Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15 JULI 1977 15 „Allt horfíð, á morgun verður ekkert eftir” Framhald af bls. 1 komið á í um það bil helmingi borgarinnar, en ennþá var raf- magnslaust á Manhattan. „ÓGNARNÓTT“ Beame sagði að New Yorkbúar hefðu að þarflausu orðið að þola „ógnarnótt" þar sem framin hefðu verið rán í mörgum hverf- um og kveikt hefði verið í á mörgum stöðum. Aðspurður um þá lýsingu Luce að myrkvunin væri yfirnáttúrleg sagði Beame: „Ég er ekki prestur. Ég get ekki svarað svona spurningu." Hann sagði að einn slökkviðliðs- maður hefði beðið bana og um 25 slasazt við störf og að slökkviliðið hefði orðið að svara 1625 útköll- um. Þar af voru 576 göbb. Ljós byrjuðu að flökta kl. 2.30 eftir miðnætti (6.30 isl. tími). Alla nóttina var skorað á borgar- búa að vera við viðtæki sin og taka loftkælingarkerfi úr sam- bandi. Varað var við þvi að skyndilegt álag þegar rafmagn kæmist aftur á gæti haft I för með sér aðra myrkvun, sem jafnvel gæti haft ennþá alvarlegri afleið- ingar í för með sér. væru stórlega ýktar. Meira að segja vopnaðir lögreglumenn búnir hjálmum virtust óttaslegnir vegna þess að heita mátti ekkert var til sem hétLlög og regla. „Hvað veit borgarstjórinn? Hann er ekki hérna,“ sagði slökkviliðsmaður nokkur ... 1 Bronx sagði lögreglumaður blaða- manni: „Stór hluti Bronx er i upp- lausn. Af hverju í fjandanum skyldi ég vera að standa i þessu á þvi kaupi sem ég hef?“ Rfkisstjóri New York-ríkis, Hugh Carey, skipaði Þjóðvarðlið- inu að vera við öllu búið. Seinna komst hann að því að margir þjóð- varðliðar voru i sumaræfingabúð- um skammt frá kanadísku landa- mærunum. ALLT LAMAÐ Sjötíu og átta lögreglumenn munu hafa slasast i dag. Énginn gat ferðazt með neðanjarðarjárn- brautarlestum, járnbrautaferðir til útborganna lögðust niður og borgin lamaðist. Skrifstofur i Wall Street voru lokaðar. Kaup- höllin var lokuð og lyftur voru óvirkar. A þeim tíma dags þegar umferð er mest var New York eins og vofubær: göturnar voru nánast yfirgefnar, einn og einn bill skauzt yfir gatnamót, götuljós voru óvirk, engan Ieigubil var að sjá við Rockefeller Center i mið- borginni og ekkert fólk þar sem venjulega verður ekki þverfótað fyrir fólki á leið í skrifstofuna. Beame borgarstjóri sagði að ferðir með járnbrautum hæfust ekki aftur fyrr en tveimur og hálfum tfma eftir að rafmagnið kæmist á. Strætisvagnar gengu en þeir stöðvast þegar benzín þrýtur þar sem benzfndælur ganga fyrir rafmagni. Beame skoraði á borg- arbúa að aka ekki bílum sinum og skilja þá eftir heima. Hann sagði að aðeins þeir sem ynnu bráð- nauðsynleg störf ættu að mæta til vinnu. VATNSSKORTUT Borgarstjórinn skoraði á verka- menn að halda kyrru fyrir heima hjá sér og fyrirtæki að loka. Millj- ónir bæjarbúa höfðu um tvennt að velja: vera heima i íbúðum sínum eða ganga niður 20 eða fleiri stigatröppur til að komast út. Vatnsskortur hrjáir íbúa sumra ibúða þar sem rafmagns- dælur eru notaðar til að dæla vatni upp í stóra þaktanka. Þótt Beame vildi lítið gera úr fréttum um rán og gripdeildir sagði hann blaðamönnum seinna að brögð hefðu verið að því að gripdeildirnar héldu áfram þegar leið á daginn. Hann sagði að um 13.000 lögreglumánna viðbótarlið hefði verið kallað út til að koma í veg fyrir meiri glæpi. Beame sagði að myrkvunin mundi hafa alvarleg áhrif á efna- hag borgarinnar og bætti þvi við að kostnaðurinn yrði gifurlegur. Borgarstjórinn sagði að ekkert alvarlegt neyðarástand hefði skapazt en kvað heilbrigðisfull- trúa hafa verið senda i verzlanir og á veitingahús til að athuga hvort þar væri skemmdur matur. Þúsundir borgarbúa komust að því að þeir gátu ekki notað svo- kölluð lánakort. Neitað var að taka við þeim í flestum verzlun- um og veitingahúsum þar sem ekki var hægt að kanna i tölvu hvort þau væru ófölsuð. Sjálfboðaliði stjórnar umferð eftir myrkvunina I New York. — Hörmungarástand Framhald af bls. 1 yfir, og hann var hægt að hita um