Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15 JULI 1977 ENN VANN HREINN BEZTA AFREKIÐ Reykjavíkurmeistara- mótið í frjálsum íþróttum hófst á Laugardalsvellin- um í fyrrakvöld og var mótið heldur sviplítið, enda lét margt af bezta frajálsíþróttafólkinu sig vanta til keppninnar. Slíkt var raunar ekki nema eðli- legt, þar sem fram undan eru nú mikil átök hjá þvf, bæði í Evrópubikarkeppn- inni í Dublin og eins í Kal- ott-keppninni í Finnlandi. Langbezta afrekið á mótinu i fyrrakvöld vann Hreinn Halldórs- son, KR í kúluvarpinu, en hann virtist þó lita á mótið meira sem æfingu en keppni. Varpaði hann 19,69 metra, án þess áð taka á, og undirstrikaði hann öryggi sitt og getu. Elías Sveinsson vann einnig dá- gott afrek á mótinu í spjótkasti, er hann kastaði 63,98 metra, sem er við það bezta sem hann hefur náð i sumar. Elías hafði ekki ætlað sér að keppa á mótinu og mætti á staðinn í vinnugallanum og hafði ekki einu sinni æfingabúning sinn meðferðis. Brá hann sér nán- ast úr jakkanum til þess að keppa í spjótkastinu. Aðrir Reykjavikurmeistarar urðu: í 100 metra hlaupi, Magnús Jónasson, Á sem hljóp á 10,9 sek., i 110 metra grindahalupi Björn Blöndal KR á 16,2 sek., í 100 metra grindahlaupi kvenna Þór- dis Gisladóttir, IR á 17,9 sek., I hástökki kvenna Þórdis Gísladótt- ir, IR stökk 1,65 metra, i 200 metra hlaupi kvenna Sigurborg Guðmundsdóttir, A á 27,5 sek., Hafsteinn Óskarsson i 400 metra hlaupi á 54,2 sek, Ragnhildur Pálsdóttir, KR í 800 metra hlaupi kvenna á 2:28,7 mín og Þorgeir Óskarsson, IR í 1500 metra hlaupi á 4:22,1 min. I 1500 metra hlaup- inu varð ungur Akureyringur, Steindór Tryggvason, sem keppti sem gestur, sigurvegari, hljóp á 4:15,0 min., sem er ágætur árang- ur og annar gestur, Gunnar Þ. Sigurðsson, FH náði besta árangr- inum í 400 metra hlaupi, hljóp á 52,8 sek. Þótt Hreinn væri nokkuð frá sfnu bezta vann hann langbezta afrekið á Reykjavfkurmótinu I fyrrakvöld. í3^íW: Það er leikur einn að slá grasflötinn með l\/oríett 4 Nú fyrirliggjandi margar gerðir á hagstæðum verðum'. i VerO frá 39.800,- Sundmeistaramótið MEISTARAMÓT Islands í sundi fer fram í Laugar- dalssundlauginni dagana 20., 23. og 24. júlí. AIls verða keppnisgreinar á mótinu 25 talsins, og þurfa þátttökutilkynningar að berast stjórn Sundssam- bands tslands á tímavarða- kortum fyrir 18. júlí n.k. Niðurröðun i riðla fer síðan fram á skrifstofu SSÍ i Iþrótta- miðstöðinni i Laugardal, mánu- daginn 18. júlí, og verður raðað í riðla eftir löglegum tímum i 50 metra braut. Þátttökugjald er kr. 100,00 fyrir hverja skráningu og skal greiðsla fylgja þátttökutil- kynningunum. Keppnisgreinar meistaramóts- ins verða þessar: Miðvikudagur 20. júlí kl. 19.00: 1500 metra skriðsund karla 800 metra skriðsund kvenna 400 metra bringusund karla Laugardagur 23. júlf kl. 15.00: 100 metra flugsund kvenna 200 metra baksund karla 400 metra skriðsund kvenna 200 metra birngusund karla 100 metra bringusund kvenna 100 metra skriðsund karla 100 metra baksund kvenna 200 metra flugsund karla 200 metra fjórsund kvenna 4x100 metra fjórsund karla 4x100 metra skriðsund