Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15 JULI 1977
Fimm ríki Evrópu-
ráðs viðurkenna ekki
mannréttindadómstól
FORSETI Evrópuráðs, Karl
Czerntz hefur dvalizt í Reykjavík
undanfarna tvo daga og heldur á
brott aftur fdag. I gær var boðað
til blaðamannafundar vegna
komu hans og fundinn sátu auk
Czerntz, Helgi Agústsson og Halla
Bergs frá utanrfkisráðuneytinu,
auk Ingvars Gfslasonar aðlþingis-
manns, sem er einn þriggja full-
trúa lslands í Evrópuráðinu, sem
hefur aðsetur sitt i Strasbourg.
Loðnuveiðar
byrja í dag
LOÐNUVEIÐAR mega byrja frá
og með deginum I dag, og munu
væntanlega einhver skip leggja
úr höfn I dag og næstu daga, en
fram til þessa hefur hins vegar
Iftið fundizt af loðnu. Rannsókna-
skipið Bjarni Sæmundsson fann
að vfsu nokkuð af loðnu undan
Vestfjörðum fyrr f vikunni, voru
þar fallegar torfur á ferð, en loðn-
an stóð mjög djúpt. Samkvæmt
þvf sem Hjálmar Vilhjálmsson
fiskifræðingur sagði Morgunblað-
inu f gær, þá er ástand fss og
sjávar þannig, að það hitastig sem
loðnan kýs helzt að halda sig f er
að finna undir fsbreiðunni norð-
ur af landinu, en Hjálmar sagðist
hins vegar vona að ástandið lagað-
ist þegar liði á sumarið.
3 íslenzk fyrir-
tæki á sjávarút-
vegssýningunni
í Halifax
UM mánaðamótin ágúst-
september verður haldin f Hali-
fax f Kandada stærsta sjávarút-
vegssýning, sem haldin hefur ver-
ið í heiminum. Þar munu fyrir-
tæki vfðs vegar að úr heiminum
sýna framleiðslu sína og kynna,
auk þess sem Kanadastjórn mun
leggja mikla áherzlu á að kynna
kanadískar fiskveiðar og iðnað,
en nýlega samþykkti alríkis-
stjórnin þar að eyða 41 millj. doll-
ara næsta árið til að byggja upp
kanadískar fiskveiðar.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar Svavarssonar hjá Út-
fiutningsmiðstöð iðnaðarins þá er
ljóst að þrjú íslenzk fyrirtæki
munu taka þátt í sýningunni, en
alls hefur Island yfir að ráða 79.5
fermetra gólffleti. Fyrirtækin is-
lenzku sem kynna sína vöru eru
Hampiðjan sem sýnir trollefni
m.a., Jósafat Hinriksson sem sýn-
ir toghlera o.fl. og Elliði Norðdahl
sem sýnir Elektra færavinduna.
Þá mun Sjóklæðagerð íslands að
líkindum kynna vinnuföt og verið
getur að Kassagerð Reykjavíkur
taki þátt í sýningunni.
Karl Czerntz hefur verið forseti
Evrópuráðs s.l. þrjú ár en ráðið
var stofnað árið 1949. Island gerð-
ist aðili ári síðar og í þinginu eru
nú nitján aðildarríki með þátt-
töku þess nýjasta, Portúgals, sem
fékk inngöngu eftir að stjórn
Suares kom til valda. Þá er einnig
von á þátttöku Spánar þar sem
stjórn Suarez er komin til valda
þar. En skilyrði fyrir þátttöku I
Evrópuráði er að aðildarlandið sé
lýðræðisríki. Eina lýðræðisriki
Evrópu, sem ekki er aðili að
Evrópuráðinu, erFinnland.
Hvert aðildarríki Evrópuráðs
verður að hafa þrjá fulltrúa,
Frakkland, Bretland, Vestur-
Þýskaland og Italia eru með
flesta fulltrúa, átján hvert. Næsta
þing ráðsins verður í Strasbourg i
október.
Að þvi er Czerntz sagði eru
fimm ríki innan Evrópuráðs, sem
ekki eru aðili eða viðurkenna
fyllilega mannréttindadómstól
ráðsins né svokallaða mannrétt-
indanefnd og eru ríkin, Tyrkland,
Kýpur, Malta, Grikkland og það
sem mesta furðu vekur, Frakk-
land. Sagði Czerntz að Frakkar
hefðu enga öpinbera skýringu
gefið á því af hverju þeir viður-
kenndu ekki dömstólinn.
Merkilegasta framtak Evrópu-
ráðs s.l. tiu ár, sagði Czerntz vera í
sambandi við herforingjastjórn-
ina í Grikklandi, en eftir að hún
komst til valda 1967 var Grikk-
land rekið úr ráðinu og ekki
heimiluð þátttaka fyrr en með
endurfengnu lýðræði og frjálsum
kosningum árið 1974. En Grikk-
land var eitt af stofnrikjum ráðs-
ins árið 1949.
