Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.07.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15 JULl 1977 31 KRISTINN JÖRUNDSSON KOM FRÖMURUM ÁFRAM Skoraði tvö mörk er Fram vann Þrótt 3:2 EFTIR að Fram sigraði Þrótt með þremur mörkum gegn tveimur ( sextán-liða úrslitum Bikarkeppni KSl í gærkvöldi minnka Kkurnar stórum að annarrar deildar iiði heppnist að komast 1 átta-liða úr- slitin að þessu sinni. Enn eru reyndar þrjú annarrar deildar lið inni I myndinni: Selfoss, Reynir og Þróttur frá Neskaupstað, en haria ólfklegt mé teljast að þess- um liðum takist að sigra andstæð- inga sfna sem vera KR, Vfkingur og IBV. Framarar verða að teljast heppnir að hafa gengið með sigur af hólmi í leiknum í gærkvöldi. Var það fyrst og fremst framtak Kristins Jörundssonar sem færði þeim sigurinn, en Kristinn var mjög duglegur og útsjónarsamur i leiknum — oftast rétti maðurinn á réttum stað. Hann skoraði tvö marka Framarana og skapaði oft- sinnis mikinn usla i vörn annarr- ar deildar liðsins. Uti á vellinum voru liðin hins vegar mjög áþekk. Þróttararnir ekki lakari, meðan baráttan var í lagi. Þróttur lék undan vindinum í fyrri hálfleik og var strax meira með knöttinn. Þeim tókst þó ekki að skapa sér verulega hættuleg tækifæri, þar sem vörn Framar- anna var jafnan vel á verði með Agúst Guðmundsson sem bezta mann. Af og til náðu Framarar svo sóknum, og á 20. minútu bar ein slik árangur. Léku þá Framar- arnir vel saman fram völlinn og fékk Ágúst Guðmundsson send- ingu út til vinstri. Gaf hann fyrir markið, þar sem Kristinn Jör- undsson var fyrir og skallaði knöttinn í mark Þróttaranna. Eftir mark þetta virtist lifna töluvert yfir Framliðinu, en það náði samt aldrei afgerandi tökum á leiknum. Þróttararnir börðust vel og gerðu margt laglega. Sókn- arleikur þeirra var þó tæpast nógu beittur — gekk of mikið inn á fniðjuna, þar sem vörn Fram var þétt fyrir. Þróttur jafnar: Á 43. mfnútu hálfleiksins jöfnuðu Þróttarar og var mark það gullfallegt — eitt það fallegasta sem undirritaður hefur séð í leikjum sumarsins. Páll Ölafsson vann þá knöttinn af einum Framaranna, lék upp und- ir vítateig Fram og skaut þaðan hörkuskoti i bláhornið uppi. Al- gjörlega óverjandi fyrir Árna Stefánsson. Slík mörk sem þetta eru þvi miður alltof sjáldgæf. Ödýrt mark: Á 3. mínútu seinni hálfleiks náði Fram aftur forystu. Vörn Þróttar var þá algjörlega sofandi er há sending kom fyrir mark þeirra. Hafði Sumarliði Guðbjartsson ákjósanlegt næði til þess að stökkva upp og skalla knöttinn í markið. Litlu munaði þó að markvörður Þróttar næði knettinum — hann hafði hendur á honum, en missti hann siðan aftur fyrir sig. Kristinn á ferð: A 15. minútu seinni hálfleíks var Kristinn Jörundsson enn á ferð. Rúnar átti þá skot á Þróttarmarkið af stuttu færi, og hálfvarði markvörðurinn skot hans. Kristinn var rétt einu sinni á staðnum og átti auðvelt með að renna knettinum í netið. Vftaspyrna: Þar með var staðan orðin 3:1 fyrir Fram og virtust Þróttarar þá gefa upp alla von. Fram átti miklu meira í leiknum um tima, eða fram undir lokin að Þróttarar tóku mikinn fjörkipp og sóttu oft stift. Tveimur mínútum fyrir leikslok brauzt Aðalsteinn örnólfsson i gegnum vörn Fram- ara og var kominn í ákjósanlegt færi er honum var brugðið. 