Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15 jULl 1977 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsirígar — smáauglýsingar l húsnæöi ; f / boöi \ Keflavik Til sölu glæsileg 4ra herb. ibúð i nýlegu fjölbýlishúsi. Góð kjör. Eigna- og verð- bréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, simi 92—3222. Friðrik Sigfússon fasteigna viðskipti. Munið sérverzlunina með ódýran fatnað. Verðlistinn Laugarnesvegi 82, s. 31330. Einbýlishús til sölu i Ólafsvik 1 40 fm. ásamt tvö- Söluturn með kvöldsölu og helgarsölu, til sölu. Hent- ugt fyrir hjón. Getur verið laus strax eða eftir samkomu- lagi. Upplýsingar i sima: 15016 næstu daga. Innkaupastjóri óskar eftir atvinnu i Keflavik eða nágrenni, er danskur, en talar ensku. þýzku og svolitið i islenzku. Vanur að ferðast i útlöndum. Er á fslandi til 31. júli. Upplýsingar i sima 8041, Grindavik. Fíladelfia Raðsamkomur með kór og hljómsveit Filadelfíu frá Öcerö, Sviþjóð verða i kvöld og næstu kvöld kl 20.30. Mjög fjölbreytt dagskrá. Ver- ið velkomin. Filadelfia. Orð krossins Fagnaðarerindi verður boðað frá Trans World Radio, Monte Carlo, á hverjum laugardagsmorgni kl. 10.00 —10.15. Sent verður á stuttbylgju 31 metra, (9,5MHZ). Orð Krossins, pósth. 4187, REYKJAVÍK ÚTIVISTARFERÐIR Útivistarferðir Föstud. 15. 7. kl. 20. 1. Þórsmörk, tjaidað i Stóraenda i hjarta Þórsmerk- ur. Gönguferðir. Fararstj. Ás- björn Sveinbjarnarson. Helgarferðir. 5.500 kr., viku- dvöl aðeins 8.500 kr. 2. Hnappadalur, gengið á Eldborg og Kolbeinsstaða- fjall eða Fagraskógarfjall. Fararstj. Pétur Sigurðsson. 18 —26. júlí: Furufjörður, Reykjafjörð- ur, Drangjökull, Grunnavík; Æðey. Létt gönguferð, burð- ur í lágmarki, verð aðeins 15.700 kr. Fararstj. Krisján M. Baldursson. Farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6, sími 14606. Munið Noregsferðina. ötivist. SÍMAR. 11798 og 19533. Föstudagur 15. júlí Kl. 20.00. 1 Þórsmörk. 2. Landmannalaugar. 3. Hveravellir— Kerlingarfjöll. 4. Gönguferð yfir Fimm- VÖrðuháls. Fararstjóri: Brynjólfur Erlingsson 5. Ferð að Selvalla, Baulárvalla- og Hraunsfjarðarvötnum. á Snæfellsnesi Fararstjóri: Böðvar Pétursson. Gist i tjöldum. Um helgina: Esjuganga nr. 14, ferð í sölvafjöru, gönguferð á Ingólfsfjall. Auglýst nánar á laugardag. Sumarleyfisferðir: 1 6. júlí. Sprengisandur—Kjölur. Farið um Veiðivatnasvæðið, i Vonarskarð og norður i Skagafjörð. Suður um KjöL 6 daga ferð. Gist i húsum. 23. júli Ferð í Lakagiga og um Landmannaleið. Lakagigar skoðaðir, farið í Eldgjá og víðar um óbyggðir norðan Mýrdalsjökuls. 6 daga ferð. Gist i tjöldum og síðustu nóttina i Landmanna- laugum. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafélag íslands. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Til sölu eru tvö rækjutroll. Annað nýtt. Trollin seljast með afslætti. Uppl. gefnar hjá Netagerð Njáls og Sig- urðar Inga sími : 1511 frá 8 — 7. | Hveragerði Lítið timburhús til sölu. Upplýsingar í síma: 99-4427 eftir kl. 6 á kvöldin. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ SzfMORGUNBLAÐINU AKíLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Skálholtsskóli auglýsir Skálholtsskóli veitir almenna framhalds- menntun eftir frjálsu vali að hætti norrænna lýðháskóla Nánari uppl á skrifstofu skólans. Sími um Aratungu. Ská/holtsskóli. fundir — mannfagnaöir Dýravinir — bingó Bingó til styrktar dýraspítala Watson's verður haldið í félagsheimi Fáks, við Elliðaár föstudaginn 15. júlí kl. 20.30. Allur ágóði rennur til byggingar sjúkra- skýlis fyrir hesta. húsnæöi óskast Lítið verzlunarhúsnæði óskast í miðbænum. Tilboð sendist Mbl. merkt: „September — 6324”. — Ræða Henry A. Kissinger Framhald af bls. 17 greiða, ef við létum á okkur skilja, að valdataka kommúnista og bandamanna þeirra hefði ekki i för með sér neina breytingu á afstöðu okkar og stefnu. Ég er