Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15 JULÍ 1977 Frá flóöunum í Frakklandi á dögunum: Ökumaður og farþegar bíða eftir hjálp. Ný Grœnaborg við Eiríksgötu? BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögur skipulagsnefndar borgar- innar varðandi fyrirhugaða bygg- ingu dagvistarstofnunar Sumar- gjafar við Eiriksgötu, sem skal rfsa í stað Grænuborgar er va-nlanlega verður rifin. Gert er ráð fyrir að reka þarna dagvistarstofnun með nýstárlegu sniði, þannig að þar verði um að ræða blandaðan rekstur dag- heimilis og leikskóla. Áformað er að dagvistarstofnun þessi rísi við hliðina á garði Listasafns Einars Jónssonar og framan við Ás- mundarsai. Hins vegar er ljóst að leikrými fyrir börn verður nokkuð takmarkað, þar sem þjóð- Fjögur inn- brot í Borgar- nesi upplýst AÐFARARNÖTT s.l. sunnudags var brotist inn á fjórum stöðum i Borgarnesi og stolið þar pening- um og vörum. Innbrotin voru framin í Verzl- kirkjan á hornlóðina við Freyju- götu og áform munu uppi um að þar risi biskupsstofa. Samkvæmt fundargerð borgar- ráðs sl. þriðjudag hefur borgar- lögmanni verið falið að annast samningsgerð við þá aðila sem málið varðar, m.a. við forsvars- menn Listasafns Einars Jóns- sonar. Eftir því sem Morgun- blaðið hefur fregnað hefur komið til tals, í þvi skyni að auka leik- svæði hinnar nýju dagvistarstofn- unar, að leita samninga um að garðurinn kringum safnhús Einars Jónssonar verði að ein- hverju leyti opnaður fyrir börnum stofnunarinnar. unina Stjörnuna, Shellstöðina I Borgarnesi, Verzlun Kaupfélags Borgfirðinga við Borgarbraut og i Hótel Borgarnes. Lögreglurannsókn hófst þegar í málinu við sýslumannsembættið og hafa öll innbrotin nú verið upplýst. Var það aðkomuaðili, sem hér var að verki. Jafnfrmt náðust öll þau verðmæti, sem tek- in voru á fyrrgreindum stöðum og hefur verið komið til réttra eig- enda. „Ett’ann sjálfur New York. 14. júll. AP. AHRIF myrkvunarinnar á furðu lostinn flugmann mátti greinilega heyra af samtali hans við flugturninn á Kennedy-flugvelli þegar borg- in myrkvaðist allt f einu. „Hvar er Kennedy- flugvöllur?" stamaði flug- maðurinn þegar ljósin slökkn- uðu fyrir neðan. Flugmaðurinn ætlaði að lenda með margar lestir af jarðarberjum sem áttu að fara á markað í New York þegar honum var snúið til Philadelphia. „Hvað á ég að gera með ber- in?“ spurði hann flugturninn. „Éttu þau,“ svaraði flugturn- inn. Bremsulaus bíll olli miklu tjóni HARÐUR árekstur varð á mótum Snorrabrautar og Njálsgötu um ellefuleytið i gærmorgun. Nýleg fólksbifreið, sem kom upp Njáls- götu, ók inná Snorrabrautina og lenti þar í hörkuárekstri við aðra bifreið. Siðan hélt hún áfram ferð sinni og skemmdi þrjár kyrr- stæðar bifreiðar á Snorrabraut- inni. ökumaður bifreiðarinnar kvað hemla hennar hafa verið óvirka og það hefði valdið árekstrinum og því, að bílinn rekst á kyrrstæðu bifreiðarnar. Hins vegar fann bifreiðaeftirlits- maður ekkert athugavert við bif- reiðina. Miklar skemmdir urða á bílunum fimm. Grunaður um innbrot í sum- arbústaði á Þingvöllum LÖGREGLAN á Selfossi handtók nú í vikunni mann nokkurn, sem grunur leikur á að hafi brotizt inn i nokkra sumarbústaði i Heið- bæjarlandi í Þingvallasveit. Mál þetta er í rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins og hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæzluvarðhald í þágu rannsóknar málsins. — fþróttir Framhald af bls. 31 man, Bretlandi sigraði í 200 metra hlaupi á 23,15 sek., Sharon Clyear Bretlandi sigr- aði i 100 metra grindahlaupi ? 