Morgunblaðið - 16.08.1977, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.08.1977, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1977 3 Úrslitaskákin. Til hægri er Helgi Ólafsson. sem telst sigurvegari mótsins. Svo skemmtilega vildi til að Helgi átti afmæli I gær og verSur dagurinn honum þvl áreiS- anlega minnis- stæSur. Sé8 yfir keppnisstaSinn. Reyndar voru áhorfendur meö fæsta móti þegar myndin var tekin. enda sjöttu umferS mótsins aS Ijúka. Vel heppnað útiskákmótá Lœkjartorgi SKÁKFÉLAGIÐ Mjölnir I Reykja vik gekkst i gær fyrir skákmóti meS mjög nýstárlegu sniSi. Var þar um aS ræSa mót sem haldiS var úti undir beru lofti á Lækjar- torgi. MeSal þátttakenda voru flestir af sterkustu skákmönnum íslendinga, þ.á.m. þeir GuSmund- ur Sigurjónsson, stórmeistari, Hel- gi Ólafsson, skákmeistari Reykja- víkur, Jón L. Árnason. Islands- meistari. Bjöm Þorsteinsson og svo mætti lengi telja. Fyrirkomu- lag mótsins var þannig aö hvor keppandi haföi tiu minútur fyrir skákina og voru alls tefldar niu umferöir eftir svissnesku kerfi. Margt áhorfenda safnaðist saman á Lækjartorgi til að fylgjast með mótinu. Fyrstu verðlaun á mótinu voru 50 þúsund krónur. en alls voru veitt átta verðlaun, þau lægstu átta þús- und. Verðlaunaupphæðin var alls 200 þúsund krónur. Það sem gerði skipuleggjendum mótsins kleift að veita svo há verðlaun var að um 30 fyrirtæki styrktu mótið með veruleg- um fjárframlögum, en á móti kom að þátttakendur báru borða með nöfnum fyrirtækjanna. og eftir hver- ja umferð voru nöfn allra fyrirtækja. er þátt tóku i mótinu, lesin upp I næstu umferð tefldi hann of djarft og tapaði Guðmundur vann hins vegar og siðan fylgdust þeir tveir að allt til loka og voru þvi jafnir og efstir Helgi taldist þó sigurvegari mótsins. þar eð hann lagði Guð- mund að velli i innbyrðis viðureign þeirra Röð efstu fyrírtækjanna varð annars þessi. nöfn keppenda eru i svigum: 1—2. Þjóðviljinn (Helgi Ólafs- son) og Eggert Kristjánsson. heild- verzlun (Guðmundur Sigurjónsson) 8 vinningar 3 B M Vallá (Kristján Guðmundsson) 6Vi v. 4—7. P. Stefánsson (Margeir Pétursson). K R.O.N. (Leifur Jósteinsson). Emm- ess is (Stefán Þormar) og Halti han- inn (Benedikt Jónasson 6 v. 8—9. Heildverzlun Guðmundar Arasonar (Sævar Bjarnason) og Útvegsbank- inn (Björn Þorsteinsson) 5'/z v. Framkvæmdaaðilar mótsins töldu mótið hafa verið mjög vel heppnað og var það ekki sizt að þakka veður- guðunum. sem voru i sínum bezta ham. Eins og áður er sagt var margt áhorfenda og var mikið skjól að þeim fyrir keppendur þar eð nokkur gola var á torginu i gær Hins vegar má segja að oft hafi verið hljóðlátara á skákmóti en á útimótinu á Lækjar- torgi i gær hátalara. Má þvi segja að fyrirtækin hafi fengið töluvert fyrir sinn snúð þvi margt var um manninn á Lækjar- torgi I góða veðrinu I gær. En snú- um okkur að gangi mótsins Fyrir fram var búizt við að keppnin um efsta sætið myndi standa á milli þeirra Helga Ólafssonar og Guðmundar Sigurjónssonar og sú varð einmitt raunin á Þeir félagar unnu báðir fyrstu fjórar skákir sinar, en mættust síðan innbyrðis i fimmtu umferð Helgi sigraði eftir mikla bar- áttu og hafði þá vinnings forskot á Guðmund. Helgi hefur þá liklega talið sér sigurinn visann, þvi að i Frá verðlaunaafhendingunni. Frá vinstri: Ingvar Ásmundsson, skákstjóri, Helgi Ólafsson, Guömundur Sigurjónsson, Kristján Guðmundsson. Ledur Jósteinsson, Benedikt Jónasson. Stefán Þormar, við hlið Benedikts, Margeir Pétursson og Bjöm Þorsteinsson. Alltað 1180 krónur f ást nú fyrir að salta síld í tunnu UM HELGINA náðist samkomu- iag milli verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda um laun vegna síldarsöltunar i haust og þeirra er Karlprins fer í dag VEIÐI Karls Bretaprins I Hofsá lýkur að þessu sinni í dag, en hann hefur stundað þar veiðar sfðustu dagana. Bri- an Booth f veiðihúsinu að Teigi sagði f samtali við Morgunblaðið í gærmorgun, að prinsinn hefði að jafnaði feng- ið 5 laxa á dag og um miðjan dag f gær hefði hann verið búinn að fá 60 laxa. Kvað hann stærstu laxana vera 17—18 pund að þyngd, en stærri laxar fengjust vart f Hofsá. Karl prins mun fljúga utan sfðdegis f dag frá Egilsstöðum. starfa óbeint við söltunina sjálfa. Hækkun frá f fyrra er mjög mis- munandi eftir þvf hver stærð sfld- arinnar er, en f einu tilfelli er hækkunin 60—70% og f öðru 40—50%. „Að mfnu mati náðum við hagstæðum samningum,“ sagði Sigfinnur Karlsson, formað- ur Alþýðusambands Austurlands, þegar Morgunblaðið ræddi við hann f gær. I samtalinu við Morgunblaðið sagði Sigfinnur, að nú yrðu greiddar 754 krónur fyrir að salta 300—500 stk. f tunnu með hring en eftir 1. okt. í fyrra hefðu verið greiddar 594 kr. Flokkunargjald yrði nú 120 kr. en var 104 kr., þannig að samtals verða greiddar 879 kr. fyrir að salta 300—500 stk. i tunnu með hring. Fyrir söltun á 500—700 haus- skornum sildum í tunnu með hring verða nú greiddar samtals 1184 kr. Fyrir að rúnsalta 300—700 stk. i tunnu með hring verða greiddar 604 kr. og fyrir Framhald á bls. 26 rii ir-'- iV ^ - l'' ■* % -1 . J Olíumöl á Vestfirði og Norðurland OLÍUMÖL h.f. er um þess- ar mundir að senda marga skipsfarma af olíumöl á Vestfirði og síðan hefjast flutningar á olíumöl til nokkurra staða á Norður- landi. Flutningaskipið Vesturland er nú að losa 1400 tonn af oliumöl á tsafirði og Suðurlandið mun einn- ig losa þar, en búið er að losa tvo skipsf arma á Bolungarvik. Samkvæmt upplýsingum Bolla Kjartanssonar, bæjarstjóra á Isa- firði, tekur um tvo daga að leggja oliumöl úr einum farmi. Þá verður siglt með oliumöl frá Reykjavíktil Petreksfjarðfjarðar, Tálknafjarðar og Bildudals. Olfumöf skipað út f Suðurlandið f Reykjavfkurhöfn f gær. Ljós- mynd Mbl. Ö1.K.M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.