Morgunblaðið - 12.07.1977, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 12.07.1977, Qupperneq 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12 JULI 1977 Bændur hefja heyskap: Lítið gras en þurrkur á Austurlandi — sæmileg spretta en óþurrkur annarsstaðar BÆNDUR vlða um land hófu I gær slátt enda margir orðnir lang- eygir eftir þurrki, en úrkomu- laust var um allt land I gær. Einstaka bændur voru byrjaðir fyrir nokkru en I fæstum tilvik- um tókst þeim að ná inn óhröktu heyi. Grasspretta hefur verið frekar hæg fram að þessu vegna kulda f vor og á Austur- og Suð- Austurlandi hefur spretta verið Iftil vegna þurrka, þar til tók að rigna um fyrri helgi. Ekki eiga bændur þó von á þvf að heyfengur verði rýrari af þveim sökum svo fremi að þeir fái þurrk til að athafna sig við heyskapinn. Bjarni Arason, ráðunautur f Borgarnesi, sagði f gær að þar væru menn aðeins farnir að heyja í vothey, þvf þurrkur hefði ekki komið að gagni enn. Grassptetta í Borgarfirði hefur verið seinna á ferðinni en f meðafári og enn finnst klaki þar f jörðu, en þó Iftur út fyrir að spretta verði góð. — Menn bfða eftir þurrki. Ann- ars er sprettan og þurrkurinn seinna á ferðinni en í fyrra og ekki hægt að tala um stór- vandræði enn, sagði Bjarni. SNÆFELLINGAR BYGGJA VOTHEYSGEYMSLUR Páll Pásson á Borg í Miklaholts- hreppi, Snæfellsnesi, sagði, að þar hefðu nokkrir bændur byrjað slátt um mánaðamótin og þá helzt þeir, sem hefðu haft aðgang að malartúnum en þar hefði gras- spretta verið fyrr á ferðinni. Þessu heyi tókst mönnum að ná inn en að undanförnu sagði Páll að hefði rignt og það væri eigin- lega fyrst nú um nokkurt skeið að þurr dagur kæmi. Páll sagði að klaki væri enn í mýrarflóum og úthagi hefði grænkað seint. — Menn eru ailtaf að sjá betur að það dugar litt annað en auka vot- heysverkun og Búnaðarsamband- ið hér setti i vor á stofn byggingarflokk og keypti mót til að byggja flatgryfjur og' penings- hús. Nú er verið að ljúka við flatgryfju á einum bæ og með þessu átaki búnaðarsambandsins og einstaklinga er von manna að auka megi votheysverkun en hér er mjög votviðrasamt, sagði Páll. LÉLEG GRASSPRETTA 1 EYJAFIRÐI Benedikt Guðmundsson á Staðarbakka í Miðfirði sagði að þar. væru þeir fyrstu að hefja slátt og horfur væru á góðri gras- sprettu. Einar E. Gíslason, ráðunautur á Suðra-Skörðugili í Skagafriði, sagði að þar um slóðir hefðu fyrstu bændurnir byrjað að slá um morguninn en nokkuð hefði verið byrjað í Blöndudalnum fyr- ir nokkrum dögum. — Það er að koma gott gras á tún her og von- andi verður framhald á þessum þurkkf, sagði Einar. Guðmundur Gunnarsson hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði að þar hefði einstaka bóndi byrjað slátt fyrir viku en þá hefði farið að rigna og eiginlega ekki gert þurrk fyrr en á sunnudag. — Menn eru að byrja að slá en spretta hefur ekki verið nógu góð vegna þurrka fram eftir vori. Eg á þó frekar von á því að menn nái að mæta lakari sprettu með að tvfslá túnin. Allt er þetta þó háð þvi að það geri alvöru þurrk, sgði Guðmundur. AUSTFIRÐINGAR HAFA ÞURRK EN SPRETTA OF LlTIL Elin Magnúsdóttir á Brún í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu sagði, að þar um slóðir væru bændur í þann veginn að hefja heyskap en úrkoma hefði verið flesta daga siðustu viku. Spretta er að sögn Elinar sæmileg i Reykjadalnum en heldur þurrara hefur verið í Mývatnssveitinni