13,34 sek., Ritva Mesto, Finn- landi sigraði i kúluvarpi, varp- aði 15,95 metra og Tessa Sand- erson, Bretlandi sigraði i spjót- kasti, kastaði 60,84 metra, sem er frábært afrek. — Spenna... Framhald af bls. 1 arefni. Byggingarefnið átti að nota við smíði eftirlitsstöðvar í fjöllunum suður af vopnlausa svæðinu. Þyrlan virðist hafa orðið fyrir skothrið frá Norður- Kóreumönnum þegar hún fór yfir beltið, en flugmanninum tókst að lenda. Ahöfnin fór út til að athuga skemmdirnar, en flugu af stað þegar Norður-Kóreumenn nálguðust. Þá var aftur skotið á þyrluna og hún hrapaði. — Athugasemd Framhald af bls. 2 það andstætt þeirri skoðun sem þekktustu fisksjúkdómafræðing- ar Dana hafa látið í ljósi, en þeir töldu fráleitt að dreifa seiðum af sýktum stofni i helztu veiðiár landsins, er málið var borið undir þá á liðnum vetri. Haft er eftir hr. Bregnballe að ætti hann veiðiá hér myndi hann kaupa laxaseiði frá Laxalóni. Getur hann djarft úr flokki talað og haldið þvi fram að engin áhætta fylgi kaupum á seiðum frá Laxalóni, þar sem hann hvorki á veiðiá né getur keypt seiði úr Laxalóni. Þess má geta að norsk yfirvöld hafa lýst þvi yfir, að ekki komi til greina að leyfa flutning til Noregs á fiski úr eldisstöð þar sem smitandi nýrna- veiki hafi verið staðfest. 3. Maður þessi, F. Bregnballe, er kynntur sem forstöðumaður við tilraunastöð danska rfkisins i fiskeldi, en mun ekki hafa fengizt við fisksjúkdómarannsóknir sér- staklega, eins og skýrsla hans ber vott um. Kann það að vera skýringin á því að hann telur sig geta eftir fárra daga heimsókn á Islandi og lauslega skoðun á laxa- seiðum í Laxalóni fellt dóm um smitandi nýrnaveiki, sem Danir þekkja þó ekki af eigin raun svo og um aðgerðir íslenzkra stjórn- valda til að hamla gegn útbreiðslu sjúkdómsins. Það vekur nokkra undrun margra að hr. Bregnballe skuli telja sig þess umkominn að kveða upp jafn hvatvislegan dóm á jafn veikum grunni og raun er á. Staðreyndin i þessu máli er þvi miður sú, að smitandi nýrnaveiki hefur verið staðfest svo ekki verður um deilt í fiskeldisstöð- inni að Laxalóni. Yfirlýsing hins útlenda manns breytir þar engu um. Fyrir stöðina i Laxalóni er sjúkdómur þessi mikið áfall og því nokkur vorkunn þótt reynt sé nú að grípa í eitthvert hálmstrá. Vandinn i málinu er hins vegar sá, hvernig takast megi að upp- ræta þennan sjúkdóm í Laxalóni, svo að hann dreifist ekki með seiðum i veiðiár víðs vegar um landið eða í aðrar eldisstöðvar og valdi þar tjóni, því aðstaðan að Laxalóni er erfið. Keldum, 14. júlí 1977. Fh. Fisksjúkdómanefndar Páll A. Pálsson — Evrópuráð Framhald af bls. 2 Að þvi er Ingvar Gíslason sagði hefur islenzka þingnefndin tak- markaða fjármuni og tíma til að sitja alla fundi og ráðstefnur ráðs- ins. Einar Agústsson utanrikisráð- herra hefði þó þrisvar heimsótt ráðið í Strasbourg og flutt þar ræður. Sagði Ingvar enn fremur að islenzka nefndin reyndi af fremsta megni að fylgjast með ýmsum menningarmálum á veg- um Evrópuráðs eins og náttúru- vernd og byggingarvernd. Þegar Czerntz var spurður hverja hann áliti vera afstöðu Carters Bandaríkjaforseta til mannréttindabaráttu þeirrar, sem nú er efst á baugi víða og m.a. eitt af meginmálum Evrópu- ráðs, sagði Czerntz að hann áliti afstöðu Carters mjög jákvæða og mest væri um vert að stórveldin ræddu slík mál friðsamlega og á jafnréttisgrundvelli. Mannrétt- indabaráttan væri nú orðin einn stærsti liður alþjóðlegra stjórn- mála. Starfsemi Evrópuráðs er þri- skipt, má þar fyrst nefna þingið, þá ráðherranefndina, en í henni eiga sæti utanrikisráðherrar að- ildarríkjanna sem hafa neitunar- vald varðandi allar ályktanir þingsins, sem lita má á sem áskoranir á nefndina. Þriðji angi starfsemi Evrópuráðs er fram- kvæmdanefndin, sem er eitt aðal- verk raðsins. Þar eru tekin til umfjöllunar hin ýmsu menning- armál og hefur verið lögð sérstök áherzla á milliríkjasamvinnu í sambandi við skólarannsóknir. Island er aðili að Viðreisnar- sjóði Evrópuráðs („Resettlement Fund“), sem var stofnaður i því skyni að hjálpa flóttafólki. Hefur Island þegið töluvert fé úr þess- Ég á við vanda að stríða, og ég vil ieysa hann að vilja Guðs, en það virðist ókleift. Getið þér hjálpað mér? Fyrst er þar til að taka, að þér vitið, að Guð veit um þennan vanda. Honum er líka umhugað um, að þér finnið réttu úrræðin. Og hann mun hjálpa yður að finna þau. Vandi yðar snertir tvö atriði, að þér séuð fús til að láta af yðar vilja og löngun