Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.07.1977, Blaðsíða 45
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JULl 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JULI 1977 25 Heillad íámar voru Blikunum hliðhollar ENN dökknaði útlitið hjá KR á sunnudagskvöldið þegar liðið tapaði 1:2 fyrir Breiðablik á Laugardals- vellinum. Það fer að verða erfitt fyrir Vesturbæjar- liðið að verjast falli úr þessu, sérstaklega ef heilladísirnar verða því jafn andsnúnar og í leikn- um í fyrrakvöld. KR var án nokkurs efa betra liðið á vellinum og hefði réttilega átt skilið annað stigið ef ekki bæði. En þannig er knattspyrnan, það eru mörkin sem gilda. KR-ingar hófu leikinn af miklu kappi og ætluðu greinilega að selja sig dýrt. Þeir fengu nokkur þokkaleg tækifæri í upphafi leiks- ins en þau nýttust ekki. Breiða- bliksmenn fundu sig alls ekki í byrjun og því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti, þegar Breiðablik tók forystuna á 12". mínútu. Og hvílíkt mark! Valdi- mar Valdimarsson miðvörður Breiðabliks tók aukaspyrnu á eig- in vallarhelmingi, líklega um 55 metra frá marki KR. Hann spyrnti háum bolta að marki KR og öllum til undrunar hafnaði boltinn í markinu. Gfsli Gislason markvörður ætlaði að reyna að gripa blautan og hálann boltann í stað þess að slá hann burt en það mistókst gjörsamlega og afleið- ingin varð eitthvert ódýrasta mark sem sézt hefur i Laugar- dalnum. Markið var KR-ingunum mikið áfall að vonum en þeir jöfnuðu sig brátt og hófu að sækja kapp- samlega. Örn Óskarsson komst tvívegis i góð færi en mistókst, þar af bjargaði Ómar markvörður Breiðabliks mjög vel í annað skiptið. En á 39 minútu skallaði Vilhelm Fredireksen mjög lag- lega til Arnar. Örn spretti úr spori að marki Breiðabliks, hljóp Einar Þórhallsson af sér og skor- aði laglega framhjá úthlaupandi markverðinum. Mjög gott mark hjá Erni. Ekki voru liðnar nema fjórar mínútur af seinni þálfleik þegar boltinn var gefinn inn í vitateig KR. Þar börðust þeir um boltann, Hinrik Þórhallsson og Ottó Guðmundsson. Hinrik hrasaði aðeins og Rafn Hjaltalin dæmdi KR - UBK 1:2 Texti: Sigtryggur Sigtryggsson Mynd: Ragnar Axelsson. vitaspyrnu. Harður dómur að mati margra en Rafn var i góðri aðstöðu til að dæma. Vitaskytta Breiðabliks, Þór Hreiðarsson, var i leikbanni og kom það í hlut varamannsins Heiðars Breiðfjörð að framkvæma spyrnuna, en hann hafði tvivegis misnotað víta- spyrnur i leik Breiðabliks og IBV á dögunum. Og í þetta skipti fór á sömu leið, því Gísli markvörður gerði sér lítið fyrir og varði glæsi- lega spyrnu Heiðars, sem var nánast á mitt markið. Meiri broddur var i sókn KR en Breiðabliks í seinni hálfleik en ekki tókst þeim KR-ingum að skora. Aftur á móti tókst Breiða- bliki að gera út um leikinn tiu minútum fyrir leikslok. Heiðar Breiðfjörð tók þá hornspyrnu frá hægri, Hinrik skaut að marki en Stefán Örn varði á línu, boltinn hrökk út í teiginn til Valdimars Valdimarssonar, sem ekki var seinn á sér að nýta gott tækifæri og skora. Við þetta mark brotn- uðu KR-ingar alveg og Blikarnir fóru nú að ógna marki KR í fyrsta skipti í leiknum en ekki urðu mörkin fleiri. Völlurinn var mjög blautur eft- ir langvarandi rigningar og miðað við aðstæður var mesta furða hvað liðin sýndu og þó sérstak- lega KR. Lék liðið oft ágæta knattspyrnu og það barðist grimmilega, en heilladísirnar voru KR-ingum andsnúnar í þetta skipti. Beztu menn KR voru Ottó i vörninni og nafnarnir Örn Guðmundsson og Örn Óskarsson ásamt Birni Péturssyni