Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR
154. tbl. 64. árg.
FÖSTUDAGUR 15 JÚLÍ 1977
Prentsmiðja Morgunhlaðsins.
New York, 14. júlf. — Heuler AP
NEW YORK borg myrkvaðisl þegar eldingu laust niður f aðalorkuver
borgarinnar f nótt, Iff f borginni lamaðist að mestu og gripdeildir og
fkveikjur fylgdu f kjölfarið f nokkrum fátækustu hverfunum.
Lögreglan handtók að minnsta kosti 2.000 fyrir rán og gripdeildir. 1
sumum hverfum voru margar götur þaktar glerbrotum úr rúðum
verzlana. Kveikt var f á mörg hundruð stöðum f sumum hlutum Bronx,
Brooklyn og Manhattan. Sumir slökkviliðsmenn urðu fyrir skothrfð
frá leyniskyttum þegar þeir reyndu að slökkva eldana.
Abraham Beame borgarstjóri lýsti yfir neyðarástandi og skoraði á
ferðamenn og borgarbúa að vera ekki á götum úti. Hann krafðist
skýringa á þvf hvers vegna rafmagnið hefði farið af þar sem þvf hefði
verið lýst yfir þegar sams konar myrkvun varð 1965 að slfkt gæti ekki
komið fyrir aftur. Myrkvunin þá stóð f 10 tfma og þá voru borgarbúar
yfirleitt rólegir gagnstætt þvf sem nú varð uppi á teningnum.
ORSÖK ÓKUNN
Starfsmenn orkufyrirtækisins
Con Ed gátu enga skýringu á þvi
gefið hvers vegna fullkominn
táekjabúnaður sem á að koma í
veg fyrir myrkvun, bilaði. Charles
Luce, forstjóri Con Ed, kvað or-
sökina yfirnáttúrlega.
Bilun varð í tæki, sem gegnir
því hlutverki að vernda orku-
kerfið gegn eldingum, og Joyce
Tucker, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Con Ed, sagði: „Við vitum
ekki af hverju það verkaði ekki.“
Talsmenn fyrirtækisins segja að
bilun í spenni og gifurlegt álag
hafi lamað kerfið.
Rúmum 15 tímum eftir að ljósin
slokknuðu hjá um 10 milljónum
manna i borginni og norðurút-
borgunum sagði Beame blaða-
mönnum að hann teldi það algert
hneyksli að rafmagnið væri ekki
komið á.
Hann sagði að ennþá væri óljóst
hvenær rafmagnið kæmist á aftur
og gagnrýndi Con Ed fyrir „stór-
fellda vanrækslu". Um miðjan
dag var sagt að rafmagn væri
Framhaid á bls. 15 Gata í Brooklyn eftir rán og skemmdarverk næturinnar.
New York lömuð eftir
ógnamótt
2.000 teknir
Spenna eftir
árás í Kóreu
Washington, 14. júlf. Reuter. AP.
CARTER forseti sagði bandarisk-
um öldungadeildarmönnum f dag
að Bandaríkjastjórn vildi ekki
árekstra við Norður-Kóreumenn
sem skutu f dag niður bandarfska
flutningaþyrlu þegar hún villtist
yfir hlutlausa beltið f Kóreu. Þrfr
af áhöfninni féllu en sá fjórði var
tekinn til fanga.
Spenna hefur aukizt við atburð-
inn, en blaðamenn heyrðu Carter
segja öldungadeildarmönnum:
„Við erum að reyna að segja þeim
að áhöfninni urðu á mistök þegar
hún fór yfir vopnlausa svæðið.“
Carter sagði einnig að suður-
kóreskir hermenn hefðu hleypt af
viðvörunarskotum til að gefa
bandarisku flugmönnunum til
kynna að þeir væru að villast yfir
vopnlausa svæðió.
Þegar Carter ræddivið öldunga-
deildarmennina talaði hann um
„vopnaviðskipti", en seinna sagði
talsmaður hans, Jody Powell, að
ekki væri vitað hvort bandarísku
flugmennirnir hefðu hleypt af
skotum eða hvort þeir hefðu verið
vopnaðir. Fréttum um þetta ber
ekki saman.
Þyrlan var af gerðinni Chinook
og fór frá Pyiong-Taek, um 50 km.
sunnan við Seoul, áleiðis til Pang-
nung á austurströnd Suður-
Kóreu, um 25 km. suður af vopn-
lausa svæðinu til að ná í bygging-
Framhald á bls. 18.
New York þegar borgarljósin slokknuðu. Myndin er tekin frá Brooklyn-brúnni.
Björgvin Björgvinsson í New York:
„Hörmungarástand — en allir
reyna að bjargast sem bezt”
MORGUNBLAÐIÐ hafði í gærkvöldi samband við
nokkra íslendinga í New York og nágrenni og fékk þá
til að skýra frá ófremdarástandinu, sem varð vegna
rafmagnsleysisins. Ógerlegt var að ná sambandi við
fóik á stórum svæðum, — til dæmis var algjörlega
sambandslaust við Manhattan þar sem er heízta við-
skipta- og athafnasvæðið.
Hér fara á eftir frásagnir Björgvins Björgvinssonar,
Ingva S. Ingvarssonar og Þorsteins Ingólfssonar.
Björgvin Björgvinsson er
starfsmaður Flugleiða á
Kennedyflugvelli og þar náðum
við sambandi við hann í gær-
kvöldi.
„Ástandið er nú farið að
skána og ég held að rafmagn sé
komið á um það bil hálfa borg-
ina. Þetta hafa verið ógurleg
vandræði, ekki sizt vegna þess
að vatnsleysi hefur bætzt ofan á
rafmagnsleysið, en víða er raf-
knúnar vatnsdætur, sérstaklega
i háhýsum."
„Flugvellinum var lokað
klukkan hálftfu i gærkvöldi",
hélt Björgvin áfram, „og hann
var ekki opnaður fyrr en klukk-
an sex í morgun. Þegar lokað
var biðu hér tvær flugvélar
brottfarar og þær fóru ekki
fyrr en á sjöunda timanum i
morgun. Farþegarnir tóku
þessu furðu vel, og yfirleitt er
það nú svo, að þegar óvænt
verður vandræðaástand þá tek-
ur fólk þvi með stillingu og er
samtaka um að gera það bezta
úr öllu. Að sjálfsögðu var eng-
an mat að fá hér á vellinum, en
það var búið að flytja mat í aðra
vélina þegar ósköpin dundu
Framhald á bls. 15