og spretta þar seinni. Þórhallur Hauksson, ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Austur- lands, sagði að á Austurlandi væru fyrstu bændurnir að byrja slátt. — Við þurfum ekki að kvarta undan þurrkleysi heldur hinu að grasspretta hefur ekki verið nógu góð og reyndar náði hún sér aldrei á strik eftir kulda- kastið í vor. Menn vona þó að úr þessu rætist, en menn geta ekki beðið lengi því grasið þarf að fara að slá, sagði Þórhallur. VARLA TÓMTIL AÐ RÆÐA UM SÓLINA Siggeir Björnsson I Holti á Síðu sagði, að þar væru flestir bændur byjaðir að fást eitthvað við hey- skap en enn væru þó sumir bundnir við smalamennskur og rúning. Siggeir sagði að mikil úr- koma hefði verið á Síðu um fyrri helgi en undanfarna daga hefði verið þurrt og ágætt veður. Spretta sagði Siggeir að væri heldur lakari en áður en þó hefði gras tekið vel við sér að undan- förnu. Markús Jónsson á Borgareyrum i Vestur-Eyjafjallahreppi sagði, að þar um slóðir hefði þurrkleysi verið ráðandi og I gær hefði aðeins sézt til sólar i nokkrar mínútur. — Það gefst varla tóm til að ræða um það þegar sólin kemur því hún er horfin strax aftur, sagði Markús. Einstaka bóndi er að sögn Markúsar byrjaður heyskap en gott gras er komið undir Eyjafjöllum. Hjá þeim bændum, sem slógu eitthvað fyrir um hálfum mánuði, tókst ekki að ná því inn og er nú svo komið, að grasið er vaxið upp úr gulu heyinu á ný. Markús sagði að nokkuð hefði verið um að menn slægju I vothey og á bænum Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum hefði verið slegið í heykökuverksmiðju, sem þar er. — Ef þessari úrkomu heldur áfram má búast við að tún skemmist og tún fara hvað úr hverju að verða úr sér sprottin, sagði Markús að lokum. KOMAST EKKI HJA AÐ HEYJA I VOTHEY, EFEKKI ÞORNAR Björn Erlendsson í Skálholti í Biskupstungum sagði að þar væru bændur sáralitið byrjaðir að slá en nokkuð hefði verið slegið í vothey. Þurrkur hefði verið litill sem enginn alveg fram að þessu i uppsveitum Arnessýslu en Björn sagði, að komið væri ágætt gras. Hjaiti Gestsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Selfossi, sagði að i neðanverðri Árnessýslu væru margir bændur byrjaðir að slá og reyndar þyrftu allir að vera byrjaðir. — Menn eru hikandi, því það hefur staðið á þurrki. Senn fara tún að spretta úr sér og ef ekki þornar verða menn að fara að slá í vothey, hvort sem mönnum Iikar það betur eða verr. Bændur komast ekki hjá því, sagði Hjalti að lokum. Bandaríkjamenn lögleiða loftpúðann Könnun á slysavöldum í heimahúsum á Norðurlöndum I BANDARlKJUNUM hefur verið leitt f lög að árið 1984 verði komnir loftpúðar á alla bfla. Loftpúðarnir eru byggðir inn í stýrið, sætið eða undir hanzka- hólfið og biása út við mikla hemlun og hlffa þannig öku- manninum við miklu höggi. Mbl. hafði samband víð Sig- urð Agústsson, fulltrúa hjá Um- % ferðarráði, og innti hann eftir | þvi hvort von væri á slíkri lög- Í‘a leiðingu hér á landi. Sigurður taldi mjög óliklegt að svo yrði á næstunni vegna of mikils kostnaðar við loftpúðana. I Bandaríkjunum látast að meðaltali 130 manns á dag I umferðarslysum. Deilt hefur verið mikið um þessa loftpúða í Bandaríkjun- um og hafa bílaframleiðendur verið tregir til að taka þá i notkun, því þeir auka verð bíl- anna til muna. Á myndinni er Ralph Nader, lögfræðingur, sem mikið hefur barizt fyrir Iögleiðingu loftpúð- anna. A ÞESSU sumri fer fram