i sókn- inni. Markvarzlan er hinsvegar í molum hjá liðinu. Hjá Breiðabliki var Valdimar Valdimarsson áber- andi beztur. Hann er geysilega traustur varnarmaður og í þess- um leik sýndi hann einnig að hann getur verið skæður fyrir framan mark andstæðingann.a. Þá lék Hinrik Þórhallsson sinn bezta leik á árinu, en hann hefur ekki verið nema svipur hjá sjón i sum- ar og hefur ekkert sést af þeim hæfileikum, sem færðu honum verðskuldað landsliðssæti i fyrra. I SUTTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 10. júli, Islandsmótið 1. deild, KR—Breiðablik 1:2 (1:1) Mark KR: örn Óskarsson á 39 mínútu. Mörk Breiðabliks: Valdimar Valdimarsson á 12. og 80. min. Áminning: Engin. iinar Þórhallsson og Vilhelm Fredriksen berjast um knöttinn f leik KR og Breiðabliks. Það var vatnsveður á Akranesi á laugardaginn og eins og sjá má á þessari mynd spýttist vatnselgurinn úr skófari leikmanna 1A og Þórs. Það er Karl Þórðarson, sem þarna hefur leíkið á Aðalstein Sigurgeirsson, en félagi hans kemur honum til hjálpar. SKAGAMENN ÓÐUIFÆRUNI - EN GEKK ERFIÐLEGA AÐ SKURA VÖLLURINN á Akranesi var blaut- ur og þungur eftir langvarandi rign- ingu, þegar heimamenn mættu Þór frá Akureyri þar á laugardaginn. Leikurinn var báðum liðum mik- ilvægur. Þór þarf á stigi eða stigum að halda, ef 2. deildin á ekki að verða þeirra hiutskipti að ári og Skagamenn mega ekki sjá af stigi, ef þeir ætla ekki að missa af lest- inni I baráttunni um bikarinn. Hinar mjög svo erfiðu aðstæður settu sín mörk á leikinn og gerðu það að verkum að upplögð tækifæri fóru forgörðum og önnur sköpuðust, en þannig vill það oft verða þegar leikið er á blautum og hálum gras- velli. Það var auðséð i byrjun, að Skaga- menn ætluðu ekki að láta tapið frá því á Akureyri í 4. umferð endur- taka sig, því strax á 3. min. fékk Pétur Pétursson dauðafæri eftir sendingu frá Árna Sveinssyni, en misnotaði það. Áfram sóttu Skagamenn, en höfðu ekki árangur sem erfiði, þar sem þeim tókst ekki að skapa sér nein verulega hættuleg tækifæri, enda var sóknarleikurinn mjög einhæfur. I stað þess að leika út á kantana til Karls Þórðarsonar og Arna Sveins- sonar var kýlt inná miðjuna, þar sem varnarmenn Þórs áttu auðvelt með að hreinsa frá. Það er alveg dæmalaust hvað leik- menn geta verið lokaðir fyrir svona einföldum hlutum. Ödýrt mark A 29. mín. tókst þó Skagamönnum að skora og var lítill glæsibragur yfir þvi marki. Guðjón Þórðarson kastaði inn í vitateig Þórs, en varn- armönnum mistókst að hreinsa frá og fór knötturinn til Kristins Björnssonar, sem skaut lausu skoti að marki. Ragnar markvörður hélt ekki knettinum og náði Pétur að pota honum i netið. Við markið sóttu Skagamenn í sig veðrið og áttu ágætar sóknarlotur. Á 33. min. bætti Ragnar markvörður upp mistök sín, er hann fékk á sig markið, þegar hann varði glæsilega skalla frá Jóni Alfreðssyni. Tveim mín. siðar var Kristinn Björnsson í „dauðafæri", en í stað þess að skjóta ætlaði hann að leika með knöttinn í netið, sem honum tókst ekki. Glæsileg mörk Siðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri, nema hvað Skagamenn skoruðu tvö glæsileg mörk og misstu af nokkrum „dauðafærum" Strax á 52. mín. gerðist það krafta- verk, að Skagamönnum tókst ekki að skora, þrátt fyrir að tveir menn væru með knöttinn einir fyrir fram- an autt markið. Eg kann ekki að skýra hvað gerðist. En á 64. min. rann Jón Alfreðsson illa á blautum vellinum, er hann var í dauðafæri. Jón bætti þetta upp nokkrum min. siðar er hann skoraði glæsilegt mark. Kristinn Björnsson lék upp hægra meginn og gaf fasta sendingu fyrir marki. Jón fleygði sér fram og var láréttur i loftinu er hann náði að skalla og knötturinn söng í netinu. 