Morgunblaðið - 15.07.1977, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15 JULI 1977
Nýr borgari fæddur eymd ( landi
þar sem 40 af 80 milljón íbúum
eru innan við 15 ára. Ljósmynd-
irnar tók Daniel Dely (
Bangladesh
milljónir íbúa. Þar búa því
um 1000 manns á fermílu.
Og enn fleiri búa í suður-
hluta landsins. 90% lands-
manna lifa á landbúnaði,
og oft koma hvirfilvindar,
flóð, ofsarigningar og önn-
ur óáran og þá er voðinn
vís. Einnig er landið mjög
lágt, um einn metri yfir
sjávarmáli og því er þar
víða blautt og loftslag rakt
og óhollt.
Eftir stríðið milli Bangla-
desh og Pakistan 1971, var
ákaflega mikið af börnum í
Frakkinn Daniel Dely, sem lengi dvaldi á tslandi, og Nazama frá
Bangladesh. Ljósm. Friðþjófur.
Frá íslandi til hjálp-
arstarfs í Bangladesh
Ýmislegt hefur drifið á
daga Frakkans Daniels
Dely síðan hann var á Ís-
landi á árunum 1974 og
1975, vann við offsetprent-
un í Odda og stundaði ljós-
myndun. Frá því sagði
hann fréttamanni er hann
leit inn á skrifstofu Mbl. og
í fylgd með honum Nazma
frá Bangladesh. En hann
hefur einmitt verið í því
fjarlæga landi og unnið að
hjálparstarfi á vegum sam-
takanna „Les Amis des
Börnin læra að vefa teppi, sem
þau geta svo selt á mörkuðunum
og séð fyrir sér. A meðan á
fræðslunni stendur fá þau fæði,
fatnað og læknishjáip.
Enfants du Monde“ sem
mætti kalla á íslenzku
Alþjóðlega barnavini.
Nazma hefur aftur á móti
verið við nám í París í
frönskum bókmenntum, en
ætlar eftir íslandsferðina
heim til Bangladesh til að
leggja fram sinn skerf og
kynna heiminum ástandið
þar, svo fólki verði ljós
hinn gífurlegi munur á hag
fólksins í fátæku löndun-
um og hér.
Nazma upplýsti í upphafi
samtalsins, að heimaland
hennar, Bangladesh, væri
eitt af þéttbýlustu löndum
heims, svipað að stærð og
ísland, en með um 80
landinu, sem voru vægast
sagt illa stödd og til viðbót-
ar þéttbýlinu er um helm-
ingur íbúanna innan við 15
ára aldur, eða 40 milljónir.
Þess vegna var það, sem
Barnavinirnir töldu brýna
þörf á að reyna að koma á
einhvern hátt til hjálpar.
Daniel Delay var að koma frá
íslandi 1975 og hafði ráðgert að
setja upp ljósmyndasýningu hér,
þegar hann komst í kynni við
samtökin í París. Hann hafði
áhuga á að fara til Bangladesh og
mynda. En þá vantaði einmitt
fljótt einhvern til að sjá um
skipulag og rekstur á hjálpar-
starfinu þar, og hann var fyrr en
varir búinn að ákveða að leggja
hönd á plóginn við það. Jafnframt
var hann gripinn og þjálfaður 1 að
vinna með smásjá að sýklagrein-
ingu á sjúkrahúsum fyrir börn,
því slíkir starfskraftar eru ekki
tiltækir f Bangladesh.
Barnavinirnir hófu hjálparstarf
fyrir börn í Viet Nam á sínum
tíma, og siðar í Kóreu og Bangla-
desh, og starfa enn á tveimur
siðasttöldu stöðunum. Þetta er
sjálfeignarstofnun, sem safnar fé
til hjálparstarfsins með frjálsum
framlögum. 1 Frakklandi eru
deildir í flestum héruðum og
frönsku samtökin eru í samvinnu
við tilsvarandi kanadísk samtök
og alþjóðlegar hjálparstofnanir,
svo sem Unicef og Unesco. Þau
reyna að beita sér þar sem þörfin
er mest.
— I Bangladesh er mjög mikið
af munaðarlausum börnum, út-
skýrði Daniel. Fæst börn ganga i
skóla eða fá nokkra fræðslu og
mörg eru mjög illa haldin af
næringarskorti og sjúkdómum.
Við reynum því að taka þau af
götunni i skóla og kenna þeim,
þjálfa þau f einhverju, sem þau
geta svo lifað af, t.d. skógerð eða
teppavefnaði, sem þau geta selt á
markaðinum. Sem sagt að kenna
þeim að lesa og skrifa, og þjálfa
þau í einhverri iðn, svo þau geti
séð fyrir sér og komizt af sjálfs-
dáðum til að læra meira. Það er
ekki ætlunin aðeins að gefa og ala
þau upp til að lifa á hjálparstarfi,
heldur styðja þau til sjálfshjálp-
ar. En oft eru þessi börn svo veik,
að fyrst þarf að næra þau og koma
þeim til heilsu. Oftast hafa þau
orma í maga og þeim þarf að ná
burtu i sjúkrahúsi, ef þau eiga
svo að þrífast á fæðunni.
