Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 7
 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15 JULl 1977 7 r 1 Tíminn tekur undir orð Morgunblaðsins Dagblaðið Tíminn fjall- ar f gær f þættinum Á víðavangi um forystu- grein Morgunblaðsins sfðastliðinn sunnudag, þar sem rætt var m.a. um samstarf Sjálfstæð- isflokks og Framsókn- arflokks f rfkisstjórn. Eftir að hafa birt nokkrar tilvitnanir í þessa forystugrein þar sem m.a. voru færð rök að þvf, að Sjálfstæðis- flokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hefðu þeim skyldum að gegna að Ijúka þvf starfi, sem þessir tveir flokkar tóku að sér, að koma efnahagsmálum þjóðar- innar á réttan kjöl og að þvf starfi yrði ekki lok- ið fyrr en verðbólgan væri komin á svipað stig og f nágrannalönd- um og þessir tveir flokkar ættu þvf enn verk að vinna, segir Tíminn: „Undir þessi orð Morgunblaðsins ber að taka og leggja áherzlu á það annars vegar að fyrir höndum eru enn margir áfangar f baráttunni við land- læga verðbólgu og hins vegar, að stjórnarfars- lega virðast ekki vera horfur á stjórnarsam- starfi annarra flokka. Að þessu leyti eru að- stæður þvf enn svipaðar því sem var við mynd- um núverandi rfkis- stjórnar, en eins og menn muna var hún mynduð eftir að gjör- kannaðar höfðu verið aðrar leiðir til stjórnar- myndunar." Vilja aukin áhrif sérfræðinga Þjóðviljinn fjallar f forystugrein f gær um þær umræður, sem orð- ið hafa um fiskverndar- mál og ágreining sjáv- arútvegsráðuneytis og Hafrannsóknastofnun- ar f því sambandi og varpar fram spurningu um, hver hlutur hvers aðila eigi að vera í ákvörðunum um fisk- verndarmál og kemst að eftirfarandi niður- stöðu: „Engu að sfður skal þvf haldið fram, að þegar um er að ræða mál sem varða ekki af- komu plássa eða lands- hluta eða ákveðinna greina atvinnuvega næstu tvö eða f jögur ár- in, heldur sjálfan til- verugrundvöll þessa samfélags, auðlindir hafsins, þá sé rétt að auka umboð og áhrif hinna sérfróðu. Treysta þann lagalega grund- völl sem eftirlit fiski- fræðinga með veiðum byggir á, kveða skýrar á um umboð Hafrann- sóknastofnunar og gera það um leið vfðtækara. Vitanlega yrði hinn lagalegi rammi smfðað- ur af öllum málsaðilum f sameiningu en ef vel til tækist um þá smfð kynni að vera fundin leið til að forðast háska- leg áhrif, sem sveiflur á hinni pólitfsku loftvog f kjördæmum hafa á verndun auðlinda okk- ar.“ Höfundur þessara orða er Arni Bergmann og gengur þessi stefna Þjóðviljans þvert á yfir- lýsingu Lúðvfks Jóseps- sonar fyrrverandi sjáv- arútvegsfaðherra sem hann gaf í viðtali við Vfsi fyrir skömmu, þar sem hann tók eindregna afstöðu með Matthfasi Bjarnasyni f deilum hans og Hafrannsókna- stofnunar um nýlegar ákvarðanir þeirrar stofnunar. Það sem er þó öllu merkilegra er það, að með þessum orð- um tekur Þjóðviljinn undir þau sjónarmið sem bersýnilega móta mjög þjóðfélagskerfið austan járntjalds, að alls konar sérfræðingar og kerfismenn skuli ráða. Arni Bergmann vill auka völd sérfræð- inga en minnka áhrif hinna lýðræðislega kjörnu fulltrúa fólks- ins. Þessi afstaða Þjóð- viljans lýsir þeim and- lýðræðislega hugsunar- hætti, sem alltaf skýtur upp koHinum f röðum þeirra Alþýðubanda- lagsmanna þegar þeir gæta ekki að sér. Það er orðið of mikið um það, að menn tali af fyrirlitningu um stjórn- málamenn og starf þeirra. Þannig talar Þjóðviljinn um „háska- leg áhrif sem sveiflur á hinn pólitfsku loftvog f kjördæmum" kunni að hafa á verndun auð- linda okkar, en hvað er þarna um að ræða? Þeg- ar stjórnmálamenn tak- ast á um mismunandi viðhorf, hvort sem er til verndunar fiskstofna eða f öðrum málefnum, er lýðræðið að verki. hið lýðræðislega þjóð- skipulag. Menn geta verið þeirrar skoðunar, að þessi þingmaður fyrir þetta kjördæmi hafi rangt fyrir sér, að hann sé bara að berjast fyrir hagsmunum sfns kjördæmis og svo fram- vegis og svo framvegis, en niðurstaðan er eftir sem áður sú, að þarna er hið lýðræðislega þjóðskipulag að verki, með þessum hætti er það virkt, með þessum hætti fá áhrif fbúa á hinum ýmsu landshlut- um eða manna sem starfa f hinum einstöku atvinnugreinum að koma fram og skipta nokkru máli f sambandi við endanlegar ákvarð- anir. Svona er lýðræðið. Það er hins vegar ekk- ert lýðræði f þvf fólgið að afhenda sérfræðing- um, sem enga ábyrgð bera gagnvart kjósend- um, ákvörðunarvald f hinum veigamestu mál- um þjóðarinnar, það er beinlfnis fáránlegt. En það er auðvitað þessi hugsunarháttur sem þarna gægist fram sem gerir það að verkum, að lýðræðissinnar eiga af- ar erfitt með að treysta þeim fögru orðum sem hinir svokölluðu Evrópu-kommúnistar láta falla, þegar þeir lýsa þvf yfir, að þeir séu reiðubúnir að starfa innan ramma hins lýð- ræðislega þjóðfélags. Það á einnig við um Al- þýðubandalagsmenn hér, sem telja sig raun- ar nú orðið hafa verið orðna Evrópu- kommúnista fyrir nokkrum áratugum. Hjá þessum mönnum gægist alltaf fram við og við einskær fyrirlitn- ing á starfsháttum hins lýðræðislega þjóðskipu- lags. HILLUVEGGIR, LÖKKUÐ FURA EÐA BRÚNBÆSUÐ. ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ Opið til kl. 10 í kvöld Drumarkaðurinn Itf. krmúla 1A S: 86112. JÓNAS ÞÓRIR leikur á rafmagnsorgelið og LINDA WALKER syngur Sumarhúsasýnmg við Sundaborg Synum föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag frá kl. 2—7 alla daga ^gfíd •„ Húsin eru tilbúin tH flutnings og íbúðar strax yglKO^ GÍSU JÓNSSON & CO. H.f Sundaborg, sími 86644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.