10. mín. siðar lék Pétur Pétursson sama leikinn og skoraði glæsilega með skalla eftir aukaspyrnu frá Jóni Alfreðssyni. Nú var Skagaliðið komið verulega i gang og á næstu mín áttu þeir þrjú ÍA - ÞÓR 3:0 Texti: Helgi Danielsson Myndir: Friðþjófur Helgason sannkölluð dauðafæri. Karl Þórðar- son skaut yfir eftir vel uppbyggða sókn Péturs og Kristins. Jón Gunn- laugsson skaut i stöng af svo sem hálf meters færi og þaðan barst knötturinn til Karls, sem skaut, en varnarmenn vörðu á línu. Eins og áður er fram komið settu hinar erfiðu aðstæður sitt mark á leikinn. Skagamenn voru sterkari aðilinn og hefðu átt að skora fleiri mörk, ef þeir hefðu áttað sig á að leika fjölbreyttari og beittari sókn- arleik. Jón Alfreðsson ver bezti maður vallarins og var mark hans mjög glæsilegt. Þá lék Karl Þórðar- son vel, en var ekki notaður sem skyldi. Jón Gunnlaugsson var hinn öruggi varnarmaður, en vörnin átti annars náðugan dag. Þór lék að þessu sinni án Gunnars Austfjörð, sem hefur verið besti varnarmaður liðsins, auk þess sem Samúel markvörður var ekki með. Þessi leikur var Þór erfiður. Allar aðstæður voru erfiðar og Skaga- menn ekki á þeim buxunum að tapa fyrir þeim öðru sinni. Vörnin með Sigurð Lárusson sem bezta mann var betri hluti liðsins, auk þess sem Ragnar markvörður bjargaði þvi sem bjargað varð, ef fyrsta markið er undanskilið. Sóknarleikurinn er slakur og ein- hæfur. Það er kýlt upp miðjuna á Sigþór Ómarsson, sem er eini mað- urinn sem eitthvað ógnar. En það gagnar lítið þegar Jón Gunnlaugs- son er þar fyrir. Enda var það svo, að marktækifæri Þórs voru ekki nema tvö eða svo, bæði eftir horn- spyrnu. Þorvarður Björnsson dæmdi leik- inn ágætlega. t STUTTU MALI: Akranesvöllur 1. deild, 9. júlí IA — ÞÓR 3—0 (1—0) Mörkin: Pétur Pétursson á 29. min. Jón Alfreðsson á 70 mín. Pétur Pétursson á 80 mín. Gult spjald: Oddur Óskarsson, Þór Ahorfendur: 705 Glæsileg markvarzla var það sem gladdi helzt augu áhorfenda KEFLVtKINGAR og FH-ingar deildu stigum í 1. deildarkeppni Islandsmótsins i knattspyrnu, er liðin mættust i Keflavlk á sunnu- dagskvöldið. Ekkert mark var skorað f leik þessum, en sem bet- ur fer hafa ekki verið margir leik- ir f sumar sem lyktað hefur án þess að mark eða mörk væru skor- uð. Þrátt fyrir markaleysið f Keflavfk bauð leikur þessi oft upp á skemmtileg tilþrif, og glæsilega markvörzlu og er það raunar hún sem eftirminnilegust er frá leiknum. Attu þar báðir markverðirnir hlut að máli, en meira þó Þorvaldur Þórðarson, sem nokkrum sinnum varð að taka á öllu til þess að verja frá Keflvfkingunum. I leik þessum voru FH-ingar meira með knöttinn og spiluðu oft mjög laglega saman úti á vellin- um. Þegar þeir nálguðust svo mark Keflvíkinga var hart tekið á móti — þar var Gisli Torfason konungur í riki sinu, og lét engan komast upp með moðreyk. Geysi- lega sterkur leikmaður, sennilega betri á þessu leiktimabili en nokkru sinni fyrr, og mikið má vera ef Keflavíkurliðið á ekki honum að þakka að miklu leyti velgengni sína í sumar. Ekki verður annað sagt en að Keflavikurliðið sé það lið sem mest hefur komið á óvart á þessu keppnistimabili. A tiltölulega mjög skömmum tima hefur verið skipt nær algjörlega um leikmenn — aðeins Gisli og Ólafur Július- son eftir, og þegar gluggað er i leikskrá félagsins kemur i ljós að flestir þeir piltar