0æmd var vitaspyrna og úr henni skoraði Leifur Harðarson. Liðin: Leikurinn var heldur slakur þegar á heildina er litið og mikið um ónákvæmar sendingar og háloftaspyrnur. Bezti maður Framliðsins, sem fyrr segir, var Kristinn Jörundsson, en Ágúst Guðmundsson átti einnig ágætan leik, svo og Asgeir Elíasson. Þróttarliðið lék mjög þokkalega meðan baráttan var með i mynd- inni hjá því, en datt mjög niður á kafla í seinni hálfleiknum. Beztu menn liðsins voru þeir Páll Ólafs- son, — mjög laginn og skemmti- legur leikmaður, og Þorvaldur Þorvaldsson. Leikinn dæmdi Arnar Sigurðs- son og fórst honum það starf prýðilega úr hendi. Einn leikmað- ur, Aðalsteinn Örlófsson, Þrótti, fékk að sjá gula spjaldið. — stji GOÐ AFREK í LANDS- KEPPNIFINNA OG BRETA í FRJÁLSUM FINNAR sigruðu Breta f lands- keppni f frjálsum fþróttum sem frám fór f Uleáborg um sfðustu helgi. Hlutu Finnar 113 stig en Bretar 110 stig. I kvennakeppninni sigruðu hins vegar brezku stúlkurnar, hlutu 98 stig gegn 59 stigum Finna. Frábær árangur náðist i mörgum greinum i landskeppn- inni, en sennilega ber þó hæst afrek kornungs Finna í 110 metra grindahlaupi. Hlaupar- inn heitir Arto Bryggare og hljóp hann á 13,55 sek. Er það mun betri tími en unglinga- heimsmetið i greininni er, en meðvindur var aðeins of mikill til þess að afrekið fái staðfest- ingu sem heimsmet. Þá náði kúluvarparinn Staal- berg frábærum árangri í sinni grein, varpaði 21,19 metra, og undirstrikaði hann með þessu afreki sínu að hann er nú órð- inn einn allra bezti kúluvarpari i heimi. ^ Urslit keppninnar réðust ekki fyrr en i næst síðustu keppnisgreininni, 5000 metra hlaupi, en fyrirfram var álitið mjög líklegt að Bretar myndu sigra i þeirri grein. Ungur hlaupari, Martti Vainio var þó á öðru máli. Hann átti góðan endasprett og kom að marki sem öruggur sigurvegari á 13:40,6 min. Ætlaði þá allt um koll að keyra á áhorfendapöll- unum, sem voru fullskipaðir eins og venjulega þegar frjáls- íþróttamót fara fram i Finn- landi. Af öðrum afrekum i keppn- inni má nefna að Bretinn Alan Wells sigraði i 200 metra hlaupi á 21,10 sek., Markku Tuokko, Finnlandi sigraði i kringlu- kasti, kastaði 62,66 metra, David Warren, Bretlandi sigr- aði i 800 metra hlaupi á 1:52,2 min., John Davies, Bretlandi sigraði í 3000 metra hindrunar- hlaupi á 8:39,6 min., Seppo Hovinen, Finnlandi í spjót- kasti, kastaði 82,28 metra, Pentti Kuukasjárvi, .sigraði i þristökki, stökk 16,24 metra og í stangarstökki sigraði Antti Kalliomáki, Finnlandi, stökk 5,45 metra og er það eitt af beztu stangarstökksafrekum í heiminum í ár. Af úrslitum í kvennakeppn- inni má nefna að Sonia Lanna- Framhald á bls. 18. Kristinn Jörundsson — skoraði tvö mörk fyrir Fram f gærkvöldi. WALKER NÁLGAST HEIMSMETIÐ NÝ-Sjálendingurinn John Walker náði bezta tíma sem náðst hefur í 1500 metra hlaupi í heiminum í ár er hann hljóp á 3:34.6 min. á móti sem fram fór í Varsjá í fyrra- kvöld. Virðist Walker í ágætu formi um þessar mundir og lik- legt að honum takist að slá heims- metið f greininni fyrr en varir. Fékk hann ekki mikla keppni í fyrrakvöld þar sem Pólverjinn Henryk Wasileski sem varð f örðu sæti hljóp á 3:37.3 mín. A móti þessu náðist góður árangur í mörgum greinum. Meðal keppenda voru nokkrir Bandaríkjamenn og urðu þeir sigursæiir. Þannig sigraði Mark Enyeard í 800 metra hlaupi á 1:46.5 mín., Tom Woods i hástökki, stökk 2.24 metra og í kúluvarpi sigraði Terry Albritton og varpaði 20.90 metra. Sem kunnugt er kemur Albritton til keppni á Reykjavikurleikunum i frjálsum iþróttum og reynir sig þar vió Hrein Halldórsson og fleiri kappa. ÞRÍR TIL SVÍÞJÓflAR ÞRfR Islenzkir piltar, Ásgeir Þór Eirlksson. Þorvaldur Þórsson og Óskar Thorarensen, munu taka þitt f Norðurlandameistaramóti I fjölþraut- um unglinga sem fram fer f Svfþjóð um næstu helgi. Allt eru þetta korn- ungir piltar, sem verið hafa f mikilli framför, en ekki er unnt a8 búast vi8, a8 þeir verBi f fremstu rö8 f SvfþjóS. þar sem þeir keppa þar vi8 eldri pilta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.