Morgunblaðið - 16.08.1977, Síða 17

Morgunblaðið - 16.08.1977, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐXUDAGUR 16. AGUST 1977 17 Herdís Snæbjörnsdóttir fagnar bónda sfnum, Björgvini Þorsteins- syni, að loknum sigri hans f tslandsmótinu f golfi á laugardaginn. Fimmti sigur Björgvins f röð, sjötti samtals, glæsilegur árangur. (Ljósmynd Mbl. Friðþjófur). BJÖRGVIN meistari í sjötta sinn FIMMTA árið f röð og sjötta skipti alls, varð Björgvin Þorsteinsson frá Akureyri, Islandsmeistari f golfi, en landsmóti kylfinga lauk í Grafarholti á laugardaginn. Eftir æsispennandi keppni við Ragnar Ólafsson tryggði Björgvin sér sigurinn með einu höggi, lék holurn- ar 72 á 306 höggum, Ragnar lék á 307 höggum. Mikil mannfjöldi fylgdist með viðureign þessara yfirburðamanna golffþróttarinnar hér á landi á laugardaginn og þeir sem með fylgdust voru ekki sviknir af þeirri sennu. Björgvin Þorsteinsson ber ekki hugsanir sínar utan á sér, andlit hans var sem hoggið i marmara allan timann meðan keppnin stóð yfir á laugardag- inn. Hann lét engin svipbrigði i ljós hvort heldur hann var kom- inn með fimm högga forystu eða hafði notað einu höggi meira en Ragnar. Það var ekki fyrr en boltinn var kominn í holuna í siðasta skiptið að keppnismaðurinn Björgvin leyfði sér að breyta um svip. Það var þó langt í frá að hann miklaðist yfir sigri sinum, slikt er ekki háttur Björgvins Þor- steinssonar. Hann tók sigri sínum með jafnaðargeði og sama má segja um Ragnar Ólafsson, sem nú varð i fimmta skipti i 2. sæti i Islandsmóti i golfi. Hann hefur aldrei fengið nafnbótina Islandsmeistari, hans hlutskipti hefur hingað til verið að vera sá næstbezti. 1 fyrra tapaði Ragnar með tveim- ur höggum fyrir Björgvin, nú með einu. Næst lofar hann bráðabana eða umleik. Það fer ekki á milli mála að Björgvin og Ragnar eru í sérflokki islenzkra kylfinga. Arangur þeirra á punktamótum sumarsins talar þar sínu máli. 1 þeim mótum sem þeir hafa tekið þátt hafa þeir ævinlega hlotið stig og aðeins einu sinni hvor orðið aftar en í 4. sæti. Fyrir lands- mótið fékk Björgvin 55.10 stig, Ragnar 49.30. Hefur Björgvin i Risaslagur í kúluvarpi í kvöld: HVAÐ GERIR HREINN? „KOMINN TIL AÐ SIGRA", SEGIR CAPES HvaS gerir Hreinn Halldórsson I risaslagnum I kúluvarpi á Laugar- dalsvellinum I kvöld? Þessari spumingu hafa margir velt fyrir sár aS undanfömu, og án efa eru flestir á þvl aS Hreinn standi sig vel. SvariS viS spumingunni fæst I kvöld á Laugardalsvellinum, I kúluvarpskeppni 6. Reykjavikur leikanna I frjálsiþróttum, en leikar þessir hefjast kl. 19.30 ikvöld. Hreinn fær keppinauta af betra taginu i kvöld. Eru þaS þeir Terry Albritton frá Bandaríkjunum, sem setti heimsmet i greininni i fyrra, Al Feuerbach frá Bandarikjunum. en hann er fyrrverandi heimsmet- hafi, Reijo Stálberg frá Finnlandi, sem kastaS hefur 21.22 metra í ár, og Bretinn Geoff Capes. sem Hreinn sigraSi á Evrópumeistara- mótinu innanhúss á Spáni sl. vet- ur, en hann hefur i ár kastaS 21.30 metra og á bezt 21.55 metra frá i fyrra. Hreinn Halldórsson tók á móti kempunum þegar þær komu til landsins, og spjallaði blm. Morg- unblaSsins þá litillega viS þá Cap es og Feuerbach: „Ég mun aS sjálfsögSu reyna a8 gera mitt bez- ta i keppninni hér", sagSi Capes. „Ég hef veriS nokkuS ömggur með köstum og yfir 21 metra i sumar. og þvi vona ég að ég stan- di mig i keppninni við Hrein og hina kastarana. MaSur kemur að minnsta kosti til að reyna a8 sigra þá", b ætti Capes vi8. Al Feuer- bach var frekar var um sig er hann var spurSur um hvernig honum litist á keppnina: „Ég hlakka til mótsins. Ég hef einbeitt mér aS æfingum siSustu tvær vikurnar. æft og safnað kröftum. Þa8 verSur a8 koma i Ijós svo i keppninni hvernig hlut- imir smella saman, en auSvitað vonar maSur hi8 bezta", sagði þessi lágvaxni náungi. Á mótinu i kvöld verSa einnig fleiri erlendir gestir sem allir eiga það sammerkt a8 vera frábærir iþróttamenn. margir með þeim beztu i heiminum. Likur eru fyrir jafnri og skemmtilegri keppni í mörgum greinanna. þvi okkar