Morgunblaðið - 14.08.1977, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. AGÚST 1977
35
inn og það er sjónarsviptir að
þeim, þegar þeir hverfa frá okk-
ur.
Hvili hann i friði. Hafi hann
þökk fyrir allt.
Edda.
Minning:
— Ciscard vill
efla samstöðu
Framhald af bls. 23
Sigurgeir Guðnasort,
Skólavörðustíg 35
AUGLYSINGATEIKNISTOFA
MYNDAMÓTA
Adalstræti 6 sími 25810
Fæddur 14. október 1896
Dáinn 7. ágúst 1977
Margs er að minnast og fyrir
margt er að þakka, þegar góðir
vinir eru kvaddir hinzta sinni.
Slikur vinur er kvaddur hér i dag.
Ekki er á þvi vafi, að margir eru
þakkiátir fyrir kynni sín af hon-
um. Sigurgeir Guðnason eða Geiri
frændi eins og hann var kallaður
af fiestum í fjölskyldunni, jafnt
stórum sem smáum, var góður
vinur og góður maður, sem átti að
baki langa ævi, þar sem starfið
var sett ofar öllu. Trúmennska í
starfi og litlar kröfur tii lifsgæða,
einkenndu þennan mann helzt.
Það gæti verið mörgum lærdóms-
ríkt að þekkja slíkt af eigin raun.
Kynni min af Geira frænda voru
ekki ýkja löng, og oft hefur það
hvarflað að mér, að gaman hefði
verið að þekkja hann á sínum
yngri árum. Ég heyrði því fleygt
oftar en einu sinni, að hann hafi
verið söngmaður góður, léttur í
lund og haft mikið yndi af tónlist.
Það er ekki langt síðan við áttum
tal saman, einmitt um þetta. Geiri
lýsti því fyrir okkur af mikilli
innlifun, þegar hann, sem ungur
sjómaður sigldi á erlendar hafnir
og kom með „grammafón" heim
til Islands, og nokkrar hljómplöt-
ur með söngvaranum Caruso. En
á þessum árum þurfti nú víst að
hugsa um aðra og þýðingarmeiri
hluti, þ.e. að hafa i sig og á, og
hrædd er ég um að „grammafónn-
inn“ og Caruso, hafi orðið að þoka
fyrir einhverju, sem meira gagn
þótti að í þá daga. Ævi og upp-
vaxtarár Sigurgeirs Guðnasonar
treysti ég mér ekki til að rekja svo
vel sé, þar sem mér er það ekki
nógu kunnugt. En það er óhætt að
fullyrða, að hann var af góðu fólki
kominn. Atvinnu stundaði hann
bæði til sjós og lands og nú á
síðustu árum vann hann hjá Máli
og Menningu og kynntist þar
mjög góðu fólki sem hann batzt
tryggðarböndum.
Tryggð og trúmennska eru
miklir mannlegir kostir. Kosti
þessa eiga margir. Og þó sérstak-
lega þeir, sem lifað hafa langa
ævi. Geiri frændi var mjög trygg-
ur. A sunnudögum birtist hann
oftast. Þá hafði hann ekið langa
leið með strætisvagninum og sið-
an gengið siðasta spölinn, til þess
að lita á frændfólk sitt. Og þá var
nú heldur hýrt yfir smáfólkinu,
því alltaf var poki dreginn upp úr
vasanum með einhverjum smá-
giaðningi í. Allt fram til siðasta
dags, mátti sjá Geira frænda á
reiðhjóli sínu á Skólavörðustign-
um og þar í nágrenninu, og ekki
leika það vist margir eftir á ní-
ræðisaldri en á Skólavörðustig 35
bjó Sigurgeir í næstum hálfa öld.
Slikir menn setja svip sinn á bæ-
laginu, og þeir eru bersýnilega
staðráðnir í þvi að draga úr
áhrifum Efnahagsbandalagsins
á allt það, sem að hernaðarmál-
efnum lýtur.
Þjóðverjum og Frökkum hef-
ur gramizt, hvernig Banda-
rikjamenn hafa reynt að
stemma stigu við þróun vopna-
búnaðar í Evrópu, svo og fram-
förum í kjarnorkuiðnaði.
Frakklandsforseti hefur hótað
þvi, að Frakkar grípi til að-
gerða gegn Bandaríkjamönn-
um, ef endanleg ákvörðun verð-
ur tekin um að neita Concorde
þotunni um lendingarleyfi í
New York. Bendir það til þess
að Frakkar hafi miklar áhyggj-
ur af þvi að jafnvel í innan-
ríkismálum skorti Carter ein-
urð og festu.
Verð fjarverandi
Vegna sumarleyfis 1 5. — 30. ágúst. n.k.
Brynjólfur Kjartansson hdl,
Skólavörðustíg 12, Reykjavík.
Lokað
á mánudag frá kl. 2 e.h. vegna jarðarfarar,
SIGURGEIRS GUÐNASONAR,
Helgi Sigurðsson
úrsmiSur,
SkólavörSustíg 3.