Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JULl 1977 21 Reyna að fá Ásgefr, Teitur og Matthías koma í Svíaleikinn — ÞAÐ standa vonir til þess að Asgeir Sigurvinsson geti komið heim í landsleikinn við Svta, sagði Árni Þorgrímsson, einn af landsliðs- nefndarmönnum KSl, t viðtali við Morgunblaðið á sunnudagskvöldið. — Lið Asgeirs er nú að leika í hinni svonefndu Toto—bikarkeppni, en Asgeir hefur mikinn áhuga á að koma heim í leikinn, og við vonumst til þess að Standard gefi hann eftir. Þokan setti sinn svip á leik ÍBK og FH f fyrrakvöld og eins og sjá má á þessari mynd Friðþjófs dró auga myndavélarinnar ekki í gegnum suddann. Það er Þorsteinn Bjarnason, sem þarna spyrnir knettinum frá marki stnu með tilþrifum. Frestun leiks Valsmanna og ÍBV setur strikí reikninginn Knattspyrnuáhugamenn urðu af þeim leik sem ætla mátti að yrði aðalleikur þessarar helgar í knattspyrnunni hérlendis. Fresta varð leik Valsmanna og Vestmannaeyinga, sökum þess að ekki var flugveð- ur frá Vestmannaeyjum, hvorki á laugardag né sunnudag. Er því komin upp sú staða f mótinu, að Valsmenn hafa leikið tveimur leikjum færra en flest hin liðin f deildinni, en Vestmannaeyjar og Breiðablik leik minna. Gerir þessi röskun það að verkum að staöan í mótinu er heldur óljós, auk þess sem hún setur mótanefnd f mikinn vanda. Það eru mjög fáir lausir dagar upp á að hlaupa, ekki slzt vegna þess að bikarkeppni Knattspyrnusambandsins er nú f fulium gangi, og fara sextán liða úrslit þeirrar keppni fram nú f vikunni. — Það var búið að ákveða, að þau lið sem sæktu Eyjamenn heim í sumar þyrftu ekki að fara, ef ekki væri hægt að fljúga, og sömu reglur giltu, þegar Eyja- menn þyrftu að koma til lands. Ég tel hins vegar fulla ástæðu til þess að endurskoða það mál, enda er svo komið að minnsta röskun sem verður á mótinu, setur okkur í mikil vandræði, sagði Gylfi Þórðarson, formaður mótanefnd- ar KSl, í viðtali við Morgunblaðið á sunnudaginn. — Það er nánast ekkert svigrúm til þess að koma frestuðum leikjum fyrir — eina ráðið er að setja leik Vals og Vest- mannaeyja á n.k. föstudagskvöld, eða laugardags, og ætlunin er að leikur Vals og Breiðabliks sem frestað var á dögunum vegna landsleiksins við Norðmenn fari fram 3. ágúst. Það er auðvitað nokkuð nálægt landsleiknum við Svía, en um annað var ekki að ræða. Einnig ræddi Mbl. við Tony Knapp landsliðsþjálfara. Hann kvað það auðvitað slæmt að fá leik svona nálægt landsleiknum við Svia, en þetta myndi þó bjarg- ast allt saman, ef leikurinn yrði á föstudagskvöld. — Hins vegar væri mjög slæmt að fá leikinn á laugardag, þvi þá get ég ekki látið Um aðra atvinnumenn sagði Árni, að fullvíst væri að Jóhannes Eðvaldsson gæti ekki tekið þátt i strákana úr Val og IBV æfa á sunnudaginn. Okkur veitir ekki af þeim tima sem við fáum. Þetta verður mjög mikilvægur leikur og við leggjum áherzlu á að standa okkur vel í leiknum, alveg eins og Sviarnir gera, en mér hafa borizt fregnir um að þeir búi sig mjög vel undir leikinn. Möguleiki er á því að Matthias og Teitur komi heim á mánudagskvöld og leiki síóan landsleikinn á miðvikudag- inn. Það verður þvi ekki mikill undirbúningur sem þeir fá. En ég endurtek að þetta ætti að bjargast að öðru leyti ef leikurinn fer fram á föstudagskvöld og maður verður auðvitað að vona að allir menn sleppi við meiðsli, sagði Knapp að lokum. leiknum. — Um Martein er það að segja að hann á að fara út 18. júlí, en við erum að reyna að fá því frestað. Hins vegar má telja full- vist, að þeir Matthias og Teitur geta báðir komið, og munu þeir verða kvaddir til leiksins. Um Guðgeir Leifsson er svo ekki vit- að. Arni sagði að landsliðshópurinn yrði sennilega valinn um miðja vikuna, eftir leikina i 16-liða úr- slitum Bikarkeppni KSl. Sovétríkin unnu til fyrsta heimsmeistaratitilsins I unglingaknattspyrnu, er úrslita- leikur þeirrar keppni fór fram t Túnis á sunnudagskvöldið. Léku þeir til úrslita við Mexfkó og að loknum venjulegum leiktfma var staðan 2—2 og var þá leikurinn . framlengdur, en hvorugu liðinu tókst þá að skora inark. Þá fékk hvort lið um sig fimm vítaspyrn- ur og skoruðu þau úr fjórum þeirra, þannig að enn var staðan jöfn. Aftur fengu liðin fimm víta- spyrnur og tókst Sovétmönnum þá að knýja fram sigur, — skor- uðu úr þeim öllum, en Mexikanar úr f jórum. Siguröur varöi titil sinn á glæsilegan hátt SIGURÐI Péturssyni tókst á glæsilegan hátt að verja meist- aratitil sinn f unglingaflokki f golfi. Lék Sigurður á 309 högg- um í unglingameistaramótinu, sem lauk á Hólmsvelli f Leiru á laugardaginn. Var það einkum góð frammistaða Sigurðar þriðja dag keppninnar, sem færði honum sigur, en hann lék þá á 74 höggum. 