Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15JULÍ 1977 Halldór Kristjánsson: Ekki vil ég þegja við þessu Björn Matthíasson Björn Matthíasson hagfræö- ingur á ritgerð um bjór i Morgun- blaðinu i dag — 8. júlí — og á hún að vera svar við því, sem við Krist- inn Vilhjálmsson sögðum í tilefni af þvi sem hann kallaði sannieiks- korn um bjór. Ef ég man rétt eru meira en tveir mánuðir siðan greinar okkar birtust. Björn krefur okkur Kristin um svör við því hverjar opinberar tiikynningar rússneskra stjórnar- ávarpaður valda við höfum fyrir því að ekki hafi haft góð áhrif að greiða fyrir ölsölu austur þar. Nú skal ég játa það að ég hef ekki séð þær með eigin augum en mér hefur ekki orðið að slysi hingað til að trúa því sem opin- berar stofnanir i Sviþjóð og Nor- egi segja um áfengismál. Ég á hér við þær stofnanir sem til þess eru settar að afla fræðslu um áfengis- mál. Og ég held að það sé líka meira að marka sem fram kemur á fjölþjóðlegum læknafundum þar sem þeir menn hittast sem hafa það að lífsstarfi að reyna að likna áfengisneytenduníi en sögu- sagnir einna og annarra skyndi- ferðamanna. En fyrst Björn er nú svona vandlátur á heimildir og kröfu- harður þá bið ég hann að segja okkur hvaða heimild hann hefur fyrir þeirri fullyrðingu að Finnar fari ekki að dæmi Svía og banni milliölið? Eg veit ekki betur en Leðurjakkar -Sumartískan 77 Kven- leöurjakkar, gráir, brúnirog grænir. Þeirkostakr. 17.890. Stutterma skyrtur meö merkjum kosta kr. 2.125. Buxur úr svörtu khaki kosta kr. 3.890 og 3.590. Mikiö úrval af sokkum og nærfötum frá Marks & Spencer, -mjög hagstætt verö. gert sé ráð fyrir að finnska þingið fjalli um það mál á komandi hausti. Sjálfsagt skilur Björn finnskuna betur en ég rússnesk- una og verður nú ekki svarafátt. En ég áskil mér allan rétt til að tala um það sem á eftir fer. Björn fullyrðir að ekki sé neitt bjórstrið i Noregi og segist lesa norska pressu nógu vel til að vita þetta. Mér er alveg sama undir hvaða pressu hann hefur verið þessa 2 mánuði. Ég veit að það er bjórstríð i Noregi. Héruðum er í sjálfsvald sett hvort þau leyfa bjórsölu hjá sér. Víða eru héraðabönn og alltaf öðru hvoru einhversstaðar verið að greiða atkvæði um þetta — og auðvitað stendur barátta á undan atkvæðagreiðslunni. Eg held að fremur hafi hallað á bjórmenn undanfarið miðað við fyrri tíma. Ef Björn þrætir enn fyrir þessi átök, skal ég verða mér úti um heimildir um það hvar slíkar at- kvæðagreiðslur hafa farið fram siðustu árin og hver úrslit hafa orðið. Þó að Björn kunni að kalla þetta skæruhernað fremur en al- menna borgarastyrjöld breytir það ekki því að um bjórinn er barizt í Noregi. Björn segir að ég hafi likt grein sinni við hráka á gólfi. Síðan hef- ur hann stór orð um það siðleysi og vikur þá að úthlutun lista- mannalauna, hvernig sem sam- hengið er nú þar á milli. Mér hefði þótt fara vel á því að hann hefði stutt þessar fullyrðingar tii- vitnun svo að reyndi á það hvort lesendur gætu skilað þetta eins og hann. En hvað um það. Ég skal rekja aðalatriði þessarar deilu. Björn sagði að við bindindis- menn þyrðum ekki að njóta áfengis og gætum ekki unnt öðr- um að njóta þess. Hann hélt því þannig fram að þeir sem væru bindindismenn væru það af litil- mennsku, kjarkleysi og öfund- syki. Ég taldi mig vita betur og fannst ekki að Björn -væri svo heilagur eftir þennan dóm sinn að ekki mætti blaka við honum. Ég sagði sem satt er að bindindis- menn eru yfirleitt bindindismenn vegna þess að þeir vilja ekki eiga neinn þátt