Morgunblaðið - 16.08.1977, Qupperneq 1
40 SÍÐUR 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐ
179. tbl. 64. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGtJST 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Noregur:
Fresta undirritun
fiskveiðisamkomu-
lagsins við Rússa
Osló. 15. ágúst — Reuter.
NORSKA stjórnin hefur ákveðið
að fresta undirritun fiskveiði-
samnings við Sovétrfkin, þar til
eftir þingkosningarnar, sem fram
eiga að fara í Noregi í næsta
mánuði. Það var Knut Fryden-
lund, utanríkisráðherra Noregs,
sem skýrði frá þessu f dag.
600 millj-
ónirfyrir
einvígi
Fischers og
Korchnois?
BREZKA blaðið Times
birti nú fyrir helgi frétt
frá Reutersfréttastof-
unni, þar sem haft er
eftir sovézka skák-
meistaranum Victor
Korchnoi, að v-þýzkur,
fjármálamaður, Wilfried
Hilgert frá Porz, út-
hverfi Kölnar, sé tilbú-
inn til að leggja fram 3
milljónir dollara, 600
milljónir ísl. kr., í verö-
launafé í einvígi milli
Korchnois og Bobby
Fischers, fyrrverandi
heimsmeistara í skák.
Segir Korchnoi í viðtali
við hollenzka blaðið De
Telegraf, að hann sé
senn á förum til Banda-
ríkjanna til viðræðna við
Fischer um þetta einvígi
Framhald á bls. 26
Frydenlund sagði að þetta sam-
komulag, sem gert var eftir marg-
ar og strangar samningalotur,
væri orðið að kosningamáli, sem
gæti þróazt f almennar umræður
um samskipti Noregs og Sovét-
rfkjanna. Utanríkisráðherrann
sagði einnig að ríkisstjórnin vildi
skoða samkomulagið nánar í Ijósi
gagnrýni stjórnarandstöðuflokk-
anna, sem sumir hafa krafizt
nýrra samningaviðræðna til að ná
betri samningum fyrir Norð-
menn.
Samkomulag þetta, sem birt var
opinberlega 1. júli, sýnir glöggt að
bæði Rússar og Norðmenn reyndu
að þræða hinn gullna meðalveg í
deilu þeirra um hver skuli hafa
yfirráð yfir hinum auðugu fiski-
miðum á Barentshafi. Stjórnar-
andstöðuflokkarnir hafa lýst
áhyggjum sínum yfir að sam-
komulagið kunni að marka mið-
línu á landgrunninu milli þjóð-
anna, sem gefi Sovétmönnum
yfirráð yfir geisivíðfeðmum haf-
svæðum.
Ogadendeilan:
Þessi mynd var tekin skömmu fyrir sfðustu helgi f borginni Tokio
Hot Springs á Hokkaidoeyju í Japan og sýnir gosmökkinn úr
eldfjallinu USU, steinsnar frá borginni, sem nú er að heita má
mannlaus.
IATA
stór-
lækk-
ar f ar-
gjöld
(ienf 15. ágúsl Reuter.
IATA-flugfélög, sem fljúga á
flugleiðinni New-York — London
tilkynntu í kvöld stórfellda far-
gjaldalækkun á þeirri flugleið í
vetur f samkeppni við fluglest
Freddie Lakers. A fundi IATA f
Genf í dag var ákveðið að frá 15.
september nk. skuli fargjaldið
aðra leið New-York — London
vera 146 dollarar og 256 dollarar
fram og til baka. Eru þetta örlítið
hærri fargjöld en hjá Lakerair,
en fyrsta ferð Lakers verður 6.
spetember nk.
I tilkynningu IATA segir að hjá
IATA-flugfélögum verði máltiðir
og eðlileg þjónusta við farþega
innifalin, en hægt er að kaupa
mat og drykki hjá Lakerair. Það
eru sex IATA-flugfélög, sem aðild
eiga að þessum fargjöldum,
Framhald á bls. 26
Rússar og Kínverjar
seilast til áhrifa
Styrjaldarástand milli Eþíópíu og Sómahu
Beirút, Nairobf, Moskvu og Peking,
15. ágúst —AP — Reuter.
SOVETRlKIN og Kfna virðast nú
ætla að blanda sér verulega f deil-
ur Eþfópfumanna og Sómalfu.
Tass-fréttastofan birti á sunnu-
dag opinbera yfirlýsingu, þar scm
deiluaðilar voru hvattir til að
hætta átökum og setjast að
samningaborði, en f tilkynning-
unni er óbeint látinn If Ijós stuðn-
ingur við málstað Eþfópíumanna
með þvf að fjalla um hið um-
deilda Ogadenlandsvæði, sem
yfirráðasvæði Eþfópfu. Þá
hermdu áreiðanlegar fréttir f
Dauðvona stríðs-
glæpamaður á flótta
Bonn 15. ágúst AP — Reuter.