hér ekki beinlínis að ræða um form- legar yfirlýsingar, en þær hljóta að fara eftir mati stjórnvalda hverju sinni, heldur vil ég leggja áherzlu á skýra og ótvíræða af- stöðu bandarísku þjóðarinnar. Frelsi Evrópu biði alvarlegan hnekki Sumir hafa haldið þvi fram, að slík stefna hafi öfugar afleiðingar við það sem ætlað er, og að hún myndi leiða til þess að menn greiddu kommúnistum atkvæði í mótmælaskyni. Ég held að þessu sé á annan veg farið. Ég tel það mikilvægt að Evrópurikin geri sér grein fyrir því, að við berum hag þeirra fyrir brjósti. Margir kjósendur í bandalagsrfkjum okk- ar meta vináttu Bandarikja- manna í sinn garð og það öryggi sem við veitum þeim i Atlants- hafsbandalaginu. Við eigum ekki að leiða þá hjá okkur og draga úr þeim kjarkinn. Það er athyglis- vert, að kommúnistar hafa á und- anförnum árum bætt við sig fylgi vegna þess að þeir hafa notið stuðnings manna, sem ekki hafa kosið þá áður. Þessir menn voru ekki að greiða atkvæði gegn sam- starfi við Bandaríkjamenn, held- ur munu þeir hafa látið telja sér trú um, einhverra hluta vegna, að kommúnistar væru nú orðnir hlutgengir og bráðnauðsynlegir. Ekkert bendir til þess að and- staða Bandaríkjamanna í garð kommúnista hvetji kjósendur til fylgis við þá. Hitt er ef til vill sönnu nær, að margir fyrri and- stæðingar kommúnista hafi gerzt blendnir í afstöðu sinni, vegna þess að ýmislegt hér í Bandaríkj- unum gæti bent til þess að við höfum látið af okkar hörðu and- stöðu. Ýmsar raddir þess efnis hafa heyrzt og afstaða margra virðist vera hvikandi. Ef Bandaríkjamenn telja sig málsvara stjórnmálalegs frelsis um gervallan heim, þá er það sannarlega skylda okkar að láta engan velkjast i vafa um það, hver sé okkar sannfæring i máli, sem framtið bandalags vestrænna þjóða veltur á, og þar af leiðandi einnig framtið lýðræðis i heimin- um. Mannréttindi eru ekkert óljóst hugtak, sem snertir einung- is réttarreglur og á ekkert skylt við grundvallaratriði stjórnmála. Við verðum að gera okkur það ljóst, að frelsi í Evrópu bíður al- varlegan hnekki, ef kommúnis- tískir minnihlutahópar í Evrópu komast til stjórnmálalegra áhrifa i Evrópu. Við megum ekki loka augunum fyrir þvi, hvaða áhrif það hefur á frelsi um heim allan, ef jafnvægið i heiminum raskast og verður Vesturlöndum í óhag. t þriðja lagi eiga Bandaríkja- menn að miða að þvi i samskipt- um við bandamenn sina að styrkja hægfara, framsæknar og lýðræðislegar rikisstjórnir í Vestur-Evrópu. Við verðum að forðast kröfugerð og predikanir, sem gætu í sjálfu sér verið góðra gjalda verðar, en gætu orðið til þess að magna upp ágreining milli Evrópuríkja — eða talizt vís- bending um að við teldum ríkis- stjórnir bandamanna okkar mátt- lausar og vanmegandi. Á hinn bóginn gætu Bandarikjamenn á margan hátt sýnt hugarfar sitt og vinarþel, t.d. með þvi að bjóða fram krafta sína til lausnar sam- eiginlegum hagsmunamálum, t.d. vandamála á sviði ríkjasamskipta, herstjórnarmála, orkumála og til að stuðla að auknum hagvexti. Þetta var tilgngurinn með fund- um æðstu manna vesturlanda, sem Ford forseti hóf i Ram- bouillet og í Puerto Rico, síðan tók Carter forseti upp merkið og efndi til árangursriks fundar í London. Menn geta glatað frelsi sínu smám saman Samstaða lýðræðisrikja og sam- eiginlegar aðgerðir þeirra skipta höfuðmáli fyrir allar athafnir Bandarikjamanna í heiminum. Með bandalagi vestrænna þjóða stöndum við ekki einungis vörð um öryggi landsins, heldur og lífs- hætti okkar og þau verðmæti, sið- ferðileg og menningarleg, sem við byggjum á. Þess vegna verðum við að taka einarða afstöðu. Til að hlúa að þessum verðmætum þarf sama þrek og sömu kostgæfni og einkennt hafa frjóustu timabilin í samskiptum Bandaríkjanna við önnur riki. Ég hef áður vikið máli minu að rikjum Austur-Evrópu, þar sem stöðnuuin blasir hvarvetna við. Þau ættu að