og lúta Guði, og siðan að taka leiðsögn hans, og fara eftir henni. Hið fyrra gerið þér með því að koma til hans í nafni Krists og biðja hann aó fyrirgefa yður syndir yðar og gefa yður hjarta, sem gefur sig honum fullkomlega á vald. Biðjið síðan Guð að leiðbeina yður greinilega um það, hvernig vandi yðar veröi leystur. Þessi leiðbeining gæti veitzt yður, meðan þér eruð að biðja eða þér eruð að lesa í Biblíunni. Guð kann einnig að senda einhvern á yðar fund, sem beinir yður á réttan veg, undir leiðsögn heilags anda. Kannski virðist yður þetta ósköp fræðilegt og vélrænt. En í raun og veru erum við að „taka Guð á orðinu“. Við setjum von okkar á hann og vegsömum þannig orð hans. Svo segir í Orðskviðunum 3,5—6: „Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta“. Veg- samið Guð með því að viðurkenna orð hans og lifa í samræmi við það, og hann mun vissulega veita yður umbun fyrir trú yðar. um sjóói, þó ekki hafi það verið til styrktar flóttamönnum, heldur svo dæmi sé tekið við vegalegn- ingu á Vestfjörðum og fleira, að því er Ingvar Gislason sagði. Enn- fremur sagði hann að aðild íslands í Evrópuráði væru sam- skipti við sjóð þennan einn stærsti liðurinn. Karl Czerntz er fæddur i Austuríki árið 1910. Hann er lærður ljósmyndari og auglýs- ingateiknari. Hann er sósialdem- ókrati og hefur verið á þingi i Austurríki siðan 1945. Hann þyk- ir góður ræðumaður. og duglegur stjórnandi. Czerntz var fangelsað- ur af nazistum árið 1937 og var flóttamaður frá árinu 1938 til striðsloka. Hann var kjörinn for- seti Evrópuráðs árið 1975. — Hrygningar- stöðvar Framhald af bls. 2 —Ég held að það hafi nú komið í ljós, að Jakob Jakobsson hafði rétt fyrir sér er hann sagði að stór hrygningarsvæði síldarinnar við Surtsey hafi farið forgörðum I gosinu þar, og einnig hefur gosið i Heimaey skemmt einhverja staði, þannig að fiskistofn getur farið mjög illa án þess að um beina ofveiði sé að ræða, sagði Eyjólfur. Þá sagði hann að sildin hrygndi á fingerðum malarbotni. Þar legði hún hrognin i köku, og þyrfti þvi að vera sífellt vatnsstreymi i gegnum kökuna og undir, ef svo væri ekki fengju þau hrogn, sem væru neðst i kökunni, ekkert súrefni og eyðilegðust. Um hrygningu sumargotssíldar- innar á þessu sumri sagði Eyjólf- ur að hrygningin ætti nú að vera langt komin og þeim hefði virzt sem mest af sildinni ætlaði að hrygna við Hrollaugseyjar og við Ingólfshöfða. Hrygningarsvæðið við Ingólfshöfða væri nálægt tog- svæði báta og því væri ekki ósennilegt að þvi þyrfti að loka næsta sumar þegar síldin hrygndi Þá. t T ~---- — 48% hækkun Framhald af bls. 32 1976 er 38.16%. Hækkun útsvara frá 1976 nemur 48%. Hæstu gjaldendur í umdæminu af einstakling- um eru Leó F. Sigurðsson útgerðarmaður á Akureyri með um 9.9 millj. kr„ Stef- án Óskarsson trésmíða- meistari í S- Þingeyjarsýslu um 5 millj. kr. og Ólafur Ólafsson lyf- sali Húsavík með um 4.3 millj. kr. Gjaldhæsta félagið er Kaupfél- ag Eyfirðinga með alls 98.3 millj. kr„ en heildargjöld Kaupfélags Eyfirðinga og útibúa þess nema um 123 millj. kr. Johns Manville greiðir 46.5 millj. kr. i gjöld, Slippstöðin h.f. 29.4 millj. kr„ Út- gerðarfélag Akureyrar 26,5 millj. kr. og SlS, verksmiðjur, 26.5 millj. kr. — Landsstjóri segir af sér Framhald af bls. 5. Stjórnmálaskýrendur i Ástralíu telja afsögn Sir Johns benda til þess að þingkosningar fari fram siðar á þessu ári eða snemma á þvi næsta. en þá er meira en ár eftir af þvi kjörtimabili, sem nú stendur yfir. Segja þeir, að hinn nýi landsstjóri sé til þess fallinn að lægja þær öldur, sem undanfarið hafi risið á stjórnmálavettvangi. og virðist svo sem stjórnarandstæðingar séu almennt sömu skoðunar. Bréf Torfa - leiðrétting I FRÉTT hér í blaðinu í gær um fyrirhugaða þriggja binda útgáfu á safni bréfa frá og til Torfa Bjarnasonar skólastjóra, misritað- ist tala þeirra bréfa sem hverju bindi er ætlað að geyma. Þau verða um 200 talsins auk ritgerða eftir Torfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.