V-ÞYZKA lögreglan leitaði í
kvöld stríðsglæpamannsina
Herbert Kapplers, sem flúði úr
sjúkrahúsi f Róm f morgun
með aðstoð konu sinnar eftir
hartnær 30 ára fangavist á
Italíu, en hann var sekur fund-
inn, við réttarhöld 1948, um að
hafa fyrirskipað fjöldamorð á
Herbert Keppler við réttahöldin yfir honum 1948 og mynd af konu
hans, Annelise Wlater Wenger, tekin 1975.
335 óbreyttum borgurum f Róm
árið 1944, er hann var yfirmað-
ur þýzka sctuliðsins þar.
Kappler hafði dvalizt í
sjúkrahúsi undir strangri lög-
regluvernd frá því i marz er
hann sagðist þjást af ólæknandi
krabbameini í ristli. Skv. þvi
sem fréttastofufregnir hermdu
í kvöld kom eiginkona
Kapplers, Annalise, manni sín-
um sem aðeins vegur um 50 kg,
undan i ferðakofforti, sem hún
einhvern veginn kom framhjá
10 lögreglumönnum og komst
flóttinn ekki upp fyrr en 10
klukkustundum siðar, er kona,
er sagðist vera Annalise
Kappler, hringdi i þýzk yfir-
völd og tilkynnti að maður sinn
væri kominn til V-Þýzkalands.
Mikil mótmæli urðu á ítaliu,
er Kappler var fluttur úr
herfangelsinu í sjúkrahúsið.
Framhald á bls. 26
Beirút í dag, að Kínverjar hefðu
ákveðið að hefja á ný þátttöku í
baráttu stórveldanna um áhrif á
Afrfkuhorni, með þvf að bjóða
Sómalíustjórn hernaðaraðstoð í
baráttunni við Eþfópíu.
Heimildirnar í Beirút sögðu að
Kínverjar hefðu fyrst lagt fram
tilboð sitt í mai sl. og svo aftur nú,
er ágreiningurinn um Ogaden
þróaðist í bein vopnuð átök.
Stjórnmálafréttaritarar segja
augljóst að tilboð Kinverja miði
að þvi að ögra Rússum, en ráða-
menn i Kreml hafa miklar áhyggj-
ur af deilunum, þar sem þeir hafa
séð báðum deiluaðilum fyrir
vopnum á undanförnum árum,
m.a. hefur Sómalíustjórn fengið
keypta skriðdreka og Mig-17 her-
þotur frá Sovétríkjunum svo og
Heimildirnar segja að Sómaliu-
stjórn hafi ekki enn tekið afstöðu
til tilboðs Kinverja, þar sem þeir
eiga tilboð frá fjölda ríkja, sem
vilja draga úr áhrifum Sovét-
manna á þessu svæði, um ýmiss-
konar „varnarvopn". I þessum
hópi eru Bandaríkin, Bretland og
Frakkland. Stjórnmálafréttaritar-
ar benda á að það hafi verið kín-
verskir ráðgjafar, sem aðstoðuðu
hina nýju stjórn Eþíópíu i stefnu-
mótun sinni eftir að Haile Se-
lassie keisara var steypt af stóli
og gerðu Kínverjar þetta til að
vega gegn aðstöðu Sovétmanna i
Sómaliu. Þróunin í Addis Ababa
varð hins vegar sú að hinir nýju
valdhafar snéru sér að Moskvulin-
unni og ráku á endanum Banda-
ríkjamenn i Eþíópiu úr landi, en
Bandaríkin höfðu um árabil séð
Framhald á bls. 26
Ástralía:
4 ára banni á úraní-
umvinnslu aflétt
Canberra 15. ágúst. Reuter.
VESTRÆNIR st jórnmálafrétta-
ritarar telja vlst aó ákvörðun
Astralíustjórnar um að leyfa
vinnslu og útflutning hinna gífur-
legu úranfumbirgða í norður-
hluta Astralfu eigi eftir að valda
verulegum ágreiningi á alþjóða-
sviði.
Bann við vinnslu og útflutningi
úraniums frá þessu svæði hefur
nú staðið i 4 ár. Um 20% allra
úraniumbirgða utan kommúnista-
ríkjanna eru i Astraliu og talið er
að ákvörðun stjórnarinnar muni
einnig valda hörðum deilum í
Astraliu, þar sem stjóranarand-
staðan stendur sem ein heild gegn
úraniumvinnslunni. Það voru
embættismenn í Canberra sem
skýrðu frá þessari ákvörðun i
kvöld, en talsmaður Malcoms
Frasers, forsætisráðherra Ástra-
liu neitaði að staðfesta hvort rétt
væri farið með. Gert er ráð fyrir
að forsætisráðherrann skýri opin-
berlega frá ákvörðun stjórnarinn-
ar á þingfundi á fimmtudag.