Morgunblaðið - 16.08.1977, Síða 13
13
■" ........ ................. ,
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 197t
vinnufélagi hans er Sigurður Vésteins-
son, báðir eru þeir húsasmiðir og búa á
Akranesi og þegar okkur bar að voru
þeir að leita að ákveðnum fleka, sem
átti að passa í eitt hornið. Við spurðum
Magnús, hvaða breytingu tilkoma verk-
smiðjunnar hefði helzt fyrir ibúana í
nágrannasveitunum?
— Ég er sannfærður um að þetta
hefur í för með sér mikla breytingu og
þá kannski ekki sízt fyrir Akranes, því
gert er ráð fyrir að starfsfólk verk-
smiðjunnar búi mest á Akranesi. At-
vinnumöguleikar Akurnesinga koma
því til með að gjörbreytast. Ég hef ekki
mikla trú á að verksmiðjan verði sá
mengunarvaldur, sem talað er um. Ef
dæma má af lýsingum þeirra, sem skoð-
að hafa sambærilegar verksmiðjur
erlendis þá eru tré og annar gróður
alveg upp að verksmiðjunum þar.
Mengunarvarnir eru orðnar það miklar
að það á ekki að vera nein hætta á
ferðum.
En hvernig er Grundartangi sem
vinnustaður?
— Þetta er ágætur vinnustaður og
hreinlega enginn munur á þvi að vinna
hér eða niðri á Akranesi. Við Sigurður
og nær allir sem búa niðri á Skaga eða I
nærsveitunum fara til og frá staðnum
kvölds og morgna. Mötuneyti er hér á
staðnum og viðurgerningur allur eins
og bezt verður á kosið, sagði Elias og
við spurðum félaga hans, Sigurð, álits á
óánægjuröddum heimamanna með
verksmiðjubygginguna.
— Eins og bændur hér i nágrenninu
hafa sagt þá telja þeir að með verk-
smiðjunni sé komin félagleg mengun i
sveitina. Og vist er að nokkrir bændur
eru byrjaðir að vinna hér á Grundar-
tanga og hafa lagt niður búskap en
aðalástæðan hlýtur þó að vera kröpp
kjör bænda — þeir hafa ekki nóg kaup
við búskapinn.
„Helmings
stækkun verksmiðjunn-
ar liggur í loftinu
Nú er höfnin hér á Grundartanga
sjálfstætt fyrirtæki sveitarfélaganna í
nágrenninu en ekki eingöngu ætlað að
þjóna járnblendiverksmiðjunni. Hvaða
verkefnum gæti þessi höfn sinnt?
— Þessi höfn verður af þeirri stærð,
að við hana má losa og lesta stærri skip
en komast inn á almennar hafnir úti á
landi. Hér á þvi að vera hægt að skipa
upp vörum fyrir Vestur- og Norðurland
og með tilkomu brúar yfir Borgarfjörð
styttist enn flutninsleiðin vestur og
norður. Þá tala menn um að byggja upp
fleiri verksmiðjufyrirtæki hér á
Grundartanga og meðal annars hefur
þar verið talað um perlusteinsverk-
smiðju. Að því ógleymdu að það liggur
eiginlega í loflinu að járnblendiverk-
smiðjan verði stækkuð um heiming
strax þegar lokið verður við þann áfan-
ga, sem nú er í smíðum.
En hvaða áhrif kemur verksmiðjan
til með að hafa á Akraneskaupstað?
— Eftir því, sem okkur hefur verið
sagt eiga að starfa hér um 150 manns,
Mötuneyti starfsfólksins á
Grundartanga er í alla
staði hið notalegasta.
þegar báðir ofnar verksmiðjunnar ver-
ða tilbúnir og þetta fólk á ekki að búa
hér á Grundartanga við verksmiðjuna
heldur á Akranesi og í næstu sveitum.
Niður á Akranes er um 20 mínútna
akstur og það liggur alveg fyrir að flest
af starfsfólkinu kemur til með að búa á
Akranesi. Við höfum heyrt að Járn-
blendifélagið telji sig þurfa að fá til
afnota á Akranesi milli 50 til 60 íbúðir
fyrir starfsfólk sitt, hvort sem þær ver-
ða byggðar eða leigðar. Það gefur þvi
auga leið að með þessu fjölgar fólki á
Akranesi og jafnframt beinum störfum
við verksmiðjuna kemur til margs kon-
ar þjónusta, sem verksmiðjan og starfs-
fólk hennar verður að sækja til Akra-
ness.
iji fyrir starfsfólkið og það væri fagn-
aðarefni. Tal okkar barst að mengunar-
hættu frá verksmiðjunni og við gefum
Guðmundi orðið.
— Sjálfsagt kemur þessi verksmiðja
til með að spúa einhverri drullu frá sér
en hér verða sett upp fullkomin
hreinsitæki. Ég hef litla trú á þvi að
það verði ekki staðið að málum eins vel
og hægt er. Þetta verður víst fullkomn-
asta málmblendiverksmiðja I heimin-
um og þetta er fyrsta almennilega
málmbræðslan hér á landi, sagði Guð-
mundur.