— Við erum með hjálparstarf i
höfuðborginni, Dacca, i
Chittagong i suðurhlutanum og í
Þó að Bangladesh sé heitt land, er þeim oft kalt sem sofa úti á götunum
á vetrum.
Vöggustofa ( hjálparstofnun Móður Teresu ( Dacca. Þar skilja fátækar
mæður oft börn sin eftir á götum, þegar þær geta ekki séð fyrir þeim
lengur.
Þessi unglingur leitaði hjálpar hjá Barnavinum i Dacca og var orðinn
pattaralegur eftir tvo mánuði.
Mirpur, sem er inni i landi. Það er
þó nokkuð mismunandi á hvað er
lögð áherzla og fer eftir þeirri
hjálp, sem þörf er fyrir.
— 1 Dacca rekum við til dæmis
munaðarleysingjastofnun fyrir
ungbörn. I svo stórri borg er
algengt að mæður skilji börn sín
eftir, þegar þær hafa ekkert að
lifa á. Þessi börn eru þá venjulega
vannærð og sjúk. I rauninni er
þetta verkefni Móður Theresu,
systurinnar frægu, sem hefur
hjálparstarf í Calcutta, en kom
líka til hjálpar í Dacca. Og við
styðjum að þvi. Þá er í Dacca
viðamikið verkefni við að kenna
stúlkum störf. Þannig er i Bangla-
desh að fátækar fjölskyldur gifta
oft burtu dætur sínar mjög ungar
til að fækka þeim munnum sem
þarf að fæða. Oft koma fjölskyld-
urnar sér saman um þetta, en
enginn opinber stimpill er á
hjónabandinu. Eftir að börn eru
fædd, yfirgefur maðurinn svo
heimilið og konan getur á engan
hátt séð fyrir sér. Því er svo mikil
þörf á að kenna þessum konum að
sauma eða prjóna eða vinna að
einhverju, sem aflað getur tekna
fyrir þær.
Og börnunum eru lika kennd
einhver iðn.
í borginni Mirpur er þetta mest
flóttamannahjálp. Þar er mikið af
fólki af Biharastofni, sem ekki er
tekið við i samfélag Bangalanna
og sem Pakistanmenn vilja ekki
taka við heldur. Þetta er því eins
og nokkrus konar flóttafólk í
landi sinu. Jafnframt vill Ali
Bhutto ekki sleppa Bangölum,
sem eru þar. Að visu hafa orðið
skipti með samningum, en aðeins
á liðsforingjum og öðru eftir-
sóknarverðu fólki, en ekki á al-
mennum borgurum. Nú er þó
samband landanna skárra, svo
kannski á þetta fólk einhverja
von, segja þau Dely og Nazama.
En í borginni Chittagong, þar sem
fólk lifir nær eingöngu á fiskveið-
um og engin vinna er fyrir aðra
en fiskimennina, er verkefnið
brýnast að kenna stúlkum störf.
— Eftir stríðið var mikið af
stúlkum í Bangladesh, sem fæddu
börn eftir að hafa verið nauðgað
af hermönnum. Þær eru þvi einar
með börn sin, auk stúlknanna,
sem eiginmenn hafa yfirgefið.
Þessar stúlkur eru alveg bjargar-
lausar i landi eins og Bangladesh.
— Vandamál þessa fólks eru
margvísleg, og sum þannig að fólk
hér á erfitt með að skilja þau,
sagði Daniel. Til dæmis kom 16
ára gömul móðir eitt sinn með
fársjúkt og vannært barn til okk-
ar. Ég sá að það þurfti umsvifa-
laust að fá læknishjálp. Þegar ég
bað hana um að koma með mér i
sjúkrahúsið, þorði hún því ekki
vegna þess að hún hafði ekki beð-
ið manninn sinn um leyfi og hann
var í burtu. Loks féllst hún á að
spyrja tengdamömmu sina, en
hún þorði þá ekki heldur að bera
ábyrgð á svo stórri ákvörðun.
Niðurstaðan varð sú, að móðirin
kæmi aftur með barnið daginn
eftir og þá með leyfi, en við sáum
hana ekki aftur. En barnið var
mjög langt leitt.
— Við reynum sem sagt að
miða hjálpina við aðstæður
hverju sinni. Auk þess sem ég
vann að þeim verkefnum, sem við
erum byrjuð á, fór ég um vestur-
hluta landsins, þar sem mikil
fátækt er, til að athuga hvernig
hægt er að verða að liði þar. Víða
þarf fólk að fá aðstoð til að byrja
á einhverju nýju starfi en getur
svo haldið þvi áfram, ef það
kemst i gang. En auk þess sem við
reynum að hjúkra og kenna, þá
klæðum við og fæðum það fólk,
sem hjá okkur er. Og við höfum
safnað fatnaði til að gefa því. Þó
heitt sé I Bangladesh, þá er oft
kalt á nóttunni á veturna fyrir þá,