sem komið hafa inn í liðið í sumar eru 18—19 ára, og hafa þvi nánast enga reynslu að baki. En þeir hafa svo sannar- lega staðið fyrir sínu og sýnt að með ákveðni og baráttugleði er unt að ná langt. Knappspyrnan sem Keflavíkurliðið leikur er að visu ekki sérlega skemmtileg, en óhætt er að segja — biðið þið bara. 1 sumar stigur þetta lið yfir erfiðan þröskuld og má mikið vera ef það tvieflist ekki á kom- andi sumrum. Þrátt fyrir að FH-ingar sæktu ÍBK - FH 0:0 Texti: Steinar J. Lúðvfksson Myndir: Friðþjófur Helgason. heldur meira gekk þeim illa að skapa sér tækifæri, sem fyrr seg- ir. Má vera að spil þeirra hafi verið of þröngt þegar inn að marki Keflvíkinga kom, og einnig bar of mikið á þvi að einstakir leikmenn ætluðu sér um of. Þar átti Ólafur Danivalsson m.a. hlut að máli. Ólafur er snillingur með knöttinn og að koma sér framhjá andstæðingunum, en hann má þó ekki við margnum. Að auki höfðu Keflvíkingar góðar gætur á hon- um í leiknum á sunnudagskvöldið og hleyptu hor.um aldrei langt. Nokkrum sinnum i hálfleiknum áttu FH-ingar þó sæmileg færi, en ef skot þeirra hittu markið náði Þorsteinn þeim örugglega. Tvö hættulegust færi hálfleiks- ins voru hins vegar i eigu Keflvik- inga. Það fyrra á 28. minútu er Hilmar Hjálmarson átti skot naumlega framhjá eftir horn- spyrnu og hið siðara á siðustu minútu hálfleiksins. Þá komst bakvörðurinn Óskar Færseth i gott færi — skot hans var sérlega gott. Knötturinn kom að marki FH i mittishæð út við stöngina fjær. En Þorvaldur Þórðarson, markvörður FH-inga, sveif í loft- inu eftir skotinu, náði knettinum og hélt honum. Stórglæsileg markvarzla. Bezta tækifæri FH-inga i leikn- um kom svo á 4. mínútu seinni hálfleiks, er þeim tókst að snúa á vörn IBK, og Ólafur Danivalsson fékk knöttinn i skotfæri. Átti hann ágætt skot á Keflavikur- markið, en Þorsteinn var vel stað- settur og bjargaði fallega. Upp úr miðjum seinni hálfleik fór leikurinn að verða þófkennd- ari, enda ekki nema von að mjög þungur völlurinn í Keflavík tæki sinn toll af þreki leikmannanna. Áttu Keflvíkingar sæmileg færi undir lok leiksins, en Þorvaldur varði þá hvað eftir annað mjög vel. ISTUTTU MALI: Iþróttavöllurinn i Keflavik 10. júli Islandsmótið 1. deild URSLIT: lBK—FH 0—0 AMINNING: Engin AHORFENDUR: 1043 Þorvaldur markvörður FH slær knöttinn af höfði Steinars Jóhannssonar, Janus Guðlaugsson fylgist nieð. Valur hefur t'itilvömina Bikarmeistarar Vals hefja titilvörn sína á morgun er þeir mæta Akureyrarliðinu Þór á Laugardalsvellinum kl. 20.00, en mótanefnd KSl hefur nú gengið frá niðurröðun leikja i 16-liða úrslitum bikarkeppn- innar. Einn annar leikur fer fram I kvöld norður I Arskógs- strönd, en þangað eiga Vest- mannaeyingar að fara I heim- sókn. Sá leikur á einnig að hefj- ast kl. 20.00 13. júli eiga svo þrir leikir að fara fram. Ármann á að leika við FH á Laugardalsvellinum kl. 20.00, IA fær Breiðablik i heimsókn upp á Akranes og hefst sá leikur kl. 20.00 og IBK og KA eiga að leika í Keflavík kl. 20.30. 14. júli eiga svo Þróttur, Reykjavik, og Fram að leika, 15. júlí er leikur KR. og Selfoss og loks eiga Víkingur og Þrótt- á morgun ur, Neskaupstað, að leika 19. júlí n.k. Ljóst rná vera að verði um jafntefli að ræða i leikjum þess- um, þannig að komi til auka- leiks, lendir mótanefnd i mestu vandræðum með að finna tima fyrir þá. Bæði er leikjaskipan mjög þétt i 1. deildar- og 2. deildarkeppninni, og eins er landsleikurinn við Svia fram- undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.