borð, þannig að fólkið fékk að borða. í dag hefur svo nátt- úrulega ekkert verið á áætlun hjá okkur og vélarnar verða seinar af stað í kvöld, en á morgun gerum við okkur vonir um að allt verði komið í samt lag aftur", sagði Björgvin. „Við fengum aftur rafmagn i morgun, þannig að hér heima höfum við ekki orðið fyrir mikl- um óþægindum" sagði Ingvi S. Ingvarsson sendiherra, sem býr í Bronxville-hverfi i New York. „Það hefur valdið miklurtv óþægindum, að loftkæling hef- ur engin verið, en hér er nú í ^"'kringum 33 stiga hiti á Celsius. Þar sem ástandið er verst hafa mikil vandræði orðið vegna þess að matvæli liggja undir skemmdum, bæði í verzlunum, veitingastöðum og heimahús- um. Ljóst er að beint fjarhags- legt tjón af völdum rafmagns- leysisins hefur orðið gifurlegt, en ég held að enginn sé farinn að reyna að meta það í heild. Það botnar enginn i þvi að svona lagað geti gerzt, að marg- ar milljónir manna verði allt i einu án rafmagns og það i svo langan sima“, sagði Ingvi S. Ingvarsson. „Fólk er almennt mjög skelk- að yfir þessu — einkum vegna þess að rafmagnið skuli geta farið af svo stóru svæði i einu“, sagði Þorsteinn Ingólfsson, sendiráðsritari í Washington, er Mbl. ræddi við hann í gær- kvöldi. „Annars virðist ástandið nokkuð gott miðað við hversu alvarlegur þessi atburður raun- verulega er. Yfirvöld eru ánægð með hversu almenn- ingur tekur þessu af mikilli stillingu. Þetta er aðalmálið i fréttum hér, en að sjálfsögðu hafa fjölmiðlar ekki farið var- hluta af rafmagnsleysinu. The New York Times kom til dæmis ekki út í dag og Washington Post skýrði aðeins . frá stað- reyndum málsins en flutti ekki fregnir beint af staðnum þar sem ekki var hægt að ná sam- bandi þangað. Menn eru að bera þetta saman við það sem gerðist þegar rafmagnslaust varð i New York árið 1965, og eru flestir sammála um að ástandið hafi að þessu sinni ekki orðið jafn alvarlegt og þá. Komi þar meðal annars til að rafmagnsbilunin varð að kvöld- lagi þegar búið var að loka skrifstofum og verzlunum og flestir farnir úr miðborginni. Þrátt fyrir það skapaðist algjört umferðaröngþveiti og í dag hef- ur mikið verið sagt frá grip- deildum og allskyns afbrotum, sem rekja má beint til þess að menn sjá sér leik á borði vegna rafmagnsleysisins." „Annars erum við hér i Was- hington ekki mjög uppnæmir fyrir svona óhöppum, því að hér um slóðir hefur mikið geng- ið á út af vatnsleysi undanfarna viku, en það stafaði af þvi að skammhlaup varð í dælustöð sem sér borginni fyrir vatni," sagði Þorsteinn Ingólfsson að endingu. FASTIR I LYFTUM Heitt var í veðri og rakt þegar myrkvunin varð, og um tima sátu þúsundir fastir i neðanjarðarlest- um og lyftum. Götuljós fóru úr sambandi og umferðaröngþveiti skapaðist. Sjálfboðaliðar reyndu að greiða úr f lækjunni. Starfsemi gekk eðlilega fyrir sig i sjúkrahúsum sem höfðu varastöðvar. En i tveimur sjúkra- húsum bilaði neyðarútbúnaður og þar var mikill viðbúnaður til að sinna alvarlega veikum sjúkling- um, þar á meðal 15 sem þurftu öndunartæki en þau fóru úr sam- bandi. Þrátt fyrir fréttir um skálmöld í fátækari hverfum varð myrkvunin öðrum New Yorkbú- um tilefni til að tala við ókunn- uga, slá upp veizlum á götum úti og skiptast á sögum um síðustu myrkvunina. Fæstir virtust taka mark á áskorun Beames borgar- stjóra um að halda sig heima. „ALLT HORFIГ En í fátækrahverfunum létu menn greipar sópa i verzlunum við fjölda gatna. Verzlanirnar tæmdust af fatnaði, áfengi, mat- vælum og öllu lauslegu. Við eina götu í Bronx horfði þreytulegur lögreglumaður vonleysislega á röð af verzlunum þar sem menn höfðu látið greipar sópa. „Allt er horfið. Á morgun verður engin matvælaverzlun eftir i Bronx," sagði hann. Talsmaður slökkviliðsins sagði að álagið væri óskaplegt. Lög- reglumenn og slökkviliðsmenn lýstu sig ósammála Beame borgar- stjóra sem reyndi að gera litið úr íréttum um glæpi og sagði að þær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.