Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 32
u<;lysin<;asímin\ er: 22480 2H*rjjitnMaíiiS> At'ííLÝSIMíASÍMINN ER: 22480 FÖSTUDAGUR 15 JÚLÍ 1977 Schmidt kansl- ari kemur í dag HELMUT Schmidt kansl- ari Vestur-Þýzkalands og kona hans Hannelore Schmidt, koma í opinbera heimsókn til tslands í dag. Kanslarinn og föruneyti lenda í Keflavík laust fyrir kl. 19, eh kl. 20,30 heldur Geir Hallgrímsson forsæt- israæðherra kvöldverðar- boð fyrir kanslarann og föruneyti hans að Hótel Sögu. Friðunartil- lögumar fyrir ríkisstjórn- ina í dag TILLÖGUR sjávarútvegsrádherra um frekari friðun þorskstofnsins verða væntanlega lagðar fyrir rfk- isstjórnina á fundi í dag. Sam- kvæmt heimildum sem Morgun- blaðið hefur aflaðsér munu tillög- urnar verða lagðar fram í breyttri mynd frá þvf sem upphaflega var áformað vegna óska sjómanna og útvegsmanna. Tillögurnar munu upphaflega hafa verið á þá leið að stöðva þorskveiðar f eina viku kringum verzlunarmannahelgina og samtals um einn mánuð fram til áramóta. Við það gátu sjómenn og útvegsmann ekki sætt sig, fyrst og fremst vegna þess, að stöðvun þorskveiða þýddi að þeirra mati atvinnuleysi um skeið. Nýbreytni í vaxtamál- um — til- kynnt í dag f DAG mun Seðlabank- inn væntanlega birta til- kynningu um nýbreytni f vaxtamálum, sem bankinn hefur að undan- förnu haft f undirbún- ingi. Bankaráð Seðla- bankans var á fundi sfð- degis í gær, þar sem fjallað var um þessi mál og er búizt við endan- legri ákvörðun í dag. A laugardeginum er dagskrá þannig háttað m.a. að kanslarinn mun eiga viðræður við islenzka ráðamenn í Stjórnarráðinu, viðtal við forseta Islands og laust fyrir hádegi verður fiogið til Vest- mannaeyja. Þar mun kanslarinn fara um borð i varðskip og siðan verður siglt í kring um Eyjarnar og fuglalíf skoðað. Að lokinni hringsiglingu um Eyjar verða eld- stöðvarnar á Heimaey skoðaðar, en síðan verður aftur haldið til Reykjavikur þar sem kanslarinn mun skoða Stofnun Árna Magnús- sonar. Síðdegis verður blaða- mannafundur með kanslaranum i Ráðherrabústaðnum, en á laugar- dagskvöld býður kanslarinn til kvöldverðar á Hótel Loftleiðum. Frá íslandi halda gestirnir að morgni sunnudags. Frú Hannelore Schmidt mun fara í sérstaka skoðunarferð i Þjóðminjasafnið og Listasafn ís- lands. Finnska flugkonan Kuorti, sem fyrir skömmu nauðlenti eins hreyfils sjóflugvél liðlega 100 mflur vestur af tslandi og var bjargað af Björgunarsveit Varnarliðsins og hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni lenti f fyrradag f Reykjavfk á sams konar flugvél, sem hún er að flytja frá Bandarfkjun- um til Finnlands. Myndin var tekin á Loftleiðahótelinu áður en Kuorti hélt áfram ferð sinni. Ljósmynd Mbl. Kristinn. Mokafli togaranna: Júlíus Geirmundsson hefur landað 600 tonnum á 3 vikum Islcnzku togararnir hafa fiskað mjög vel að undan- förnu á svæðinu frá Hala og austur undir Þverál. Hafa tsafjarðartogararnir t.d. verið að koma inn með mjög góðan afla sfðustu daga og f gær landaði Júlíus Geirmundsson 110 lestum eftir þriggja daga útivist og er togarinn þá búinn að landa yfir 600 tonnum á þrem vikum. Hafa fáir eða engir fslenzk- ir togarar fengið svo mik- inn afla á jafn skömmum tfma hin sfðari ár, en þó fékk Guðbjörg frá Isafirði 700 tonn á einum mánuði í vetur. Einn ísafjarðartog- aranna, Guðbjartur, var kominn með 140 tonn f gær eftir nokkuradaga