vera okkur víti til varnaðar, en jafnframt geta þau glætt með okkur von. Þau leiða huga okkar að þvi, að það er hið stjórnmálalega og menningarlega afl er leysist úr læðingi að Vestur- löndum sem er hvarvetna öfund- arefni, fremur en efnahagsleg velsæld. Það er úr vesturátt, sem nýir vindar blása. Karlar og kon- ur i Austur-Evrópu gera sér það fyllilega Ijóst, að þrátt fyrir allan þann efa sem á Vesturlöndum rik- ir og eins konar andlega kreppu, þá er það þar sem nýjungarnar skapast. Þar er uppspretta lær- dóms, þaðan er nútima menning að miklu leyti upp runnin. Þar er mannsandinn frjáls. Þróunar- löndin, sem þrá framfarir og bætt lifskjör, leita eftir stuðningi og handleiðslu frá þjóðum Vestur- landa, en ekki frá Austur-Evrópu og öðrum kommúnistarikjum. Það er tækni okkar, hugvit og heilbrigt efnahagslíf, en ekki ein- hver skrifstofuframleidd kenning um efnahagsstefnu, sem framtíð- in byggist á, ef við sameinum krafta frjálsa þjóða. Við eigum ekki að gefast upp eða sýna undanlátssemi. Við eig- um að sýna trúnaðartraust, stað- festu og von. Engin alræðisstjórn eða alræðishreyfing getur borið' sigurorð af frjálsum körlum og konum frjálsra þjóða, sem leggj- ast á eitt, sannfærðir um styrk- leika sinn og örlög. En menn geta glatað frelsi sinu smám saraan. Slik hætta er fyrir hendi i Vestur- Evrópu um þessar mundir og hún gæti haft afleiðingar víðar en i Evrópu, einnig i samfélagi lýð- ræðisþjóða og um allan heim. Ef við unnum frelsinu, munum við horfast i augu við hættuna taka höndum saman til að bægja henni frá og búa þjóðum okkar nýtt og betra líf. Vestur-Evrópa er okkur dýrmæt. Þar eru okkar kærustu bandamenn, þaðan er menning okkar að miklu leyti runnin, og þvi megum við ekki láta sitja við orðin tóm. Þökk fyrir áheyrnina. — Minning Hans Framhald af bls. 23 Mér þykir líklegt, að í sumum þeim gönguförum hafi Arngrím- ur tekið eitthvað af kvikmyndum sinum, sem nú eru í eigu Prent- arafélagsins. Nokkru síðar bætt- ist ég í hópinn á þeim tima árs, sem leyft var að skjóta rjúpur. Þær ferðir fórum við á sunnudög- um. Við hjóluðum snemma morg- uns upp að Lögbergi, skildum þar hjólin eftir en þrömmuðum upp i Rjúpnadyngjur (þaðan er um 6—7 km leið upp í Bláfjöll). Við gættum þess ávallt að vera komn- ir út af hættusvæðinu áður en fór að dimma, því þar eru sprungur miklar, allt að 20 cm breiðar og djúpar, og þvi hættulegt að vera þar eftir að dimma tekur Þetta voru hressandi og ánægjulegar gönguferðir i hreinu og tæru fjallaloftinu. Arngrimur var með 6 skota magasinriffil, en Eide var með haglabyssu. Eg var byssu- laus, enda aldrei æft mig í að fara með skotvopn. Hins vegar tók ég að mér að bera þær rjúpur, sem Eide skaut, enda var hann þá frjálsari með byssuna, þegar hann þurfti ekki jafnframt að bera rjúpnakippuna. Svo höfðing- legur var Eide, að hann skipti jafn á milli okkar rjúpnafengn- um, enda þótt ég skyti enga rjúpuna. Þegar við héldum heim á leið, að áliðnum degi, þyrstir og göngumóóir, var ekki amalegt að koma til Guðfinnu á Lögbergi og fá þar heitt kaffi, hvila sig þar um stund, áður en sezt var á hjólin til heimferðar. Þetta voru mjög ánægjulegar ferðir og hressandi, sem vöruðu þó, að okkur fannst, of skamman tíma. Siðar meir hættu þeir alveg að skjóta rjúpur. Þá voru ferðir þeirra eingöngu gerðar til að ljós- mynda rjúpurnar, en jafnframt til að fá sér hressandi útiveru- stundir. Ég minnist alltaf hinna ánægju- legu stunda með þeim Eide og Arngrími með hlýhug og söknuði. Forsjóninni er ég þakklátur fyr- ir að hafa gefið mér lif og heilsu fram á þennan dag, til að geta minnzt þessara góðu drengja og fágætu samtiðarmanna, með fá- einum kveðjuorðum. Arngrímur er fallinn frá fyrir nokkrum árum, en Hans Eide kvaddi þetta jarðneska lif 24. jan- úar 1972. Jón Þórðalson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.