kvenna Sunnudagur 24. júlf kl. 15.00: 100 metra flugsund karla 200 metra baksund kvenna 400 metra skriðsund karla 200 metra birngusund kvenna 100 metra birngusund karla 100 metra skriðsund kvenna 100 metra baksund karla 200 metra flugsund kvenna 200 metra fjórsund karla 4x100 metra fjórsund kvenna 4x200 metra skriðsund karla. Aðstaða frjáls- íþrótta- fólks víðast ófullkomin ÞEGAR rætt er um fþróttir eru það ákveðnir málaflokkar, sem efst eru á baugi svo sem fjár- mál, þjálfun, útbreiðsla og áróður. Þýðing þessara þátta er mikilvæg, og sé vel að þeim hlúð eykur það þátttöku og afrek Iþróttafólksins. Um þessi mál hefur oftsinnis verið fjallað og forystumenn iþrótta- mála og opinberir aðilar reyna eftir mætti að stuðla að fram- gangi þeirra. Segja verður eins og er, að skilningur rfkis og sveitarfélaga er vaxandi og jákvæður enda sjá allir sann- gjarnir og velviljaðir menn, að þýðing fþróttastarfsins vex jafnt og þétt. Hjá frjálsfþróttaforystunni er það eitt mál, sem mikið hefur verið um fjallað sfðustu árin og töluverð óánægja verið með en það er aðstaða til æfinga og keppni. Þróunin f þeim efnum er mjög hröð og e.t.v. ekki eðlilegt, að við getum fylgt hinum stóru og rfku eftir þar frekar en á öðrum sviðum þjóðlffsins. ■ ■ Orn Eiðsson: Siónar- horn land, til þess er kostnaður of mikill. En frjálsfþróttaforystan er áhyggjufull útaf þeirri þróun, sem mjög vfða gerir vart vð sig út á landsbyggðinni. Það er útbúinn grasvöllur fyrir knattspyrnu en ekkert hugsað um hlaupabrautir eða aðra aðstöðu fyrir frjálsar fþróttir. Knattspyrnan er ágæt eins og aðrar íþróttir, en nauðsynlegt er fyrir æskuna að fá að spreyta sig á fleiru en að sparka bolta. Siðustu tvö til þrjú árin hefur það stöðugt færst f vöxt, að fþróttafólkið dvelur lang- dvölum erlendis við æfingar og keppni, en ein af ástæðunum fyrir þvf er, að aðstaðan erlendis er mun betri en hér. Að sjálfsögðu er rysjótt veður einnig ástæðan og þvf getum við vfst ekki breytt! Það rfkir sérstök ánægja f röðum frjálsfþróttafólks, þegar Ijóst er, að næsta sumar verður væntanlega tekinn I notkun frjálsfþróttavöllur í Laugardal,. þar sem hlaupabrautir og at- rennubrautir verða lagðar gerviefni, tartan eða öðru álfka. Þá er hægt að bjóða hingað á stórmót kinnroðalaust þeim bestu í heimi. Það er vonlaust, að slfkir vellir verði gerðir út um allt V__________________________________ Fyrir nokkrum árum sendi Frjálsfþróttasambandið bréf til allra fþrótta- og ungmenna- félaga landsins og ein af spurningunum, sem lagðar voru fram f bréfinu, var, hvernig aðstaðan væri til frjáls- fþróttaiðkana. Fyrst skal tekið fram, að mjög fá félög svöruðu bréfinu, en f þeim svörum, sem komu, var augljóst að frjáls- fþróttaaðstaða var Iftil eða engin og helsta áhugamál sveitarstjórna virtist vera að koma upp grasvelli fyrir knatt- spyrnu og þá teldist allt vera f góðu lagi. Við, sem vinnum að framgangi frjálsfþrótta erum afar óhressir yfir slfku. Vax- andi áhugi og skilningur svcitarstjórnarmanna á fþrótta- málum almennt hlýtur að breyta þessari þróun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.