp á teningnum þegar að því kemur að taka á sig ábyrgð á einhverju. Þá er það ekki manninum að kenna ef eitthvað fer öðruvísi en ætlað er. Þá er gjarnan ágætt að skella skuldinni yfir á dýrin t.d., eins og virðist koma fram í hugsunar- hætti þessarar ágætu konu úr Vesturbænum og alltof margra annarra. Hvernig væri að fólk færi að gera ser grein fyrir því að það er ábyrgð að hafa í sinni umsjá dýr, hvaða nafni sem þau nefnast. Það er ekki nóg að taka inn á heimili sitt lftinn kettling, sér og sfnum til gamans um stundarsakir. Þess- ir kettlingar vaxa gjarnan og verða að fullorðnum köttum og fyrr en varir verður snarleg breyting á aðhlynningu hans — hann er ekkert skemmtilegur lengur og þvi ekki þörf á honum, dyrnar ljúkast ekki alltaf upp og yfirleitt ætti hann ekki að vera til. Smám saman kemur að þvi að þetta dýr verður hálfgert úti- gangsdýr sem eðlilega verður að sjá að mestu um sig sjálft. Þá er það orðið sér og öðrum til leiðinda og enginn tilgangur lengur með tilveru þess. En er það kettinum að kenna að svona er komið málum? Er það honum að kenna að hann hefur engan tilverurétt lengur? Eða er það maðurinn sem ber ábyrgðina. Hvernig væri að fólk gerði sér grein fyrir ábyrgð sinni, og ekki sfður, skyldum sínum við dýrin sfn. Það er ekki mjög mikil fyrir- höfn að fara með kettlinginn á meðan hann er enn lftill til dýra- læknis f smáaðgerð sem kemur f veg fyrir breimið og rápið í hon- um seinna. Þeir verða miklu heimakærari og elskulegri dýr að öllu leyti, sannkölluð gæludýr sem helst vilja halda sig heima við. Það er heldur ekki mjög erfitt að ná sér í ól með bjöllu og setja hana á köttinn — það er mjög öruggt ráð til að koma f veg fyrir að hann veiði fugla. Og sfð- ast en ekki síst. Ef svo illa vill til að einhverra hluta vegna er ekki hægt að hafa köttinn lengur á heimilinu, fyrir alla muni hendið honum þá ekki út á götuna þar sem hann er neyddur til að sjá um sig sjálfur heldur farið með hann til dýralæknis og látið svæfa hann — það ætti ekki að vera ofviða vasa neins. Það eina sem virkilega þarf að vera til staðar er að maðurinn geri sér grein fyrir skyldum sfn- um og viljinn til að koma þeim f framkvæmd. Það er ekki nógu gott að láta sig bara langa til einhvérs, flýta sér að veita sér það og gleyma sfðan að taka á sig ábyrgð gerða sinna. Maðurinn telur sig nú einu sinni höfuð jarðar — hvers vegna þá ekki að haga ser í samræmi við það og vera maður. Guðrún Runólfsdóttir. Þessir hringdu . . . # Mysa sem meðal Elfsabet Magnúsdóttir: — Það var nýlega verið að ræða um tannholdsbólgu í Vel- vakanda og mig #langar að koma þvf á framfæri að mysan okkar er eitt bezta meðal sem til er við henni. Dóttir mfn átti við tann- holdsbólgu að strfða fyrir nokkr- um árum og við lá að ailar tennur hennar væru að losna, en þegar hún hafði drukkið mysu að stað- aldri um tima, þá hvarf bólgan alveg. Þetta er mín reynsla á þessu sviði og það væri gaman ef fleiri vildu prófa þetta. Mysan var eitt af því sem þjóðin lifði á hér fyrrum og þá var ekki um neinar skemmdar tennur að ræða. Nú er mysan aðallega auglýst sem svala- drykkur en fólk ætti líka að at- huga hversu holl hún er og reyna að neyta hennar að staðaldri. — Þessari ábendingu er hér með komið á framfæri til þeirra sem þurfa. HÖGNI HREKKVÍSI 6-/5 9 9 9 _____ ____ ___ Jeppa- eigendur Eigum aftur fyrirliggjandi 2 gerði farangursgrinda á Bronco, Range Rover og Land Rover. r Tökum einnig að okkur smíði á aðrar teguridir bíla. Sendum í póstkröfu MÁNAFELL HF. JárnsmfSaverkstæði (opiS 8—11 á kvöldin og laugardaga). Laugarnesvegi 46. Heimasimar: 7-14-86 og 7-31-03. * Þaðpassarfiá LeeCooper kórDna búðirnar J Aóalstræti 4 vió Lækjartorg NÝTT,VVESTERN“SNIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.