1 drengja- flokki sigraði Gylfi Kristinsson örugglega og f stúlknaflokki vann Alda Sigurðardóttir. I unglingaflokki kepptu margir af snjöllustu kylfingum landsins og var til mikils að keppa fyrir piltana, en á næst- unni verður valið f unglinga- landsliðið, sem tekur þátt í Norðurlandamótinu f Noregi á næstunni. Voru allir þeir sterk- ustu með f flokknum, að þeim Ragnari Ólafssyni og Sigurði Thorarensen undanskildum, en háðir ættu þeir að vera öruggir f 6 manna liðið, sem fer til Noregs. Þá hefur Sigurður Pétursson örugglega tryggt sig með frammistöðunni á þessu móti, en hart er barizt um önn- ur sæti. Sveinn Sigurbergsson varð f 2. sæti f unglingaflokki og er það góður árangur hjá þessum 16 ára pilti. Vann hann það afrek að leika á 73 höggum þriðja dag keppninnar og er það f þriðja skiptið f ár, sem hann leikur það. Urslit flokknum urðu þessi: UNGLINGAFLOKKUR (17 KEPPENDUR). Sigurður Pétursson, GR, 309 (79 — 78 — 74 — 78) Sveinn Sigurbergsson, GS, 315 (82 — 81 — 73 — 79) Geir Svansson, GR, 316 ( 78 — 79 — 80 — 79) Hannes Eyvindsson, GR, 320 Magnús Halldórsson, GK, 322 Sigurður Hafsteinsson, GR, 323 DRENGIR (17 KEPPENDUR). f Gylfi Kristinsson, GS, 318 Tryggvi Traustason, GK, 325 Páll Ketilsson, GS, 325 STULKUR <3 keppendur). Alda Sigurðardóttir, GK, 423 Kristfn Þorvaldsdóttir, NK, 427 Steinunn Sæmundsdóttir, GR, 428. Ritarinn sterkastur í púttinu KONRÁÐ Bjarnason, ritari Golfsambands Islands, hefur tvfvegis tekið þátt f púttkeppni Golfklúhbs Ness og f bæði skiptin hefur ritarinn unnið sigur f keppninní. Á föstudag- inn varð Konráð hlutskarpast- ur f fjölmennri „púttkeppni" á Nesvellinum og lagði hvern andstæðinginn öðrum sterkari. Ragnar ill- sigrandi í golfinu? RAGNAR Olafsson er greini- lega mjög sterkur f golfinu um þessar mundir og hirðir hver sigurlaunin af öðrum f golfmót- unum. A laugardaginn ^jigraði Ragnar f Max Factor-keppninni f Grafarholti. Lék Ragnar á 76 höggum og var einu höggi á undan Gunnlaugi Ragnarssyni, einnig GR. Þriðji varð Júlfus R. Júlfusson, GK, á 79 höggum, Sigurður Thorarensen, einnig Keili, lék á 80 höggum. 1 1. flokki vann BjÖrgvin ilólm, GK, á 80 höggum, Svein- björn Björnsson, GK, var á 81, Viðar Þorsteinsson, GR, og Þor- geir Þorsteinsson, GS, léku á 82 höggum. I 2. flokki sigraði Guð- mundur Vigfússon örugglega, lék á 86 höggum, Jónas Kristjánsson, Karl Jóhannsson og Vilhjálmur Ólafsson léku allir á 90 höggum. t kvenna- flokki sigraði Jóhanna Ingólfs- dóttir á 86 höggum eftir spenn- andi keppni við tslandsmeistar- ann, Kristfnu Pálsdóttur, lék hún á 87 höggum. ....................— 1 ■. *■ **,, Keilismennirnir Agúst Svavarsson og Sigurður Thorarensen kepptu með ágadum árangri f Grafarholti, bæði laugardag og sunnudag. Keilir sigraði í sveitakeppninni SVEIT Golfklúbhsins Keilis sigraði f Aðmíráls-sveitakeppninni f golfi f Grafarholti á sunnudaginn. Kom sveitin inn a 470 höggum en sveit GR lék á 473 höggum. Má búast við skemmtilegri keppni á milli þessara sterku sveita á landsmótinu f næsta mánuði. Suðurnesjamenn léku á 484 höggum, Nesklúhhurinn á 505 og sveit Varnarliðsins á 570 höggum. Júlfus R. Júlfusson lék á bezta skori, eða 73 höggum, en Agúst Svavarsson, einnig f Keíli, fylgdi honum fast eftir á 75 höggum. Aðrir f sveit Keilis voru Magnús Birgisson, Sveinn Sigurbergs- son, Hálfdán Karlsson, Magnús Halldórsson, Sigurður Thoraren- sen og Sigurjón Gfslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.