Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 44
Al’íiLÝSINC;ASI.MINN ER:
22480
SUNNUDAGUR 14. ÁGtJST 1977
Demantur M-
æðstur eðalsteina
(PttU Sc é>ilfttr
Laugavegi 35_____
162 hval-
ir áland
Hvalveiði gengur enn erf-
iðlega, en mjög miklar þok-
ur hafa í sumar verið á
miðunum vestur af land-
inu, það svo að sjómennirn-
ir hafa vart séð fram yfir
stafn skipanna. I gær voru
162 hvalir komnir á land
hjá hvalstöðinni í Hval-
firði. 112 voru langreyður,
45 búrhvalir hafa veiðzt og
nú eru hvalbátarnir einnig
farnir að fá sandreyði, en
hún kemur yfirleitt að
landinu síðla sumars og í
gær höfðu veiðzt 5.
Cargolux
íhugar
kaupá
breiðþotu
STJÓRN Carxolux kom saman til
fundar í Stokkhólmi á föstudaK
og í gær. t viðtali vid tímaritið
Flight International segir Einar
Olafsson, framkvæmdastjóri
Cargolux að hann reikni með að
árið 1980 hafi Cargolux tekið í
sína þjónustu stærri flugvélar en
DC-8-63F, sem það á nú ásamt
vélum af gerðinni CL-44 Rolls
Royce.
Mbl. hafði í gær samband við
Ölaf Friðfinnsson, stöðvarstjóra
Flugleiða i Stokkhólmi, og spurði
hann hvort ákvörðun hefði verið
tekin á stjórnarfundinum um
kaup á breiðþotu, hugsanlega
Jumbo. Ólafur sagði að þessi mál
hefðu verið rædd á fundinum, en
ákvarðanatöku var frestað um
óákveðinn tíma.
Þessi mynd af súlubyggðinni f Eldey var tekin fyrir
skömmu, þegar sumarbúskapur drottningar Atlants-
hafsins var f hámarki, en nú er súluunginn farinn að
fljúga úr hreiðrinu. Um 20 þús. súluhjón búa í Eldey,
stærstu súlubyggð í heimi, og er byggðin svo þétt ofan á
eynni að víða standa stél súlunnar af brúnum og kögra
eyjuna. Á myndinni sést vel hve þétt súlubyggðin er
ofan á eynni, en hæðin frá brún niður f sjó, þar sem brim
brotnar, er um 100 metrar,
Ljósmynd Mbl. Arni Johnsen.
48% hækkun
álagðra gjalda
í Siglufirði
ÓSKAR Jónsson læknir á Sauðár-
króki virðist ætla að verða skatta-
kóngurinn ( Norðurlandi vestra
að þessu sinni, en hann á að
greiða samtals 2.237.559 kr. í
tekjuskatt og útsvar á þessu ári.
Af cinstökum félögum greiða
Síldarverksmiðjur ríkisins á
Siglufirði mest 6.412.600 kr. og er
það allt aðstöðugjald.
Skattskráin f Norðurlandi
vestra var lögð fram á föstudag í
stærstu kaupstöðunum og kaup-
túnunum þ.c. Siglufirði, Sauðár-
króki, Blönduósi og Skagaströnd.
t minni sveitarfélögunum verður
skráin lögð fram n.k. miðvikudag
að því er Ragnar Jóhannesson
skattstjóri í Siglufirði tjáði
Morgunhlaðinu í gær.
Frá því í fyrra hafa álögð gjöld
hækkað langmest í Siglufirði eða
um 48%. Alls eru álögð gjöld þar
nú kr. 359.456.012, en voru á síð-
asta ári kr. 242.274.232. A Sauðár-
króki hækka álögð gjöld um 26%,
úr kr. 219.564.375 i kr.
276.914.466.