Ástæðan fyrir heimsókn
Czerntz er eingöngu liður í því aó
heimsækja öll aðildarríki ráðsins
og hefur Czerntz komið þrisvar
áður til íslands. Hér ræðir hann
við íslenzku þingmannanefnd
ráðsins en hana skipa auk Ingvars
Gíslasonar Þorvaldur Garðar
Kristjánsson og Jónas Arnason.
Framhald á bls. 18
frá vinstri eru:
aðstoðarmaður
Olafur K. Magnússon tók þessa mynd á blaðamannafundi með Karl Czerntz í gær. Talið
Ingvar Gíslason alþingismaður, Halla Bergs, Helgi Ágústsson, Karl Czerntz og Mark Sand
hans.
Stöðugra heitt vatn
í Þörungavinnslunni
Eykur afkastagetuna til muna
„ÞAÐ er rétt, heita vatnið
hefur aukizt hjá okkur og
er nú með betra móti. Við
höfum ekki kynnzt hol-
unum eins góðum hér við
Þörungavinnsluna síðan
1975“, sagði Ómar Haralds-
son verksmiðjustjóri í
samtali við Mbl. í gær-
kvöldi. „Rennslið er stöð-
ugt, um 36 sekúndulítrar
og um 100 stiga heitt. 1
fyrra var rennslið um 37
sekl. að morgni, en var
komið niður í 23 sekl. þeg-
ar vinnu var hætt á kvöld-
in. Helzt þurfum við 40
sekl. stöðuga en í næsta
mánuði verða settar djúp-
dælur í holurnar og þá
reiknum við með 50 sekl.
rennsli“.
Ömar kvað veðrið há nokkuð
þangskurði, þvi ef hvasst væri, þá
misstu þangskurðarmenn þangið
úr nótunum sem þeir slá i, en
slegið er með orfi og ljá þegar
þangið lyftir sér á flóðinu. Hins
vegar kvað Ómar ekki vanta þang
nú þvi hátt á þriðja hundrað tonn
væru geymd í sjó, slegin. Um 20
menn eru í þangskurði i dag og
eftirtekjan er um 3 tonn. Ómar
kvað þvi skjótt myndu reyna á
afkastagetu verksmiðjunnar, en
hún er hönnuð fyrir 10 tonna
þurrkun á klukkustund, en miðað
við 40 sekl. af heitu vatni á að
vera unnt að þurrka um 50 tonn á
dag. Þurrkunarmöguleikar fara
þó nokkuð eftir rakastigi, því þeg-
ar rakinn er t.d. yfir 90% í rign-
ingartíð, þá gengur illa að þurrka.
Hins vegar kvað Ómar líta vel út
með framleiðsluna eins og stæði.
Hrygningarstöðvar síldarinnar kortlagðar:
Gosið 1 Surtsey eyðilagði
mikilvæg hrygningarsvæði
—segir Eyjólfur Friðgeirsson fískifræðingur
FYRIR skömmu luku þeir Kjart-
an Thors jarðfræðingur og
Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræð-
ingur við rannsóknir á þekktum
hrygningarstöðvum sumargots-
síldarinnar í því skyni að kort-
leggja þessi svæði, þannig að I
framtfðinni verði hægt að fylgj-
ast náið með hrygningu sfldarinn-
ar og friða svæðin meðan á hrygn-
ingu stendur.
Kjartan Thors sagði þegar
N orræn farandsýning á bama-
bókamyndskreytingum
I ANDDYRI og bókasafni Nor-
ræna hússins hefur verið sett
upp sýning á teikningum og
vatnslitamyndum úr barnabók-
um eftir listamenn frá öllum
Norðurlöndunum. A sýning-
unni eru frummyndir þrjátíu
listamanna, þar á meðal mynd-
ir eftir einn Islcnzkan lista-
mann, Sigurð Örn Brynjólfs-
son.
Sýningin var fyrst sett upp í
Sönderjyllands kunstumuseum
í Tönder á Jótlandi í vor, og
ráðgert er að hún verði sett upp
á öllum Norðurlöndunum, en
hún kom hingað til lands fyrir
tilstuðlan Norræna listabanda-
lagsins.
Sýningin er opin frá klukkan
14—19 daglega til 28. júlf.
Morgunblaðið ræddi við hann, að
þeir hefðu gert uppkast að botni
hrygningarsvæða við Suðurland,
þ.e. út af Garðsskaga, undir
Krisuvikurbjargi, við Vestmanna-
eyjar, Ingólfshöfða og Hrollaugs-
eyjar. Síðan ætti hann eftir að
gera nákvæm kort af svæðunum
og lyki þvi vart fyrr en i haust.