fremstu menn eru i mikilli framför um þessar mundir. Þannig verður gaman a8 fylgjast með keppni Vil- mundar og útlendinganna. og einnig ætti 1500 metra hlaupið að geta orðið skemmtilegt. en það er hlaupiS i minningu Svavars Markússonar og munu okkar bez- tu menn kljást þar við tvo Norð- menn og frábæran hlaupara frá Kenya. Þá fær Friðrik Þór verBug- an andstæSing frá Sovétrikjunum. og svo mætti lengi telja. Timaseð- ill mótsins i kvöld er Kl. 19.30 100m hlaup kvenna. Hástökk kvenna. Stangarstökk. Kl. 19.40 100 m hlaup karla Kl. 19.50 1500 m hlaup karla kl. 20.05 Kúluvarp karla. Langstökk karla. Kl. 20.15 800 m hlaup karla B Kl. 20.25 1500 m hlaup kvenna. Kl. 20.35 400 m hlaup kvenna. Kl. 20.45 400 m hlaup karla - yy Hreinn Halldórsson var mættur á Keflavfkurflugvelli er hans sterku andstæðingar f keppninni f kvöld komu til landsins. Hér sést hann taka á móti Bretanum Geoff Capes, ásamt Guðna Halldórssyni, en Capes hefur verið einn bezti og litrfkasti kúluvarpi heims undanfarin ár. Hreinri sigraði Capes, sem kunnugt er, á Evrópumeistaramótinu innanhúss á Spáni sl. vetur, og vafalaust hefur Capes f hyggju að hefna þeirra harma f kvöld. (Ljósm. Mbl. RAX). Ragnar alltaf næstbeztur sumar fengið 175.13 stig, Ragn- ar 165.15, en þriðji maður er hinn bráðefnilegi Sveinn Sigur- bergsson, sem er með rúmlega 60 stigum minna en Ragnar eða 102.35 stig. „PCTTAR BARAA TEPPUNUM OG LEMUR 1 SNJÖNUM Blaðamaður spjallaði stutt- iega við Björgvin að landsmót- inu loknu og fer það spjall hér á eftir, en Björgvin var fyrst spurður að þvi hverju hann þakkaði árangur sinn i golfinu undanfarin ár og hvernig hann hagaði æfingum sínum. — Ég veit ekki hvað segja skal. Þegar ég varð fyrst Is- landsmeistari 18 ára gamall fyrir 7 árum æfði ég eins og vitlaus maður, en æfingarnar hafa minnkað talsvert á síðustu árum. Ég vinn á golfvellinum á Jaðri og að lokinni vinnu á kvöldin fer ég yfirleitt út að spila. Fer ýmist 9 eða 18 holur eftir veðri og öðrum aðstæðum. — Er það ekki hagur fyrir Ragnar að leika á heimavelli sinum í Grafarholti? — Að sjálfsögðu hlýtur það mmmmmmmmKsmmmmmm að vera þægilegra að leika á velli, sem maður þekkir út og inn. Hann ætti þvi að standa betur að vigi en ég, en því er þó ekki að neita að ég þekki Graf- arholtsvöllinn orðið mjög vel og hef þrívegis orðið íslandsmeist- ari þar. — Hvað hugsaðirðu þegar þú varst orðinn einu höggi undir eftir 13 holur? — Ég hugsaði bara um það eitt að ná af honum forystunni á nýjan leik og það var þægileg tilfinning þegar ég sá boltann fara i holuna á 14. braut eftir langt „pútt“. Þá holu fór ég á þremur og tókst þvi að jafna strax aftur. — Vel á minnst, þú notaðir heldur fornfálegan „pútter“ i keppninni að þessu sinni. — Það var nú bara fyrsta daginn, sem ég notaði gamlan „pútter'* frá striðsárunum, sem ég gróf upp í drasli golfklúbbs- ins fyrir norðan. Mér hafði gengið vel með hann fyrir norðan, en þegar ég „þrípútt- aði“ á sex flötum fyrsta daginn skipti ég aftur og notaði minn eigin pútter eftir það. Það voru einmitt ,,púttin“, sem björguðu mér annan daginn, en þá lék ég á 74 höggum í kolvitlausu veðri. Það var eini dagurinn, sem „púttin" láku. — Nú farið þið Ragnar á heimsbikarkeppnina i Manilla i desember i vetur, hvernig list þér á þá ferð? — Mér list eðlilega mjög vel á að far'a þangað, fyrir mig .verður þessi ferð sennilega eina keppnisferðin til útlanda á árinu, þar sem landsliðið fór ekki á EM. Að visu er tíminn slæmur fyrir okkur, en það verður gaman að sjá þessa kappa, sem þarna verða. Maður reynir að halda sér i æfingu fyrir Manillaferðina, „púttar" bara á teppunum heima og lem- ur i snjónum verði veðrið þannig. — Hvað með framtíðina Björgvin? — Það er ekki gott að segja. Þvi er haldið fram að kylfingar séu á toppnum um 35 ára gamlir og þvi gæti ég átt nokkur ár i viðbót, þar sem ég er ekki nema 24 ára. — Getum við þá átt von á að Björgvin Þorsteinsson verði Is- landsmeistari i golfi næstu 11 árin? — Þess vegna. —áij

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.