Það kom á daginn að Magnús hafði
nýverið verið á ferð i Grikklandi og þá
„Atvinnumöguleikar Ak-
urnesinga gjörbreytast við
tilkomu verksmiðjunnar“,
sagði sá til vinstri á mynd-
inni, Elfas Jóhannesson, og
félagi hans Sigurður Vé-
steinsson bætti við að
„bændur í nágrenni verk-
smiðjunnar legðu ekki nið-
ur vinnu vegna hennar
heldur þar sem þeir hefðu
ekki nóg kaup við búskap-
inn.“
og hafnamálastofnuninni. Við spurðum
hvernig honum félli bryggjusmiðin?
— Þetta er fjölbreytt starf en yfir-
leitt vinnum við þrír eða fjórir saman i
flokki. Annars hefur veðrið i sumar
ekki verið til að hrópa húrra fyrir. Það
hefur ekki verið hlaupið að þvi fyrir
skólafólk að fá vinnu yfir sumarið og
hvað þá að komast i vinnú þar sem
hægt er að hafa einhverjar tekjur, agði
Björn. Starfsmennirnir við hafnargerð-
ina eru með sérstakar vinnubúðir og
annað mötuneyti en aðrir starfsmenn á
svæðinu og sagði Björn að aðbúnaður
þeirra væri góður. Um vinnutimann
sagði Björn að þeir hefðu lengst af i
sumar unnið til kl. 11 á kvöldin en á
morgnana er byrjað klukkan hálf átta.
„Annaó hvort að
hætta eða flytja með“
tslenzka járnblendifélagið flutti fyrr
I sumar skrifstofur sinar úr Reykjavík
og upp á Grundartanga. Er ætlunin að
framvegis verði þar allar skrifstofur
félagsins og starfsm enn á skrifstofum,
sem aðrir starfsmenn, verði búsettir á
Akranesi eða í nágrenni verksmiðjunn-
ar. Nú þegar hafa tveir af forvigis-
„Vantar
varahreinsitæki“
— Því likt viravirki, varð ljósmynd-
aranum að orði þegar okkur varð litið á
járngrind, sem tveir járnamenn voru
að hnýta. Ekki kemur þessi grind þó til
með að blasa við augum þeirra er verk-
smiðjuna skoða I framtiðinni, þvi þá
verður hún hulin steypu og hlutverk
hennar að styrkja veggi hráefnisgeyma
verksmiðjunnar.
Járnamennirnir tveir reyndust báðir
vera úr Reykjavík og heita Guðmundur
Guðmundsson og Magnús Magnússon.
Guðmundur sagði allan aðbúnað fyrir
starfsmenn á staðnum mjög góðann,
svefnskálar væru til fyrirmyndar og
ekki skemmdi maturinn fyrir. Nú væri
einnig verið að byggja tómstundaheim-
JÍL
séð járnblendiverksmiðju þar. — Okk-
ur var sagt að þetta væri mesti meng-
unarstaður í Evrópu, enda lagði frá
verksmiðjunni mikinn svartan reyk. í
þessari verksmiðju voru lika lítil sem
engin hreinsitæki. Ég hef ekki trú á
því að eins verði staðið að málum hér
og i Grikklandi. Við gerum okkur fulla
grein fyrir þvi út i hvað við erum að
fara en það er hins vegar eitt, að það
dugar ekki að hafa hreinsitáeki, sem
eru þannig að ef þau bila þá flæðir
mengunin út i umhverfið. Það þurfa að
vera einhver varatæki, sagði Guðmund-
ur.
„Veörið ekki til að
hrópa húrra fyrir“
Við höfnina á Grundartanga hittum
við Björn Hermannsson og aðspurður
um starfsheiti sagðist hann vera
bryggjusmiður. Þetta væri þó aðeins
sumarstarf, á veturna væri hann við
nám i Vélskólanum. Sagðist Björn hafa
starfað að hafnargerð sl. tvö sumur í
Njarðvikum en önnur tvö sumur hafði
hann starfað við önnur störf hjá Vita-
Fráleitt að
líta á það sem
óyfirstíganlegan
þröskuld að flytja
frá Reykjavík
og starfa úti á
landi“, sagði Hafdfs
Sigurðardóttir.
mönnum fyrirtækisins flutt með fjöl-
skyldur sínar i nágrenni verksmiðjunn-
ar, annar á Akranes og hinn i Skil
mannahreppinn. Við spurðum Hafdís
Sigurðardóttur, sem starfaði á skrif
stofu félagsins i Reykjavik og starfar
nú á Grundartanga, hvernig hún kynn.
við þennan flutning?
*— Ég hafði raunar ekki nema um
tvennt að velja, annað hvort að hætta
að vinna hjá félaginu eða flytja með
því. Mér fellur ágætlega að vinna hér
en enn sem komið er bý ég i Reykjavik
og fer þangað um helgar. Ég er ekki
með neina fjölskyldu en fyrir fjöl-
skyldufólk horfir þetta kannski öðru
visi við. Það hlýtur að vera eðlilegt og
sjálfsagt að fleiri fyrirtæki og stofnan-
ir flytji starfsemi sina út á land en þá
verður að taka tillit til aukins kostnað-
ar við ferðalög. Það er fráleitt að lita á
það sem óyfirstiganlegan þröskuld að
flytja frá Reykjavík og starfa út á
landi, sagði Hafdís Sigurðardóttir að
lokum og við kvöddum Grundartanga
að sinni.
GreinrTryggvi Gunnarsson
Myndir:Ragnar Axelsson.