útivist, þá landaði Páll Pálsson 137 tonnum í fyrradag og vitað var að Bessi frá Súðavfk var kominn með mjög góðan afla. Uppistaðan f afla togaranna er þorskur. LJósmynd: Sigurgeir I Lyjum. „Efast ekki um að kolmunna- veiðarnar gangi vel í sumar” — segir Magni Kristjánsson skipstjóri á Berki—Fleiri skip til veiða á næstunni — VEIÐARNAR hafa gengið ágætlega og við erum búnir að fá eitthvað yfir 400 tonn af kol- munna í 5 hölum, sagði Magni Kristjánsson skipstjóri á Berki NK þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær en þá var Biirkur að kolmunnaveiðum 28—30 milur austur af Bjarnarey. I samtalinu við Morgunblaðið sagði Magni, að þeir hefðu togað í frá 2—5 klukkustundir og væri gott að eiga við kolmunnann, nema hvað hann héldi sig all- nærri botni. — Við ætlum að vera hér áfram við veiðarnar og reyna að fylla skipið og ég efast hreint ekki um að þessar veiðar eigi eftir að ganga vel í sumar. Fyrst og fremst vantar fleiri veiðiskip á miðin og um leið leitarskip, en það er ákaflega erfitt fyrir eitt skip að stunda þessar veiðar, því þá getur maður ekki fyigzt ná- kvæmlega með hvar beztu lóón- ingarnar er að finna. Morgunblaðið frétti í gær að eitt skip, Víkingur AK, myndi halda á kolmunnamiðin úti fyrir Austfjörðum um helgina og Fiski- félag Íslands er nú að reyna fá leigða tvo báta með svokallað tví- lembingstroll. Már Elísson fiskimálastjóri sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að þeir hefðu góðar vonir um að fá leigða tvo báta í Vestmannaeyjum. Fleiri bátar hefðu reyndar staðið til boða, en Fiskifélagið vildi ekki ráða skip til þessara veiða nema þvi aðeins að þau gætu verið a.m.k. einn mánuð á kolmunnaveiðum með tvílembingsvörpuna. Bauð á 3. hundrað uppboðsgestum í kaffi Bóndi í Reykhólasveit hélt uppboð að heimili sínu Miðhúsum 14. júlí. MAGNUS Ingimundarson, fyrr- um hreppstjóri í Bæ I Reyk- hólasveit, er nú að bregða búi vegna aldurs og hélt hann upp- boð að heimili sfnu að Kletti f Geiradal í gær. 1 upphafi lýsti sýslumaður Barðstrendinga, Jóhannes Árnason, uppboðs- skilmálum og síðan ávarpaði Magnús uppboðsgesti og bauð þá velkomna og að þeir skyldu gera sig heimakomna og þiggja hjá sér og konu sinni kaffi sem borið var fram af miklum rausnarskap. Uppboðið hófst stundvfslega kl. 2 og mátti þá sjá bændur og búalið úr fjðrum sýslum, þ.e. Isafjarðar-, Stranda—, Dala- og Austur-Barðastrandarsýslu. Þegar flest var mun fólksfjöldi hafa verið á 3. hundrað og minnti uppboðsstaður á hinar gömlu góðu sveitaskemmtanir þar sem fólk hitti gamla kunn- ingja sfna og rabbaði saman. Þegar undirritaður yfirgaf upp- boðsstað milli 11 og 12 f gær- kvöldi hafði uppboðið staðið þindarlaust frá kl. 2 og engin þreytumerki sáust á fólki eða uppboðshaldara. Var uppboði þá ekki nærri lokið en þá höfðu selzt á 4. hundrað númer. Svona uppboð eru að verða afarsjald- gæf og virðast heyra til liðinni tfð. Á uppboðinu voru vinnuvél- ar, búsáhöld og húsgögn, en býlið Klettur fer f eyði að svo stöddu. Þar voru um 200 f jár. —Sveinn Norðurlandskjördæmi eystra: 48% hækkun útsvara frá 1976-3777 mfflj- ónir kr. í opinber gjöld Sjá nánar á bls. 14. HEILDARFJÁRHÆÐ áiagðra gjalda í Norður- landskjördæmi eystra 1977 eru 3777 milljónir króna hjá 11.769 einstaklingum og 713 félögum. Heildar- hækkun á álagningu sfðan Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.