I Siglufirði greiðir Hjalti
Björnsson skipstjóri hæst gjöld
einstaklinga kr. 2.158.200, þar af
eru 1.526.000 tekjuskattur og út-
svar er 632.200. Annar i röðinni
eru Jóhannes Gunnarsson héraðs-
læknir sem greiðir kr. 2.120.387,
kr. 1.447.587 i tekjuskatt og
672.800 kr. í útsvar.
Af einstökum félögum í Siglu-
firði greiðir Bútur h.f. hæstan
Framhald á bls. 43.
By gging600 m2
flugstödvar ad
hefjast í Ey jum
Flugturn f ullbyggdur á árinu
og lokið við lýsingu flugbr auta
BYGGING flugstöðvar í Vest-
mannaeyjum á vegum Flugmála-
stjórnar hefst í byrjun næsta
mánaðar, en stöðin verður milli
500 og 600 fermetrar að stærð.
Stöðin verður byggð í Djúpadal,
steinsnar frá gamla flugstöðvar-
húsinu sem er um 40 fm. að
stærð. Reiknað er með að flug-
stöðin verði fokheld um næstu
áramót og að smíði Ijúki til fulls á
næsta ári. Vestmannaeyjastöðin
verður heldur minni en flugstöð-
in á Akureyri, en stærri en stöðv-
arnar á Isafirði og Kgilsstöðum.
1 flugstöðvarbyggingunni verð-
ur öll almenn flugafgreiðsla, veit-
ingaaðstaða og vörugeymsla. Ver-
ið er að ganga frá útboðsgögnum
Framhald á bls. 43.
Tal flugræningjans bar med
sér ad hann var mjög æstur
„ÉG var nýbúinn að
skipta um fjarksipta-
tíðni, þegar ég heyrði
einhvern blaðra á ensku
æstri röddu og meðal
annars heyrði ég hann
biðja um að honum yrðu
afhentir allir egypzkir
passar. Þá fór ég nú að
leggja við hlustirnar, en í
því kom önnur rödd, sem
reyndist vera flugstjór-
ans á Air Franee vélinni,
og tilkynnti að það væri
flugvélarræningi um
borð og að hann vildi fara
til Benghasi. Flugturn-
inn í Róm bauð flugstjór-
anum þá að mæla á móð-
urmáli sínu, frönskunni
og þannig komst flug-
stjórinn minn í það að
bera skilaboð á milli og
staðfesta að flugturninn
skildi rétt, en hann er
franskur," sagöi Lárus
Kvaran, flugmaður hjá
Cargolux, í samtali við
Mbl. í gær, en Lárus var
aðstoðarflugmaður á
þeirri flugvél Cargolux,
sem kom við sögu flug-
ránsins á föstudag,
,,Við vorum staddir vestur af
Napólí", sagði Lárus. „Þetta
hefur verið um fimmleytið á
föstudag að íslenzkum tíma og
við á leið til Luxemburg frá
Saudi-Arabiu. Ég minntist þess
svo að skömmu áður en ég
heyrði til flugvélarræningjans
hafði ég séð til annarrar flug-
vélar, sem hlýtur að hafa verið
þessi vél frá Air France.
Það sem ég heyrði til ræn-
ingjans bar með sér að hann
væri mjög æstur, en hins vegar
heyrðist mér af rödd flugstjór-
ans að hann héldi ró sinni, enda
þótt ég skildi hann ekki eftir að
hann tók að mæla á móðurmáli
sínu. Ekki heyrði ég nein mót-
mæli í flugræningjanum við
því að franska yrði töluð svo
hann hefur sennilega verið
fullfær í þvi tungumáli.
En við vorum ósköp suttt inn
í þessu, því við urðum að halda
áfram og vorum fljótlega komn-
ir út úr þessu,“ sagði Lárus
Kvaran, flugmaður hjá Cargo-
lux.
— segir Lárus
Kvaran, adstod-
arflugmaður á
Cargoluxvélinni
sem kom við
sögu flugránsins
á föstudaginn
CL 44 Cargoluxvél kom við sögu flugránsins á föstudag.