á öllum Norðurlöndum samtfmis upp- lýsingasöfnun um slysavalda f heimahúsum. Það er rannsókna- deild innan norrænu embættis- mannanefndarinnar um neytendamál, sem gengst fyrir þessu rannsóknaverkefni. I 5 mánuði, frá aprfl til september, er safnað upplýsingum frá 20 sjúkrahúsum um öll þau slys, sem verða á heimilum á Norður- löndum. Hingað er kominn stjórnandi þessara rannsókna, Rolf Dahlström frá Hagstofu Svf- þjóðar. Hann sagði, að neytenda- samtök yrðu sffellt áhrifameiri f flestum löndum og kröfuharðari. 1 þeim löndum, sem hafið hefðu slfka könnun, þ.e. Bretlandi og Bandarfkjunum, væru neytenda- öryggisnefndir, en á heimilum og næsta nágrenni þeirra væru ýms- ar vörur og tæki, sem gætu valdið slysum, og með þvf að vita hver þau eru, mætti e.t.v. gera ráðstaf- anir til að hindra slfk slys. Á Norðurlöndum hefur verið mikill áhugi á að vita hvað veldur slysunum og því hefur þessi könn- un verið sett í gang á vegum Norðurlandaráðs. Einn af þremur fulltrúum Is- lands í embættismannanefndinni og sá, sem sér um upplýsinga- söfnunina hér, er Eirika Friðriks- dóttir. Hún sagði, að útlit væri fyrir að um 4500 slys yrðu í heimahúsum hér á landi á sex mánaða tímabili, og þar af yrðu um 1000 athuguð nánar með við- tölum við viðkomandi. I því verk- efni er er nú ungur námsmaður, en upplýsingarnar koma frá Slysadeild og Borgarspítala. Sagði hún, að þó ekki væri farið að taka saman niðurstöður, enda gagna- söfnun í gangi, þá liti út fyrir að hér yrðu tveir hópar mest fyrir slysum heima, þ.e. lítil börn, frá sex mánaða aldri , og gamalt fólk. Barnaslysin væru áberandi mikil með þeim hætti að barnið 2—3 ára gamalt, klemmdist á fingri í sjálflokandi útihurð og missti framan af fingri og eins virtust mörg slys verða af eitrun, þegar börn súpa á lyfjum eða hreinlæt- isvökvum. Annar slusavaldur hjá eldra fólki væri fall ýmiskonar og væri verið að kanna hvað ylli, hvort slysavaldurinn væri skór, teppi eða annað. Rolf Dahlström sagði að við könnun, sem gerð var í Sviþjóð í 4 mánuði að vorinu sem undanfari þessarar, hefðu reiðhjól og tré- klossar reynzt sérlega skeinu- hætt, en að vetrinum svell og háika, fyrir utan skíðaferðir. Á öðrum Norðurlöndum en Islandi nær könnunin nokkuð út fyrir heimilinm eða til heimila og nágrennis, eins og það er orðað. Eitranir kæmu ekki mikið fram I Svíþjóð í þessari könnun, enda væri þar sérstök miðstöð, sem annaðist eitrunarslys, og sjúkra- húsin því ekki rétti vettvangur- inn fyrir þau. Hann sagði að brunaslysum væri veitt sérstök athygli vegna þess hve alvarleg þau væru. Hann tók fram, að sjúkrahúsin öll, sem upplýsingum er safnað í, hefðu verið ákaflega samvinnu- þýð, og einnig það fólk, sem lent hefði I slysum og rætt væri við. Skýrsla um þessa könnun kem- ur væntanlega út í febrúar næst- komandi. Vitni vantar að árekstri SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík hef- ur beðið Mbl. að auglýsa eftir vitnum að árekstri, sem varð á mótum Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka klukkan 10.20 að morgni þriðjudagsins 5. júli s.l. Mazda-bifreið ók af Stekkjarbakka og inn á Breið- holtsbraut og lenti þar í árekstri við Moskvwisch- bifreið, sem þar var á ferð. Þeir, sem telja sig geta veitt upplýsingar um þennan árekstur, eru béðnir að snúa sér til Slysarannsóknadeildar- innar. Rolf Dahlström

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.