í þvi að breiða út drykkjusiði. Það fylgir þvi ábyrgð. Ég mun ekki sitja þegjandi hjá þegar Björn Matthiasson eða aðr- ir kalla ýmsa göfugustu menn og beztu drengi sem ég þekki sið- ferðisleg úrhrök og ómenni, — en það fólst i orðum Björns — og dylst þó ekki hugsandi mönnum sem mælt mál skilja. Hitt er svo annað mál að ég tel fullvíst að áróður fyrir áfengis- neyzlu sé miklu hættulegri en miðlungshráka á gólfi því að það er satt sem Sírak segir i sinni fornu bók að margan hefur vinið að velli lagt. En svo aftur sé vikið að Rúss- unum segir Björn að sendiráðs- menn þeirra hafi ekki viljað segja sér að bjórfrelsið hafi gefizt illa en bætir því svo við að þeir séu raunar ekki vanir að tala um mis- tök i landi sínu. Ætli við megum þá ekki álykta eftir þennan lestur að sendiráðsmennirnir hafi ekki kunnað frá neinum ágætum að segja i sambandi við bjórinn? Drykkja léttra vina hefur veru- lega aukizt á fslandi síðustu árin. Telur Björn að þar með hafi áfengisnautn Islendinga orðið sið- legri og meinlausari? Hlýtur það ekki að vera? Björn Matthiasson segir að við Kristinn þyrftum að finna á okk- ur sjálfum muninn á því að drekka bjór og brennivín. Þá fyrst væri von til þess að við hefð- um eitthvað vit á þessu. Ég held nú að það verði nær'lagi sem algáðir menn en ölvaðir álykta um áfengisnautn. Þeim ölvuðu finnst að þeir verði skarpari, öruggari og meira af drykknum, en það vita nú flestir að er blekk- ing ein. En svo vil ég biðja Björn að hugleiða þau ósköp að það er látið viðgangast að karlemnn séu kallaðir sérfræðingar í kvensjúk- dómum. Þess skai svo getið að lokum að þegar ég skrifa þessi orð hef ég ekki fyrri blaðaskrif við hendina. Ég sá grein Björns í flugvélinni sem flutti mig til Noregs í morgun og nú er það mitt síðasta verk i kvöld að skrifa þessi orð. Ég kann ekki við að láta líða 2 mánuði án þess að víkja orði að hrákanum hjá honum Birni. Halldór Kristjánsson. (Aths.: Umrædd grein Björns Matthiassonar beið lengi birt- ingar hjá blaðinu eins og fjöldi annarra greina vegna yfirvinnu- bannsins í maí og júni). Nýmæli hjá F.Í.: Tína f jörugróður hjá Stokkseyri FERÐAFÉLAG Islands mun á sunnudaginn 17. júlí efna til ferð- ar austur að Stokkseyri og er æti- unin að ganga á fjörur og tina söl og annan fjörugróður sem áður fyrr var hagnýttur til matargerð- ar. Farið verður frá Reykjavík kl. 10 á sunnudagsmorgni, en um há- degisbil er stórstraumsfjara und- an Stokkseyri. Þeir sem hyggjast fara í þessa ferð þurfa að hafa með sér ilát til að geyma grösin í og vera i vatnsheldum skófatnaði. Leiðbeinandi verður Anna Guð- mundsdóttir húsmæðrakennari. í frétt frá F.í er vitnað til bókar Jónasar Jónassonar, Islenzkir þjóðhættir, þar sem segir að heilu lestirnar af fjörujurtum hafi ver- ið fluttar frá Eyrarbakka og viðar upp til sveita og menn hafi hag- nýtt sér þær til matar á ýmsan hátt. Voru þær etnar hráar eða soðnar í vatni og hafðar með harð- fiski, og smjöri, stundum hafi þær verið þurrkaðar og á sumrin borð- aðar saman við skyr. I þessari ferð verður einnig komið við í Baugsstaðabúinu þar sem eru til sýnis tæki og búnaður er notaður var til smjörgerðar á árunum eftir síðustu aldamót. Hestamót Kappreiðar hestamannafélagsins Snæfell- ings verða að Kaldármelum, laugardaginn 23. júlí. Góðhestasýning A og B flokki Góðhestar unglinga Knapadómar 250 m. Skeið 250 m. Folahlaup 350 m. Stökk 800 m. Stökk 800 m. Brokk. Þátttaka tilkynnist í síma 93-8392 fyrir þriðjudag. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.