Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUK 15.JUM 1977 3 Veggmyndir Kjarvals fluttar í hús Listasafnsins við Tjömina? Ein af fáum myndum sem til eru af Kjarval við vinnu sfna f vinnustofu sinni f Austurstræti, og sjást þar vef myndirnar sem prýda veggina. KOMIÐ hefur til greina aó myndir þær sem meistari Kjarval málaði á veggi vinnu- stofu sinnar f Austurstræti verði ffuttar þaðan og komið fyrir f húsi Listasafns Islands við Frfkirkjuveg — gamla Glaumbæ sem nú er verið að endurreisa. Hefur Reykjavfk- urborg ritað menntamálaráð- herra bréf, þar sem þessar hug- myndir eru reifaðar og málinu vfsað til hans. A siðasta borgarráðsfundi gerði Páll Líndal borgarlög- mönnum grein fyrir þeim hug- myndum sem fram hafa komið um varðveizlu þessara mynda meistara Kjarvals. Að sögn Páls byggði hann mál sitt að mestu á álitsgerð þeirra Daviðs Odds- sonar, borgarfulltrúa, og Knúts Hallssonar, deildarstjóra i menntamálaráðuneytinu, um það hvernig varðveizlu mynd- anna yrði bezt hagað. Sem kunnugt er eru þessar myndir nokkuð teknar að skemmast, en að mati færustu sérfræðinga er þó enn unnt að gera við þær og einnig er vel framkvæmanlegt að taka þær niður og flytja úr núverandi húsnæði i Austurstræti. Páll sagði, að að mati margra hefði verið æskilegast að mynd- irnar fengju að standa á sfnum upphaflega stað í vinnustofu meistarans í Austurstræti, en við athugun hefði þó komið i Ijós, að á því væru ýmsir ann- markar, meðal annars þeir að óliklegt þætti að almenningur gerði sér sérstaka ferð til að skoða myndirnar i vinnustof- unni og þær myndu þannig eft- ir sem áður standa i eins konar „einskis manns Iandi“. Hins vegar má geta þess að Frank Ponsi, listfræðingur og sá sem mest hefur unnið að viðgerðum á verkum Kjarvals, lét þau orð falla I Morgunblaðinu á sínum tima að bezt væri að varðveita myndirnar á sinum uppruna- lega stað. Að sögn Páls Lindals voru ennfremur kannaðir ýmsir möguleikar á þvi að flytja verk- in. Meðal annars var athugað hvort koma mætti þeim fyrir á Kjarvalsstöðum, og beindist þá athyglin aðallega að kjallara hússins, en niðurstaðan reynd- ist sú að húsnæðið væri ekki heppilegt. Páll sagði að um þetta leyti hefði komið til sög- unnar forstöðumaður Lista- safns Islands, Selma Jónsdóttir, en þá hafi einmitt verið að kom- ast skriður á húsnæðismál safnsins og hafin endurbygging á gamla Glaumbæ með það fyr- ir augum að Listasafnið fengi þar inni. Hafi þá komið fram sú hugmynd, að ekki væri útilokað að finna mætti veggmyndunum veglegan sess í nýja Listasafn- inu. Páll sagði að i ljósi þessa hafi verið afráðið að skrifa mennta- málaráðuneytinu bréf og vísa málinu til þess, þannig að það gengi frá samningum við eig- anda myndanna, sem eru erf- ingjar Kjarvals, ef það yrði of- an á að myndirnar skyldu varð- veittar. Hins vegar sagði Páll að það væri opinn möguleiki að borgarsjóður stæði ásamt rík- inu undir kostnaði við viðgerð myndanna, ef af yrði. Ný íslandsbók sem mun vekja athygti Kostar aðeins kr. 3.240 með söluskatti ^ Frábærlega vel unnin og litprentuð með nær 80 úrvals- myndum 1 7 Ijós- myndara, innlendra og erlendra. 0 Fjölskrúðug náttúra landsins, fuglalífið, atvinnulífið, borgin og sveitin — með enskum texta eftir Harald J. Hamar og Hauk Böðvarsson. 0 Enn ein úrvalsbókin frá ICELAND REVIEW, sem allir munu girnast — heima og er- lendis Handhæg og glæsileg gjöf — og óþrjótandi ánægja þeim, sem kunna að meta góðar myndireða vilja varðveita minninguna um nútíðar ísland Nú spyrja afíir um bækurnar frá lceland Review Sími 81590, Pósth. 93, Stóragerði 27, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.