Þegar þessu verki væri lokið yrði
miklu auðveldara að -rannsaka
hrygningu síldarinnar og um leið
myndi friðun svæða á meðan
hrygningú stæði verða auðveidari
en nú.
—Það sem kom mér mest á
óvart þegar við vorum við þessar
rannsóknir í sumar er hvað síldar-
stofninn hefur stækkað mikið þau
ár sem ég hef stundað störf. Þeg-
ar ég var að byrja árin 1973—1974
varð maður lítið sem ekkert var
við síld, en nú fundum við mikið
síldarmagn við Suð-Ausfúrland,
en hins vegar var minna um síld
við vestanvert Suðurland en oft
áður, sagði Eyjólfur Friðgeirsson
fiskifræðingur þegar Mbl. ræddi
við hann.
Eyjólfur sagði, að áraskipti
væru á hvar síldin hrygndi mest,
sum árin virtist hún hrygna mikið
við vestanvert Suðurland, en önn-
ur við Suð-Austurland. Sildin
hrygndi yfirleitt á mjög litlum
blettum, og staðreyndin væri sú
að óvíða væri að finna svæði, þar
sem sildin gæti hrygnt. Mikill
leirburður frá ám á Suðurlandi
kæmi t.d. í veg fyrir að síldin gæti
hrygnt svo nokkru næmi á Sel-
vogsbanka, þá hefur hrygningar-
svæðið kringum Vestmannaeyjar
auðsjáanlega farið mjög illa í
tveimur undangegnum eldgosum.
Framhald á bls. 18
Ómar í kapp-
flugi vid
storkinn
Þeir voru meö sumargleði
einhvers konar á Raufarhöfn f
fyrrakvöld og höfðu fengið
þangað ýmislegt góðra manna
að skemmta sér, svo sem eins
og þá Ragnar Bjarnason, Bessa
og Ómar.
Ómar kom á flugvél sinni
eins og hann á vanda til.
Einhvern tíma þá
skemmtunin stóð sem hæst tók
kona f plássinu léttasótt og lá á
læknishjálp, en læknislaust er
á Raufarhöfn um þessar
mundir og að auki reyndust
bæði Ijósmóðir og hjúkrunar-
kona f jarverandi f sumarleyfi.
Ómar var þá kvaddur til með
flugvélina og brá við skjótt og
einarðlega. Hann vatt sér
niður af sviðinu og flaug
konunni beinustu leið til
Akureyrar þar sem hún ól
þegar forláta sveinbarn.
Athugasemd frá
Fisksjúkdómanefnd
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi athugasemd frá Fisk-
sjúkdómanefnd, undirrituð af
Páli A. Pálssyni yfirdýralækni:
Danskur fiskeldisfræðingur,
Frank Bregnballe, hefur verið
pantaður hingað til lands til þess
að gefa yfirlýsingar um fiskeldis-
stöðina í Laxalóni.
Vegna ýfirlýsihga þessa manns
og skýrslu, sem hann hefur látið
fjölmjðlum í té þann 12. þ.m. vill
Fisksjúkdómanefnd taka fram
eftirfarandi:
1. Ekki hefur maður þessi leitað
upplýsinga um smitandi nýrna-
veiki í laxaseiðum frá fiskeldis-
stöðinni að Laxalóni hjá Fisksjúk-
dómanefnd. Ekki mun hann held-
ur hafa leitað til þeirra aðila i
Noregi og Skotlandi sem staðfest
hafa þennan sjúkdóm í fiski frá
Laxalóni. Það hefði verið meira
en velkomið að sýna honum sjúk-
an fisk frá Laxalóni eða sýni úr
sjúkum fiskum þaðan. Hefði hann
þá ekki þurft að vera i neinum
vafa um að smitandi nýranveiki
hafi fundizt í Laxalóni, en að þvi
lætur hann liggja í yfirlýsingu
sinni.
Bendir þetta ekki til þess að
þessi danski maður hafi hug á að
kynna sér málið frá öllum hliðum.
2. I flestum þeim löndum þar
sem reynt er að hamla gegn dreif-
ingu smitsjúkdóma í vatnafiski,
er smitandi nýrnaveiki talin með-
al þeirra sjúkdóma sem alvarleg-
astir eru metnir vegna þess tjóns
sem hann getur valdið og dæmi er
um hér á landi.
Það gegnir því nokkurri furðu
að danskur maður í ábyrgðar-
stöðu skuli reyna í yfirlýsingu
sinni að gera lítið úr tjóni því sem
þessi sjúkdómur getur valdið. Er
Framhald á bls. 18